Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Verðmætin hafa farið forgörðum eftir Birgi Isl. Gunnarsson í umræðu þeirri, sem orðið hefur um efnahagsmál undan- farnar vikur, hefur það hvað eft- ir annað komið fram, að sjaldan höfum við íslendingar haft eins góð tækifæri og undanfarin tvö ár til að koma efnahagsmálum okkar í betra horf. Á árunum 1980 til 1981 lifðum við sérstakt góðæri. Verðmæti sjávarvöru- framleiðslu jukust og voru rúm- lega þriðjungi meiri þessi tvö ár en þau voru 1977. Hvað hefur orðið af þessari miklu verð- mætaaukningu? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að stýra því að verðmætaaukning kæmi fram í bættri afkomu og traust- ari grundvelli okkar efnahags- lífs. Við athugun á því er rétt að bera fram nokkrar spurningar og fá svör við þeim. Hefur þessi verdmæta- aukning komið fram í auknum kaupmætti? Því fer fjarri. Kaupmáttur kauptaxta hefur minnkað frá því ríkisstjórnin tók við. Hann minnkaði um 4,9% 1980 og 1% 1981. Kaupmátturinn stendur væntanlega í stað á þessu ári, en spáð er 6% kaupmáttarrýrnun næsta ár. Alþýðubandalagið hef- ur skert verðbótavísitöluna 13 sinnum síðan það komst til valda, alls um rúmlega 48%. Hefur þá ekki verið hægt að létta sköttum af almenningi? Allir vita að svo er ekki. Skattar hafa hækkað stórlega á hverju ári. Eldri skattar hafa verið hækkaðir og nýir fundnir upp af miklu hugviti. Síðasta skattahækkunin kom með bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar í ágúst sl. Fjárþörf ríkis- sjóðs er óseðjandi hjá þessari stjórn. Er þá ekki afkoma ríkissjóðs góð? Ekki er það nú. Þrátt fyrir stórauknar skatttekjur hefur ríkissjóður tekið æ meiri lán. Árið 1979 var 6,8% af ráðstöfun- arfé ríkissjóðs tekið að láni. Árið 1982 hefur lánshlutfallið hækkað í 13,5% eða nær tvöfaldast í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann stefnir og ört upp á við. Þrátt fyrir skattahækkanir er afkoma ríkissjóðs afleit. Hefur þessi mikla verð- mætaaukning þá ekki komið fram í lækkun erlendra skulda? Allir þekkja óheillaþróunina í þeim málum. Ríkisstjórnin hefur tekið erlend lán gegndarlaust. 22% af okkar útflutningstekjum inunu á þessu ári fara í að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum og skuldir okkar nema nú um 45% af þjóðarframleiðslu þessa árs. Það sem er enn verra — stór hluti þessara erlendu lána er hrein eyðslulán. Hafa þessi verðmæti þá ekki verið notuð til að treysta atvinnuvegina og fjárfesta í arð- bærum framkvæmdum? Til að fá svar við þeirri spurn- Birgir ísl. Gunnarsson ingu er rétt að kanna fjárfest- inguna í landinu. Fjárfesting í opinberum byggingum hefur aukist á hverju ári síðan þessi stjórn tók við, um 6,1% 1980, 9,7% 1981 og 6,8% 1982. Fjár- festing í íbúðarhúsnæði hefur farið minnkandi. Framkvæmdir við stórvirkjanir og stóriðju hafa snarlega minnkað á þessu ári svo og framkvæmdir við hitaveitur. Fjárfesting í at- vinnufyrirtækjum minnkaði um 8,1% 1981 og spáð er 9,1% minnkun á árinu 1982. í stuttu máli: Fjárfesting í atvinnuiífi og arðbærum framkvæmdum hefur minnkað, en byggingarstarfsemi hins opinbera blómstrar. Hefur þjóðarfram- leiðsla aukist? Þrátt fyrir hin auknu verð- mæti í sjávarafla hefur sú ekki orðið raunin. Sjávarvörufram- leiðslan hefur stefnt upp á við, en þjóðarframleiðslan niður á við. Hagvöxturinn hefur stöðv- ast. Á árinu 1979 minnkaði þjóð- arframleiðsla á mann um 3,4%, árið 1980 um 1,7%, árið 1981 um 0,1% og mun enn minnka á þessu ári eða um 4—7%. Ekki hefur tekist betur en svo að halda í þau miklu verðmæti sem þjóðarbúinu hafa aflast á þess- um árum. Hvert hafa fjár- munirnir farið? Er nú von að menn spyrji, hvað orðið hafi um þessi miklu verðmæti. Kaupmáttur hefur lækkað, skattar á almenning hafa hækkað, afkoma ríkissjóðs er bágborin, erlendar skuldir hafa stórhækkað, fjárfestingar í atvinnufyrirtækjum hafa minnkað og þjóðarframleiðslan hefur minnkað. Þetta mikla tækifæri, sem við höfum haft til að koma efna- hagsmálum okkar í lag, hefur gengið okkur úr greipum vegna óstjórnar. Verðbólgan hefur ver- ið látin æða áfram og verðmætin ýmist brunnið á báli hennar eða farið niður í eyðsluhít ríkisins. Það sem verra er. Engar líkur eru á að þessari ríkisstjórn tak- ist á nokkurn hátt að koma okkar málum í lag. Sinfóníuhljómsveit Islands: Rúmlega 70 tón- leikar fyrirhugad- ir á starfsárinu Frá blaðamannafundi stjórnar Sinfóníuhljómsveitar íslands. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, Hákon Sigurgrímsson, stjónarformaður, Haukur Helgason og Gunnar Egiis- son. Á myndina vantar Jón Þórarinsson. Á Alþingi í vor voru samþykkt ný lög um Sinfóníuhljómsveit Islands. í fyrstu grein þessara laga segir að Sinfóníuhljómsveit íslands sé sjálf- stæð stofnun með sérstakan fjárhag og lúti sérstakri stjórn. Það var svo í júli sl. að til starfa tók stjórn til að anna.Nl málefni hljómsveitarinnar i samræmi við þessi lög, og er hún þannig skipuð: Formaður erHákon Sigur- grímsson, en hann er skipaður án tilnefningar af menntamálaráðu- neytinu; Haukur Helgason, sem er Sinfónían fær gjöf Sinfóníuhljómsveit íslands hef- ur borist höfðingleg gjöf úr dán- arbúi hjónanna Páís Hallbjörns- sonar og Sólveigar Jóhannsdóttur, Leifsgötu 32, Reykjavík. í arf- leiðsluskrá er þess sérstaklega getið að gjöfin sé þakklætisvottur fyrir störf hljómsveitarinnar, sem þau mátu mikils og virtu. Enn- fremur er þess óskað að framan- greind gjöf renni til eflingar tón- listarflutningi Sinfóníuhljómsvcit- ar íslands út um land. Stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands þakkar innilega gjöf þessa og þá velvild og þann hlýhug, sem henni fylgir, segir í fréttatilkynn- ingu frá Sinfóníuhljómsveitinni. tilnefndur af fjármálráðuneytinu; Jón Þórarinsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg; Guðmundur Jónsson, tilnefndur af Ríkisút- varpinu; og Gunnar Egilsson, til- nefndur af starfsmannafélagi hljómsveitarinnar. Þessi nýskipaða stjórn boðaði til blaðamannafundar í gær til að kynna verkefni S.í. í vetur. Segir í tilkynningu frá stjórninni m.a.: „Fyrir nýju stjórninni Iá það viðfangsefni m.a. að gera starfs- áætlun fyrir hljómsveitina á ný- byrjuðu starfsári, kanna mögu- leika á nýjungum í tónleikahaldi sem miði að því að hljómsveitin nái til stærri hlustendahóps, skipuleggja tónleikaferðir, skóla- tónleika og ýmsa þá þætti aðra í starfi hljómsveitarinnar. Ósjald- an verður þess misskilnins vart að eina verkefnið sem hljómsveitin annist sé að leikaá 16 áskriftar- tónleikum í Háskólabíói en því fer víðs fjarri að svo sé. Aúk áskrift- artónleikanna eru í vetur fyrir- hugaðir fjölskyldutónleikar, kammertónleikar, tónleikaferðir útá land, framhaldsskólatónleik- ar, heimsóknir í grunnskóla, sjúkrahús og á vinnustaði eftir því sem við verður komið. Alls eru því fyrirhugaðir rúmlega 70 tónleikar á starfsárinu og auk þess hljóðrit- anir fyrir hljóðvarp og sjónvarps- upptökur." í nýju lögunum segir að við verkefnaval skuli stjórn S.í. njóta aðstoðar sérstakrar nefndar, svo- kallaðrar verkefnavalsnefndar. í henni eiga nú sæti: Jón Stefánsson, formaður, Jean-Pierre, Jacquillat, Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhann- esson, Hjálmar Ragnarsson, Jón Örn Marinósson og Páll Ás- mundsson. Segir ennfremur í tilkynningu stjórnarinnar: „Þegar nýja stjórnin og verk- efnavalsnefndin tóku til starfa var þegar búið að skipuleggja áskrift- artónleikana fyrir þetta starfsár. Aðalhljómsveitarstjóri í vetur verður Jean-Pierre Jacquillat og mun hann stjórna 10 tónleikum. Páll P. Pálsson stjórnar tvennum tónleikum og Guðmundur Emils- son, Leif Segerstam, Kiauspeter Seibel og Nicolas Braithwaite ein- um tónleikum hver. Innlendir ein- leikarar verða Lárus Sveinsson, Edda Erlendsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Rut Ingólfsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir en erlendu ein- leikararnir verða píanóleikararnir Peter Donohoe, Eugen List, Philip Jenkins og Gabriel Tacchino, KOnstantin Kulka fiðluleikari, sellóleikararnir Gisela Depkat og Nina Flyer, trompetleikarinn vestur-íslenski Rolf Smedvig og einsöngvarinn David Rendall. Ennfremur mun Söngsveitin Fíl- harmónía syngja á einum tónleik- um og taka þátt í konsertflutningi óperunnar Tosca þar sem með að- alhlutverk fara m.a. Sieglinde Kahman og Kristján Jóhannsson." Stjórnarmenn voru spurðir að því hvort þeir óttuðust harða sam- keppni við hina nýstofnuðu ís- lensku hljómsveit. „Það er engin ástæða til að óttast það,“ sagði Jón Þórarins- son, „Sinfóníuhljómsveit íslands og íslenska hljómsveitin styðja hvor aðra. Bæði er, að efnisval Is- lensku hljómsveitarinnar og Sin- fóníuhljómsveitar íslands er eðlis- ólíkt, og eins er það staðreynd að eftir því sem tónleikum fjölgar og fjölbreytnin verður meiri stækkar áheyrendahópurinn." Það kom fram á fundinum að sala áskrifta á fastatónleikana hefði gengið mjög vel, nú þegar hefðu selst 600 áskriftir og stend- ur sala enn yfir. Til samanburðar má nefna að í fyrra voru áskrift- armiðar 513, svo hér er greinilega um uppsveiflu að ræða. Og mönn- um er enn í fersku minni vel- heppnuð ferð Sinfóníuhljóm- sveitar Islands um Norður- og Austurland fyrrihluta september- mánaðar, en í þeirri ferð var að- sóknin mun betri en nokkru sinni áður. „Það er af sem áður var,“ sagði Gunnar Egilsson, „að menn láti stór og neikvæð orð falla um Sin- fóníuhljómsveit íslands. Það hef- ur orðið mikil hugarfarsbreyting til batnaðar í afstöðu manna til hljómsveitarinnar og þáttar henn- ar í menningarlífi okkar." Hákon Sigurgrímsson bætti því við í þessu sambandi, „að viður- kenning Aljiingis á Sinfóníu- hljómsveit Islands með því að setja um hana sérstök lög væri staðfesting á þessari hugfars- breytingu. Líkamsræktin, Kjörgarði sími 16400 Gerum líkamsrækt að lífsvenju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.