Morgunblaðið - 02.10.1982, Blaðsíða 40
^^^skriftar-
síminn er 830 33
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
Sáttatillaga 1 farmannadeilunni samþykkt af aðilum:
Farskipin láta úr
höfii meö kvöldinu
Samninganefndir undirmanna á
farskípum og útgerðarmanna sam-
þykktu sáttatillögu ríkissáttasemj-
ara í kjaradeilu aðila undir hádegi i
gær, en samningafundur hafði þá
staðið óslitið í liðlega sólarhring.
Guðlaugur l'orvaldsson, ríkis-
sáttasemjari, sagði í samtali við
Mbl., að staða málsins hefði verið
orðin mjög tvísýn og því hefði hon-
um þótt nauðsynlegt, að leggja fram
formiega tillögu til lausnar málsins.
Þrátt fyrir, að samninganefnd
farmanna samþykkti tillögu
sáttasemjara, féllst hún ekki á, að
aflýsa verkfalli félagsmanna
sinna, fyrr enn að lokunum alls-
herjarfundi þeirra, sem haldinn
verður í dag klukkan 15.00. Fyrstu
skipin munu ef að líkum lætur
láta úr höfn eftir kvöldmat í
kvöld. Samninganefndin féllst
hins vegar á, að heimila flutning
skipa innan hafnar til að hægt
væri að hefja losun og lestun
þeirra þegar í gærdag.
Sjómannafélag Reykjavíkur
mun á næstu dögum og vikum láta
fara fram allsherjaratkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna sinna
um samninginn og því mun líða
nokkur tími þar til ljóst verður
hvort samningurinn verður sam-
þykktur eður ei.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. aflaði sér voru báðir
samningsaðilar tiltölulega
óánægðir með tillöguna, en töldu,
að hún væri þó skásti kosturinn.
Samningsuppkastið gerir ráð fyrir
nokkru meiri hækkunum, en
samningur ASÍ og VSÍ gerir ráð
fyrir, samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Mbl. aflaði sér í gær-
kvöldi. Þá er gert ráð fyrir breyt-
ingum á reglum um vinnutíma-
styttingu og frídagakerfi far-
manna.
Nýr saipningur undirmanna á far-
skipum og útgeróarmanna undirrit-
aður hjá ríkissáttasemjara í gærdag,
f.v.: Guðjón Ármann Einarsson frá
Vinnuveitendasambandi íslands,
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissátta-
semjari, og Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur.
Ljósmynd Mbl. KÖE.
Bandaríkjaþing
hefur samþykkt
flugstöðvarféð
BANDARÍSKA þingið hefur
samþykkt framlengingu á gildist-
íma fjárveitingarinnar til nýrrar
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.
Öldungadeildin samþykkti frum-
varpið á þriðjudag og fulltrúa-
deildin á miðvikudag og bíður
það nú undirritunar Ronald
Reagans, forseta Bandaríkjanna,
til að öðlast gildi.
í samþykkt þingsins felst, að
þær 20 milljónir dollara, sem
Bandaríkjamenn hafa sam-
þykkt að verja til nýrrar
flugstöðvar á Keflavíkurflug-
velli, verða til reiðu fyrir ís-
lensk stjórnvöld ákveði þau að
hefja framkvæmdir við flug-
stöðina fyrir 1. október 1983.
Hinn 8. september sl. beitti Al-
þýðubandalagið neitunarvaldi
gegn því að þessar fram-
kvæmdir yrðu hafnar nú þegar
eins og Ólafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra, lagði til.
Ákvað ráðherrann þá að leita
eftir framlengingu hjá Banda-
ríkjaþingi. Vann Marshall
Brement, sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi, að fram-
gangi málsins þegar hann
fylgdi frú Vigdísi Finnboga-
dóttur til Washington á dögun-
um.
Fleiri tilmæli lágu fyrir
þinginu um að framlengja gild-
istíma fjárveitinga til fram-
kvæmda í herstöðvum Banda-
ríkjanna erlendis. Var þeim
öllum hafnað.
Utanríkisráöherrar
NATO-landa:
ölafur á óform-
legan samráðs-
fund í Kanada
ÓLAFUR Jóhannesson utanríkis-
ráðherra mun fara á ráðherrafund
utanríkisráðherra NATO-ríkjanna,
sem haldinn verður í Toronto í
Kanada fyrrihluta októbermánaðar.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Ingva S. Ingvarssyni
ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu-
neytinu, er hér um óformlegan
samráðsfund að ræða og væri
form fundarins nokkurt nýmæli.
50 þúsund amerískar
konur auglýsa eftir
eiginmönnum á Islandi
Hjónabandsmiðlunin Mates Int-
ernational í Norður-Ameríku aug-
lýsir i Morgunblaðinu í dag eftir
karlmönnum á aldrinum 18 til 55
ára til að kvænast bandarískum og
kanadískum konum. Aðeins um-
sóknum frá einhleypum karl-
mönnum, sem hafa að einhverju
leyti vald á enskri tungu, verður
veitt móttaka.
í auglýsingunni er ennfremur
tekið fram, að hjónabandsmiðl-
unin hafi um 50.000 konur á skrá,
sem bíði eftir eiginmanni. Þær
muni skrifa upp á 90 daga vega-
bréfsábyrgð til Bandaríkjanna og
Kanada, greiða flugfar og útvega
húsnæði. Allt sem væntanlegir
eiginmenn þurfa að gera, er að
senda góða ljósmynd til hjóna-
bandsmiðlunarinnar og stutt bréf
með ýmsum persónulegum upp-
lýsingum og hafa áhuga á kvon-
fangi og búsetu í áðurnefndum
löndum.
Þá er tekið fram í auglýsing-
unni, að innan sex vikna verði
gefinn út bæklingur með mynd-
um og upplýsingum um áhuga-
menn um kvonfang og geti
áhugasamir síðan valið úr öllum
hóp þeirra kvenna, sem lýsa
gagnkvæmum áhuga. Þá er það
tekið fram í lok auglýsingarinn-
ar, að hjónabandsmiðlunin óski
einnig eftir að ná sambandi við
einhleypar konur.
Mjólkurfræðing-
ar boða verkfall
Mjólkurfræðingar hafa boðað
verkfall frá og með föstudeginum 8.
október nk. hafí samningar ekki
tekizt í kjaradeilu þeirra og vinnu-
veitenda, en á fundi í Félagi mjólk-
urfræðinga á dögunum felldu þeir
samkomulag ASI og VSÍ með öllum
atkvæðum gegn einu.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson-
ar, ríkissáttasemjara, hafa verið
haldnir tveir sáttafundir með
deiluaðilum að undanförnu, en
ekkert hefur miðað í samkomu-
lagsátt. „Mjólkurfræðingar boð-
uðu síðan verkfall í gærdag, sem
kemur til framkvæmda nk. föstu-
dag, ef ekki hafa náðst samning-
ar,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson,
ríkissáttasemjari ennfremur.
Það kom ennfremur fram hjá
Guðlaugi Þorvaldssyni, ríkissátta-
semjara, að fundur yrði boðaður
með aðilum þegar á mánudag.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
létu forystumenn mjólkurfræð-
inga í það skína í sumar, þegar
ASÍ og VSÍ undirrituðu samkomu-
lag sitt, að þeir myndi að öllum
líkindum ganga inn í það. Hins
vegar var aldrei haldinn félags-
fundur hjá þeim til að fjalla um
samkomulagið. Loks var haldinn
fundur í haust, þar sem samkomu-
lagið var, eins og áður sagði, fellt.