Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
16
pinrgníi Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið.
Boris Spassky og
Sovétríkin
Það var ánæjyulefít framtak hjá hinu nýstofnaða tímariti Storð,
sem Almenna bókafélajíið ok Iceland Review fjefa út, að bjóða
Boris Spasskv, sovéska skákmeistaranum, hinfjað til einvifíis við
Friðrik Ólafsson. Þetta framtak stuðlar enn að framKanfíi hinnar
fíöfujíu skákíþróttar ojí fjefur okkur Islendinfíum færi á að endur-
nýja kynni okkar við Boris Spassky. I viðtali hér í blaðinu í gær
segist hann leggja mikla áherslu á góð samskipti við sovésk stjórn-
völd eftir að hann fluttist til Frakklands, enda fari hann árlega til
Sovétríkjanna og sæki heim vini, ættingja og börn. Spassky bætir
svo við: „En það er mér mikilvægt, að vera ekki háður sovéskum
stjórnvöldum — að geta farið allra minna ferða og notið frelsisins."
Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Spassky að því hver væri
afstaða hans til innrásar sovéska hersins í Afganistan og sovéskra
afskipta af Póllandi.: „Ég er ekki kommúnisti — hef aldrei verið
kommúnisti. Ég er miklu fremur sovéskur þjóðernissinni," svaraði
Boris Spassky og bætti síðan við: „Allir vita að stefna sovéskra
stjórnvalda er að útbreiða kommúnisma um allan heim; brjóta
þjóðir undir vald sitt. Þjóðernissinnar spyrna við fótum gegn þess-
ari viðleitni. Samúð mín er meðal þeirra hundruða þúsunda sem
þjást.“
Þetta er skýrt svar og afdráttarlaust. Það er mótað af eigin
reynslu Spasskys og hann mælir þessi orð af því að hann er frjáls og
ekki háður sovéskum stjórnvöldum — vonandi verður hreinskilni
hans ekki til þess að trufla ferðalög hans til fjölskyldu og vina fyrir
austan járntjaidið. Auðvelt er að færa reynslu og afstöðu Spasskys
yfir á samskiptasvið íslensku þjóðarinnar og hinnar sovésku. Eru
þeir Islendingar sem standa andspænis sovéska valdinu sem gæslu-
menn íslenskra hagsmuna jafn óhræddir við að vara menn opinber-
lega við eðli hins sovéska valds?
Kommissarar í
krafti peninga
Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, hefur sent Morgunblað-
inu langa greinargerð um aðförina að sjálfseignarstofnunun-
um, Sólheimum í Grímsnesi, Sólborgu á Akureyri og Skálatúni í
Mosfellssveit. Býsnast ráðherrann yfir því að rekstrarkostnaður
þessara heimila sé greiddur að fullu og öllu úr ríkissjóði, en ríkið
eigi engan fulltrúa í stjórnum þeirra né hafi önnur tök á að fylgjast
með innri stjórnun þeirra og rekstri eins og nú er háttað. Verður
greinargerðin ekki skilin á annan veg en þann að félagsmálaráð-
herra sé að framkvæma valdatöku í þessum stofnunum í krafti
skattpeninga almennings. Boðskapur hans er þessi: Ég vil eignast
eigin kommissara yfir þessum stofnunum.
Samkvæmt almennum lögum um aðstoð við þroskahefta á dag-
gjaldakerfið að gilda um þessar sjálfstæðu stofnanir. Nú gefur
félagsmálaráðherra til kynna að unnt sé að breyta þessum laga-
ákvæðum með fjárlögum. Sá skilningur ráðherrans stangast á við
þá grundvallarreglu að fjárlög geti ekki breytt almennum lögum.
Auðvitað telur Svavar Gestsson sig ekki þurfa að virða þá reglu
enda skortir ríkisstjórnina starfhæfan meirihluta á Alþingi en lifir
hins vegar í þeirri von, að hún geti með meirihluta í sameinuðu
þingi stjórnað landinu með fjárlögum.
Ritskoðun eða óhlutdrægni?
Iútdrætti fréttastofu útvarpsins á forystugrein Morgunblaðsins
sl. sunnudag var þessum línum sleppt: „Tímamörk sem dagblöð-
unum eru sett af ríkisútvarpinu valda því til dæmis, að útdráttur úr
þessari forystugrein Morgunblaðsins verður ekki lesin í útvarpinu
fyrr en á þriðjudaginn. Er furðulegt að fréttamenn útvarpsins skuli
sætta sig við slíkan útúrboruskap. Forystugreinarnar eiga auðvitað
að fá fréttalega meðferð á fréttastofunni; niðurskurður þeirra á
ekki að vera bitlingur." Skyldi þessi klausa nokkru sinni komast um
hendur fréttastofunnar út á öldur ljósvakans?
AF ERLENDUM VETTVANGI
EFTIR GUÐMUND HALLDÓRSSON
Leiðtogar Verkamannaflokksins syngja „Gömlu kynnin gleymast ei“ í Blackpool. Michael Foot er fimmti frá
hægri, Jill kona hans þriðja frá vinstri. Flokksþingum Verkamannaflokksins lýkur jafnan með því að þetta lag
er sungið.
Völd Benns skert
NÝAFSTADIN flokksþing Verkamannaflokksins og Frjálslynda flokks-
ins í Bretlandi voru ef til viil síðustu þing þeirra fyrir næstu kosningar.
Því var lögð áherzla á að sýna kjósendum að flokkarnir væru sameinaðir
og betur hæfir til að stjórna landinu en ríkisstjórn Margaret Thatchers,
sem á í höggi við 14% atvinnuleysi.
Agreiningur vinstri- og
hægrimanna hefur lengi
spillt fyrir Verkamannaflokkn-
um, en flokksþingið í Blackpool
lýsti yfir stuðningi við áform
leiðtoga flokksins um að reka
öfgamenn, sem hafa brotið
flokkslögin með því að koma á
fót flokki innan flokksins. Þetta
eru trotskyistarnir úr samtökun-
um „Militant Tendency", sem
hafa náð undir sig völdunum í
flokksdeildum í mörgum kjör-
dæmum víða í Bretlandi með
vafasömum aðferðum, sem hafa
vakið reiði gamalla flokksmanna.
Það styrkti stöðu Michael
Foots flokksleiðtoga, sem hefur
átt í vök að verjast, að þingið
samþykkti með rúmlega þremur
fjórðu atkvæða að reka Mili-
tant-hópinn, en deilurnar munu
ekki hverfa úr sögunni. Flokks-
deildir í a.m.k. átta kjördæmum
hafa valið Militant-menn í fram-
boð og ólíklegt er að þær snúi við
þeim baki, þótt flokksstjórnin
segi að reka eigi þá úr flokknum.
Auk þess eru margir flokks-
menn sammála markmiðum
Militant-hópsins, þótt þeir láti
lítið á því bera. Þeim er líka illa
við allt, sem túlka mætti sem
„galdraofsóknir", orð sem var
mikið notað í Blackpooi að þessu
sinni, þótt þeir séu ekki sammála
aðferðum Militant-manna. Foot
vísaði ofsóknarhugmyndunum á
bug þegar hann sagði að
flokksmenn mættu hafa hvaða
skoðanir sem þeir vildu, en yrðu
að virða lög flokksins.
Foot átti sigur sinn að þakka
verkalýðshreyfingunni, sem ræð-
ur yfir geysimörgum atkvæðum
á flokksþingum. Verkalýðshreyf-
ingin vill að brugðizt verði hart
og skjótt við Militant-málinu og
nýtur stuðnings hófsamra þing-
manna. Foot virðist einnig vera
ákveðinn í þessu máli, en aðeins
eitt ár er liðið síðan hann neitaði
að samþykkja rannsókn á Mili-
tant-málinu.
Hvað sem því líður er Foot
traustari í sessi en nokkru sinni
fyrr og það ætti að vera honum
huggun, því að fáir þingmenn
flokksins \irðast telja hann rétt-
an leiðtoga. Flokkurinn hefur
jafnframt sveigt til hægri. Stór-
lega hefur verið dregið úr völdum
vinstrisinnans Tony Benns, sem
var sviptur áhrifamikilli stöðu
formanns innanríkismálanefnd-
ar flokksins, og bandamaður
hans, Eric Heffer, er ekki lengur
formaður skipulagsmálanefndar-
innar. Foot hefur haldið vernd-
arhendi yfir þessum mönnum, en
gerir það ekki lengur.
Vinstrisinnar í Verkamanna-
flokknum halda því fram, eins og
oft áður, að Foot sé fangi hægri-
manna í flokksstjórninni og
meira virðist vera hæft í því en
áður. Af 29 mönnum, sem sitja í
flokksstjórninni, eru 16 taldir
„harðir hægrimenn", níu „harðir
vinstrimenn" og fjórir „miðju-
menn“, þeirra á meðal Foot. En
þessi skilgreining er hæpin og
meirihlutinn er ekki hægrisinn-
aðri en svo að ekki er talið að
hann muni reyna að breyta
stefnu Foots, sem beitir sér m.a.
fyrir úrsögn úr EBE og einhliða
afvopnun.
Roy Hattersley úr hægri arm-
inum skrifaði nýlega í Daily
Mirror að ákvörðun um leysa
Militant-málið væri „einnar
milljónar atkvæða virði". Hann
hélt því fram að Militant-málið
væri aðalorsök óvinsælda Verka-
mannaflokksins um þessar
mundir. I annarri blaðagrein
ræddi hann þann mikla skaða,
sem stuðningsmenn Ben.is og
aðrir vinstrisinnar hefðu valdið
flokknum, en gerði greinarmun á
hörðum vinstrimönnum, sem
hlýddu flokkslögum, og Mili-
tant-hópnum. Berjast yrði gegn
hinum fyrrnefndu innan flokks-
ins, en Militant-mennina yrði að
reka.
Ætla mætti því að innan-
flokksátökin muni halda áfram,
en raunar virðist þegjandi
samkomulag að nást um það í
Verkamannaflokknum að breyta
ekki ástandinu innan hans fyrir
næstu þingkosningar, að sögn
stjórnmálafréttaritarans Peter
Jenkins. Benn hvatti sjálfur til
þess að flokkurinn „sameinaðist
gegn íhaldsmönnum með núver-
andi stefnuskrá, núverandi leið-
togum og núverandi flokks-
mönnum'. Margir telja að vinstri
armurinn geti ekki gert sér vonir
um að koma fleiri skipulags-
breytingum til leiðar, eða unnið
fleiri „hugsjónasigra", og ætti að
einbeita sér að því að tryggja
stuðning verkafólks við þau
stefnuatriði, sem hafa þegar ver-
ið samþykkt.
Umdeildur frambjóðandi
Verkamannaflokksins í Putney,
Peter Hain (sem áður var leið-
togi æskulýðssamtaka Frjáls-
lynda flokksins) segir í grein að
of mikil orka hafi farið í inn-
byrðis átök í flokknum, en of lítið
verið hugsað um að fá verka-
lýðsstéttina tii fylgis við sósíal-
isma. Hann segir að leiðtogar
vinstri armsins hafi gengið of
langt í baráttu sinni og varar við
því að frekari tilraunir hans til
að ná völdunum í flokknum geti
stofnað sambandinu við verka-
lýðshreyfinguna í hættu. Verka-
mannaflokkurinn „verði sem
hingað til og um ófyrirsjáanlega
framtíð að vera samsteypa
vinstri- og hægrimanna".
Hattersley segir að það séu
„ekki tillögur okkar, sem valda
kjósendum áhyggjum, heldur
hvernig flokkurinn hagar sér“.
Spurningin er hvort Verka-
mannaflokknum tekst að sigra í
næstu kosningum ef hann hegðar
sér vel. Tengsl flokksins við
verkafólk hafa rofnað, en flokk-
urinn hefur orðið háðari
verkalýðshreyfingunni, sem er
óvinsæl, eða öllu heldur forystu-
öflum hennar. Það er verka-
lýðshreyfingin, sem hefur komið
í veg fyrir að Benn og stuðn-
ingsmenn sölsuðu undir sig völd-
in í flokknum, en í staðinn hefur
flokkurinn lofað að leggjast gegn
öllum lögum, sem verkalýðsfor-
ystan getur ekki sætt sig við,
þótt almenningur kunni að vera
á öðru máli.
Álíka klofningur er í verka-
lýðsfélögunum og í flokknum
sjálfum, en þau virðast fús að
styðja mikinn hluta stefnuskrár
Benns. En samkvæmt nýlegum
skoðanakönnunum virðist al-
menningur lítt hrifinn af stefnu
Verkamannaflokksins. Til dæmis
styðja aðeins 14 af hundraði
kjósenda (og aðeins 23% stuðn-
ingsmanna Verkamannaflokks-
ins) meiri þjóðnýtingu, en í
Blackpool voru einmitt gerðar
nokkrar samþykktir í þá átt.
Verkalýðsfélögin vilja heldur
ekki samvinnu um hófstillingu í
launamálum, sem Denis Healy,
fyrrum fjármálaráðherra, og
Peter Shore, talsmaður flokksins
í fjármálum, beita sér fyrir, og
njóta í því stuðnings vinstri
armsins. Verkalýðshreyfingin
gæti þannig orðið flokknum eins
skaðleg í næstu kosningum og
Militant-hreyfingin.
Ljóst má vera að þrátt fyrir
allt tal um að Verkamannaflokk-
urinn hafi sameinazt í Blackpool
eru enn til staðar djúpstæð og
óleyst deilumál í flokknum.
Fram að næstu kosningum verð-
ur reynt að viðhalda einingu í
flokknum og deilumálunum verð-
ur vikið til hliðar um stundar-
sakir. Benn er enn áhrifamaður í
flokknum, þótt dregið hafi verið
úr völdum hans, og meira á eftir
að heyrast frá honum eftir kosn-
ingarnar.