Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
19
+ 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
Jar N ■
SíteaÆsKUgiasF tDéxríSíSOira
VESTURGOTU )6 - Sl'M»R 14Ó30 - 21+80
Prufu-hitamælar
Rowenra
AL
ÆTAI
Stór og sterk ryk- og vatnssuga.
Hentar vel á verkstæði fyrir gróf-
ari hreinsun, i bilskúrinn eða jafn-
vel i gripahus. Fáanlegir eru alls-
konar fylgihlutir m.a. til kembing-
ar á hestum og hundum. 27 Itr.
rykbelgur leikur léttilega á fimm
mjúkum hjólum, þyngd 13,7 kg.
2990kr
Rowenra
•'''OttnaNT
Á blaðamannafundinum í gær: Frá vinstri Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, Markús Á. Kinarsson, veðurfræðingur, Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri,
Ellert B. Schram, riLstjóri, Andrés Björnsson, útvarpsstjóri og Olafur R. Einarsson, menntaskólakennari.
Utvarpslaganefnd skilar áliti:
Er í meginatrioum sam-
þykkur niðurstöðunum
segir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra
Útvarpslaganefnd hefur skilað áliti
þar sem sett er fram tillaga að frum-
varpi um breytingar á útvarpslögum.
— I tillögunni er m.a. mælst til þess
að einkaréttur Kíkisútvarpsins til
sjónvarps- og hljóðvarpssendinga
verði afnuminn. Og sú kvöð er lögð á
Rikisútvarpið að úLsendingar þess ná-
ist um allt land.
„Ég er samþykkur áliti útvarps-
laganefndar í öllum meginatrið-
um,“ sagði Ingvar Gíslason,
menntamálaráðherra á blaða-
mannafundi í gær þar sem tillög-
urnar voru kynntar. „Ég mun nú
skoða þetta mál betur og hefja und-
irbúning undir að leggja fram
frumvarp um þessi mál á næsta
þingi. Síðan er það í valdi alþingis
að skera úr um hvort breytingar
verða á því eða ekki. En ljóst er að
Ríkisútvarpið verður samkvæmt
tillögum útvarpslaganefndar áfram
þungamiðja útvarpsrekstrar hér á
landi. Enda leggur nefndin á það
mikla áherslu að starfsskilyrði
Ríkisútvarps verði ekki skert. T.d.
með því að heimila hækkun afnota-
gjalda þess,“ sagði Ingvar.
I útvarpslaganefnd sem skipuð
var á síðasta ári eiga eftirtaldir
sæti: Markús Á. Einarsson, veður-
fræðingur, Andrés Björnsson, út-
varpsstjóri, Benedikt Gröndal,
fyrrv. ráðherra, Ellert B. Schram,
ritstjóri, Kristján Gunnarsson,
fræðslustjóri, Ólafur R. Einarsson,
menntaskólakennari og Vilhjálmur
Hjálmarsson, formaður útvarps-
ráðs.
Markús Á. Einarsson, formaður
útvarpslaganefndar sagði að nefnd-
armenn hefðu leitað víða fanga við
gerð þessara frumvarpsdraga um
málefni útvarps, en þó hefðu út-
varpslög á Norðurlöndum ekki
komið að miklu gagni. — í lokaorð-
um álits útvarpslaganefndar kemur
fram að mikið umrót sé á sviði út-
varpsfjölmiðlunar um þessar
mundir í heiminum vegna tækni-
þróunar og ýmiss konar tilrauna-
starfsemi. Hins vegar stæði löggjöf
ennþá nær óhögguð þótt ýmsar
breytingar séu áformaðar víðast
hvar.
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri,
lýsti sig í grundvallaratriðum and-
vígan áliti útvarpslaganefndar.
Sagði hann að í Danmörku og Nor-
egi hefði viðbótarkafla verið bætt
við lög um ríkisútvarp þar sem
heimild er gefin til undanþágu til
einkaréttar. Að dómi Andrésar
væri ekkert tilefni til þess að vera á
undan nágrannalöndum okkar í
þessum efnum. Einkum er tillit sé
tekið til þess að 50% af tekjum
Ríkisútvarpsins megi rekja til aug-
lýsinga, en hins vegar væri starf-
semi ríkisútvarps á Norðurlöndum
fjármögnuð með afnotagjöldum að
mestu leyti.
Nú væri heldur ekki unnt að
áætla tap auglýsingatekna með til-
komu óháðra útvarps- og sjón-
varpsstöðva, en ljóst væri að það
yrði verulegt.
Andrés sagði ennfremur að hann
teldi rétt að útvarpsráð hefði eftir-
lit með framkvæmd dagskrár hjá
öllum útvarpsstöðvum, en ekki út-
varpsréttarnefnd sem skipa á sam-
kvæmt tillögum útvarpslaganefnd-
ar.
Ellert B. Schram sagði að nefnd-
armenn hefðu náð samkomulagi um
að útvarpsráð hefði ekki með þetta
eftirlit að gera þar sem hlutverk
þess sé að móta dagskrárstefnu
Ríkisútvarps. Ellert kvað það ekki
sjálfgefið að auglýsingatekjur RUV
myndu lækka verulega sökum þess
að markaðurinn gæti stækkað.
M.ö.o. myndu auglýsendur líklega
koma auglýsingum sínum á fram-
færi bæði í Ríkisútvarpinu, en sam-
kvæmt nefndarálitinu ættu útsend-
ingar þess að nást um allt land, og
landshlutaútvarpi og sjónvarpi.
Ennfremur kvaðst hann hafa í
séráliti verið mótfallinn því að
auglýsingar í kapalsjónvarpi yrðu
bannaðar þar sem það leiddi til þess
að stöðvunum yrði ekki gert kleift
að standa straum af kostnaði við
gerð vandaðs menningarefnis, sakir
fjárskorts.
I tillögum útvarpslaganefndar er
m.a. gert ráð fyrir því að hluti af
aðflutningsgjöldum á hljóðvarps-
og útvarpstækjum renni til Ríkis-
útvarps og sjónvarps eins og tíðkað-
ist fram til 1978. Þá mælist nefndin
til þess að útvarpsstjóri ákveði af-
notagjald hljóðvarps og sjónvarps
hverju sinni í samráði við Mennta-
málaráöuneytið, en ákvörðun
afnotagjalda hefur hingað til verið í
höndum ráðherra. Þá er ráðgert að
sérstök útvarpsréttarnefnd sjái um
leyfisveitingar til útvarps- og
sjónvarpsreksturs. Hlutverki út-
varpsráðs er breytt á þann veg að
ráðið móti fyrst og fremst dag-
skrárstefnuna í höfuðdráttum, en
þurfi ekki að leggja blessun sína
yfir einstaka dagskrárliði áður en
þeir komi til framkvæmda.
Að lokum má geta þess að sam-
kvæmt nefndarálitinu mun starf-
semi sjónvarps ekki liggja niðri í
júlímánuði eins og verið hefur.
Eflum einn flokk til ábyrgðar
III
Dregið 16. október.
3 glæsilegir bifreiöavinningar. Colt 1200 GL
Verðmæti hvers bíls er 140.000.-
Afgreiðslan er opin frá kl. 9—22. Sími 82900
Sækjum greiðslu heim, ef óskað er.
Vinsamlega gerið skil sem fyrst.