Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 75 ára: Stefán íslandi óperusöngvari Heyrt hef ég stórmerka og vandaða Skagfirðinga halda því fram með brosi á vör og nokkru stolti að sönnum Skagfirðingi sé þannig bezt lýst: Hann er hesta- maður, kvennamaður og vondur með vini. Nú, eins og ævinlega sannar undantekningin regluna, því hvað sem öðru líður, þá held ég að vinur minn Stefán Islandi hafi um ævina verið heldur lítill hesta- maður. Þó held ég að engum dytti í hug að efast um að Stefán sé sannur Skagfirðingur, og í fremstu röð þeirra fjölmörgu hæfileikamanna sem þar slitu barnsskónum, og lögðu síðan á brattann í leit að því ævintýri, sem átti að rætast. Stefán íslandi er fæddur að Krossanesi í Seyluhreppi í Skaga- firði 6. október 1907, og er því 75 ára í dag. Dálítið er nú erfitt að trúa því að svo sé, þegar maður sér hann á gangi, reistan og „reffi- legan", hallandi eilítið undir flatt eins og til að sjá betur undan hatt- barðinu. Ekki er heldur að sjá að þar sé á ferð maður, sem hefur átt við nokkurt heilsuleysi að stríða hin síðari ár. Það er eins og gerzt hafi í gær — ef ég má orða það svo — að ég kynntist Stefáni. Við vorum í slagtogi með Karlakór Reykjavík- ur í Ameríkuferð kórsins 1946. Ferðin stóð í rúma tvo mánuði og á þeim tíma voru sungnir 56 tón- leikar. Hinn þroskaði og frægi söngvari tók óreyndum unglingn- um mæta vel, og leiddu þau kynni til vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. I samskiptum okkar hef ég jafnan verið þiggjandinn, slík hefur hjálpsemi hans og um- hyggja verið. Fyrir það allt þakka ég í dag. Astæðulaust er að rekja ævi Stefáns og frægðarsögu á þessum stað, allt það má lesa í ágætri bók Indriða G. Þorsteinssonar, „Áfram veginn", auk þess sem áð- ur hefur birzt í blaðaskrifum og viðtölum. Eitt er víst, að ekki eru þeir margir, ef þá nokkrir, úr hópi ís- lenzkra listamanna, sem hlotið hafa jafn almennar vinsældir með þjóðinni og drengurinn sem forð- um söng „fjósóperuna" í Syðra- Vallholti. Síðan lagði hann á brattann með draum í brjósti, og með aðstoð góðra manna, auk frábærra hæfileika og mikillar at- orku, tókst honum að láta draum- inn rætast. Nú voru það ekki kýrn- ar í Syðra-Vallholti sem dæmdu söng Stefáns, heldur vandlátir áheyrendur óperuhúsa og kon- sertsala víða um lönd. Þá sögu þarf heldur ekki að rekja hér. Hvar sem hann fór jók hann við frægð sína, og varpaði um leið bjarma á þá þjóð sem hafði alið hann. Ég er Stefáni einlæglega þakk- látur fyrir að gefa kost á því að syngja hertogann í „Rígoletto", þegar sú ópera Verdis var í fyrra sinnið flutt í Þjóðleikhúsinu 1951. Það var okkur byrjendunum ómet- anlegur styrkur, og það gleymist aldrei. Þessi fáu orð eru hripuð í mikilli tímaþröng, og vona ég að vinur minn taki viljann fyrir verkið. Að lokum þetta: Ég þykist vita að þjóðin öll óski þess og biðji, að Stefán megi enn um langa hrið Margrét Jóns- dóttir níræð Lygnt er á landi og sjó lognaldan hnígur og rís. Ljúft vermir lækkandi sól landió, nem kennt er vió ís. I dag er Jónína Margrét Jóns- dóttir Barmahlið 52 níutíu ára. Hún er vel ern og hress og hugsar um heimili sitt og Jóns Vilbergs sonar síns, af einstakri prýði enn í dag. Það má segja um Jóninu Mar- gréti að hún man tvenna tímana. Minnið er trútt og tuttugasta öld- in hefur verið viðburðarík með meiri verkmenningu og framför- um á Islandi en á öllum öðrum öldum. Þéttbýliskjarninn við Faxaflóa verður að stórri borg, með hitaveitu og rafmagni, síma og sjónvarpi, bílastraum og stór- hýsum. Og vissulega tók Jónina Margrét þátt í þessu öllu af lífi og sál ásamt sínum ágæta eigin- manni Jóni Hannessyni múrara, sem nú er látinn. Eins og aldamótakynslóðin ólst Jónina upp í sveit, æskuheimili hennar á Hlemmiskeiði á Skeiðum var menningarheimili, en ekki mun hafa verið þar auður í búi, á veraldarvísu. En því meiri andans auður og allt kapp lagt á að afla sér menntunar, og þroska þær gáfur sem guð hafði gefið hverjum og einum. Ekki var um það að ræða að fara í langskólanám, en tónmennt og verkmennt og fagurt íslenskt mál hefur verið yndi áfram veginn í vagninum aka, um- vafinn elsku og hlýju allra þeirra, sem kunna að meta fagran söng. Megi vaxándi kvöldskuggaþröngin hverfa fyrir dýrlegu sólarlagi. Guðmundur Jónsson Afmæliskveðja frá Karlakór Reykjavíkur I árdögum Karlakórs Reykja- víkur bættist honum óvæntur liðs- auki norðan úr Skagafirði. Þetta var Stefán Guðmundsson, tenór, sem átti eftir að starfa lengi með kórnum; fara með honum um lönd og álfur sem einsöngvari og vekja eftirminnilega athygli á landi og þjóð með sinni gullnu rödd. Flestum Islendingum er kunn ævi Stefáns, sem tók sér lista- mannsnafnið íslandi eftir að hann varð óperusöngvari. Það er því óþarfi að tíunda þá merkilegu sögu hér. Ennþá yljar rödd hans af hljómplötum okkur um hjartaræt- ur, og ennþá tekur Stefán lagið í hópi kórfélaga á góðum stundum. Á 75 ára afmælisdeginum vill Karlakór Reykjavíkur nota tæki- færið og þakka Stefáni Íslandi fyrir ógleymanlegar samveru- stundir um leið og honum er árnað heilla á þessum merkisdegi. R.I. þessa fólks, enda listrænt og söng- elskt. Minningarnar streyma að er stöndum við nú hér. Stöðugt vaxa minninganna sjóðir. Og nú á ævikvöldi ég vil óska þér allra heilla, kæra tengdamóðir. Olafur Jónsson 23 Bandarískur dansari sýnir hérlendis STEVE Fant, bandarískur dans- ari, kemur hingað á vegum Sól- eyjar Jóhannsdóttur danskenn- ara og skemmtistaðarins Broad- way. Hér heldur hann sex vikna námskeið fyrir byrjendur, lengra komna og vel þjálfaða. Námskeiðin verða haldin í Dansstúdíói Sóleyjar og hefj- ast laugardaginn 9. október. Kennt verður tvisvar í viku, laugardaga og sunnudaga e.h. Steve Fant hefur dansað í 6 ár hjá Mörthu Graham og Al- vin Áiley og starfað hjá Amer- ican Dance Workshop Comp- any. Hann hfur einnig dansað í sumar í Helsinki, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Morfíni stolið SEX morfínhylkjum var stolið að- faranótt fimmtudagsins úr gúmmíbjörgunarbáti í Sandfellinu GK 82 þar sem skipið liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Rist var á gúmmíbjörgunarbátinn, sem var í kortaklefa skipsins. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. WtlBJUDAGUK 2». SEWXMBER 1*2 .,mm „ meðalverð þeirra um 33 krónur Neytendasamtökin gera könnun a gæöum hamborgara: borp.. SVARTA PANNAN MED ■ BESTU HAMBORGARANA ' — Allt upp r 90% munur á (meðalverð á 100 grömmum af kjöti því Irvarðann á það hvað neytendur fá fyrir ýmsum ástxðum og þá ekki eingöngu 61 króna). Meðalsamsetning reyndist peningana. Hxsta verð var 86 kr. fyrir vegnaþessaðhráefnivxrimismunandi. ••tn, 28% hvfta, 14% fita og 100 gr. af kjöti en Ixgsta verð 45 kr. fyrir Saltinnihaldid var heldur ekki rei1- r -m 1,5% matarsalt. 100 grömmin, sem er um 9(l'v * " '-,-->ink..nnum e' * -•‘v tóku munur, sem fyn segir. Sö^ •*r ár*<%' "*«*nnf £ Þaö gleöur okkur aö fólk er ánægt meö ham borgarana okkar, en allir vita aö KJÚKLINGAR eru sérgrein okkar, nammi, namm. Vertu velkomin, við reynum betur. HraÓrétta veitingastaður í hjarta borgarinnar . —O * áhorni Tryggvagötu og Pósthússtrætis Sími 16480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.