Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Tuttugu Og tveir sækja um fjór- ar frétta- mannsstöður TlTTllGU og tvcir sóttu um eina stöóu fastráöins frcttamanns og þrjár stööur lausráðinna frétta- manna hjá hljóövarpi, en umsóknir þcssar voru lagóar fram í lltvarps- ráói í gær. Samþykkti Útvarpsráð að mæla mcð C.unnari Kvaran i stöðu fastráðins frcttamanns, en ekki var tekin afstaða til umsókna um stöður lausráðinna frcttamanna. Eftirtaldir sóttu um stöður þessar: Atli Steinarsson, Birna Þórðardóttir, Borgþór Kjærne- sted, Einar Sigurðsson, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Friðrik As- mundsson Brekkan, Gunnar Kvar- an, Hörður Ólafsson, Katrín Pálsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Olafur F. Stephensen, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Þór Salv- arsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Steinþór Ólafsson, Tryggvi Krist- inn Jakohsson, Þórarinn Björns- son og Þórný Perrot. Fjórir umsækjendur óskuðu nafnleyndar. Ekið á sex ára dreng EKIÐ var á sex ára dreng á hjóli í Kópavogi laust eftir klukkan 19.00 í gær OK handle«gsbrotnaði hann og hlaut skurð á höfði, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Drengurinn hjólaði fyrir bíl á gatnamótum Álfhólsvegar og Skálaheiðar og tók bílstjórinn ekki eftir drengnum vegna þess að reiðhjólið var Ijóslaust. Borgarráð: Húsnæði fyrir þroskahefta SAMÞYKKT var í borgarráði í gær að kaupa hús til skammtímavistar fyrir þroskahefta, samkvæmt upplýs- ingum scm Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra í gær. Tillaga um þetta efni hefur ver- ið til umfjöllunar í borgarkerfinu um tíma, en samþykkt var á síð- asta ári að athuga með kaup á húsnæði sem þessu. Ráðstefnugestir. Sjálfstæðiskonur þinga um sveitar- stjórnamál Bændur fá afurðatjóns- eða skattmatsbætur BÆNDUR sem skera verða fé sitt vegna riðuveiki fá bætur samkvæmt tvenns konar reglum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Inga Tryggvasyni formanni Stéttasambands bænda í gær. LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna, sem eru samtök 17 sjálf- stæðiskvcnfélaga víðs vegar um landið, efndu sl. laugardag til dags ráðstefnu að afloknum formanna- fundi. Voru þar mættir formenn all- ra félaganna, stjórn landssam- bandsins og margar sjálfstæðiskon- ur, scm starfa í sveitarstjórnum o.fl., en tckin voru fyrir ýmis mál, scm sveitarstjórnamcnn eru að fást við. Sóttu ráðstcfnuna um 60—70 konur, auk þcss sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson var gestur ráðstefnunn- ar í hádcgisvcrði og flutti ræðu um stjómmál. Margrét S. Einarsdóttir, for- maður Landssambandsins setti ráðstefnuna. Elín Pálmadóttir flutti framsöguerindi um skóla- skyldu og kennslu sex ára barna, Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi í Reykjavík, um heilbrigðismál, Ólína Ragnarsdóttir, bæjar- fulltrúi í Grindavík, ræddi verkaskiptingu ríkis og sveitar- stjórna, Dögg Pálsdóttir, formað- ur Barnaverndarnefndar Reykja- víkur, um barnaverndarmál, og Salome Þorkelsdóttir, alþingis- maður, um samstarf sveitar- stjórna. Fram að hádegi voru svo frjálsar umræður, sem margir tóku þátt í. Að hádegisverði loknum í boði Landssambandsins hófust pall- borðsumræður undir stjórn Bessíar Jóhannsdóttur, formanns Hvatar, þar sem teknir voru til umræðu ýmsir þættir er fram höfðu komið í framsöguerindum. Við pallborðið sátu Birna Guð- jónsdóttir frá Sauðárkróki, sem á sæti í stjórn Landssambandsins, Katrín Eymundsdóttir, bæjar- fulltrúi á Húsavík, Ingibjörg Rafnar, borgarfulltrúi í Reykja- vik, Ragnheiður Ólafsdóttir, bæj- arfulltrúi á Akranesi, og Svan- hildur Björgvinsdóttir frá Dalvík og formaður kjördæmaráðs sjálfstæðismanna, Jóna Gróa Sigurðardóttir, varaborgar- fulltrúi í Rvík. Urðu fróðlegar umræður, sem skotið var inn í spurningum eða athugasemdum úr sal. Riðuveikin: Annarsvegar fá menn svokall- aðar afurðatjónsbætur, sem eru 65% af verðlagsgrundvallar- verði, en hins vegar svokallaðar skattmatsbætur, sem greiddar eru samkvæmt skattmati næstu áramóta á eftir. Afurðatjóns- bætur eru greiddar þeim sem slátra verða fé sínu að fyrirmæl- um yfirvalda, en einn bóndi á landinu verður að skera fé sitt í ár af þeim sökum, en hann er búsettur í Mýrdal og eru um 200 fjár á þeim bæ. Samkvæmt af- urðatjónsbótum fá menn bættan skaða sinn þannig, að þeir fá greitt verð samkvæmt verðlags- grundvelli fyrir hverja kind næsta ár á eftir, en síðan 65% af því verði næstu tvö árin. Ef um er að ræða niðurskurð á áður ósýktu svæði geta sauðfjárveiki- varnir ákveðið bætur á þriðja ári, en þær nema 45% af fyrr- greindu verði. Þá hefur verið samþykkt í rík- isstjórn að greiða þeim bændum bætur samkvæmt ákveðnum reglum sem ákveðið hafa að fækka fé sínu vegna riðu, en þeir fá greiddar hálfar skattmats- bætur. Samkvæmt þeim bótum fá bændur greiddar hálfar skatt- matsbætur, auk venjulegs verðs fyrir kind á blóðvelli. Er þetta gert til að hjálpa bændum til að fara yfir í aðrar búgreinar. Búist er við að háifar skattmatsbætur nemi um 400—500 krónum á hverja kind í ár, en þær greiðast í tvennu lagi. Hræjum af riðuveikum kind- um er eytt, en afurðir kinda sem slátrað er vegna riðuveikitilfellis á viðkomandi bæ eru fluttar á markað eins og afurðir annars ósýkts fjár. „Mín skoðun er sú að hálfar skattmatsbætur muni duga mönnum skammt til að breyta um búskaparhætti, enda óvíst hversu margir muni ganga að þessum kjörum," sagði Ingi Tryggvason. Frá ráðstefnu sjálfstæóiskvenna. Elín Pálmadóttir í ræðustól. Vid borðið Margrét S. Einarsdóttir, formaður Landssambandsins, Hildur Einarsdóttir úr Boiungarvík, en þær skiptu með sér fundarstjórn og rilarar ráðstefnunnar Soffía Karls úr Keflavík og Svava Gunnlaugsdóttir úr Borgarnesi. Dýrbítur laus í Hafnarfirði DÝKBÍTUR drap lamb skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð i fyrra- dag og beit önnur þrjú svo illa, að þcim varð að lóga í gær. Fimmta lambið lenti einnig í klónum á skcpnunni, en því tókst að bjarga. í liðinni viku fannst lamb dautt á sama stað og þykir ein- sýnt, að sami dýrbíturinn hafi verið að verki. Tveir hundar sáust á vappi í fyrradag við fjárhúsin, sem eru við Krísuvíkurveginn. í sumar gekk dýrbítur laus við Krísuvík og fundust 12 lömb dauð eftir að hafa lent í klóm hans. Ljóst þykir, að mun fleiri lömb hafi lent í klóm skepnunn- ari, því 31 lambs er saknað. Grunur beindist að labrador- hundi og var hann settur í ein- angrun og honum síðan lógað, þar sem einsýnt þótti að hann hefði verið að verki. Mynd Mbl. KÖE Sigurður Arnórsson bóndi við hræið sem fannst illa útleikið og lágu iðrin úti. í gær varð að lóga þrcmur lömbum. íslenska hljómsveitin: Á þriðja hundr- að áskriftarkort hafa selst „Á ÞRIÐJA hundrað áskrift- arkort hafa selst frá því að sala þeirra hófst fyrir fjórum dög- um,“ sagði Anna Guðný Guð- mundsdóttir, starfsmaður Is- lensku hljómsveitarinnar, við Mbl. er hún var spurð hvernig gengi að selja áskriftarkort á tónleika íslensku hljómsveitar- innar í vetur. „Nú höfum við selt kort 6. hverja mínútu að meðaltali, en ætlunin er að reyna að selja alls 475 kort,“ sagði Anna. Hún tók það enn- fremur fram að ekki væri víst hvort lausamiðar verði seldir fyrir tónleika hljómsveitarinn- ar. Loks má geta þess að fyrstu tónleikarnir verða 30. október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.