Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
Konur og samtök kvenna
taki fyrir friðarmál
llluti af hópi kvcnna, scm skrifaói undir ávarpió um frióarmál.
Áskorun frá 27 forystukonum í félögum og flokkum
í sumar og haust hefur hópur
kvcnna á höfuóhorgarsvæAinu
komió saman í allmörg skipti og
rætt samstarf íslenskra kvenna
aó frióar- og afvopnunarmálum,
segir í frétt frá hópnum. í hópn-
um eru konur sem starfa í Banda-
lagi kvenna í Reyjavík,
Kvenfélagasambandi íslands,
Kvennaframboóinu, Kvenrétt-
indafélagi Islands, Menningar-
og frióarsamtökum íslenskra
kvenna, l'restafélagi íslands,
Samvinnuhreyfingunni, skáta-
hreyfingunni, stjórnmála-
flokkunum fjórum og verkalýós-
hreyfingunni. Konurnar hafa þó
tekió þátt í starfinu sem einstakl-
ingar en ekki fulltrúar félaga eóa
flokka.
Hópurinn hefur komið sér
saman um ávarp sem hér fyltíir
ofi er undirritað af 27 konum.
Hefur það verið sent stjórnum
kvenfélajía ok kvennasamtaka
um land allt ásamt bréfi þar
sem leitað er liðsinnis félag-
anna við starf á þeim grund-
velli sem í ávarpinu felst.
Óskað er eftir því að félögin
haldi fund um friðarmál og
ræði hvernig konur geti beitt
samtakamætti sínum til að
vinna að þessu brýnasta hags-
munamáli mannkynsins. Verði
undirtektir góðar er áformað
að boða til ráðstefnu á fyrri
hluta næsta árs með fulltrúum
sem flestra félagasamtaka og
einstaklinga. Þar yrði tekin
ákvörðun um stofnun friðar-
hreyfingar íslenskra kvenna og
þau verkefni sem slík hreyfing
skuli vinna að.
Utanáskrift hópsins er: Frið-
arhópur kvenna, Hallveigar-
stöðum við Túngötu, Reykjavík.
Einnig er hægt að hafa sam-
band við konurnar sem undir-
rita ávarpið.
Við viljum frið
Avarp kvennanna:
Við viljum frið.
Við viljum að framleiðsla kjarnorkuvopna verði stöðvuð og bann
verði lagt á framleiðslu efnavopna og sýklahernað.
Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð.
Við viljum afvopnun.
Við viljum að konur beiti samtakamætti sínum til að vinna að
friði og stuðli að samstarfi allra þeirra hópa og einstaklinga sem
vilja taka upp baráttu fyrir friði og afvopnun. Öll erum við ábyrg
fyrir því hvort þjóðfélagið sem við tökum þátt í að móta stefnir að
stríði eða friði.
Við lýsum eindregnum stuðningi við ályktun Prestastefnu ís-
lands 1982 um friðarmál og hvetjum landsmenn til að taka þátt í
þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar.
Við tökum undir þau sjónarmið evrópskra og bandarískra frið-
arhreyfinga að þjóðir heimsins marki sér stefnu óháð hagsmunum
risaveldanna. Við óskum samstarfs við alla sem vilja vinna að friði
og tryggja að mannréttindi séu í heiðri höfð.
Gífurlegum fjármunum er varið til vígbúnaðar meðan stór hluti
mannkyns sveltur. Bilið milli ríkra og fátækra þjóða eykst stöðugt.
Vígbúnaðarkapphlaupið magnast þó að þau vopn sem þegar eru til
nægi margfaldlega til að útrýma mannkyninu. Þúsundir vísinda-
manna nota hugvit sitt og krafta til að fullkomna vopn sem geta
eytt öllu lífi á þessari jörð.
Þetta er mesta ógnun sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið
andspænis og hún er verk okkar mannanna sjálfra. Við verðum því
sjálf að snúa þessari þróun við. Við verðum að taka höndum saman,
konur sem karlar, og vinna markvisst að því að ókomnar kynslóðir
fái að byggja þessa jörð.
Okkur er ljós sá styrkur sem felst í samtökum kvenna og því
skorum við á allar konur á íslandi að þær hugleiði þessi mál og taki
þau til umræðu og umfjöllunar hvar sem því verður við komið.
Sigríður Thorlacius, llnnur S. Ág-
ústsdóttir, María Pétursdóttir,
Klin Pálmadóttir, Ksther Guó-
mundsdóttir, Guórún Gisladóttir,
Guðlaug Pálsdóttir, Margrét Sig-
rún Björnsdóttir, Helga Jó-
hannsdóttir, Margrét Einarsdótt-
ir, Kristín Ástgeirsdóttir, Gerður
Steinþórsdóttir, Guðrún Helga-
dóttir, Guóríóur Þorsteinsdóttir,
Björg Kinarsdóttir, Bessí Jó-
hannsdóttir, Kristín Guó-
mundsdóttir, Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir, Hrefna Arnalds,
Ólöf P. Ilraunfjörð, María Jó-
hanna Lárusdóttir, Ragna
Bergmann, Helga Kristín Möll-
er, Sigrún Sturludóttir, Álfheiður
Ingadóttir, Svanlaug A. Árna-
dóttir og Valborg Bentsdóttir.
Könnun Neytendasam-
takanna ekki marktæk
Eftir Ilauk
Hjaltason
Sú könnun sem Neytenda-
samtökin gerðu nýlega á kjöt-
kökum frá 9 veitingastöðum í
Reykjavík á ekkert skylt við
gæðaprófun á hamborgurum né
verðsamanburð. Þessi könnun er
í raun ekki marktæk nema að
einu leyti og því miður kom það
ekki fram nema að litlu leyti,
þ.e. með tilliti til næringargild-
is. Athugasemdir voru gerðar
við prófun áður en hún hófst og
var þá bent á að notkun geisla-
ofns við endurhitun kjötköku
væri vægast sagt vafasöm, en
upplýst var af fulltrúa Neyt-
endasamtakanna að kanna ætti
bragðgæði kökunnar og nær-
ingargildi fyrst og fremst til
upplýsinga, leiðbeininga og að-
halds fyrir veitingamenn.
Þar sem nú hefir verið birt
opinberlega niðurstaða þessarar
könnunar er nauðsynlegt að al-
menningur fái upplýst eftirfar-
andi:
1. Könnunin er ekki marktæk
með tilliti til gæða vegna endur-
hitunar í geislaofni, en áður en
það gerist hefir brauðið drukkið
í sig mikinn safa úr kjötinu.
2. Könnunin er ekki marktæk
með tilliti til kjötgæða þar sem
ekki kemur fram hvers konar
kjöt er um að ræða, en stað-
reynd er, að a.m.k. nokkrir stað-
anna nota í hamborgarana ein-
göngu besta fáanlegt nautakjöt.
3. F’itumæling er ekki marktæk
þar sem kökurnar eru mismun-
andi steiktar og er því nauðsyn-
legt að fitumæla kjötið hrátt.
4. Upphitun í geislaofni veldur
seigju í þvi efni sem hitað er og
stórskaðar upphafleg gæði.
5 Könnunin er ekki marktæk
með tilliti til kryddunar þar sem
eingöngu er bragðprófuð kjöt-
kakan en sem kunnugt er sam-
setja veitingahúsin hamborgara
úr mörgum efnum, brauð, sósa,
laukur, tómatsneið, gúrkusneið,
salatblöð og e.t.v. fleira.
6. Kjötgæði í hamborgara njóta
sín fyrst og fremst nýsteikt.
Neytendasamtökin þjóna ekki
almenningi með því að varpa
fram könnunum sem þessum án
þess að gera fulla grein fyrir
vanköntum sem á þeim kunna
að vera.
Nær væri að könnunarnefnd
settist inn á veitingastaöina
fyrirvaralaust og fengi af-
greidda þá vöru sem prófa á ná-
kvæmlega eins og viðkomandi
veitingamenn vilja framreiða.
Það er eflaust áhugi hjá veit-
ingamönnum fyrir því að fá að-
hald og nauðsynlegt að vita að
ekki er hægt að bjóða hvað sem
er á hvaða verði sem er. Þetta
vita veitingamenn og það er lít-
ill greiði við matsöluhúsin að
varpa fram handahófskenndum
könnunum sem ekki standast
sjálfar gagnrýni.
Þess konar vinnubrögð auka
aðeins á vanda viðkvæms at-
vinnureksturs á erfiðum tímum.
Hollur er heimafenginn baggi
Borgarfirdi.
NÚ ÞESSA dagana eru margar húsfreyjurnar að gera slátur fyrir veturinn og
helzt það mikið, að dugi fram á næsta haust. Kn þeim fer þvi miður
fækkandi, sem gera slátur á haustin, því nú snæða menn á morgnana erlent
innflutt kjarnfóður, svo sem „kornfleks, seríos eða kókapufs“ í stað hafra-
grauts og sláturs. Þessi mynd er af tveimur húsfreyjum í Reykholtsdalnum,
sem voru að gera slátur um siðustu helgi. — pþ.
Óska nú eftir 75.000 körlum
MATES International, sem er
stærsta hjónahandsmiðlun í Norð-
ur-Ameríku, auglýsir í Morgunblað-
inu í gær, að stofnuoin sé með yfir
75.000 karlmenn á skrá, sem óska
eftir „að kynnast réttu konunni".
í auglýsingunni segir, að menn-
irnir muni skrifa upp á 90 daga
vegabréfsábyrgð til Bandaríkj-
anna eða Kanada, borga flugfar
og útvega viðkomandi konum
húsnæði. „Allt það sem þú þarft
að gera er að senda okkur góða
mynd af þér, litmynd eða
svart/hvíta mynd og skrifa stutt
bréf þar sem þú segir frá sjálfri
þér, aldri, þyngd, áhugamálum,
menntun og starfsgrein og öllum
þeim upplýsingum sem þú vilt
koma á framfæri. Óllum umsókn-
um frá einhleypum konum á aldr-
inum 18—55 ára verður veitt
móttaka, verða að geta talað ein-
hverja ensku. (Fráskildar — börn
OK), verða að hafa áhuga á að
giftast og setjast að í Bandaríkj-
unum eða Kanada," segir orðrétt
í auglýsingu Mates International.
í auglýsingunni segir, að fyrir-
tækið gefi út bækling eftir 6 vik-
ur og verði það því að fá myndir
og upplýsingar strax, ef skráning
eigi að fara fram í bæklinginn.