Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 18 Flaustursverk notað til kynn- ingar á íslenzk- um bókmenntum MORGUNBLAÐINU hefur borizl eftirfarandi frá stjórn Félags is- lenzkra rithöfunda: „Stjórn Félags íslenskra rithöf- unda lýsir furðu sinni á því, að menntamálaráðuneytið skuli styrkja og leggja nafn sitt við út- gáfu á svo gloppóttri greinargerð og kynningu íslenskra nútíma- bókmennta sem raun ber vitni í nýútkomnu riti, „Icelandic Writ- ing Today", og gefið er út í tilefni „Scandinavia Today". Furðumargir kunnustu rithöf- undar þjóðarinnar komast þar ekki á blað og á margan hátt er dregin upp skökk og skrumskæld mynd af íslenskum bókmenntum. Menntamálaráðuneytið getur ekki átölulaust stuðlað að flaust- ursverki þessu og notað til kynn- ingar á íslenskum bókmenntum á erlendum vettvangi." Fyrirlestur um hafréttarmál GUNNAR Olesen fri Danmörku flytur í kvöld fyrirlestur í Norræna húsinu um hafréttarmál. í lok fyrirlestursins raöir hann nokkuð um nánari sam- vinnu milli félaga Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30. í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu um þennan fyrirlestur segir m.a. um fyrirlesarann: „Gunnar Olesen lauk prófi frá Árósaháskóla 1977 í stjórnarfars- fræðum og lagði sérlega stund á al- þjóðastjórnmálafræði. Hann vann í umhverfisráðuneytinu danska frá 1977—1979, en frá 1979 hefur hann unnið sem upplýsingaráðgjafi við hina samnorrænu sambandsskrif- stofu Félags Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Þessi mynd var tekin á fyrsta degi námskeiðsins í Norræna húsinu. Konurnar á gólfinu tjá sig einvörðungu með líkamshreyfingum og þeir sem fylgjast með reyna að ráða merkingu athafnanna. Morgunblaðið/ KÖE Norræna húsið: „Tákn með talia — ný aðferð við mál- kennslu þroskaheftra NÚ STENDUR yfir í Norræna húsinu námskeið um nýja aðferð til málkennslu þeirra sem eiga við verulega talöröugleika að striða. Þetta námskeið er haldið á vegum félags talkennara og talmeinafræðinga og landsamtakanna Þroskahjálpar, en þessir aðilar hafa fengið hingað til lands Danina Marianne Bjerregaard og Lars Nygárd til að kynna kennsluaðferð sem þau hafa þróað og nefna „Tákn með tali“. Þessi nýja aðferð byggist á notkun tákna, fengnum að láni úr táknmáli heyrnleysingja, samfara tali, til að auðvelda tjáningu og auka líkur á þróun skiljanlegs talmáls. Lögðu Dan- irnir áherslu á að kennslan væri umfram allt hugsuð sem tal- kennsla, þ.e.a.s. táknin væru að- eins notuð til að leggja áherslu á það sem sagt væri, en ætti ekki að koma í staðinn fyrir mælt mál. Sögðu þau Lars og Marianne að aðferð þeirra hefði talsvert verið notuð í Danmörku og gefið góða raun. Hér á landi hefur Eyrún Gísladóttir talkennari fært sér þessa nýju kennslu- tækni í nyt við Öskjuhlíðarskóla, og bar hún aðferðinni vel sög- una. Eyrún, sem er í stjórn fé- Höfundur nýju kennsluaöferðarinnar, Lars Nygard og Marienne Bjerre- gaard. lags talkennara og talmeina- fræðinga, kynntist kennsluað- ferð Dananna þegar hún var við nám í Danmörku og hún hafði frumkvæði um að fá þau hingað heim. Eyrún sagði að Svölurnar, þ.e. félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja, hefðu átt stóran þátt í að gera þetta námskeið að veruleika, en það var fyrir þeirra tilstilli að Flugleiðir gáfu eftir flugfargjald beggja fyrirlesar- anna. Alls eru þátttakendur á nám- skeiðinu 66 talsins, víðs vegar að af landinu. Eru það einkum tal- kennarar og aðrir þeir sem vinna með nemendum sem eiga við verulega mál- og talörðugleika að etja. En á fimmtudagskvöldið, 7. október, kl. 20.30 verður fyrir- lestur í Norræna húsinu um þetta efni og er hann öllum opinn. Tónabíó sýnir Klækjakvendin Bókaútgáfan Þjóðsaga: Gefur út Árbækur Forn- leifafélagsins 1911 til 1915 JÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur TÓNABÍÓ frumsýnir í dag kvik- myndina „Klækjakvendin", „Fox- es“ með Jodie Foster í aðalhlut- verki, en hún komst í heimsfrétt- irnar eftir skotárás John Hinckley á Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seta. vesturströnd Bandaríkjanna og strákaveiðum 16 ára stúlkna, eins og forráðamenn kvikmyndahúss- ins lýsa því. Tónlist í myndinni er stjórnað af óskarsverðlaunahaf- anurn Giorgio Moroder og einnig eru leikin lög með Donnu Summ- er, Cher og Janice Ian. rent frá sér sjötta bindi af endurút- ;áfu Árbókar Hins íslenzka ornleifafélags. Tekur þetta sjötta tindi yfir árin 1911 til 1915, og er jósprentun frumútgáfu, en fyrri ár- 'angur Árbókar Fornleifafélagsins lafa verið ófáanlegir um langt skeið. Hafsteinn Guðmundsson for- stjóri Þjóðsögu sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér hefði verið kunnugt um hve erfitt gat verið að ná í ritið, og ekki síður hve erfitt gæti verið að vera án þess, hafi menn áhuga á þessum fræðum. Því hefði hann ákveðið að gangast fyrir endurútgáfu Árbókarinnar, og notið við það aðstoðar dr. Kristjáns heitins Eldjárn, sem hefði verið mikill áhugamaður um þessa endurútgáfu. I Árbók Hins íslenska fornleifa- félags árið 1911 er að finna eftir- talið efni: Nokkrar athugasemdir um þingstörfin og þingstaðinn á Þingvöllum á þjóðveldistímanum, eftir Matthías Þórðarson. Sami maður ritar um „Biskupskápuna görnlu", Jón Þorkelsson ritar um Glúmshaug, Brynjúlfur Jónsson ritar um Óttarsstaði og Lómsstaði og athugasemd um Merkihvol. Þá eru tvær athugasemdir eftir Jón prófast Jónsson um efni fyrri Ár- bóka og birt er skýrsla um viðbót við Þjóðmenjasafnið 1910, og skýrsla Fornleifafélagsins frá að- alfundi 1911. — Skýrslurnar eru birtar árlega, en meðal efnis í Árbókinni 1912 er grein um vöxt og hag Þjóðmenjasafnsins — eins og það hét þá — fyrstu fimmtíu árin, eftir Matthías Þórðarson. Sami ritar um Bakstursöskjurnar á Bessastöðum, og um fornan kal- eik og patínu frá Skálholti. í Ár- bókinni 1913 skrifar Sigurður Sig- urðsson um gömul örnefni í Eyj- um, og Matthías Þórðarson ritar um Vestmannaeyjar og altaris- töflu frá Möðruvöllum í Hörgár- dal. Árið 1914 skrifar Eiríkur Briem um landnám og fyrstu íbúa Reykjavíkur, Björn Bjarnarson um örnefni, Matthías Þórðarson um gamla vefstaðinn, og um Gufu- dalssteininn og róðukrossa með rómanskri gerð. í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1915 er svo að finna eftirtalið efni, auk skýrslnanna: Ævisaga Brynjúlfs frá Minna-Núpi eftir Valdimar Briem, Matthías Þórðarson skrif- ar um fornfræðistörf Brynjúlfs, einnig um skjaldarmerki Islands, um elstu drykkjarhornin í Þjóð- menjasafninu, Páll Eggert Ólason ritar um öxina Rimmugýgi og fleira efni er í bókinni. Leiðrétting í GREIN eftir Kristínu Waage á bls. 14 í Mbl. í gær féllu niður hlutar af tveimur málsgreinum. Réttar eru málsgreinarnar svona: „Með öðrum orðum, hvers vænt- um við leikhúsgestir af leikhúsi okkar, leikhúsi þjóðarinnar, musteri tungunnar? Við leitum þangað eftir stundargamni, kvöldstund, þar sem okkur tekst að gleyma amstri hversdagslifsins og gefa okkur hlátrinum á vald.“ Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. . Myndin lýsir öfgum lífsins á Músavinafélagið: „Réttur músarinnar er ótvíræður“ Morgunblaðinu barst í gær „fréttatilkynning til fjölmiðla" frá Músavina- félaginu og er hún undir- rituð af Hauki Má Har- aldssyni, formanni félags- ins, Lárusi Sólberg Guð- jónssyni, formanni húsa- músadeildar og Guðlaugu Halldórsdóttur, formanni hagamúsadeildar. Frétta- tilkynningin er svohljóð- andi: „Skyndifundur í full- trúaráði Músavinafé- lagsins fordæmir harð- lega furðulega kröfu svokallaðs „Kattavina- félags" um að hætt verði sýningum á sjón- varpsþáttunum um — vill ekki láta banna sýningar á Tomma og Jenna Tomma og Jenna. Eink- um lýsir fundurinn van- þóknun sinni og furðu á því, að „kattavinir" skuli beita fyrir sig uppgerð- arumhyggju fyrir börn- um í þessu sambandi, ekki síst með tilliti til þess mikla hlutverks sem músin hefur gegnt í uppeldi barna hér á landi frá ómunatíð. Nægir þar að benda á hinn hugljúfa og upp- byggilega þátt Lilla klif- urmúsar, hjálparhellu og eftirlætis allra dýra í Hálsaskógi, en það verk Torbjörn Egners hefur átt stóran þátt í því hve vel hefur tekist til um uppeldi barna á íslandi síðustu áratugina. Þá bendir fulltrúaráð Músavinafélagsins á, að mýs hafa lifað hér á landi mun lengur en kettir og þreytt þorrann og góuna ásamt tvífætt- um íbúum þessa lands í hungri, kulda, verðbólgu og öðrum þrengingum, svo lengi sem sögur herma, á meðan kettir eru innflutt gæludýr, uppaldir í stofuhita á sérstöku innfluttu fæði, sem eytt er í dýrmætum gjaldeyri, og eru því mjög verðbólguhvetj- andi. Þótt ekki væri nema vegna þessarar sögulegu hefðar er því réttur músarinnar ótvíræður. Fulltrúaráð Músavina- félagsins hvetur því til aukinna sýninga á þátt- unum um Tomma og Jenna, svo börnum þessa lands megi verða enn ljósari þeir hugljúfu eðl- isþættir sem músina prýða. Ekki fara sögur af af- rekum katta í þróun vís- inda og tækni. Þar hefur músin aftur á móti gegnt forystuhlutverki. Otöldum lítrum af lyfj- um og hvers kyns vímu- gjöfum hefur verið dælt í líkama þessara dýra, sem æðrulaus hafa fórn- að sér fyrir framfarir, heill og hamingju mannkynsins. Einnig má benda á brautryðj- endastarf músa í könn- un himingeimsins, í geimferðir hafa farið mýs, mannfólk og hund- ar, en engar sögur fara þar af köttum. Segir það sína sögu.“ IMIIl 1 I II I ! I I 11 I 1*11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.