Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
26
„Hann fékk sér
eina yngri“
Leíklist
Olafur M. Jóhannesson
„Hann fékk sér eina yngri.“
Skilnaður.
Leikfélag Reykjavíkur.
Höfundur og leik.stjóri: Kjartan
Kagnarsson
Lýsing: Daníel Williamsson
Tónlist: Askell Másson
Leikmynd og búningar: Steinþór
Sigurðsson.
Kjartan Ragnarsson er í ein-
stakri aðstöðu sem leikhúsmað-
ur. Hann hefur innan seilingar
leikhús sem setur upp verkin er
flæða úr penna hans, sjálfur er
hann leikstjórinn og leikur
gjarnan. Ég held að það þurfi
næstum að leita aftur til Volt-
aire gamla í Frakklandi. En
karlinn sá gat á gamals aldri
skemmt sér við að setja upp sín
eigin leikrit í dálitlu einkaleik-
húsi sem hann kostaði og rak
fyrir eigin reikning. Ég held að
menn ættu að hafa hugfast hve
Iðnó býr vel að Kjartani Ragn-
arssyni og raunar líka Þjóð-
leikhúsið að innlendum höfund-
um almennt. Annars hef ég tekið
eftir því að hin einstaka aðstaða
Kjartans Ragnarssonar í ís-
lensku leikhúsi mótar mjög af-
stöðu hans til okkar gagnrýn-
enda.
Þannig lagði Kjartan þunga
áherslu á því málþingi sem
gagnrýnendur efndu til um dag-
inn í Árnastofnun á þátt leik-
stjórans. Leikstjórinn væri
nokkurs konar guð sem réði
mestu um hvernig leiksýningu
bæri fyrir augu áhorfenda. Þar
af leiðir að gagnrýnandinn á að
skilgreina leiksýningu út frá
vinnubröðgðum leikstjórans
fyrst og fremst. Það er eðlilegt
að Kjartan hafi þessa afstöðu
því hann hefur aðstöðu til að
móta verkið og sviðsetja hug-
myndir sínar sem leikstjóri og
leiktextahöfundur í enn ríkara
mæli en venjulegt leikskáld. Ég
held hins vegar að gagnrýnand-
inn eigi ekki að einblína um of á
einn þátt í leikverki. Hann verð-
ur að vera frjáls af því á hvern
hátt hann nálgast verkið. Hann
lýsir náttúrulega handbrögðum
leikstjórans ósjálfrátt um leið og
hann fjallar um aðra þætti sýn-
ingarinnar. Én í góðri sýningu
eru handtök leikstjórans gjarn-
an ósýnileg líkt og andi guðs er á
bak við sköpunarverkið.
Ég hef ákveðið að hafa þennan
formála svo ítarlegan vegna þess
hve sérstæð vinnubrögð Kjart-
ans eru. Það er mjög misvísandi
að skilgreina verk frá hans
hendi með því að aðgreina text-
ann og sviðsetningu hug-
myndanna á sviðinu. Þetta renn-
ur allt saman í eitt. Textinn lifn-
ar fyrir tilstilli Kjartans í tján-
ingu leikaranna, í beitingu sviðs-
ins, í beitingu ljósa og hljóða.
Þannig fæðast hugmyndir
Kjartans ekki bara í kolli hans
og rata þaðan á blað, þær verða
að veruleika á sviðinu í Iðnó.
Hvílíkt happ fyrir íslenskt leik-
hús, því vissulega eiga margar
hugmyndir Kjartans Ragnars-
sonar erindi til okkar áhorfenda
í þeim búningi sem han býr þeim
sem leikstjóri. En hitt er svo aft-
ur annað mál, að hjálparkokkar
Kjartans Ragnarssonar eru ekki
af verri endanum. Án þeirrra
hefðu þær hugmyndir sem settar
eru fram í Skilnaði ekki orðið að
veruleika á jafn áhrifamikinn
hátt og frumsýningarkvöldið.
Litum á hjálparkokkana ögn
nánar.
Það mæðir mikið á leikurun-
um í Skilnaði því hugmynda-
smiðnum liggur mikið á hjarta.
Þannig fær Guðrún Ásmunds-
dóttir í hlutverki Kistínar, hinn-
ar yfirgefnu eiginkonu, tækifæri
til að leika á hörpu tilfinn-
inganna — allt frá hæsta að
lægsta tóni. Persónulega fannst
mér Guðrún ráða betur við lægri
tónana, vottar fyrir ofleik er hún
tekst á við sjokkið er fylgir yfir-
lýsingu eiginmannsins um að
hann sé á förum til yngri konu.
Guðrúnu er ætlað að iýsa hér
veröld sem á örskotsstundu
hrynur í rúst. Við tekur heimur
óöryggis og einmanaleika. Ég
held að vart sé hægt að ætlast til
að leikari ráði við hinar öru til-
finningasveiflur sem verða innra
með Kristínu eftir skilnaðinn.
Eina stundina sýnir hún tilfinn-
ingalegt jafnvægi konu sem hef-
ur búið um árabil við öryggi
hjónabands, hina stundina þá
tilfinningalegu hakkamaskínu
sem fráskildar konur á miðjum
aldri lenda gjarnan inn í. Hring-
iðu skemmtanalífs og ham-
ingjuleitar sem sogar þær neðar
og neðar og opinberar um leið
þann frumskóg sem við lifum í
og ekki leyfir nein til hlaup frá
hjörðinni. Ég býst við að Guðrún
Ásmundsdóttir eigi eftir að vaxa
og þroskast í hlutverki Kristín-
ar. Frumskógurinn á eftir að
Ijúkast enn betur upp fyrir
henni og þau furðudýr sem þar
er skríða fram í dagsbirt-
una. Frumsýningarkveldið
fannst mér Guðrún ekki alveg á
valdi þessa nöturlega heims sem
gjarnan er kenndur við Glæsibæ,
enda ekki nema von, gift konan.
Jón Hjartarson leikur Árna,
mann Kristínar. Mér fannst
þessi persóna ekki jafn skýrt
mótuð frá hendi höfundar og
Kristín. Ef til vill er það með
ráðum gert að hafa Árna dálítið
flatan og litlausan. Slíkt gefur
Kristínu aukna dýpt og veitir
nánari innsýn í tilfinningastríð
hennar. Okkur verður enn ljós-
ari staða Kristínar sem fráskil-
innar konu er við virðum fyrir
okkur munúðarfulla leit Árna að
hamingjunni. Fyrir hann er lífið
leikur að tilfinningum, fyrir
hana eru tilfinningarnar það afl
sem knýr lífsmótorinn. Við
skilnaðinn verður henni ef til
vill ljóst í fyrsta sinn þessi innri
drifkraftur. Sif, dóttir þeirra
Árna og Kristínar, leikur Sigrún
Edda Björnsdóttir. Þessi unga
leikkona nær því tilfinningastigi
í túlkun sem samræmist þroska
hennar og þeirrar ungu stúlku
sem hún birtir á sviðinu. Ég held
að viðbröð Sifjar við skilnað for-
eldranna hefðu mátt koma skýr-
ar fram hjá höfundi. Þó gefur
hann ýmislegt í skyn með því að
láta stelpuna eyða fóstri. En er
ekki slíkt í tísku þessa dagana?
Baddýju verkakonu leikur
Valgerður Dan. Þessi fótum-
troðna kona er næsta merkilegt
fyrirbirgði. Því hér er að mínu
viti tekið á vandamáli sem
hingað til hefur verið látið að
mestu óhreyft í þjóðfélaginu.
Hér er átt við er karlmenn beita
konur sínar ofbeldi. Raunar er
þetta vandamál aðeins einn angi
áfengisvandamálsins, því ekki er
rökrétt að álykta að jafn sterkt
lyf og áfengi hafi ýmsar auka-
verkanir í för með sér þar á
meðal aukna árársarhneigð. Sú
er að minnsta kosti skýring
Kjartans á því, ekki sýndist mér
betur en Oddur, maður Baddýar,
væri undir áhrifum þá stund er
ofbeldishneigðin náði tökum á
honum. Annars má líta á Odd
sem eins konar hliðstæðu Árna.
Þar sem Árni beitir andlegu
ofbeldi beitir Oddur líkamlegu
ofbeldi, enda úr annarri þjóðfé-
lagsstétt. Hitt er svo annað mál
(umhugsunarvert fyrir helgar-
drykkjufólk) að atferli Odds
leiðir til morðs. Mér virðist
Kjartan styðjast hér við sanna
atburði og gefur þetta leiknum
aukna dýpt, enda frammistaða
Aðalsteins Bergdal í hlutverki
Odds með þeim hætti að manni
rann kalt vatn milli skinns og
hörunds er líða tók á leikinn.
Sólborgu, vinkonu Kristínar,
leikur Soffía Jakobsdóttir af
röggsemi. Þessi fráskilda kona
hefur leitað á náðir kynsystr-
anna um huggun og kynferðis-
lega fullnægju. Mér fannst Sól-
borg næstum sannfærandi er
hún lýsti okkur karlmönnunum
á þann veg að við værum ófærir
um að veita konum umhyggju og
hlýju, væri því nær fyrir konur
að lifa sem lesbíur. Já, það er
ekki gaman að vera karlmaður í
dag með öll þessi ósköp sem
dynja á okkur. Við hljótum að
vera lægstu skepnur jarðarinn-
ar, í það minnsta fáum við held-
ur hlálega útreið í tveimur nýj-
ustu íslensku leikritunum Skiln-
aði og Garðveislu.
Nóg um það, víkjum að sviðinu
í Iðnó. í Skilnaði sitja menn
kringum sviðið. Ekki skal ég
dæma um ágæti þessa fyrir-
komulags en dálítið heyrðist mér
eldra fólk kvarta um það að það
heyrði ekki glöggt allt sem fram
fór á sviðinu og að ekki sæist
nógu vel í það minnsta úr
V-álmu. Ég veit ekki hvort ég
heyrði rétt, en þessi atriði má
vafalaust laga. Annars gefur
svona svið möguleika, svo fremi
sem leikarar eru nægilega hreyf-
anlegir og sviðsbúnaður þvælist
ekki fyrir. Ég held að leikararnir
í Skilnaði hafi næstum náð taki
á þeirri leiktækni sem hæfir
svona sviði, sömuleiðis var
sviðsmynd Steinþórs Sigurðs-
sonar og lýsing Daníels
Williamssonar hvergi til trafala
en frekar til að styðja við þær
hugmyndir sem settar eru fram í
verkinu. Mætti fjalla nánar um
hugmyndaríka noktun sviðsins,
en ég held að sjón sé sögu ríkari.
Ljósum hefði mátt beita
markvissar til að undirstrika til-
finningar leikpersóna, til dæmis
lýsa með ólíkum litbrigðum yfir
þau Kristínu og Árna á því
augnabliki er hann lýsir yfir
skilnaðinum. Ýmislegt annað
mætti tína til en ég ætla nú ekki
að fara að setjast í stól leikstjór-
ans, næg er nú afskiptasemin.
Þá er bara eftir að minnast á
tónlist Áskels Mássonar sem á
ekki minnstan þátt í þeirri níst-
ingsköldu spennu er fylgir þessu
verki. Spennu er næst ef til vill
aðeins að fullu í átakamestu at-
riðunum en loðir þó við sviðið og
smitar út í salinn mest allan
tímann. Er þetta ef til vill sú
spenna sem einkennir íslenskt
þjóðfélag í dag eða er ekki stað-
reynd að hinn blóðhrái veruleiki
skilnaðar blasir við fjölmörgum
Islendingum á þessari stundu?
I Iðnó gefst okkur nú kostur á
að sjá hvernig skilnaður blasir
við augum Kjartans Ragnars-
sonar í „fjórvídd" ef svo má
segja, því það eru ekki aðeins
Kristín og Árni sem slíta sam-
vistum, heldur Baddý og Oddur,
Sólborg og vinkonan og svo Sif
og litli anginn. I leikskrá stend-
ur eftirfarandi: Leikurinn gerist
í Reykjavík í dag. Já, það er ekki
eins og í plássinu úti á landi þar
sem hugmyndafræðin hélt svo
vel utan um fólkið að presturinn
gat leyft sér að segja: Hér skilur
enginn!
Einn af íbúum turnsins
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Taumlaus sæla.
Myndir eftir höfund.
Medúsa 1982.
Óneitanlega er blær Taumlausr-
ar sælu liðins tíma. Teikningar
höfundarins eru í ævintýralegum
stíl sem leiðir hugann að skreyt-
ingum bóka fyrir aldamót og
póstkortin gömlu sem notuð eru
óspart sýna okkur annað fólk en
það sem við mætum daglega. En
myndirnar eru hugvitsamlega
gerðar og njóta sín sumar hverjar
ágætlega. Textinn er aftur á móti
of daufur í fjölritun Leturs, verður
eins og hornreka. Þetta kemur sér
illa vegna þess að höfundur text-
ans, þ.e.a.s. skáldið, hefur töluvert
að segja.
En liðin tíð er einnig nokkuð
heimtufrek í textanum. Ýmsir
brautryðjendur prósaljóðsins,
ekki síst Comte de Lautréamont,
eiga sín ítök í skáldinu. Ekki þar
með sagt að það sem stendur í
Taumlausri sælu sé „öldungis
óskiljanlegt og stolið", en súrreal-
ismi er dálítið varasamur vegna
þess að hann getur auðveldlega
orðið eins konar kækur, ekki sú
leið sem hann átti að vera í þá átt
að skora vanahugsun á hólm. öll
þau skáld samtímans sem dregið
hafa dám af súrrealisma og höfða
enn til okkar hafa gengið í skóla
stefnunnar án þess að ánetjast
henni að fullu. Fá stórskáld á
meðal okkar hafa ekki lært af
súrrealistum allt sem nýtilegt er.
Það sem mér finnst helst til
skaða í texta Ólafs Engilbertsson-
ar er að raðspil skemmtilegra og
oft markvissra setninga gengur
ekki nægilega vel upp. Það eru að
vísu fáir textar hans þessu marki
brenndir, en of margir í ekki
stærri bók. Við skulum líta á einn
slíkan:
ViA hoMurn mjcll akkur mót kjá þemum
runnum,
en þeir reynrtiurt rern kendur mínar. Bleikir
kofar eru órafjarri, |aé ber vió kvitt hafió
«* þaó eru apanxk|;ra-nar horgir á fjalli i
katti mínum.
(I katti minum)
Raunverulega hefur skáldið
sagt allt sem þarf í fyrstu setning-
unni. Bleikir kofar, hvítt haf og
spanskgrænar borgir eru boð-
flennur.
Höfum til samanburðar annan
texta:
Ólafur Engilbertsson:
Úvitir turnar gera íhúa sina krgandi hrmdda.
Svörtu hliAunum er snúiö fyrir au|(un og
yfir þau hrapar einhver lína uem yfirjjefur
■jálfa aig. Kannnki er henni lokaö á
einni nóttu eins og mikilli mannlegri ógcfu.
(íbúar hvítra turna.)
Skynjar ekki lesandinnn ógn
eða hroll þessa texta sem er í senn
lifaður og býr yfir bókmennta-
legum skírskotunum?
Einna bestur er Ólafur Engil-
bertssson í kaldhæðnislegum text-
um sem eru hálfgerðir aforismar,
kjarnyrði. Glataðar trjónur er
dæmigerður slíkur texti, hnit-
miðaður og opnar um leið nýjan
sjónhring:
É* get ekki (leymt þessum höndum
og ég fór út í hafið.
Tilsýndar eru nákwmlega þeuui sömu nký.
Ég get að vísu ekki sætt mig við
orðalagið að fara út í hafið. En
látum smekksatriði liggja milli
hluta. Lokatexti bókarinnar,
nefndur Sjálfsögð kurteisi, býr yf-
ir sömu eiginleikum, sömu kost-
um:
kg mun ufkleóast í miójum umreóum
og gerast tengilióur vió dauðann
I gegnum aalerniA.
Já, Medúsustrákarnir eru vax-
andi og sækja óðum í sig veðrið.