Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 29 Síðan ber að nefna lækna og hjúkrunarfólk Landspítalans, sem allar stundir veittu honum að- hlynningu af þeirri þekkingu og hjartahlýju sem létta líkams- þrautir og veita sálarró. Mér er ljúft og skylt að flytja hér þakk- læti Eiríks og venslafólks hans til starfsliðs spítalans, en mörg hin síðari ár var Magnús Karl Pét- ursson umsjónarlæknir hans þar, ljúfmenni og læknir af lífi og sál. Kæra starfslið, elskulegu for- eldrar og systkin. Við sem höfum fylgst náið með allri ykkar við- leitni til að styrkja Eirík á löngum þjáningarferli hans, lofum þann mannkærleika og mildi, sem þið hafið sýnt og aldrei orðið lát á. Nú er þessu æviskeiði lokið. Ef einhverjum finnst að þar hafi lífið beðið ósigur, þá er það rangt. Minnumst þess, að „sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó.“ Eiríkur Valberg var gæfumaður, því að hann hefur auðgaö allt sitt venslafólk, vini og samfylgdarmenn af ljúfum minn- ingum, án nokkurs skugga. Hverj- um hlotnast meiri hamingja? Þótt við samfögnum öll þeim friði, sem Eiríkur hefur nú hlotið, þá er söknuður okkar sár. En dýpstur er harmur ykkar, foreldra hans og systkina, Aðalbjargar Kristínar, Lárusar, Kristmundar og Ingibjargar. Þið hafið líka átt mest, því að slíkur var Eiríkur ykkur öllum. Innilegustu samúðarkveðjur og þakkir fyrir góðan dreng. Helgi Þorláksson Á þessum skínandi fögru haust- dögum, þegar sól skín í heiði og landið okkar skartar sínum feg- urstu litum, sem gleðja hvert sjá- andi auga, hefur dauðinn enn einu sinni sigrað ungt líf. Hetjubaráttu ungs manns er lokið. Þeirri lengstu og tvísýnustu sem ég þekki til. Eiríkur Valberg andaðist í Landspítalanum að kvöldi sunnudagsins 26. september að- eins 32 ára að aldri. Okkur, sem^rst þekktum, kom andlát hans ekki á óvart. Þó er það svo, að aldrei erum við viðbúin, þegar dauðinn ber að dyrum. Ég, sem rita þessar línur í minningu vinar míns Eiríks, hef fúslega tal- ið mér það til tekna að hafa þekkt hann, talið það gæfu að hafa feng- ið að kynnast honum náið. Svo ótal margt lærði ég af þessum greinda, hugprúða æskumanni. Það var fyrir tæplega einum og hálfum áratug, að leiðir okkar lágu saman, hann var þá einn í vinahópi dóttur minnar Sigríðar, sem þá stunduðu öll nám í Kenn- araskóla íslands og komu þá oft á heimili mitt, og enn er undur ljúf í minningu minni, sú fölskvalausa æskugleði, sem eínkenndi þennan samstillta hóp. En furðu fljótt vakti athygli mína einn í hópnum, fyrir ljúfa og prúðmannlega fram- komu og einstaka kímnigáfu, það var vinur minn Eiríkur Valberg. Þar hófust kynni, sem seinna urðu að vináttu, sem enst hefur síðan og verið mér þeim mun meira virði, sem lengur leið og ég kynnt- ist manninum betur og gerði mér Ijósari grein fyrir upplagi hans og mannkostum, enda var hann einn þeirra fáu vina minna, sem aldrei ollu mér vonbrigðum. Við vinir hans vitum, að hin fágaða fram- koma og glaðlega viðmót kráfðist oft mikillar sjálfstjórnar og karl- mennsku, því oft var hann hel- sjúkur allt frá 19 ára aldri. I hvert sinn er hann kom á heimili mitt, fannst mér húsið fyllast hlýju. Þessi elskulega. hógværa kímni hans, sem honum var svo ríkulega gefin, hún gat ekki annað en fyllt nærstadda gleði, hann sá ævinlega spaugilegu hliðina á málunum og gat jafnvel gert grín að áralöngum veikindum sínum. En undir þessari græskulausu kímni bjó alvara, sem gjarnan kom upp á yfirborðið á góðum stundum. Hann kunni skil á fjar- skyldustu hlutum og virtist þekkja gerla flestar hliðar mannlífsins og oft var lífið og tilveran rædd í stofunni í Álfheimum, af tveimur einstaklingum hvorum af sinni kynslóðinni. Nú er hann horfinn okkur, langt fyrir aldur fram, þessi mæti mað- ur, sem gæddur var fjölhæfum gáfum og þroska lífsreynds manns. Eftir mínum skilningi, var hann valmenni. Já, í heimi minn- inganna eru margar myndir af umhverfi og atvikum. Ein er mér þó nær og hugstæðari en nokkur hinna og er hún sú, sem mótaðist í huga mínum, er ég stóð við hvílu hans nokkru áður en hann hvarf yfir móðuna miklu. Ég sé fyrir mér heiðríkjuna í svipnum, þar sem hann liggur helsjúkur, ofan á sænginni fagur- lega mótaðar hendur æskumanns- ins, sem mér var þá ljóst að aldrei framar fengju að vinna að neinum verðmætum. Þegar sorgin ber á dyr hjá okkur og við erum harmi slegin, finnst okkur jafnvei und- arlegt að sólin skuli halda áfram að skína. En sólin skín og lífið heldur áfram á hverju sem geng- ur. Koma mér þá gjarnan í hug orð virtrar gáfukonu, sem e.t.v. var ekki sammála því, að „tíminn læknaði öll sár“ eins og löngum hefur verið haldið fram, heldur, „að við lærum að lifa með sárum okkar“. Undir þessi viskulegu orð tek ég af heilum hug og mæli þar af reynslu. Foreldrum Eiríks, Guð- nýju og Samúel, öllum systkinum hans og öðrum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Oft hef ég dáðst að jafnvægi ykkar og styrk í þrengingum drengsins ykk- ar. Veri hann svo af mér kært kvaddur, nærvera hans var góð og mér alla tíð mikils virði. Fari hann í friði. Steingerður Þorsteinsdóttir Þrjátíu og tvö ár eru ekki löng ævi. Nærri helminginn af þeirri stuttu ævi barðist Eiríkur frændi okkar við óvæginn sjúkdóm. Þetta var ójöfn glíma þar sem úrslitin voru fyrirfram gefin, aðeins spurning hve lengi var hægt að slá þeim á frest. Hve margir hefðu leikið það eftir honum að móta sér innihaldsríkt líf við þessar að- stæður? Eiríkur bjó að hlýjunni, sam- heldninni og léttleikanum úr for- eldrahúsum. Stundum brá fyrir sjálfskímninni sem minnti á afa okkar, Kristmund, sem okkur þótti öllum svo vænt um. Þá gat hann spaugað með sitt erfiða hlutskipti, lystarleysið, holdafar- ið, allar læknisaðgerðirnar og hvað eina. Sjúkdómsglíman jók á lífsvisku hans og næmi fyrir mönnum og málefnum og einnig lífslöngunina og hæfileikann til að njóta gleði- stunda og félagsskapar. Þannig geymist hann í vitund okkar: gleðimaður í veislu og fagnaði, miðpunktur og tengiliður milli frænda og vina, lífsins maður í áralöngu sambýli við dauðann. Að leiðarlokum viljum við frændurnir þakka samfylgdina, þakka veganesti sem hann veitti af ótrúlegri lífsreynslu. Söknuður- inn er mikill en minningin er hrein og skýr. Megi hún styrkja foreldra, systkini og aðra sam- ferðamenn sem kveðja góðan dreng. Þorsteinn og Þorlákur Helgasynir l)aga og nætur tímans tafl er hað teflt er mönnum utan gæsku og nád. I»ar flytja’ oss nornir, fella’ ons, gera’ oss mát, — fyrirlíta andvörp vor og grát —. l m jarónesk efni og upphefd oft er spurt, en aðrir stara eitthvað langt í burt. Tak málminn hreina, hirtu ekki um hitt, en hugsa og meina, — gefðu hverjum sitt. Omar Kháyyám. góða konu, sem gat annast hann til hinstu stundar. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka honum góðar stundir, eiginkonu, sonum og fjöl- skyldum þeirra vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Þorbjörg Jensdóttir Sigurður Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 18. apríl 1901 Dáinn 29. september 1982 Þegar ég með nokkrum kveðju- orðum minnist móðurbróður míns, Sigga á Bárugötunni, eins og við segjum, kemur margt skemmti- legt í hugann frá liðnum tíma. Þegar ég kom fyrst til Reykjavík- ur, 1937, voru hann og hans fjöl- skylda þau fyrstu, sem ég kynntist og hélt til hjá á Lindargötu hér í borg. Frá þeim vetri er margs að minnast, og held ég að mér hafi aldrei liðið betur um dagana en einmitt þar. Þótt fólkið væri ekki mjög efnum búið var alltaf nóg að bíta og brenna, og ekki spillti and- rúmsloftið á heimilinu, alltaf glatt á hjalla, því vægast sagt var hús- bóndinn skemmtilega hrekkjóttur, og við þær minningar er gaman að ylja sér, þegar árin færast yfir. Sigurður var fæddur 18. apríl 1901 í Nýjubúð í Eyrarsveit. For- eldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir. Þau eignuðust 12 börn, og var Sigurður áttundi í röðinni. Nú eru á lífi 5 alsystkin og 3 hálfsystkin. Sigurð- ur giftist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Eggertsdóttur úr Reykjavík. Þau eignuðust 6 syni, einn misstu þau í æsku, hinir 5 eru allir dugandi menn, búsettir hér í borg. Sigurður hafði ekki mik'ð af skólagöngu að segja og var að mörgu leyti sjálfmenntaður í þvi starfi sem hann helgaði líf sitt alla æfi, en það voru pípulagnir. Lengst af vann hann hjá Sighvati Einarssyni pípulagningameistara og síðan við Landspítalann í Reykjavík. Hjá Sigurði og Guð- rúnu bjó alla tíð móðir Guðrúnar, og þeir sem þekktu til, vita að það lýsir best manninum hvað góður hann var henni. Síðustu ár átti hann í stríði við erfiðan sjúkdóm, en hann var það lánsamur að eiga Sú helfregn sem barst nú fyrir fáum dögum, var varla óvænt, því 'svo lengi hafði sá ójafni leikur staðið sem nú er til lykta leiddur. Oft hafði okkur, sem utan vallar stóöum, sýnst það með ólíkindum, er hamingjuhjólið snerist og vinur okkar Eiríkur reis upp aftur til nýrra átaka fyrir lífi sínu og til- veru, og stundum að því er virtist tvíefldur. Við vorum næstum farin að trúa því, að hann yrði ekki á næstunni undir í þessari glímu, að hann gæti ef til vill bitið af sér þann óvin sem nú hefur orðið leikseig- ari í þessari löngu og óvægnu skák. Þau ár sem við bekkjarsystkini Eiríks minnumst, eru öll á einn veg. Við munum góðan vin, í bestu merkingu þess orðs, hlýjan, hóg- væran en ekki síst, þann sem fundvís var á broslegan þátt hvers máls. Þegar á fyrstu árum okkar í KI varð okkur ljóst að Eiríkur gekk ekki heill til skógar, hins vegar hefur sjálfsagt fáum verið Ijóst hversu alvarlegt ástandið var, enda ekki um það rætt, og áh.vggjum ekki dreift út til bekkj- arfélaga. Hann hins vegar gladd- ist með glöðum en lagði gott til, þar sem skugga bar á. Við aftur á móti fylgdumst með því, eftir að leiðir skildust, að ekki var allt með felldu. En Eiríkur lét ekki deigan síga, vann — oftast svo sem kraftar leyfðu og stundum lagt umfram það, og þess vegna fór það svo, hvað eftir annað, að snörpum en björtum og iitríkum lífskafla lauk á sjúkrahúsi, þar sem tekist var á um líf og dauða. Við bekkjarsystkini Eiríks Valberg erum þakklát, fyrir það að hafa átt þá gæfu að fá að njóta samvista við hann, þann tíma meðan við öll gengum svipaða slóð, og stefndum að einu marki. Þá þegar mun honum hafa verið fullljóst að hverju stefndi, og í ljósi þeirrar vitneskju, gat hann rætt þá þætti mannlífsins, sem oft vekja ungu fólki spurningar, og hann var þeim ráðhollur, sem til hans sóttu. Á síðastliðnu sumri þegar við F-bekkingar úr KÍ frá árinu ’72 áformuðum að hittast eftir tíu ára aðskilnað, hygg ég að flest okkar hafi spurt að því hvort Eiríkur yrði ekki með, það var öllum efst í huga, og svarið var á þá leið, að Eiríkur væri hress og kæmi ör- ugglega. Hins vegar var tekið í taumana daginn áður en koma átti saman, og Eiríkur mátti dvelja eitt tíma- bilið enn á Landspítalanum, á meðan við hin rifjuðum upp gaml- ar minningar og skemmtum okkur. Daginn eftir var hann glaður og reifur að vanda, sagði að það væru ekki nema fimm ár þangað til við hittumst næst, og þá verð ég ör- ugglega með ykkur, sagði hann. En nú er komið að leiðarlokum. Sá fyrsti úr þessum samstillta hópi, hefur verið kallaður til ann- arra starfa. Við hin sem eftir stöndum, þökkum honum öll árin sem við áttum saman, við óskum honum góðrar ferðar, eins og stundum áður þegar hann var að leggja í einhverja reisuna og vissi ekki upp á hár hvenær hann kæmi til baka, og við vitum nú, eins og þá að hann á góða heimvon. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Við vitum það líka að sé eitt- hvað hægt að búa í haginn fyrir okkur hin, þegar þar að kemur, þá gleymir hann okkur ekki. Við þökkum vini okkar fyrir allt og biðjum almáttugan Guð að geyma hann og blessa foreldra hans og systkini. Bekkjarsystkini úr Kennaraskóla íslands. Kveöja frá starfsfélögum í lífeyrisdeild Tryggingastofn- unar ríkisins Við andlát starfsfélaga okkar, Eiríks Valbergs, er margs að minnast og sakna. Enda þótt starfsferill hans hjá okkur væri ekki langur, fóru sterk persónu- einkenni hans ekki fram hjá nokkrum manni. Eirík einkenndi óvenju fágað yf- irbragð, kryddað fíngerðum húm- or. Þessir sjaldgæfu eiginleikar ollu almennum vinsældum hans, enda veittist honum afar létt að umgangast fólk. I starfi hans nýttust þessir eig- inleikar honum vel, enda um- gengni við fólk snar þáttur í starf- inu. Og þegar við bætist næm greind og samviskusemi, var vart á betra kosið. Eiríkur var víða heima og hafði yndi af að spjalla um allt milli himins og jarðar. Ósjaldan létti hann upp á gráan hversdagsleik- ann með hnyttnum tilsvörum sín- um, jafnvel galsa, enda oftast meira gefandi en þiggjandi í sam- skiptum sínum við fólk. Langvar- andi veikindi höfðu ekki megnað að draga úr þessum persónuein- kennum hans. Þar var af svo miklu að taka. Þungbær örlög sín bar Eiríkur með miklu jafnaðargeði. Þar virt- ist sem hin létta lund hans kæmi honum til hjálpar, eftir því sem hægt var. Nú þegar Eiríkur er allur, þökk- um við samveruna. Foreldrum hans og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför mannsins mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Hafnarfirði. Sigríöur Guömunsdóttír, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilega þökk til ykkar allra er á einn eða annan hátt sýnduö vináttu í veikindum og við fráfall, GUNNLAUGS F. GUNNLAUGSSONAR. Grettisgötu 81, Verið Guði falinn. Guöbjörg Skaftadóttir og fjölskylda. Lokað vegna jarðarfarar EIRÍKS VALBERG, eftir hádegi í dag. Offsetfjölritun hf., Síöumúla 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.