Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 5 Verö: 3.9 Mittisjakkar: Stærðir: 48—54. Litir: brúnt og dökkgrænt Verð: 3.250.- Hálfsíðir: Stærðir: 4 Litir: brí int og dökkgrænt. 90.- ifir: brúnt og dökkgrænt. erð: 2.490.- Hörður /ls- geirsson látinn HÖRÐUR Ásgeirsson, verslunar- maður, Kleppsvegi 28, Reykjavík, lést sl. laugardag. Höröur var verkstjóri við frystihús Kaupfélagsins á Skagaströnd; síðan við frystihús föður síns, Asgeirs Guðnasonar, Flateyri, en eftir að það brann gerðist hann frystihús- stjóri hjá Sigurði Ágústssyni, Stykkishólmi. Seinustu 20 árin starfaði hann við fyrirtæki bróður síns, Gunnar Ásgeirsson hf. og Veltir hf., Suð- urlandsbraut 16 og sá um heim- töku og útsendingu vara. Hann var aðalhvatamaður að stofnun félagsins Samtök psorias- is- og exemsjúklinga og sat lengi í stjórn Styrktarfélags vangefinna. Eftirlifandi kona hans er Guð- munda Guðmundsdóttir frá Bol- ungarvík. Þau eignuðust eina dótt- INNLENT Nú er síid unnin í verstöðvum allt frá Siglufirði og austur um landið til Akraness. Enn sem komið er befur lítið af síld borizt til Vestmannaeyja, en þar er þó bæði söltun og frysting hafin. Stúlkurnar í Yinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa því ástæðu til að vera glaðhlakkalegar. 1 • h • Ljósmynd Sigurgeir. Sildveiðin: Saltað í 10.600 tunnur. - rúmlega 15.000 lestir komnar á land HELDUR minni síld er nú komin á land en á sama tima og í fyrra. Nú höfðn alls veiðzt um 15.000 lestir á miðnætti hins 24. þessa mánaðar en á sama tíma í fyrra höfðu veiðzt um 16.500 lestir. Alls hefur nú verið salt- að í rúmlega 106.000 tunnur og salt- að er á 37 stöðum, frá Siglufiröi og austur um landið til Akraness. Á miðnætti síðastliðins sunnu- dags höfðu nótabátar fengið um 9.500 lestir, reknetabátar 4.000 og lagnetabátar hafa fengið 1.500 lestir og fyllt kvóta sinn, en hafa þó leyfi til að stunda veiðar til 31. þessa mánaðar. Á sama tíma í fyrra skiptist afli þannig milli veiðarfæra, að nótabátar höfðu fengið um 6.000 lestir, reknetabát- ar um 9.000 og lagnetabátar 1.400. Lítil veiði hefur verið síðan á sunnudag, en þó reytingur hjá nokkrum bátum. Alls hafa 8 bátar lokið veiðum og fyllt kvóta sinn og eru það allt nótabátar, en þeim hefur gengið skást það sem af er vertíðinni. Alls má veiða 50.000 lestir á yfirstandandi vertíð, nóta- bátar mega veiða 34.000, rekneta- bátar 14.500 og lagnetabátar 1.500. I gær hafði verið saltað í rúm- lega 106.000 tunnur á landinu öllu og er saltað á 37 stöðum. Hæsta löndunarstöðin þá var Auðbjörg á Eskifirði með tæplega 11.900 tunnur, næst var Síldarvinnslan í Neskaupstað með tæpar 11.500 tunnur og þriðja var Tangi á Vopnafirði með 10.300 tunnur. Samið um kaup á 320 þúsund tonnum af olíuvörum frá Sovétríkjunum á næsta ári Antik leðurjakkar Þessir ekta mjúku frá Ítalíu |U|/£|S>| is>ranc 5) II \Uf II InHslKI rCIHI lr ÍWnW SNORRABRAUT — 13505 GLÆSIBÆ — 34350 MIOVANGI — 53300 HAMRABORG — 46200 fól í sér kaup á 330.000 tonnum samtals, en samningur næsta árs á samtals 320.000 tonnum. Verð- viðmiðun er óbreytt frá fyrra árs samningi. Samningurinn er gerður í nátfni viðskiptaráðuneytisins og er hann síðan framseldur olíufélögunum. I samninganefninni voru af hálfu viðskiptaráðuneytisins Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, og Jón Júlíusson, deildar- stjóri, en af hálfu olíufélaganna forstjórarnir Indriði Pálsson, Vilhjálmur Jónsson og Þórður Ásgeirsson. Þórhallur Ásgeirsson sagði að- spurður, að tækifærið hefði verið notað og rætt við Sovétmenn um freðfisksölu og síldarsölur, en að sjálfsögðu hefðu ekki verið gerðir neinir samningar þar að lútandi, þar sem þeir væru alfarið í hönd- um útflytjenda sjálfra.„Samn- ingaviðræður útflytjenda munu væntanlega fara fram á næstunni, en þar er stefnt að áframhaldandi sölu,“ sagði Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins ennfremur. Féll af svölum MAÐUR um fimmtugt féll af svöl- um á 3ju hæð fjölbýlishúss við Gnoðarvog um hádegisbilið á laugardag. Hnan var fluttur í slysadeild og liggur nú lífshættu- lega slasaður í gjörgæzludeild Borgarspítalans. Hann hlaut mik- il höfuðmeiðsli. Austnrstræti 10 sími: 27211 SAMNINGUR um kaup íslcndinga á olíuvörum frá sovézka oliufélaginu „Sojuznefteexport** á árinu 1983, var undirritaður í Moskvu 22. október sl., en samkvæmt honum munum við kaupa 145.000 tonn af svartolíu, 75.000 tonn af benzíni og 100.000 tonn af gasolíu. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri viðskiptaráðuneytisins, sagði, að hér væri um sama magn af gasolíu að ræða og í samningi þjóðanna í ár, samið væri um 5.000 tonnum meira af benzíni, en hins vegar 15.000 tonnum minna af svartolíu. Ástæðan fyrir minna magni af svartolíu er fyrst og fremst minnkandi notkun vegna stöðvunar loðnuflotans. Samningur yfirstandandi árs * Areksturinn á Akureyrarflugvelli: Hemlunarskilyrði léleg vegna hálku Akurcyri, 26. oktúber. SÚ MISSÖGN varð í blaðinu í dag, þar sem sagt var frá árekstri tveggja flugvéla á Akureyrarflugvelli, að að- eins hafi verið snjóföl á flugvéla- stæðinu, en engin hálka. Hiö rétta er að þarna var svell og blautur snjór undir rólinu, þannig að hemlunar- skilyrði voru léleg vegna hálku, sem við þetta my ndaðist. Starfsmenn Ak- ureyrarflugvallar höfðu lokið við að sandbera flugbrautina sjálfa, en eft- ir var aö gera stæðinu sömu skil. Fokker-vélin þurfti að taka eldsneyti til flugsins til Reykja- víkur, svo flugstjórinn hugðist leggja henni nálægt eldsneytis- geymi flugvallarins. Þar er svig- rúm lítið, enginn var til leiðbein- ingar og einmitt þar stóð Mitsu- bishi-vélin. Þegar flugstjóri Fokker-vélarinnar hemlaði lét vél- in ekki að stjórn vegna hálkunnar og því varð óhappið. Fokker-vélin var þá á mjög hægri ferð. Fréttamaður Mbl. biður hér með afsökunar missögn þeirri sem varð í fyrri frásögn af óhappi þessu. — Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.