Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 + Fööursystir mín, HELGA SIGUROARDÓTTIR frá Hraunsósi, lést í Borgarspítalanum 26. október. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Bjarnadóttir. t Eiginkona mín, GUDRUN ALBERTSSON, Bögehöj 48, Hellerup, andaöist 18. október sl. r Jaröarförin hefur farið fram. Ólafur Albertsson frá Hesteyri. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUDMUNDA SIGRlDUR JÓNSDÓTTIR, Þíngseli 10, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum, mánudaginn 25. október 1982. Kjartan V. Bjarnason, Jenný Marelsdóttir, Vilný Reynkvist Bjarnadóttir, Siggeir Jóhannsson, Hera Newton, Stanley Pólsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Frænka mín, RANNVEIG SIGFÚSDÓTTIR, Elliheimilinu Grund, lést í Landakotsspitala, mánudaginn 25. október. Ingibjörg Siguröardóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, SESSELJA JONASDÓTTIR PETERSEN, andaöist í Svíþjóð 22. október. Jaröað veröur í kyrrþey. Svend Petersen, Helga og Pétur Ólafsson, Anna Sif, Árni Páll og Stefán. + Maöurinn minn, KJARTAN BJARNASON, fyrrverandi sparisjóösstjóri frá Síglufiröi, andaðist að heimili sinu Stórageröi 20, mánudaginn 25. október. Fyrir hönd aöstandenda. Helga Gísladóttir. + Sonur minn, bróöir og faðir okkar, HJALMTÝR HJÁLMTÝSSON, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju, fimmtudaginn 28. október kl. 3 e.h. Guörún B. Daníelsdóttir, Svafa Hlíf Hjálmtýsdóttir, börn og barnabörn. + Alúöarþakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, dóttur, systur og tengdadóttur, GUÐLAUGAR PÁLSDÓTTUR, Brúarflöt 4, Garöabæ. Grétar Hjartarson, Elín Sigríöur Grétarsdóttir, Pétur Grétarsson, Hjörtur Grétarsson, Páll Grétarsson, Svanhildur Jónsdóttir, Halldóra J. Elísdóttir og börn, _ Ásta L. Björnsdóttir, Hjörtur Hjartarson. + Viö þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför KRISTÍNAR RÚNÓLFSDÓTTUR, Noröurgaröi 7, Hvolsvelli. Guö blessi ykkur öll. Björgvin Guðlaugsson og aörir aöstandendur. Theodór B. Theodórs son — Minning Fæddur 2. júni 1910 Dáinn 19. október 1982 Vinur okkar og söngféiagi Theo- dór B. Theodórsson er látinn. Minningarnar um hann eru skírar og bjartar. Hæglátur, prúð- ur og vingjarnlegur gekk hann um á meðal okkar, brosti hlýlega, opnaði sálmabókina og fór á sinn stað í kórnum. Söngurinn var eins og maðurinn sjálfur, hreinir og mjúkir tónar, sem túlkuðu einmitt það sem átti að túlka. Við gömlu söngfélagarnir úr Neskórnum munum ætíð minnast hans með hlýhug og þakklæti. Hann var góður félagi og sam- vizkusamur starfsmaður. Söngfé- lagar tengjast oft sterkari bönd- um en almennt gerist um starfsfé- laga — það þekkja þeir einir og skilja, sem sungið hafa saman í áraraðir. Theodór hafði verið í kirkjukór Neskirkju frá fyrstu árum kórsins og þangað til „gamli kórinn" hætti störfum, eða um það bil 30 ár. Margan tóninn hefur hann því átt þar bæði á gleði- og sorgarstund- um, enda hafði hann að margra dómi ákaflega hreina og fallega tenórrödd. Gömlu söngfélagarnir og þá einkum þeir, sem höfðu sungið saman í 15—20 eða 30 ár, héldu vel hópinn enda söngurinn orðinn samhljómur, sem sárt var að slíta. En það kemur að því að ein og ein rödd þagnar, og nú hefur það skeð ennþá einu sinni. Söngstjóri og söngfélagar hafa nú séð á bak ein- um sinna bestu félaga. Fyrir samfylgdina, samfélagið og samstarfið viljum við þakka — og allar bjartar og góðar minn- ingar þökkum við. Við vitum að Theodór var orð- inn þreyttur á langvarandi veik- indum, og hefur eflaust þráð hvíldina, þó ekki gæti hann tjáð sig. Una, hans elskulega eiginkona, stundaði hann í veikindunum af einskærri alúð og dugnaði. Þar var vissulega kærleikurinn að verki. Við óskum þess að Drottinn þerri tárin og tíminn breiði yfir sárin. Við vottum eiginkonu og öðrum ástvinum okkar innilegustu sam- úð. Guð blessi minningu hans. Kveðja frá söngfélögum úr Neskirkju I dag kveðjum við í hinsta sinn, Theodór Bergstein Theodórsson mótasmið. Það var síðla dags, miðvikudag- inn 19. október, að sorgin kvaddi dyra á Kaplaskjólsvegi 56. Theo- dór hafði verið með hressasta móti þá um morguninn en kallið kom skyndilega síðdegis. Alltaf er það svo, að kall dauðans kemur óþægilega við okkur og okkur fannst það koma óvænt, þrátt fyrir það að Theodór hafði lengi átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. Með Theodóri er genginn einn af þeim mönnum, sem hægt var að segja um að væri sérstakt prúð- menni. Hann var sannur, traustur og einstaklega hjálpfús maður. Einnig var honum hæglát kímni- gáfa meðfædd. Theodór fæddist á Brávöllum á Stokkseyri 2. júní 1910. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Þórð- ardóttir og Theodór Jónsson. Þau voru Árnesingar að ætt. Faðir hans var sjómaður og stundaði sjóinn á bátum frá Stokkseyri og síðar á togurum frá Reykjavík. Theodór var næstelstur fimm systkina og var hann eini sonur þeirra hjóna. Þrjár systur hans lifa bróður sinn en ein systir dó ung. Ein systranna býr í Svíþjóð. Fjölskyldan bjó á Stokkseyri þar til Theodór var 8 ára, en þá flutti hún búferlum að Nesi og síðar að Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Að síðustu lá leiðin til Reykjavíkur. Efnahagur fjölskyldunnar var ekki góður og varð Theodór að leita sér vinnu ungur að árum, t.d. vann hann sem sendill hjá prentsmiðjunni Akta. Tvítugur missti hann föður sinn og varð hann þá fyrirvinna heimilisins og það sem námsmaður. Árið 1928 hóf hann nám í móta- smíði hjá Vélsmiðjunni Hamri. Var hann með þeim fyrstu er lærðu þá iðn hér á landi. Við þessa iðn vann hann síðan hátt í 50 ár, fyrst hjá Hamri og síðan hjá Járnsteypunni hf. eða þar til hann varð að hætta sökum veikinda. Það eru því ófáir steyptir málm- hlutir, sem Theodór hefur smíðað mót af í tré. Víða blasa þessir hlutir við okkur s.s. vegskilti, grafreitarplötur og brunahanar svo eitthvað sé nefnt. Mestrar nákvæmni í mótasmíði var kraf- ist, þegar steypa þurfti ýmsa véla- hluti. ^Hann þótti með afbrigðum vandvirkur smiður og kom það ekki einvörðungu fram við smíði á mótum af hlutum við málmsteypu, heldur einnig við alla smíði sem hann fékkst við. Iðulega smíðaði Theodór leik- föng fyrir börnin meðan þau voru lítil og eins ef smíða þurfti hlut til heimilisins. Það kom sér einnig einstaklega vel fyrir elstu börnin, er þau stofnuðu sín heimili, að geta leitað til „pabba" um smíði og fá góð ráð með eitt og annað. 29. febrúar 1936 gekk Theodór að eiga eftirlifandi konu sína, Að- alheiði Unu Sigurbjörnsdóttur, en hún á ættir að rekja vestur í Barðastrandarsýslu í móðurætt og Árnessýslu í föðurætt. Oft er búið að skemmta sér við það, þegar þau áttuðu sig á því að giftingardagurinn var hlaupárs- dagur. Árið 1946 höfðu þau hjónin reist sér einbýlishús við Kaplaskjóls- veg, eitt af „sænsku húsunum" svokölluðu. Byggingarfélag var stofnað um innflutning og smíði þessara einingahúsa og var Theo- dór valinn til verkstjórnar við þær framkvæmdir. Þau hjónin eignuðust sex börn, sem öll eru uppkomin, en þau eru: Gyða, húsmóðir, Gylfi, rennismið- ur, Hulda, skrifstofustúlka, Sigur- björn, rennismiður, Theodór, landfræðingur, og Steinar Engil- bert, nemi í Tækniskóla íslands. Öll eru börnin gift eða í sambúð nema yngsti sonurinn. Barnabörn- in eru orðin tíu. Theodór og Una litu jafnan á börnin sem sérstaka blessunargjöf og hafði það mótandi áhrif á allt heimilislíf þeirra. Þar ríkti jafnan góður andi, enda voru þau hjónin samhent við allt heimilishald. Það ríkti ávallt mikil gleði á Kaplaskjólsveginum þegar barna- börnin komu í heimsókn og alltaf var afi brosandi og tilbúinn að létta þeim stundirnar, enda var hann einstaklega barngóður. Eftir að sjúkdómurinn hafði náð þeim tökum á Theodór, að hann varð að leggja niður vinnu, var hann af og til rúmliggjandi og mikið til síðasta árið. Öll árin eða þar til í sumar annaðist Una hann sjálf heima af einstakri natni og dugnaði og erum við mörg sem undrumst þrek hennar. Þetta finnst mér lýsa betur en allt ann- að hvern hug þau báru hvort til annars. Þegar ég kem inn í fjölskylduna sem tengdasonur þeirra hjóna, fékk ég að kynnast þeim mann- kostum sem bjuggu með Theodóri, að hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð. Þeir eru reyndar orðnir marg- ir sem nutu þess að geta hringt í hann, ef eitthvað þurfti að lag- færa. Mer finnst það lýsa manninum í hnotskurn þegar ég hugsa til sumarbústaðarins sem hann byggði í Selásnum og hvernig þau hjónin breyttu óræktarmel í mik- inn gróðurreit. Allt var unnið af slíkri vandvirkni og hagsýrii. Mikla jarðvegsflutninga þurfti til að geta komið til gróðri og var allt unnið í höndum. Nú er þar risin myndar íbúðarbyggð. Theodór var mjög söngelskur maður og góður tenór. Hann söng með Karlakór Iðnaðarmanna alla tíð og einnig í Söngsveitinni Fílharmoníu. Lengst af söng hann í kirkjukór Nessóknar eða yfir 20 ár. í kirkju- kórnum ríkti ávallt góður félags- andi og var það eins og sérstakur klúbbur. I Neskirkju og víðar við messur söng Theodór þeim drottni lof sem gefur líf og tekur það aftur og við trúum því að nú njóti Theo- dór blessunar hans. Meðan Theodór gat, naut hann þess að hlusta á útvarpsmessur og tók hann þá jafnan undir sönginn. Nú, þegar við horfumst í augu við þá staðreynd að Theodór er ekki lengur á meðal okkar, er efst í huga okkar þakklæti. Þakklæti til hans sem gaf okkur svo mikið af sér og var okkur slíkur að við finnum að í skarð hans kemur enginn annar. Það er gott að geta beðið Guð um blessun og styrk, þegar við sjá- um á eftir góðum vini. Ég bið Guð að blessa Unu sem svo mikið hefur misst og blessa okkur allar góðar minningar um hann. n.H. Magnína J. Sveins- dóttir — Minning í dag er kvödd vinkona mín, segja. En stærstu gjafir hennar og Magnína Sveinsdóttir. Hún var orðin öldruð og lasburða í lokin en andlegu atgervi hélt hún til hinstu stundar. Okkar kynni hófust seint, fyrir aðeins fáum árum, en það urðu góð kynni og hlý vinátta. Magnína var ákaflega gefandi persóna í orðsins fyllstu merkingu. Hún varði tíma sínum og fjármunum til þess að gefa gjafir. Af miklum höfðingsskap sendi hún giaðning til síns stóra ættingja- og vinahóps. „Það, sem ég hef, fæ ég alltaf margfalt aftur,“ var hún vön að þær allra bestu voru á andlega sviðinu. Magnína var heittrúuð kona sem varði miklu af tíma sín- um í bæn og íhugun. Þeir eru margir«sem hafa hlotið mikla blessun fyrir bænir hennar. Hún las mikið í Biblíunni sinni og skrifaði gjarnan með sinni fáguðu rithönd upp úr henni vers, sem henni fundust umhugsunarverð. Þessi vers svo og frumsamin vers og vísur, en Magnína var ágætlega hagmælt, lét hún fylgja pakka, t.d. með prjónlesi listafallega unnu. Hún var mikil hannyrðakona og súkkulaðimolarnir frá henni Magnínu voru ósviknir og runnu ljúflega niður hjá yngri kynslóð- inni. Ogleymanlegar voru stundirnar á heimili hennar á Bauganesi 3. Þar var alltaf hátíð fannst gestin- um. Kertaljósin tindruðu um alla stofuna, en stærsti ljóminn stóð af augum Magnínu og hýra brosinu sem ávallt prýddi andlitið. Þannig sé ég hana fyrir mér núna. Hún átti góða heimvon í húsi vors himneska föður og hún vissi það. Ég verð Magnínu ævinlega þakklát fyrir það sem hún reynd- ist mér og minni fjölskyldu. Við söknum hennar öll og hugsum með innilegri samúð til ástvina henn- ar. Guð blessi þá og styrki. Guð blessi minningu hennan í þökk. Rannveig Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.