Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 29 Af æsifrétta- mennsku Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson AF ÆSIFRÉTTAMENNSKU Nafn á frummáli: Absence of Mal- ice. Handrit: Kurt Luedtke Tónlist: Dave Grusin Kvikmyndun: Owen Roizman. Leikstjóri: Sydney Pollack Sýnd í Stjörnubíói. Efni nýjustu myndar Stjörnu- bíós „Án illvilja" er íhugunar- vert að minnsta kosti fyrir þá sem að staðaldri skrifa í blöð. í mynd þessari er nefnilega fjall- að um rannsóknarblaðamennsku eins og hún er stunduð á amer- ísku síðdegisblaði. Er í myndinni lýst allskilmerkilega hvernig ungur og fremur óreyndur blaðamaður vefur lygavef kring- um alsaklausan mann, Michael Callagher að nafni. Blaðamaður- inn fréttir af tilviljun að Call- agher tengist rannsókn á morði ólýsanlegum hörmungum. Það skipti ekki máli hvort sektin er sönnuð eða ekki svo fremi sem grunsemdir vakna í brjósti les- enda. Afturámóti virðist sá sem kom fregninni af stað hafinn yf- ir að taka á sig ábyrgð. Með því að orða fregnina rétt er hann stikkfrír hvort sem er gagnvart löggjafanum eða þeim sem fyrir áburðinum verður. Freisting æsifréttamannsins er hér mikil því leiðin til valda og metorða á síðdegisblaði liggur eftir slóð hinna ógæfusömu í samfélaginu. Því fleiri skúrkar sem liggja í valnum undan stílvopni æsi- fréttamannsins því betra. Og þar sem magn skiptir ef til vill meira máli en gæði, verða ávallt ein- hverjir hjartahreinir í valkestin- um. Hér er ef til vill ekki við æsifréttablaðamanninn einan að sakast, hann er bara óbreyttur soldát í herfylkinu. Sally Field leikur blaðamann- inn ógæfusama í þessari nýjustu mynd Pollack. Ég er ekki viss Callagber (Paul Newman) horfist f augu við útlegðardóm verkalýðs- foringjans. virts verkalýðsforingja á Miami. Rannsóknarmennirnir sjá sér hag í að leka upplýsingum til blaðamannsins og þar með taka hjólin að snúast. Það nægir al- veg að blaðamaðurinn rétt nefni Callagher í tengslum við morð- málið. Hvergi er minnst á sekt en samt snúa allir baki við bless- uðum manninum eins og ótind- um glæpamanni. Þannig gefa verkalýðsfélögin út tilskipun þess efnis að hver sá sem vinni framvegis í fyrirtæki Callagher (hann stundar brennivínsheild- sölu) sé þar með brottrækur af vinnumarkaðinum. (Athyglis- vert atriði fyrir þá sem trúa blint á verkalýðsfélög). Sem sagt lausafregn í blaði verður þess valdandi að alsaklaus einstakl- ingur missir fótanna í samfélag- inu, tilvera hans hrynur til grunna. Hér er ekki úr vegi að staldra við. Hvert er Sydney Pollack leikstjóri að fara í þessari mynd? Er hann virkilega að segja að rannsóknarblaða- mennskan — þessi útvörður lýð- ræðisins — sé tekin að snúas' upp í andhverfu sína? Að rann- sóknarblaðamennirnir séu í leit sinni að athyglisverðu fréttaefni orðnir eins og útsendarar Rann- sóknarréttarins sem gripu menn af handahófi til að halda pynt- ingarstofunum gangandi? Er fréttaþorsti síðdegisblaðanna slíkur, að einskis sé svifist til að svala þorstanum? Mér virðist Pollack taka hér mjög ákveðna afstöðu. Það er ljóst af myndinni að lausafregn í blaði þar sem íað er að sekt manna, getur valdið um að hnátan valdi fullkomlega hlutverkinu, verður dálítið mús- arleg á stundum. Þá skortir nokkuð á að Pollack leikstjóri byggi upp skýra mynd af við- brögðum þessarar persónu við vélabrögðum heimsins. Það er varla að áhorfandinn trúi því að slíkur einfeldningur sitji í stóli fréttamanns á stórblaði. Paul Newman er hins vegar afar sannfærandi í hlutverki áfeng- isheildsalans Michael Callagher. Krossbrá mér reyndar er New- man birtist á tjaldinu, maðurinn hefur elst um aldarfjórðung. Máski er skýringin sú að hann missti nýlega son sinn en dreng- urinn sá lést af of stórum skammti hins hvíta eiturs: (Svo eru menn að tala um að of hart sé gengið fram í að vernda land- ið okkar fyrir ágangi fíkniefna- sala. Er ekki slíkt raus álíka fáránlegt og þegar menn berjast gegn notkun öryggisbelta í bíl- um?) í lok greinar minnar um nýjustu mynd Stjörnubíós vil ég leyfa mér að vitna í viðtal við John Hinckley, þann sem reyndi að skjóta Reagan forseta á dög- unum, en þar spyr blaðamaður Hinckley hvort hann telji press- una hafa dregið upp rétta mynd af sér sem persónu. Ég held að svar Hinckley gefi dálitla mynd af þeim aðstæðum sem frétta- maður á amerísku síðdegisblaði býr við. Hinckley: „Miðað við að ég var algerlega óþekkt stærð í hafi 250 milljóna og þeir höfðu ekki nema nokkra daga til að raða saman brotum ævi minnar, tel ég þá hafa unnið frábært verk.“ Frá vinstri til haegri: Sigurjón Pétursson varaform. félagsins, Hannes R. Jónsson, Hiskóla íslands, Bjarki Karlsson, Verslunarskóla íslands, Hjörleifur Kristinsson, Iðnskólanum í Reykjavík, Bjarni Kristjánsson, Menntaskólanum við Sund, Sveinn Baldursson, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Friðrik Skúlason, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Vilhjálmur Þorsteinsson Tölvuskólanum, og Jón Þór Þórhallsson formaður Skýrslutæknifélags íslands. Á myndina vantar Ólaf Jóhann Ólafsson frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem ekki gat verið viðstaddur afhendingu verðlaunanna. Viðurkenning fyrir góðan árangur í tölvunarfræðum NÝLEGA afhenti dr. Jón Þórhalls- son, formaður Skýrslutæknifélags ís- lands, nokkrum skólanemendum, sem náð hafa frábærum námsárangri á sviði tölvunarfræða, gagnavinnslu og skyldra greina, viðurkenningu fé- lagsins. Viðurkenningin er í formi skjals og valinnar bókar um tölvu- fræðiefni. Stjórn Skýrslutæknifélagsins ákvað á síðastliðnu vori að veita viðurkenningar af þessu tagi. Fal- ast var eftir tilnefningum frá skólastjórum þeirra skóla, sem vit- að var að hefðu tölvu- og gagna- vinnslugreinar á kennsluskrá sinni. Að fengnum tilnefningum skól- anna ákvað stjórn félagsins síðan að veita að þessu sinni átta nem- endum viðurkenningu. Þessir nemendur eru: Bjarki Karlsson, Verzlunarskóla íslands, Bjarni Kristjánsson, Menntaskól- anum við Sund, Friðrik Skúlason, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Hannes Rúnar Jónsson, Háskóla íslands, Hjörleifur Kristinsson, Iðnskólanum í Reykjavík, Ólafur Jóhann Ólafsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Sveinn Baldursson, Fjölbrautaskólanum Breiðholti, og Vilhjálmur Þorsteinsson, Tölvu- skólanum. Tilgangur Skýrslutæknifélagsins með því að veita þessar viðurkenn- ingar er m.a. sá að vekja athygli nemenda, skólayfirvalda og ann- arra á þessum námsgreinum, sem stutt er síðan að fóru að sjást á kennsluskrám íslenskra skóla. Nýjungamar kamafrá iBSf BRIDGESTONE „ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP“ hefur þá eiginleika aö haröna ekki í kuldum, heldur helst það mjúkt og gefur þannig sérstaklega góða- spyrnu í snjó og hálku. „ISGRIP" dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliðum (Superfiller) sem veitir aukið öryggi viö akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. i i i i i Öryggið í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Utsölustaðir um land allt. BMDOEnONIi ; ...... I BÍLABORG HF. 1 Smiðshöfða 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.