Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 13 Björgunarsveitarmenn bera einn hinna slösudu I sjúkrabifreid. í baksýn má sjá öryggisvörð af Keflavíkurflugvelli, en öryggisverðirnir gættu þess að engir óviðkomandi kæmust nálægt slysstaðnum. Þúsund manns taka þátt í björgunaræfíngu Bandarískir og íslenzkir læknar kanna meiðsl eins farþeganna og bera sam- an bækur sín- ar. Frá slysstað. Hér hafa slökkviliðs- menn borið hina slösuðu frá borði og bíða þess að verða fluttir í sjúkra- bifreiðir. MorfpinblaAiA/Kristján Einaranon stoð starfsmanna milli umdæma og aðila utan vallarins var samræmd af Almannavörnum ríkisins. Morgunblaðsmenn fylgdust með æfingunni og virtist hún ganga vel fyrir sig. Skátarnir sáu um að Um eitt þúsund manns tóku þátt í björgunaræfingu á Keflavíkurflug- velli í gærmorgun, þar sem prófuð var virkni skipulegs hjálparstarfs vegna hugsanlegra stórslysa á vellinum. Líkt var eftir því að þota með rúmlega 100 manns innanborðs hefði nauðlent. Slysið var sett á svið í flaki i flugvéla- grafreit á Keflavíkurflugvelli. I hlut- verki farþega og áhafnar voru reyk- vískir skátar, Garðsbúar og sjálfboða- liðar úr röðum varnarliðsmanna. 16 deildir varnarliðsins tóku þátt i æfing- unni , einnig ýmsir íslenzkir aðilar á Keflavíkurflugvelli, og sveitir Klysa- varnarfélags íslands, Hjálparsveit skáta, Flugbjörgunarsveitin, sveitir Rauða krossins, auk lögregluliðs, sjúkraflytjenda, slökkviliða, starfs- fólk sjúkrahúsa og landhelgisgæzlan. Heildarstjórn á björgunar- og hjálparstarfinu var í höndum sam- eiginlegrar almannavarnarnefndar Keflavíkurflugvallar, með slökkvi- liðsstjórann á flugvellinum sem vettvangsstjóra. Almannavarna- nefnd Suðurnesja stýrði aðstoð liðs og búnaðar af Suðurnesjum, en að- björgunaraðilarnir fengu góða æf- ingu, nánast eins og um raunveru- legan atburð hefði verið að ræða. Slökkviliðið kom fyrst á vettvang, aðeins augnabliki eftir nauðlend- inguna, og fljótlega höfðu allir ver- ið fluttir frá borði, og síðustu sjúkl- ingar voru komnir til greiningar og meðferðar í sjúkrahúsi varnarliðs- ins tveimur stundum eftir lendingu. Allir hinna slösuðu voru fluttir í sjúkrahúsið, samtals 93, en voru síðan sendir i hin ýmsu sjúkrahús í Reykjavík, til frekari umönnunar. Þe8si flugfarþegi fékk slæmt taugaáfall við nauðlendinguna og sturlaðist. Áttu björgunaraðilar fullt í fangi með að hemja hinn slasaða og urðu að grípa til þess að binda hann á höndum og fótum og reyra hann fastan við sjúkrabörurnar. Slökkviliðsmenn bera slasaðan flugfarþega frá borði skömmu eftir nauðlendinguna á Keflavíkurflugvelli. Sjúkraliði úr varnarliðinu annast slasaðan farþega í hersjúkrahúsinu, sem hlotið hefur slæm brunasár og bakmeiðsli. Björgunarsveitarmenn taka við slösuðum farþega sem verið hefur til með- ferðar í hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli, og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.