Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 19

Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 19 „Islenzkt atvinnulíf er nú að falli komið vegna verðbólgunnar“ vaxtamálin undanfarið eru í raun deila um keisarans skegg. Það liggur ljóst fyrir, að atvinnulífið þarf á rekstrarfé i gegnum lána- kerfið að halda og sú þörf hefur sífellt farið vaxandi í þeirri óða- verðbólgu, sem við höfum búið við á liðnum árum. Menn verða að fara að horfast í augu við þá stað- reynd, að sparifjárrýrnunin á liðnum árum er bein afleiðing af verðbólgunni og hinum neikvæðu vöxtum, sem í gildi hafa verið. Stjórnmálamennirnir ættu því ekki að vera að deila um vextina, heldur ættu þeir að snúa sér að höfuðviðfangsefninu, sem hlýtur að vera baráttan við verðbólguna, sem æðir áfram og afleiðing henn- ar er einfaldlega sú, að íslenzkt atvinnulíf er að falli komið," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, að síðustu. — segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda „OKKUR telst til að um 2.200 millj- ónir króna hafi vantað í bankana um síðustu áraraót, ef sparifé í árslok 1971 hefði átt að halda raungildi sínu. En rýrnun útlána til iðnaðarins hefur fylgt sparifjárrýrnuninni, þannig að á árabilinu frá 1971 hefur orðið veruleg rýrnun á útlánum að raungildi til iðnaðarins," sagði Víg- lundur Þorsteinsson, formaður Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Mbl. „Útlán til sjávarútvegs og land- búnaðar hafa hins vegar nokkurn veginn haldið sér að raungildi á þessum árum. Meginástæðan fyrir því er sú staðreynd, að iðnaðurinn hefur ekki jafn greiðan aðgang að endurkaupalánakerfi Seðlabank- ans, sem er nánast sjálfvirkt í út- lánum til sjávarútvegs og land- búnaðar, en lán úr sjóðum Seðla- bankans er auk þess á mun lægri vöxtum en gengur og gerist á al- mennum lánamarkaði. Svigrúm viðskiptabankanna hefur sífellt verið að minnka á liðnum árum, þar sem bindiskylda þeirra í Seðlaþanka er sífellt auk- in og notuðu að mestu leyti til að fjármagna endurkaupalánakerfið, sem lánar síðan sjálfvirkt til sjáv- arútvegs og landbúnaðar," sagði Víglundur Þorsteinsson ennfrem- ur. Víglundur Þorsteinsson sagði það vera stefnu Félags íslenzkra iðnrekenda, að endurkaupalána- kerfið ætti að leggja niður og færa útlánin alfarið út í viðskiptabank- ana. „Þannig myndu atvinnuveg- irnir frekar sitja við sama borð, sem er meginkrafa okkar iðnrek- enda í dag, sérstaklega með hlið- sjón af rýrnuninni sem að framan er getið. Að færa útlánin til við- skiptabankanna er í raun óhjá- kvæmileg forsenda þess að arð- semissjónarmið fái ráðið ferð- inni,“ sagði Víglundur Þorsteins- son. „Þótt það freisti margra fyrir- tækja, að leggja eyrun við yfirlýs- ingum einstakra stjórnmála- manna um lágvexti og „linkulán", þá er lítið gagn í því í framtíðinni, ef heildarvaxtastefnunni verður ekki breytt og komið á raunvöxt- um. Sparifjárrýrnunin heldur jafnt og þétt áfram, ef engin breyting verður þar á, sem hefur framangreindar afleiðingar. Þetta tal um lágvexti er eins og að bera Víglundur Þorsteinsson. vatn í botnlausum fötum," sagði Víglundur Þorsteinsson ennfrem- ur. „Þær deilur sem orðið hafa um Vikulegar siglingar til annarra landa nauð- syn fyrir Austfirðinga SÍÐUSTU mánuði hefur Fisk- vinnslan hf. á Seyðisfirði gert til- raunir með útflutning á ferskum fiski beint til Ostende í Belgíu. Skip frá færeysk-íslenzka skipafé- laginu Skiparekstri hefur í haust komið á 14 daga fresti til Seyðis- fjarðar og tekið þar karfa og fleiri fisktegundir sem eru erfiðar í vinnslu, og flutt á markað í Belgíu. Ennfremur hefur Fiskvinnslan undanfarin ár gert tilraunir með útflutning á karfaflökum til Ðan- merkur og söltuðum þorskflökum til Ítalíu og víðar. Markaðs- og gæðamál sjávar- útvegs hafa talsvert verið til um- ræðu að undanförnu og meðal annars mikið rædd á Fiskiþingi. Ólafur M. Ólafsson, útgerðarmað- ur og forstjóri Fiskvinnslunnar á Seyðisfirði, hefur ákveðnar skoð- anir á þessum málum og til að forvitnast um þær var Ólafur heimsóttur er blaðamaður átti leið um Seyðisfjörð á dögunum. „Það er ákaftega mikils virði fyrir Austfirðinga og þá þjóðfé- lagið í heild sinni að beinar sigl- ingar séu á milli Austfjarðahafna og annarra landa," segir Ólafur. „Það er í raun ekkert nýtt, að menn telji slíkar siglingar þýð- ingarmiklar. Strax upp úr alda- mótum sigla skip, í eigu íslend- inga og erlendra aðila, beint frá Austfjarðahöfnum með fisk og aðrar afurðir til viðskiptaland- anna og flytja hingað vörur. Þetta breytist ekki fyrr en 1940 er stríðsátök koma í veg fyrir slíka áætlunarsiglingar til Evrópu- landa. Þá er farið að sigla til Am- eríku og er vörunni þá yfirleitt umskipað í Reykjavík. Þetta hefur síðan orðið að venju og þá sömu- leiðis hvað varðar aðdrætti til landsins, Faxaflóahafnir taka fyrst við vöru, sem síðan er notuð t.d. á Seyðisfirði. Auk kostnaðar, sem þessu fylgir fyrir okkur, þýðir þetta tekjutap og dýra dreifingu. Það væri hægt að hafa langt mál um þessar siglingar, en aðal- atriðið er að Austfirðingar komi sér upp sambandi beint við Evr- ópuhafnir, en þurfi ekki að eiga allt sitt undir siglingum frá Reykjavík, bæði til að losna við afurðir og til að fá vöru. I haust höfum við gert tilraunir með fastar ferðir frá Seyðisfirði til — Rætt við Ólaf M. Olafsson, útgerðar- mann á Seyðisfirði, um markaðsmál, flutninga, gæði fisks og ýmislegt fleira Ostende. Skip frá Skiparekstri er búið að fara fjórar ferðir með ís- aðan fisk frá okkur beint á mark- að í Belgíu. Aðallega hefur verið um karfa að ræða og fjárhagslega hefur þetta sloppið. Ég vil þó ekki ræða mikið um fjárhagslegan ávinning af þessu. Það dæmi ligg- ur ekki fyrir, en aðalatriðið er það, að þessi tilraun okkar, því enn er um tilraun að ræða, hefur gefist mjög vel tæknilega og fært okkur heim sanninn um, að þetta er framkvæmanlegt. Annars koma furðulegir hlutir upp á yfirborðið. Til dæmis hefur hálfur, sem yfir- leitt hefur verið hent, farið í hæsta verðflokk og blálanga gefur betur á þessum markaði heldur en þorskur. Aðalatriðið er þó það, að þetta er framkvæmanlegt og við höfum fengið hrós fyrir fiskinn. Við höfum líka gætt þess að hann sé ekki eldri en 3—4 daga gamall og höfum ísað hann mjög vel. í 80 tonn af fiski setjum við um 30 tonn af ís. Þá höfum við líka í nokkur ár verið að pukrast með að selja karfaflök til Danmerkur og hafa þau þá verið flutt út á sumrin með Smyrli ísuð í einnota plastkössum. Þetta hefur ekki verið í miklum mæli, en þessi tilraun hefur einnig gefist vel tæknilega. Okkur íslend- ingum er það nauðsyn að nýta alla markaði og halda vöku okkar í þeim efnum. Ferskfiskmarkaðirn- ir eru mjög mikilvægir og þar er enn hægt að fara inn á brautir; sem ekki hafa enn verið reyndar. I Mið-Evrópu trúi ég að séu mark- aðir, sem enn eru alls ekki full- nýttir. „Hvað með S-Evrópu, Afr- íku og jafnvel Asíu?“ Mér hefur t.d. dottið í hug að í stað þess að borga stórfé með alls konar mann- fólki, sem flýgur yfir Atlantshaf- ið, mætti borga eitthvað fyrir flugvél, sem flygi daglega með fisk frá íslandi inn á þessa markaði. Ég er viss um að þannig mætti losna við karfaflök á bezta mögu- legu verði í stað þess að hann hrúgast upp í frystihúsum á karfasvæðum. Um saltfiskflökin og útflutning- inn á þeim er það að segja, að hann hefur gengið vel. Hins vegar þýðir lítið fyrir okkur framleið- endur að rembast við að skila góðri vöru, ef síðan er ekkert gætt að henni er kemur að útflutningi. Þessu er raðað í háar stæður og svo er iðulega traðkað fram og aft- ur á þessum pappakössum. Það segir sig sjálft að slíkt skemmir viðkvæma vöru og nýlega fengum við kvörtun frá Grikklandi út af illri meðferð í flutningum. Auðvit- FORRÁÐAMENN blómastofu Friðfinns boðuðu blaðamenn á sinn fund í tilefni af 15 ára afmæli verzlunarinnar og gagngerðum breytingum á húsnæði og stækkun þess. Blómastofan sinnir allri Olafur M. Ólafsson að getur þetta spillt áliti okkar hjá kaupendum. Það verður að vanda meðferðina alla leiðina. Það sem skiptir máli er hvað kúnninn vill og hvað honum líkar, ekki hvernig við böðlum þessu frá okkur. Eftirlit af hálfu hins opin- bera þyrfti að vera meira og hversu mikið af saltfiski skemm- ist í flutningum þarf að kanna, en þar eru margar brotalamir. Þessi matvæli á að flytja í gám- um að eins miklu leyti og hægt er. Á þann hátt er bezt hægt að tryggja gæðin. Ég endurtek það, að viðskiptavinurinn hefur alltaf síðasta orðið. Líkar honum bitinn, sem hann er með á gafflinum? Það er spurningin, sem við eigum að velta fyrir okkur,“ sagði Ólafur M. Ólafsson að lokum. þjónustu í blómaskreytingum og þjónustu, en eigandi er Friðfinnur Kristjánsson. Á myndinni er starfsfólk og eigandi Blómastofu Friðfinns í verzluninni eftir breyt- ingarnar. Frá vinstri: Sigrún Eyj- Ráðstefna um orkusparnað í fiskveiðum FISKIFÉLAG íslands, sjávarút- vegsráðuneytið og orkusparnarð- arnefnd iðnaðarráðuneytisins munu í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband íslands og Landssamband íslenskra út- vegsmanna gangast fyrir ráð- stefnu um orkunotkun og orku- sparnað í fiskveiðum 23. nóvem- ber nk. Ráðstefnan er ætluð sjó- mönnum, útgerðarmönnum og öðrum áhugamönnum sjávarút- veg. Hlutur orkukostnaðar í út- gerðarkostnaði hefur aukist mjög við olíukreppurna 1973 og 1979. Á árunum fyrir 1973 fór innan við tíundi hver fiskur í kaup á olíu en nú fer fjórði til fimmti hver fiskur til olíukaupa, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til að draga úr áhrifum hækkandi olíuverðs, svo sem orkusparnaði og brennslu svartolíu. Á ráðstefnunni verður fjallað um hvað hefur verið gert til að minnka hlut olíu í útgerðar- kostnaði og hvað hægt er að gera. Flutt verða fimmtán stutt erindi um orkunotkun og orkusparnað. Ráðstefnan verður haldin 23. nóvember næstkomandi að Borgartúni 6, Reykjavík. Þátt- tökugjald er 250 krónur og er innifalin í því bók með erindum, og hádegisverður. Þátttaka til- kynnist Fiskifélagi íslands. ólfsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Kristín B. Pálsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Helga Svein- björnsdóttir, Unnur Magnúsdótt- ir, Þóra Gunnarsdóttir og Frið- finnur Kristjánsson. Blómastofa Fridfinns breytir um svip

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.