Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON
Stríðsþreyta í Irak en
Khomeini hafnar friði
MÚHAMEÐSTRÚARMENN af trúflokki shíta í íran minnast morðsins á
einum fyrsta ieiðtoga þeirra fyrir 1.300 árum, pislarvottinum Hussein, á
hverju ári um þetta leyti, í mánuði þeim sem þeir kalla muharram. Eins
og við var búizt notaði Khomeini erkiklerkur tækifærið til þess að hefja
nýja sókn inn i írak til þess að refsa írökum fyrir innrásina, sem þeir
gerðu í íran í september 1980. Þar sem ófriðurinn er trúarstríð i augum
Irana telja ýmsir að tilgangur þeirra sé auk þess sá að ná á sitt vaid
bænum Karbala suður af Bagdad,
inn.
úsundir íranskra hermanna
og byltingarvarða réðust á
stöðvar Iraka, vestur af íranska
bænum Dezful í suðurhluta
landsins, 2. nóvember með öllum
þeim vopnum, sem nútímaher
hefur yfir að ráða, en með litlum
stuðningi flugvéla. Sóknin gekk
undir nafninu „Muharram" og
fylgdi í kjölfar annarrar sóknar
réttum einum mánuði áður, við
Sumar á miðvígstöðvunum. I
árásunum tókst tíu þúsund
manna liði Irana að hrekja Iraka
yfir landamærin, ná aftur
nokkrum hernaðarlega mikil-
vægum hæðum, þar sem íraksk-
ar fallbyssuskyttur höfðu
hreiðrað rammlega um sig, og
komast um 10 km inn í Irak.
íranar héldu því fram að frá
stöðvum þeim, sem þeir náðu
aftur á sitt vald, gæti stórskota-
lið þeirra ógnað birgðaflutn-
ingaleiðum íraka og skotið á
nokkra bæi og olíusvæði í Irak.
Barizt er á hrjóstrugum svæðum
og áður en írakski herinn hörf-
aði yfir landamærin lagði hann
íranska landamærabæi í rúst og
skildi eftir sviðna jörð og það
hefur enn aukið gamalt hatur ír-
ana á Irökum. Þegar sóknin fjar-
aði út gat Khomeini haldið því
fram að sigur hefði unnizt og
herforingjar hans sögðu að leið-
in til Bagdad, sem er í um 300
km fjarlægð, hefði verið opnuð.
Æ fleiri menn hafa verið
kvaddir í íranska herinn og tugir
þúsunda unglinga og miðaldra
Irana hafa boðið sig fram til
herþjónustu á vígstöðvunum.
Ungir íranir, sem hafa fallið í
stríðinu, skipta áreiðanlega tug-
um þúsunda. Fréttaritari blaðs í
Bagdad kveðst hafa talað við
nokkra fanga á aldrinum níu til
16 ára, sem hafi verið teknir með
valdi í herinn. Þegar fréttaritari
AP á vígstöðvunum spurði ír-
anska unglinga hvað foreldrum
þeirra fyndist um að vita af
þeim á vígsstöðvunum sögðu
þeir: „Þeir telja að Guð hafi gef-
ið þeim barn og ef Guð vilji taka
það frá þeim endurgjaldi þeir
gjöfina." Nálægt vígvöllunum
standa stór áróðursspjöld með
myndum af Khomeini. „Þetta er
ekki venjulegt stríð," sagði Sayy-
ed Shirazi ofursti. „Þetta er trú-
arstríð ... Með Guðs hjálp vinn-
um við lokasigur."
þar sem Hussein píslarvottur er graf-
Herlið islamskra byltingar-
varða, sem mun skipað 150.000
mönnum, reynir að sitja við
sama borð og herinn á vígstöðv-
unum og byltingarverðirnir telja
sig yfir hermennina hafna, þar
sem Bandaríkjamenn þjálfuðu
þá (hins vegar fá flestir verðirn-
ir aðeins þriggja mánaða þjálf-
un). Nú vinna byltingarverðirnir
að því að koma á laggirnar
brynsveit, skipaðri skriðdrekum
(45 talsins að þeirra sögn), sem
hafa verið teknir herfangi af Ir-
ökum. Þeir segja að samvinna
þeirra og hersins sé með ágæt-
um. „Yfirburðatækni hersins og
baráttuþrek og trúarkraftur
byltingarvarðanna leggjast á
eitt um að gera okkur að mátt-
ugu herliði," sagði taLsmaður
byltingarvarðanna.
Saddam Hussein íraksforseti
hefur samþykkt friðarviðræður í
meginatriðum og líklega félst í
samþykki hans, að hann sé fús
að greiða stríðsskaðabætur, en
Khomeini hefur neitað að sam-
þykkja friðartillögur annarra
múhameðstrúarríkja. Khomeini
hefur strengt þess heit að halda
baráttunni áfram þar til stjórn
Saddam Husseins og Baathista-
flokks hans hefur verið steypt af
stóli. Hann bíður og vonar að
hrun írakska hersins leiði til
þess og að shítar, sem eru í
meirihluta í írak, nái völdum.
Vestrænir sérfræðingar telja að
ófriðurinn muni dragast á lang-
inn þangað til íranir lýsi sig fúsa
til samningaviðræðna.
Ef friður kemst á geta Iranir
aukið olíuframleiðslu sína, sem
nemur nú um tveimur milljónum
tunna á dag, og flutt inn hráefni
og varahluti, sem mikill skortur
er á. Auk þess gætu þeir fengið
aðstoð erlendra sérfræðinga í at-
vinnumálum, sem eru í kalda
koli. Um fimm milljónir Irana,
af 36 milljónum alls, eru at-
vinnulausar, biðraðir eru dag-
legt brauð vegna skömmtunar,
verð á matvælum er hátt og al-
menningur býr við þröngan kost.
Spilling er svo útbreidd í íran,
að keisarastjórnin virðist heið-
arleg í samanburði við Khom-
eini-stjórnina að sögn eins sér-
fræðings. Nýlega munaði
minnstu að vítur væru sam-
þykktar á þingi á Muhammed-
Javad Gonabady húsnæðismála-
ráðherra vegna afleits ástands í
húsnæðismálum. En ólíklegt er
að efnahagsleg rök fái Khomeini
til að semja frið, enda sagði
hann á fyrsta ári byltingarinnar:
„Við gerðum ekki byltingu til að
lækka verð á vatnsmelónum."
Stríðsþreytu gætir í írak, enda
er sagt að hver fjölskylda eigi
einhvern á vígstöðvunum, eða
fallinn eða særðan. Talið er að
írakar hafi misst 30—60.000
menn og 50.000 hafi verið teknir
til fanga, en það er meira mann-
fall en Bandaríkjamenn urðu
fyrir í öllu Víetnam-stríðinu (Ir-
akar eru um 14 milljónir). Enn
sem komið er hefur stríðið ekki
leitt til röskunar í efnahagsmál-
um, enda hafa Irakar fengið
a.m.k. 12 milljarða dollara að-
stoð á ári frá Saudi-Arabíu og
öðrum íhaldssömum Arabaríkj-
um. Olíuútflutningur hefur
minnkað úr 3,5 milljónum tunna
á dag í um 650.000 síðan stríðið
hófst, en ýmsum þróunaráætlun-
um er haldið áfram. Það er talið
einstætt afrek, að þróunarríki
hafi getað háð styrjöld í tvö ár
og haldið áfram þróunarfram-
kvæmdum á sama tíma.
Tvennum sögum fer af því
hvort Hussein stafar alvarleg
ógnun frá stríðsþreytunni. Flest-
ir efast um að shítar (sem eru
átta milljónir) muni verða við
uppreisnaráskorun Khomeinis,
sumir telja að shítum finnist
Khomeini verri en Hussein og að
jafnvel shítar vilji ekki islamskt
lýðveldi eins og í Iran. Aðrir
telja að Hussein hafi þungar
áhyggjur af ástandinu. í síðustu
viku var sjónvarpað ræðu, sem
hann hélt á ríkisstjórnarfundi.
Þar varði hann stríðsreksturinn
og kenndi Irönum um að átökin
hefðu dregizt á langinn. Síðan
lagði hann til að þjóðaratkvæða-
greiðsla færi fram um traust eða
vantraust á stjórnina í írak, ef
Khomeini gerði slíkt hið sama í
íran.
Á laugardaginn var haldinn
fjöldafundur í Bagdad og ríkis-
fjölmiðlar sögðu að hann sann-
aði vinsældir Husseins. Ræða
Husseins og fundurinn voru
mjög óvenjulegir atburðir, sem
þóttu ekki einkennandi fyrir
Hussein. Ástæðan getur hafa
verið sú að Hussein telji nauð-
synlegt að sýna Irönum og hugs-
anlegum andstæðingum heima
fyrir að hann njóti stuðnings
meðal almennings. Þegar íranir
þjörmuðu að Basra í sumar
kenndu írakar Khompini um
stríðið. Nú eru þeir farnir að
skella skuldinni á Hussein.
Bók um líf og list
Nínu Tryggvadóttur
KOMIN er út bók um Nínu
Tryggvadóttur, þar sem fjallad er
um líf hennar og list. Þar er að finna
listprentanir af málverkum frá öll-
um skeiðum listferils Nínu.
Iceland Review gefur bókina út,
og er frumútgáfan á ensku og
nefnist N. Tryggvadóttir — Serenity
and Power. Samtímis kemur bókin
út á íslensku með titilinn Nína — í
krafti og birtu. Er íslenska útgáfan
í dreifingu hjá Bókaklúbbi Al-
menna bókafélagsins. Samstarf
Iceland Review og Almenna bóka-
félagsins um þessa útgáfu er
hliðstætt því sem var um Kjar-
valsbókina í fyrra. Bókin um Nínu
er í sama broti — og eru þessar
tvær bækur vísir að stærri flokki
um íslenska listamenn.
I bókinni um Nínu er inngangur
eftir Halldór Laxness, en Hrafn-
hildur Schram, listfræðingur,
skrifar megintexta bókarinnar og
hún hafði og umsjón með mynda-
vali. Hefur bókin að geyma 58
litmyndir af málverkum, gler-
myndum og mósaikverkum lista-
konunnar. Auk þess er þar að
finna svart-hvítar myndir: teikn-
ingar, grafík og myndir af lista-
konunni sjálfri.
Hönnuður bókarinnar er Guð-
jón Eggertsson, sem einnig hann-
aði bókina um Kjarval, sem sömu
útgefendur sendu frá sér í fyrra.
Færði Hringnum 50
þúsund kr. að gjöf
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hefur
átt óteljandi stuöningsmenn og kon-
ur, þau 78 ár sem það hefur starfaö
að hinum ýmsu líknar- og menning-
armálum.
Nú fyrir skömmu boðaði Tómas
A. Tómasaon, eigandi veitinga-
staðanna „Tomma hamborgarar",
formann Hringsins á sinn fund.
Tilefnið var að afhenda Barna-
spítalasjóði Hringsins kr. 50.000,-
að gjöf. Peningarnir eru ágóði af
rekstri barnahringekju í matstof-
unni að Grensásvegi 7. Tómas
keypti þetta leiktæki og ber allan
kostnað af rekstri þess, svo allt
það fé sem inn kemur rennur
óskipt í Barnaspítalasjóð Hrings-
ins. Stjórn félagsins þakkar þessa
höfðinglegu gjöf. Meðfylgjandi
mynd er tekin þegar formaður
Hringsins, frú Sigríður Johnson,
tekur við lyklinum að peninga-
kassa leiktækisins úr hendi Tóm-
asar A. Tómassonar.
(FrétUtilkynninj!)