Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Deilt um heilsu
Diönu prinsessu
l/4>ndon, 16. nóvember Al*.
ORÐRÓMUR hefur verið um það í
Bretlandi að Iliana prinsessa gangi
ekki heil til skógar en i fréttum það-
Grikkir
heimila nekt-
arnýlendur
Aþenu, 16. nóvember Al*.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma á
fót nektarnýlendum í Grikklandi
svo fremi veraldleg og geistleg yf-
irvöld á viðkomandi stað láti sér
það lynda, að því er haft var eftir
frammámanni í ferðamannaiðn-
aðinum í dag.
Ferðamönnum í Grikklandi
hefur faekkað mjög á síðari árum
og þess vegna skal nú brugðið á
þetta ráð til að auka aðdráttar-
aflið fyrir náttúrudýrkendur og
þá, sem vilja helst spranga um á
evuklæðunum einum. Árið 1980
voru sams konar áætlanir lagðar
á hilluna eftir að grískir prestar
gerðu aðsúg að vestur-þýskum
náttúrubörnum, sem tekið höfðu
á leigu hótel nokkurt á Pelops-
skaga.
Einnig er að því stefnt að gera
Aþenu að alþjóðlegu ráðstefnu-
setri en þar hefur lítil nýting
fyrsta flokks hótela lengi verið
vandamál. í því skyni verða
reistar tvær ráðstefnumiðstöðv-
ar, önnur fyrir 7.000 gesti en hin
fyrir 1.000.
í fyrra komu 5,6 milljónir
ferðamanna til Grikklands en
eru heldur færri í ár þótt ekki
muni miklu. Tekjur af ferða-
mönnum hafa hins vegar hrap-
að. Frá upphafi árs til ágústloka
í ár eru þær 18,4% minni en í
fyrra eða 974 millj. dollara á
móti 1,19 milljörðum.
an i dag segir, að hún hafi farið í
læknisskoðun og þá komið i Ijós, að
ekkert amaði að henni.
Bresku síðdegisblöðin halda því
hins vegar fram, að Díana þjáist
af anorexia nervosa en það er
sjúkdómur, sem stundum skýtur
upp kollinum þegar konur fara í
stranga megrun. I dag tóku þau
hjónin, Díana og Karl, á móti
Beatrix Hollandsdrottningu og
Claus prinsi þegar þau komu í
opinhera heimsókn til Englands
og lék þá Díana á als oddi, brosti
og kankaðist á við Karl, en var þó
dálítið föl og þynnri á vangann en
verið hefur.
Það var blaðið Daily Mirror,
sem flutti fregnina um veikindi
Díönu, og segist það ekkert mark
taka á þótt sögunni sé neitað í
Buckingham-höll. Kveðst það hafa
það eftir ættingja hennar ónefnd-
um, að fjölskyldan sé mjög
áhyggjufull yfir heilsufari Díönu.
Læknir hennar hefur þó lýst því
yfir, að hún sé stálhraust og vel á
sig komin að öllu leyti.
Fanfani falin
stjórnarmyndun
Kóm, 16. nóvember. Al*.
SANDRO PERTINI, forseti Ítalíu,
fól í dag fyrrum forsætisráðhorra
landsins, hinum 74 ára gamla Amit-
ore Fanfani, að hefja stjórnarmynd-
un. Fanfani hefur fjórum sinnum
verið forsætisráðherra ítala.
Ákvörðun þessi var tekin eftir
20 mínútna fund forsetans og
Fanfani. Fanfani, sem er forseti
öldungadeildar ítalska þingsins,
lýsti því yfir í dag að hans biðu
umtalsverðir erfiðleikar við
myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Fimm Úokka ríkisstjórn Gio-
vanni Spadolini féll fyrir þremur
dögum.
LECH Walesa sést hér yfirgefa verustað sinn í Arlamow í Suður-Pól-
landi, en þar hafði hann verið hafður í haldi i nokkurn tíma. Áður hafði
hann verið i varðhaldi í Varsjá. Mikill mannfjöldi beið alla helgina fyrir
utan heimili hans i Gdansk og var honum innilega fagnað þegar hann
loks kom.
Fangelsid yfirgefid
Sex manns
handtekn-
ir á Ítalíu
Miklar aðgerðir gegn
Rauðu herdeildinni
Tórínó, 16. nóvember. Al*.
LÖGREGLAN i Tórínó á Ítalíu
handtók í dag sex manns, sem grun-
aðir eru um aðild að Rauðu herdeild-
inni. Hafa þá verið handteknir alls
24 menn frá því um helgina, en þá
byrjaði ítalska lögreglan umfangs-
miklar aðgerðir um allt landið í því
skyni að brjóta á bak aftur þessi
hryðjuverkasamtök.
ítalska lögreglan handtók um
helgina 18 manns í borgunum Tór-
ínó, Mílanó og Napólí, sem allir
eru taldir tilheyra Rauðu her-
deildinni. Var haft eftir lögregl-
unni, að þessir menn hefðu áform-
að að gera árásir á stöðvar Atl-
antshafsbandalagsins á Italíu og
myrða tvo stjórnmálamenn í Tór-
ínó og Mílanó.
Krónprins í klípu
Amsterdam, 16. nóvember AP.
WILLEM Alexander, 15 ára gam-
all krónprins Hollendinga, tafðist
í þrjá tíma á Heathrow-flugvelli í
London sl. sunnudag, vegna þess
að lífvörður hans neitaði að af-
henda öryggisvörðum á flugvellin-
um byssu sína til geymslu. Stóð
lengi í miklu stímabraki en að lok-
um féllst lífvörðurinn þó á, að
flugstjórinn passaði byssuna með-
an á fluginu stæði. Komst þá
krónprinsinn heim til sín.
100% kosninga-
þátttaka
Vín, 16. nóvember. AP.
HVER einn og einasti kjósandi
skilaði sér á kjörstað í þingkosn-
ingum, sem nú nýlega fóru fram í
Albaníu. Svo segja að minnsta
kosti albanskir embættismenn og
samkvæmt upplýsingum þeirra
greiddu 1.627.968 manns atkvæði.
Þar af voru átta atkvæði ógild og
einn var á móti!
Habib sendur til að
Kohl i heimsókn hjá Reagan forseta. Ilelmut Kohl kanslari Vestur-Þýska-
lands er nú i Bandaríkjunum til viðræóna við bandaríska ráðamenn. I gær,
mánudag, heimsótti hann Reagan forseta í Hvíta húsið og þá var þessi mynd
tekin.
flýta fyrir viðræðum
Wa.shint’ton, Beirút og Tel Aviv, 16. nóvember. AP.
ÁKVEÐIÐ HEFUR verið að Philip Habib, sérlegur sendifulltrúi Reag-
ans Bandaríkjaforseta í Miðausturlöndum, haldi til Beirút, Damaskus
og Tel Aviv síðar í þessari viku.
Hlutverk Habib er að reyna að
flýta fyrir gangi samningavið-
ræðna Israela, I.íbana, Palestínu:
manna og Sýrlendinga um brott-
flutning erlends herliðs frá Líban-
on. Til þessa hefur Morris Draper
sendiherra stýrt viðræðunum, en
með takmörkuðum árangri.
Fulltrúar þjóðanna hafa til
þessa látið deilur um hver stjórni
viðræðunum standa þeim fyrir
þrifum. Hafa þeir ekki verið
ánægðir með frammistöðu Draper
og þá ekki síður vegna þeirrar
staðreyndar, að þeim finnst hann
ekki nægilega háttsettur.
Ariel Sharon, varnarmálaráð-
herra Israels, sagði í dag, að ísra-
elski herinn færi hvergi fyrr en
allt herlið Sýrlendinga væri á
Kohl ítrekar stuðning sinn
við Atlantshafsbandalagið
ti’ i.: i«i —A. k ti> “
Washington, 12. nóvember AP.
IIELMUT KOHL, kanslari Vestur-
Þýzkalands, ítrekaði i dag fyrri
stuðningsyfirlýsingar sínar við
Atlantshafsbandalagið og lýsti yfir
áhyggjum sínum yfir þeim tillögum,
sem fram hafa komið um að Banda-
ríkjamenn fækki í herliði sínu í Evr-
ópu. Gerðist þetta á fundi, sem Kohl
átti í dag með þingmönnum úr öld-
ungadeild Bandarikjaþings.
Richard Lugar, öldungadeildar--
þingmaður frá Indiana, sem er
formaður þeirrar nefndar öld-
ungadeildarinnar, er fer með
utanríkismál sem varða Vestur-
Evrópu, sagði eftir fundinn, að
Kohl væri þeirrar skoðunar, að
sérhveV brottflutningur á banda-
rísku herliði frá Vestur-Þýzka-
landi væri neikvæður með tilliti
til samninga við Sovétríkin um
fækkun á kjarnorkuvopnum.
Lagt hefur verið til af einni
nefnd öldungadeildarinnar, að
fækkað verði um 20.000 manns í
herliði Bandaríkjanna í Vestur-
Þýzkalandi.
brott frá Líbanon. Þá krafðist
Sharon þess að skipst yrði á föng-
um og að líkum ísraelskra her-
manna, sem látið hafa lífið í átök-
um í Líbanon, yrði skilað.
Sharon sagði 7.000 palestínska
hermenn enn vera í Líbanon.
Sagði hann þá halda kyrru fyrir
að baki varnarlínu Sýrlendinga í
norðurhluta Líbanon. Þá sagðist
Sharon óska eftir því, að alþjóð-
lega gæsluliðið í Líbanon taki sér
stöðu í fjöllunum í miðju landsins
til að fylla það tómarúm, sem
Sýrlendingar myndu skilja eftir
sig er þeir færu.
Til harðra átaka kom í fjalla-
þorpinu Aley í nótt. Áttust þar við
sveitir kristinna hægrimanna í
Líbanon og hermenn Drúsa. Deil-
ur á milli þessara flokka hafa nú
varað í fimm vikur. Israelski her-
inn greip í taumana í nótt þegar
hæst lét og tókst að kveða niður
átökin. Var útgöngubann fyrir-
skipað.
Oþekktir menn vörpuðu í gær
handsprengju að hópi ísraelskra
ERLENT
hermanna, sem voru á eftirlitsferð
suður af Beirút, með þeim afleið-
ingum, að einn hermannanna lést.
Talið er að hér hafi menn úr röð-
um Drúsa verið á ferð.
New York:
Varð eldi að
bráð hlekkjuð
í kjallara
New York, 16. nóvember AP.
MADUR nokkur í New York hef-
ur verið ákærður fyrir að eiga
óbeinan þátt í dauða 18 ára gam-
allar dóttur sinnar með því að
hafa hlekkjað hana niðri í kjallara
á heimili þeirra. Eldur kom upp í
húsinu og varð stúlka honum að
bráð þar sem hún gat ekki forðað
sér.
Þegar slökkviliðsmönnum
hafði tekist að slökkva eldinn í
húsinu, sem er einnar hæðar
einbýlishús, fundu þeir lík
stúlkunnar, Marilyn Nabriet, í
kjallaranum og var augljóst, að
hún hafði reynt að forða sér en
ekki getað þar sem hún var
hlekkjuð við einn loftbitann með
þriggja metra langri keðju.
Faðir stúlkunnar var ekki
heima þegar eldurinn kom upp
en hann hefur viðurkennt að
hafa skilið við stúlkuna eins og
áður er lýst. Kvaðst hann hafa
gert það vegna þess, að hann
óttaðist, að dóttir sín yrði vænd-
iskona.