Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 23 Fréttabréf frá Peking: Voru börnin falin fyr- ir talningarmönnum? Kínverjar taldir rúmlega milljarður I'eking, frá Kristjáni (iuðlaugssyni. KÍNVERJAR eru orðnir fleiri en einn milljarður. Þessar upplýsingar voru gefnar hér í Peking í lok októbermánaðar, eftir cinhverja umfangsmestu manntalningu sem fram hefur farið. Nánar tiltekið eru Kinverjar 1.031.882.511, þ.e.a.s. þegar manntalið var tekið, klukkan 24:00 þann 1. júlí í ár. Innifalið í þessari tölu, eru Kínverjar þeir sem búa í Hong Kong, á Formósu og á portúgölsku nýlendunni Macao. Það hefur vakið athygli erlendra fréttamanna, að yfirvöld á Formósu hafa veitt meginlands Kín- verjum upplýsingar um mannfjölda á eynni. Telja ýmsir að þar sé á ferðinni upphafið að einhvers konar samstarfi, sem síðar muni leiða til sameiningar þessara fornu fénda. Síðast var tekið manntal í Kína árið 1964, en þá reyndust Kínverjar vera rúmlega 694 milljónir. Aukningin á þessum 18 árum svarar því til rúmlega 313 milljóna, en árleg aukning hefur verið 17,5 milljónir eða 2,1%. Skýrsla um manntalið er væntanleg í árslok, en þar mun að finna tölur um mannfjölda í sérhverju héraði og borg og einnig tölur um stærð minni- hlutaþjóðflokkanna. Tölfræði- legar upplýsingar um skiptingu milli kynja, sveita og borga auk annars munu og verða. Þá hafa Kínverjar í fyrsta skipti gefið upp fjölda hermanna í fasta- hernum, en hann svarar til 4,23 milljóna. Ber þess þá að gæta, að heimavarnarlið mun til staðar á flestum stöðum í landinu og allir vopnfærir Kínverjar leggja stund á einhvers konar hernað- aræfingar. Vandamálið við talningu þess- arar stærstu þjóðar heimsins voru gífurleg. Stærð landsins er sem svarar Evrópu allri ef Rússland er ekki talið með. Og víða á útjöðrum ríkisins eru tor- færar eyðimerkur, hálendir fjallgarðar og frumskógar. Það varð því víða að grípa til fornra ferðamáta, þegar manntalningin fór fram. Ferðast var á hestum, úlföldum og öðrum þeim far- arskjótum er tiltækir voru og henta þóttu. Margir hafa orðið til að bera brigður á talningu kínversku þjóðarinnar. Þykjast sumir sjá, að Kínverjar muni vera talsvert fleiri og leiða að þessari skoðun ýmis rök. Þar á meðal er því haldið fram, að heildarstefna kommúnista- flokksins í fólksfjölgunarmálum hafi hrætt ýmsa frá því að gefa upp raunverulega stærð fjöl- skyldunnar, af ótta við einhvern eftirmála ef fjölskyldustærðin væri í andstöðu við flokkslínuna. Því er nefnilega svo farið, að kínverski kommúnistaflokkur- inn hefur ákveðið að Kínverjar skuli vera komnir niður undir 700 milljónir árið 2000. Því hafa stjórnvöld tekið upp refsiaðgerð- ir sem þykja heldur harkalegar, gegn fjölskyldum sem eiga fleiri en eitt barn. Um þetta má að sjálfsögðu deila, en Kínverjar hafa sjálfir bent á að ef mann- fjölgunin fengi að þróast óáreitt, myndu vandamálin sem henni fylgdu vaxa kínverskum stjórn- völdum yfir höfuð og hungur- sneyð eða almenn vansæld koma í kjölfarið. Ein refsiaðgerðanna er að annað barn fær ekki ókeyp- is skólagöngu eða önnur samfél- agshlunnindi sem fyrsta eða eina barn. Vera má að einhver brögð hafi verið að slíkum felu- leik, en kínverskir talningamenn halda því fram að óvissuhlutfall- ið í talningunni sé óvenjulega lítið og að almenningur hafi tek- ið manntalningunni með skiln- ingi. Afleiðingar fólksfjölgun- arstefnu kínverskra stjórnvalda eru þegar sýnilegar á götunum hér í Peking. Fátt er um unga- börn, en miðaldra og gamlir fjöl- margir. Vandamálin sem þessu fyigja eiga þó eftir að vaxa þegar fram í sækir. Ein afleiðingin er þó þegar komin í ljós, hvergi mun geta um annað eins barna- dekur og hér í Kína, einfaidlega af því hve fátt er um börn. Víetnamar nota eitur- efni frá Sovétríkjunum „Gula regninu“ beitt jafnt gegn óbreyttum borgurum sem hernaðarmannvirkjum Útvarp Rauðu Khmeranna: Hangkok, l<*. nótemlHT. Al\ ÚTVARPSSTÖÐ Rauðu Khmeranna í Kambódíu ásakaði í dag rannsóknar- nefnd frá Sameinuðu þjóðunum um að neita að verða við tilmælum um að ganga úr skugga um sannleiksgildi frásagna um eiturefnahernað Víctnama í Kambódtu. Nefnd þessi er skipuð 7 mönnum og kom hún til Thailands 25. október sl. í umboði Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna til þess að kanna ásakanir Bandaríkja- manna þess efnis, að Víetnamar notuðu eiturefni frá Sovétríkjun- um, sem gefið hefur verið heitið „gula regnið" og beittu því jafnt gegn óbreyttum borgurum sem hernaðarlegum skotinörkum. Hefði þetta verið gert bæði í Kam- bódíu og Laos. Útvarpsstöð Rauðu Khmeranna benti á, að tveir af nefndarmönn- unum hefðu ekki þrátt fyrir til- mæli viljað fara inn í Kambódíu og hefðu þeir borið það fyrir sig, að til þess hefðu þeir ekki haft neina heimild frá Sameinuðu þjóðunum. Útvarpsstöðin sagði, að hinir nefndarmennirnir „hefðu að- eins farið 300 metra inn í Kambódískt land frá landamær- um Thailands". Sönnunum Rauðu Khmeranna, er sýndu notkun efnavopna, hefði verið komið fyrir lengra inni í Kambódíu. Dæmi um það hefði verið veikt fólk á sjúkra- húsum eftir slík vopn og eiturduft, sem Rauðu Khmerarnir hefðu komizt yfir. Þá sagði útvarpsstöðin enn- fremur: — Nefndarmennirnir voru þrábeðnir af kambódískum læknum um að koma og kynna sér þessi sönnunargögn, en án árang- urs. Það hefði þó tekizt að láta nefndarmönnunum í té „áþreifan- leg sönnungargögn" um efnahern- að Víetnama. Noregur: Ríki og kirkja fyrir rétti Tromsö, 16. nóvember. AP. NORSKA stjórnarskráin og sambandið milli ríkis og kirkju hafa verið til meðferðar fyrir dómi undanfarna viku í Noregi. Mál þetta er rekið fyrir áfrýjunardómstóli í Hálogalandi og er tilefnið það, að presturinn séra Borre Knudsen hefur ekki sætt sig við lög um frjálsar fóstureyðingar, sem sam- þykkt hafa verið í Noregi. Knudsen kallar lög þessi „óguðleg" og hefur neitað að framkvæma hjónavígslur og skírnir, opnar ekki lengur bréf þau, sem honum berast frá kirkjumálaráðuneytinu og hefur krafizt þess, að launagreiðslur til hans frá rikinu verði Asamt konu sinni og börnum hefur Knudsen lifað á framlögum frá sóknarbörnum sínum. Heimili þeirra er um 95 km fyrir sunnan Tromsö (en um 1.750 km fyrir norðan Osló). Ragnar Gammel- gaard, formaður sóknarnefndar- innar, þar sem Knudsen er prest- ur, hefur lýst því yfir fyrir dómi, að sóknarbörn Knudsens óski þess eindregið, að hann haldi starfi sínu áfram. Þetta er barátta manns, sem reynir að þjóna tveimur húsbænd- um, annars vegar stjórnvöldunum og hins vegar kirkjunni, sagði Knudsen í réttarhöldunum. Þegar ríkisstjórnin lét samþykkja þessi óguðlegu lög, þá glataði hún um leið rétti sínum til þess að stjórna kirkjunni. Afrýjunardómstóllinn er skipaður þremur löglærðum dóm- urum og fjórum leikmönnum og eiga þeir að kveða upp dóm um, hvort Knudsen skuli sviptur kalli. Ekki er enn vitað, hvenær dómur verður kveðinn upp. Þetta er í annað sinn á þessu ári, sem Knudsen mætir fyrir dómi út af þessu sama tilefni. Hann var sýknaður í fyrra sinnið. Þar var dómarinn forsvarsmaður trúflokks eins og með honum sátu í dóminum tveir leikmenn, sem báðir eru þó kunnir sem ákafir trúmenn. Dómur þeirra var um 100 vélritaðar síður. Þar er ráðist á „hættulega undanlátssemi", sem gegnumsýri norskt samfélag og Veður Akureyri -4j snjókoma Amsterdam 8 heiðskirt Aþena 20 rigning Barceiona 16 hálfskýjað Berlín 5 skýjað BrUssel 8 rigning Buenos Aires 22 skýjað Caracas 27 heiðskírt Chicago 1 skýjað Dyllinni 7 heiðskirt Feneyjar 12 léttskýjað Frankfurt 7 skýjað Færeyjar 0 snjóál Genf 7 skýjað Helsinki 6 skýjað Jerúsalem 18 skýjað Jóhannesarborg 23 heiðskírt Kaíró 23 skýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Lissabon 13 skýjað London 11 rigning Los Angeles 23 rigning Madrid 12 skýjað Malaga 17 lóttskýjað Mallorca 14 lóttskýjað Mexíkóborg 23 heiðskfrt Miami 27 rigning Montreal 2 skýjað Moskva 8 rigning New York 8 heiðskirt Ósló 2 skýjað Parfs 6 rigning Peking 15 heiðskírt Reykjavík 5 snjókoma Rio de Janeiro 33 skýjað Rómaborg 18 heiðskfrt San Francisco 11 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Tókýó 21 skýjað Vancouver 4 skýjað Vínarborg 7 heiðskfrt settar inn á lokaðan bankareikning. eru fóstureyðingarlögin þar veru- legur þáttur. Dómur þessi hefur verið for- dæmdur harðlega af samtökum kvenna, lögfræðingum, frjálslynd- um menntamönnum og stjórn- málamönnum í Noregi. Því er haldið fram af mörgum, að þetta dómsmál eigi eftir að verða til þess að reka mikinn fleyg milli ríkis og kirkju. Maður myrtur á N-írlandi BelfaMt, 16. nóvember AP. MAÐUR nokkur ruddist inn í grænmetisverslun í Suður-Belfast í dag og skaut til bana 63ra ára gaml- an, kaþólskan mann, sem þar var staddur. Engin samtök hafa enn lýst víginu á hendur sér en að sögn lög- reglunnar ber morðið öll merki þess að vera runnið undan rifjum hryðju- verkamanna úr röðum mótmælenda. Morðið var framið í hverfi, sem mótmælendur byggja að mestu, og sloppið hefur hingað til við óöld- ina 4 Norður-írlandi. Á þessu ári hafa 69 menn verið myrtir í land- inu og a.m.k. 2.241 frá því mann- vígin hófust árið 1969. Fyrir nokkrum dögum féllu þrír IRA- menn i átökum við lögregluna og er nú óttast, að samtökin hyggist hefna þeirra með nýjum mann- fórnum. Móðir Shcharanskys skrifar Andropov Moskvu, 16. nóvember. AP. MÓÐIR Shcharansky, sovéska andófsmannsins, sem verið hefur í hungurverkfalli að undanförnu í fangelsinu þar sem hann er hafður í haldi, hefur sent Andropov, nýj- um aðalritara kommúnistaflokks- ins, skeyti og biður þar um að fá að heimsækja son sinn. Segist hún óttast um líf hans vegna hungur- verkfallsins en með því vill Shcharansky mótmæla banni við heimsóknum til sín. Móðir Shcharansky, Ida Milgrom, bar margsinnis sömu bón fyrir Brezhnev heitinn en hann sinnti henni í engu. Kínverskur eðlis- fræðingur flýr Taipei, Kormósu, 16. nóvember. AP. DAGBLAÐ á Formósu skýrir frá því í dag, að eðlisfræðingur frá meginlandinu hafi flúið til eyjar- innar fyrir þremur mánuðum og vinni nú að rannsóknastörfum þar. Er hann annar kinverski eðl- isfræðingurinn, sem brugðið hefur á þetta ráð á árinu. Furðu vekur, að ekki skuli hafa verið sagt frá þessu fyrr því að Formósustjórn er ekki vön að láta það liggja í þagnargildi þegar henni berst liðsauki frá meginlandinu. Pólverji flýr Stokkhólmi, 16. nóvember AP. ÁTJÁN ára gamall pólskur hnefa- leikamaður hefur beðist hælis í Svíþjóð sem pólitískur flóttamað- ur en þar var hann á ferð með löndum sinum og félögum í íþrótt- inni. Pólverjinn, Marian Duda að nafni, er frá Wroclaw en var staddur í Uddevalla í Svíþjóð þeg- ar hann yfirgaf hópinn og leitaði til lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.