Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 24

Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Oánægja á framsóknarþingi Ehef að vísu haft okkra sérstöðu í þess- ari ríkisstjórn og ég býst við að menn skilji það nú, að mér finnst ég ekki hafa neina sér- staka ástæðu til að lofa og prísa það samstarf sem þar hefur átt sér stað. Og það get ég nú ekki gert. Það er sagt, að alþýðubandalagsmenn hafi ráðið of miklu. Um það má lengi deila og það er nú ekki svo einfalt að segja til um það, en hitt er víst, að það hefur ekki verið framsóknarstefnan, niðurtalningarstefnan, sem boðuð var í síðustu kosning- um, sem hefur verið fylgt af þessari ríkisstjórn. Það liggur á borði. Verkin sýna merkin þar,“ sagði Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra, fyrr- um forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, á þingi framsóknarmanna um síðustu helgi. Það sýnir óvenjulegt langlundargeð eða kannski pólitískt tilfinninga- leysi, að valdamennirnir í Framsóknarflokknum skuli telja sér og flokki sínum fyrir bestu að sitja áfram í þessari alþýðubandalagsstjórn, sem lýst er jafn neyðarlega af ein- um hásetanna á stjórnarskút- unni. Strax á fyrsta degi flokks- þings framsóknarmanna flutti einn fulltrúanna, Helgi H. Jónsson, fréttamaður á út- varpinu, tillögu um það, að starfsbræðrum hans í blaða- mannastétt skyldi vísað af þingfundum. Taldi Helgi sig ekki geta sagt það sem hann vildi um ríkisstjórnina ef blaðamenn fylgdust með því! Tillaga Helga H. Jónssonar gengur þvert á allar nútíma- hugmyndir um stjórnmála- starf en framsóknarþingið hafnaði henni með leikfléttu í fundarsköpum. Sú afgreiðsla bendir til þess, að stjórnendur þingsins hafi áttað sig á þeim álitshnekki sem það myndi valda, ef tillaga fréttamanns Ríkisútvarpsins um frétta- bann yrði samþykkt, en jafn- framt lá það í loftinu að þing- heimur vildi fá að sleikja flokkssárin í kyrrþey. Allt þingið snerist að því er virðist um það að flokksforystan, jafnt á Alþingi sem í stofnun- um flokksins og á blaði hans, Tímanum, reyndi að berja í brestina. Og það mátti sjá á Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokks- ins, í sjónvarpi að þinginu loknu, að hann átti engin svör við gagnrýninni. í fyrrgreindri ræðu á flokksþingi framsóknarmanna sagði Ólafur Jóhannesson meðal annars: „Stefnuskrár eru nauðsynlegar og ágætar en þegar menn meta stefnu- skrár þá er það nú svo að menn lesa ekki aðeins stefnu- skrána heldur vega og meta hvernig meðferðin og fram- kvæmdirnar hafa verið.“ Með þessum orðum gerir fyrrum formaður Framsóknarflokks- ins allar stóru yfirlýsingar nú- verandi formanns Framsókn- arflokksins um hugsanlegan sigur yfir verðbólgunni eftir nokkur misseri að engu. Segja má, að með hliðsjón af klaufa- legri framkvæmd niðurtaln- ingarstefnunnar og vanmætti framsóknarmanna til að standa mannborulega að mál- um í þessari ríkisstjórn taki enginn mark á yfirlýsingum Steingríms Hermannssonar lengur, ekki einu sinni forveri hans í formannsstólnum. Sundruð forysta Augljóst er, að meðal for- ystumanna Framsóknar- flokksins er djúpstæður ágreiningur. Steingrímur Her- mannsson, formaður, og Hall- dór Ásgrímsson, varaformað- ur, deila um vaxtastefnuna. Steingrímur Hermannsson og Ólafur Jóhannesson deila um flugstöðvarmálið. Ólafur Jó- hannesson og Halldór Ás- grímsson eru á öndverðum meiði um leiðréttingu á mis- vægi atkvæða, Ólafur vill semja en Halldór loka á samn- inga við aðra flokka. Ólafur Jóhannesson segir ríkisstjórn- ina, sem Steingrímur Her- mannsson myndaði undir kjörorðinu „allt er betra en íhaldið", misheppnaða. Fréttamaðurinn hjá útvarp- inu sem var þingfulltrúi hefur vafalaust kosið að ekki kæmi annað frá þinginu í fjölmiðl- um en það sem sagt var í ríkis- fjölmiðlum í upphafi fram- sóknarþingsins, að þar ríkti meiri samheldni en í öðrum flokkum. Framsóknarmenn hafa verið iðnir við að breiða út þessa mynd af sjálfum sér, þing þeirra staðfesti að hún er röng. Málefnaágreiningur er mikill innan Framsóknar- flokksins og ekki mun líða á löngu þar til hann breytist í átök um menn. Húsavík: Svipar til óveðurs- ins og skemmda af þess völdum 1934 Húsavík, 16. nóvember. Gott tiðarfar hefur verið hér í haust og nú fyrst um síðustu helgi þurftu Húsvik- ingar að moka snjó af tröppum sínum. Snjóaði ekki mikið og er hér nú aðeins föl á jörðu. í morgun um sjöleytið náði til Húsavíkur óveður það sem yfir landið gengu og svipar það mjög til óveðursins og skemmda sem urðu hér á hafnarsvæð- inu 1934. Skemmdir nú og skaðar eru þessir helstir: Uppfyllingin sem gerð hefur verið framan við síldarverksmiðjuna sunnan hafnarbryggjunnar er illa far- in. Stórgrýtisvörnin hefur kastast til og möl sem þakti grjótið og myndaði plan, hefur að miklu leyti skolast burt, en nýja saltfiskverkunarhús Fisk- iðjusamlagsins sem stendur á þessari uppfyllingu, hefur ekki orðið fyrir skemmdum, þó húsið hafi verið um- flotið sjó, þá mest var hásjávað og saltfiskurinn er alveg óskemmdur. Nýja smábátahöfnin fram að Naustafjöru hefur orðið fyrir ein- hverjum skemmdum og bátar, sem stóðu þar á uppfyllingu og hefðu að öllu venjulegu átt að vera óhultir, flutu upp þá hæst var í sjó og köstúð- ust til, en urðu ekki teljandi skemmdir á þeim. Allur bátaflotinn og togarinn Júlíus Hafstein voru í höfninni og þar um borð menn sem hafa geta varið þá áföllum og skemmdum, en leiðslur fyrir vatn og olíu á bryggjunni brotn- uðu og einhverjar skemmdir hafa orð- ið á bryggjunni líka. Margt lauslegt hefur sjórinn fært úr stað, svo mikið verk verður að hreinsa hafnarsvæðið að þessu óveðri loknu, en veðrinu hefur ennþá fylgt lítil snjókoma. Hættan er því miður ekki liðin hjá og óttast menn að frekari skaðar geti orðið á kvöldflóðinu, þó menn voni það besta og eru menn við öllu búnir. — Fréttaritari. Ólafsfjöröur: Venjuleg norð- lensk stórhríd Olafsfirói, 16. nóvember. Hér á Ólafsfirði urðu engar skemmdir vegna veðursins og má lýsa veðrinu hér á Ólafsfirði sem venju- legri norðlenskri stórhríð. Norðvestan hvassviðri var og í þeirri átt stendur veðrið ekki beint inn fjörðinn, heldur þvert á hann. Hásjávað var, en í engu frábrugðið því sem gerist í venjulegu stórstreymi og engin flóð urðu. Engar samgöngur eru nú við Ólafsfjörð, allir vegir ófærir og flug- völlurinn lokaður. — Fréttaritari Sauðárkrókur: Tveir varnar- gardar stór- skemmdir Sauðárkróki, 16. nóvember. Tveir varnargaróar stórskemmdust hér í höfninni i Sauöárkróki og er annar þeirra talinn ónýtur. Hann gengur til suöausturs, i framhaldi af aðalhafnar- garðinum. Á honum er viti, sem er óvirk- ur, vegna þess að allir kaplar út til hans slitnuóu og sagði hafnarvörðurinn hér, Steingrimur Aðalsteinsson, að garðurinn væri nú eins og sker í sjónum. Hinn garðurinn gengur til austurs og er kallað- ur Sandfangari. Hann var lengdur mikið i sumar og byggður upp, en það hefur tekið framan af honum um 15 metra. Líklegt er að eitthvað af því grjóti sem var í görðunum hafi farið inn í höfnina. Sjórinn gekk langt upp á eyrina, sem höfnin stendur við og fiskhjallar sem þar eru hafa skemmst mikið og hrunið og skúrar, þar sem geymd eru veiðarfæri og annað, hafa einnig skemmst, en ekki vitað hve mikið enn- þá. Sjór gekk inn, í frystihúsin og sagði forstjóri Fiskiðjunnar, að það hefði gengið sjór inn í frystihúsið og komist inn í frystigeymslur. Ekki var búið að meta hvað tjónið er mikið, en það er örugglega tölvert, einkum ef sjór hefur komist í einangrun í gólf- um. Þá sukku þrjár trillur í höfninni hér og það losnaði um þak á einu húsi, en það fauk ekki. Talsverðar skemmd- ir urðu á Strandveginum sem við köll- Mikið óveður gekk yfir landið i gær o( KÖE, tók, má sjá þar sem menn vinn; gærmorgun vegna grjóts sem sjórinn bai um og liggur meðfram ströndinni. Til varnar honum ter grjótgarður, sem hefur gefið sig dálítið og vegurinn er algerlega ófær, vegna grjóts sem hefur kastast upp á hann og vegna þess að það hefur tekið eitthvað úr honum. Ég hef ekki haft neinar fregnir af slysum, en lögreglan var með á í nótt, sem og var slysavarnadeildin til taks. Starfsfólk á sjúkrahúsinu varð að fara í snjóbíl til vinnu sinnar í morgun. Sjór er ekki enn genginn niður og hér er þungt brim við ströndina og gengur á með éljum. — Fréttaritari. Hofsós: Mesta brim síðan 1959 llofsósi, 16. nóvember. Eins og spáð hafði verið, gekk vont veður hér yfir Hofsós eins og annars staðar á norðurlandi í nótt og í morgun. Tjón á mannvirkjum er þegar orðið mik- ið í höfninni, en annað er mér ekki kunnugt um, nema að rafmagnsbilanir urðu hér i nótt og skemmdist rafhitunar- búnaður í nokkrum húsum vegna þess. Straumur komst ekki aftur á fyrr en um hádegi. Þegar hafrótið náði hámarki í Tillögur Hafrannsóknastofnunar: Leyfílegur þorska lækki um 100.000 Hafrannsóknastofnun leggur til í skýrslu sinni um ástand þorsksstofnsins, að hámarksafli þorks á næsta ári verði ekki meiri en 350.000 lestir, en á þessu ári var heimilt að veiða 450.000 lestir. Þó er talið að ekki veiðist nema 380 til 390 þúsund lestir. Skýringin á þessari tillögu um lækkað aflahámark er sú, að sam- kvæmt nýju mati stofnunarinnar er þorskstofninn ekki eins stór og gert hafði verið ráð fyrir áður. í skýrslunni segir, að þorskstofninn fari nú minnk- andi þar sem allir árgangar frá 1977 virð- ast undir meðallagi og árgangurinn frá 1973, sem er stærsti árgangur, sem fram hefur komið i áratugi, sé að hverfa úr veiðinni. Þá gæti einnig nokkurrar óvissu um stærð árganganna frá 1975 og 1976, en sá síðarnefndi hafði verið talinn mjög sterkur. I skýrslu stofnunarinnar um ástand nytjastofna 1982 var talið, að árgang- urinn 1976 væri „að minnsta kosti sterkur og að líkindum mjög sterkur", eða 350 til 400 milljónir nýliða. Þessi niðurstaða byggðist á því, að fiskur af þessum árgangi veiddist í þeim mæli 1981, að staðfest þótti að nýliðunar- rannsóknir hefðu metið styrk hans réttilega. Tillögur um leyfilegan há- marksafla þorsks 1982 gerðu því ráð fyrir, að um 40 milljónir fiska af þess- um árgangi yrðu veiddar á árinu. Bráðbirgðatölur benda hins vegar til þess, að aðeins verði veiddar tæpar 30 milljónir fiska. Á grundvelli þessarar veiði verður stærð árgangsins verulega minni eða um 280 milljónir nýliða. Ymsar tilgátur eru hugsanlegar á því, að þessi árgangur er eða virðist nú verulega minni en ætlað hefur verið allt síöan sumarið 1976: Niðurstöðum nýliðunarrannsókna skeikar um allt að 28%, miðað við fyrri spár um 360 milljónir nýliða. Árgangurinn hefur orðið fyrir óvæntum afföllum. Lágt hitastig sjávar árið 1982 hefur valdið því að fiskur af þessum árgangi hefur ekki veiðst í samræmi við ætlaða stærð hans. Slæmt ástand loðnustofnsins hefur valdið því, að þessi árgangur heldur sig í meiri mæli uppi í sjó, eða utan hefðbundinna miða í ætisleit en á síð- ustu árum og hefur því ekki veiðst í þeim mæli, sem eðlilegt getur talist. Síðastliðinn áratug var þorskaflinn á íslandsmiðum mestur 471 þúsund lestir árið 1970, en minnstur 330 þús- und lestir árið 1978, og hafði þá ekki orðið eins lítill í þrjá áratugi. Afli fór svo aftur vaxandi frá árinu 1979 og komst í 469 þúsund lestir árið 1981. Árið 1982 dróst þorskafli saman á ný og er gert ráð fyrir að hann verði á bilinu 380 til 390 þúsund lestir. Þá aukningu, sem varð í þorskveið- unum á árunum 1979 til 1981, má rekja Á/ETLIJÐ heildarstærð þorskstofnsi ársafla (þús. tonna). Ársafii 400 1983 1.420 1984 1.310 1985 1.200 Áætluð stærð „hryeningarstofns“ miðaö við mismunanai arsafia (þús. I Ársafli 400 1983 560 ■ 1984 470 ijÁrgarígurinn frá I97(?verður aðe

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.