Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 30

Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 „Ckki meir — ekki meir . . . 1 Hugleiding um kjördæmamálið Eftir Baldvin Þ. Kristjánsson Allmikil umræða hefur undan- farið verið um fyrirhugaðar breyt- ingar á stjórnarskránni okkar. Þar þarf víst ýmislegt að gera, en eitt helzta áhyggjuefnið og vanda- málið virðist vera kjördæmamál- ið. Það bögglast fyrir brjósti bæði stjórnarskrárnefndarinnar sjálfr- ar og alþingismanna, sem hafa áhyggjur út af hráefninu, sem þeir lifa á, þ.e.a.s. atkvæðunum. Og því miður virðist sjóndeildarhringur landsfeðranna ekki vera víðari en það, að með ýtni og lagni svo að sem minnst beri á, skara þeir eld að sinni og flokkanna köku: fjölga þingmönnum svo að sem flestir komist í „sælunnar reit.“ Einna mest varð ég hissa nú á dögunum, þegar sveitungi minn að vestan, sem mér hefur stundum líkað við, Matthías Bjarnason alþm., tók opinberlega undir lág- kúruna í þessu máli. Hann, þessi bæði stjórnarskrárnefdar- og al- þingismaður, telur sízt vanþörf á að fjölga þingmönnum, m.a. vegna þess, að vinnuálagið hjá blessuð- um þingmönnunum sé svo yfir- gengilegt, að fleiri þurfi til að rísa undir. Ætli það sé nú samt ekki dálítið misjafnt, hvað þingmenn- irnir taka föðurlandsforsjána nærri sér, þótt vitanlega ætti ábyrgðin að hvíla þungt á þeim öllum, og jafnt, hvort sem þeir eru 60 eða 120. Það getur varla verið um það að ræða, þrátt fyrir nefndaskipanir og nokkra verka- skiptingu milli þingfunda, að hver beri fyrir annan þunga föður- landsforsjárinnar, þannig að hann sé helmingi léttari fyrir t.d. 120 en 60. Þetta er því afvegaleiðandi rökleysa í öllu moldrokinu. En svo bætist hitt sjálfsagt við áþekk viðhorf sumra þingmauna sjálfra til kjördæmamálsins. Þótt varlega sé flaggað með þeim: falin og dulin fyrirgreiðsla og undirbúnings- vinna til þess að lafa. Bæði af því, sem maður heyrir og sér, má nokkuð örugglega draga þá ályktun, að fólk utan þingsala — almenningur í landinu — sé algerlega á móti fjölgun þingmanna, í hvaða mynd eða ómynd sem er, og hvað sem líður afstöðunni til „réttlætismálsins mikla": jafnþyngdar atkvæða. Þvert á móti er án alls vafa sterk- ur vilji fyrir því að fækka þing- mannastólunum í sölum Alþingis, án alls ótta við afleiðingarnar, enda mörg glögg dæmi víða um betri stjórn færi yfir fleirum. Það má því gera ráð fyrri því, að verði þingmönnum nú fjölgað með ein- hvers konar bellibrögðum og of- beldi þingmanna, sé þeim bein- línis rænt og þröngvað upp á þjóð- ina í algeru heimildarleysi. Um þetta sérmál vilja því margir hafa þjóðaratkvæði, enda þótt þeir annars séu yfirleitt ekki yfir sig hrifnir að slíkri skírskotun. Svo er það hinn armur þessa sama máls. Það er „jöfnun at- kvæðaréttarins" í landinu, sem nú virðist sumum helgast allra hug- sjónamála, þótt ekki sé vitað til að Suðurnesjamönnum og Reykvík- ingum hafi liðið áberandi illa af atkvæðaþyngdarskorti áður en sefasjúkur áróður „að ofan“ upp- hófst. Þótt ég telji mig hafa alla tíð verið félagshyggjumann, játa ég mig vera svo íhaldssaman í þe^su efni, að hafa saknað „gömlu" kjör- dæmaskipunarinnar, þar sem hver sýsla hafði sinn eða sína þing- menn. Það var áður en „færi- bandasystemið" kom til sögunnar fyrir atbeina flokkaklíka „fyrir sunnan" og fólkið — kjósendurnir — var hrifið úr persónulegum tengslum við „sína menn“, með öllu því manneskjulega lífi og fjöri, sem hinni eldri kjördæma- skipan fylgdi. Þetta er sagt án þess að loka augunum fyrir göll- unum, sem vissulega fyrirfundust, en voru þó léttvægir móti hinu. Þá þurftu þó þingmenn og þing- mannsefni að standa virkilega undir sér sjálfir, persónulega, í viðureigninni, og gátu ekki eins og síðan treyst á náðarfaðm meira og minna ókunnra og framandi for- ráðamanna. Þá var óhugsandi að jafnvel mannleysur dubbuðust upp í langleiðina til einræðis, eins og nú er skammt í dæmi um, og er ein hrikalegasta uppákoman í því, sem Svíar kalla „demokratins skuggsidor" — skuggahliðar lýð- ræðisins — eða hvað við viljum kalla það. Eða þegar, eins og við þekkjum dæmi um nú, fleiri flokk- ar sameinast um landsstjórn og veita einum aðilanum, með t.d. 15% atkvæðamagn að baki sér, neitunarvald í hinum mikilvæg ustu málum, og áhrifamáttur allra hinna — 85% — með öllu sleginn niður, gerður að engu. Það er þess vegna alltaf síður en svo „sopið kálið, þótt í ausuna sé komið" og fjarlæg ráðahlutdeild fjöldans gegnum jafnþung at- kvæði tryggð. Þetta getur orðið „eitt djöfulsins spilverk", sem eft- ir staurblindum atvikum stendur eða fellur. Það er því með öllu ómögulegt að segja, hvaða „rétt- læti“ kemur út úr hnífjöfnum at- kvæðisrétti, sem sumir þykjast nú sjá i allra meina bót. Hér er bara um „píp“ að ræða! Aldrei hefur nokkur stjórn- málaflokkur á íslandi svikið um- bjóðendur sína jafn hatrammlega og Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæmamálinu á sínum tíma. Hugsa sér að flokkur, sem þykist byggj a tilveru sína og baráttu á frumkvæði og persónulegri reisn einstaklingsins, skyldi hafa fallið hundflatur fyrir stundarávinningi flokksins af samsulli kjördæma og fjölgun þingmanna „á færibandi" flokksráðamanna. Þá var líka margur góður íhaldsmaðurinn „súr í sinni" og fyrirgaf aldrei. Hins vegar ríkti meiri lognmolla yfir stórsvikunum vegna óumdeil- Baldvin Þ. Kristjánsson. „Þaö er meÖ öllu ómögulegt að segja, hvaða „réttlæti“ kemur út úr hnífjöfnum at- kvæðisrétti, sem sumir þykjast nú sjá í allra eina bót. Hér er bara um „píp“ að ræða.“ anlegs „sjarma" Ólafs Thors, sem persónulega var svo máttugur og dáður flokksforingi, að hann gat boðið flokksmönnunum sínum hvað sem var — en alvitur var hann nú ekki, blessaður, þá hann lifði. En það mega ýmsir forystu- menn ungra sjálfstæðismanna í seinni tíð eiga, að þeir margir hverjir hafa, að því er virðist í einlægni, tregað fyrri misgerðir flokksins að þessu leyti, og látið í ljós vilja til afturhvarfs og betr- umbóta, þótt enn sé hjá þeim við / ramman reip að draga með tilliti til nýyfirlýsts vilja „hinna hæstu". Aldrei verður allt sagt, en spyrja má: Er það svo hróplegt ranglæti, að jafnvel hver sýsla — eins og áður var — hafi sinn eða sína sérstöku þingfulltrúa þótt íbúar séu mismargir? Getur það ekki talist sæmilegt réttlæti, jafn- vel jafnrétti á sinn hátt, þegar á fleira er litið. Eða hvað vilja menn segja um jafnréttið á þingi sjálfra Sameinuðu þjóðanna? Margan góð- an manninn, meira að segja þing- menn og ráðherra á hátíðlegum stundum, hefi ég heyrt og séð verða yfir sig hrifinn og nánast upphafinn yfir því jafnrétti og bræðralagi, sem felst í því, að all- ar þjóðir — stórar og smáar, svartar og hvitar — hafi þar ein- faldlega sinn eina og jafna at- kvæðisrétt í hásölum alþjóða- þingsins. Er okkur íslendingum, „fáum, fátækum, smáum" um megn að auðsýna samskonar eða hliðstæða reisn — jafnrétti og bræðralag — í okkar litla þjóðfé- lagi? Hættum öllum ótilhlýði- legum metingi, sem talsmenn lág- kúrulegra og þröngra flokkshags- muna — en ekki þjóðar — hafa blásið upp af blendnum hvötum, óralangt frá nokkru raunverulegu réttlæti, að ég ekki segi heilbrigðu bræðralagsviðhorfi. Látum Vest- firðingana mína hafa „sína þing- rnenn" — rétt eins og Suðurnesja- menn og Reykvikinga sinn Jafna" rétt — en það má gjarna fækka hjá báðum — öllum — hliðstætt við þaö, sem Davíð Oddsson borgar- stjóri hafði manndóm til að beita sér fyrir varðandi fækkun borg- arfulltrúa í Reykjavík. Það út af fyrir sig hefur vakið þakklæti og virðingu langt út yfir flokksraðir, og sýnir „andann" í fólkinu. En verði ekki hlustað á svona „gamaldags raus“ eins og ég geri mér ljóst að sumir munu segja — og háttvirt stjórnarskrárnefndin sé sama sinnis — en hún virðist hafa óþægileg andþrengsli út af misþunga atkvæða landsmanna — ætti hún einfaldlega í þrengingum sínum að manna sig upp i að leggja til, að landið verði eitt kjör- dæmi — eins og margir góð;r menn hafa lengi lagt til — og fækka landsfeðrunum á Alþingi um fullan helming, a.m.k. ekki fjölga þeim — í guðanna bænum ekki! Aths.: — Þess ber að geta, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft meirihluta á Alþingi og því einatt orðið að semja um þá lausn kjördæmamáls, sem meirihluti hefur verið fyrir á þingi. Besta leiðin er auðvitað fullt jafngildi atkvæða hvar sem menn búa, en ekkert er sjálfsagðara en koma sjónarmiðum B.Þ.K. á framfæri. Kjördæmamálið: Sjálfetæðisbarátta einstaklingsins EftirPál V. Daníelsson Eins og fram kom í skoðana- könnun DV um kjördrhamálið, virðist meginhluti þjóðarinnar vera andvígur fjölgun þingmanna. Þetta kemur heim og saman við það sem fólk lætur í ljósi í dag- legri umræðu. En það er engu lík- ara en alþingismenn ætli að virða þetta að vettugi. Skoðanir al- mennings eigi ekki að skipta máli. Heldur skal hefja samtrygg- ingarviðræður þar sem allt verði að mestu leyti látið sitja í sama farinu. Málin skuli leyst með fjölgun þingsæta og einhverri breytingu á úthlutunarreglum uppbótarsæta. M.ö.o. bráðabirgða- lausn. í skjóli óvissunnar Það er því ekki ennað séð en alþingismenn hugsi sér að koma þessum málum í höfn sér í hag. Draga það að láta afstöðu sína í ljósi þar til prófkjörum er lokið, helst að framboðum sé lokið líka, eftir þeim asa að dæma sem sumir vilja hafa á kosningum. Takist það að halda kjördæmamálinu í óvissu og óupplýstu nógu lengi, geta þingmenn tryggt framboð sín og þá líka að nægilega margir sam- tryggingarmenn nái kjöri til þess að koma málinu í gegnum næsta þing án þess að almenningur geti komið nokkrum vörnum við. Fólk- ið eigi að una því að fá eitthvað jafnari atkvæðisrétt, þótt hann verði óvirkur hjá öllum almenn- ingi, heldur verði virkni hans um val manna í framboð til Alþingis áfram í höndum þröngra hópa flokksbundinna manna. Náist það ekki fram, að persónukosning geti farið fram á kjördegi, verður mik- ið og óréttlátt misvægi atkvæða innan eins og sama kjördæmis. Náum pólitísku jafnrctti og pcrsónukjöri Þeir sem úr vilja bæta í raun, eru ekki á einu máli um hvernig það skuli gert. Sumir vilja mjög róttæka breytingu, sem litlar eða engar líkur eru til að þjóðarsam- staða myndist um. í dag búum við við pólitískt ójafnan atkvæðisrétt. Hann er einnig mjög ójafn eftir búsetu og einnig er hann ójafn hvað það snertir að hafa áhrif á hverjir veljast til þingsetu. Allt þetta er hægt að leysa eða laga án röskunar á kjördæmaskip- an og án fjölgunar þingmanna. í dag er vandalaust að jafna hinn pólitíska atkvæðisrétt að fullu með því að skipta þingsætum eftir heildarfylgi flokka á landinu öllu áður en skipt er niður í kjör- dæmin. Með þessu fyrirkomulagi þarf engin uppbótarsæti til jöfn- unar eftir fólksfjölda í kjördæm- um. Núverandi kerfi við úthlutun uppbótarþingsæta getur alveg eins flutt þingmenn til fámennra kjördæma og haldið því áfram ef hlutfall er að einhverju leyti látið ráða úthlutun þeirra. Hægt er að ná víðtæku persónu- tegu kjöri þingmanna með því að hafa óraðaða lista og raða þeim á kjördegi og þetta frelsi er hægt að auka mjög með því að leyfa fleiri en einn lista fyrir sama flokk í sama kjördæmi. Þá er ekki mikið fyrirtæki að ákvarða lágmark kjósenda eða íbúafjölda að baki hvers þingsæt- is. Allt þetta mundi verða til þess að ná varanlegri breytingu en ekki Páll V. Daníelsson þó til þess að tryggja jafnan rétt eftir búsetu. Það tekst ekki, nema með því að gera landið að einu kjördæmi. En náist þetta fram þá verður atkvæðisrétturinn mjög virkur og auðvelt verður að draga hvern ein- stakan þingmann til Byrgðar, sem margir telja mjög nauðsynlegt. Vísa ég til greinar minnar í Morg- unblaðinu 18. sept. sl. í þessu efni. Aflcitt art gcta ekki trcyst þingmönnum Ég skal játa það, að ég ber ekki allt of mikið traust til alþing- ismanna um að þeir standi vörð um einstaklinginn, réttindi hans og möguleika til áhrifa á gang mála. Og það hafa gerst ýmsir hlutir, sem mér finnast uggvæn- legir, í þeim efnum. Það nálgast það að bil hafi myndast á milli fólksins og alþingismanna, jafnvel að um sé að ræða valdahroka hjá þeim síðarnefndu. Og hvað má t.d. segja um það sem er að gerast nú síðustu daga? Valdahroki eða hvaö Seðlabankinn hækkaði vexti af almennum inn- og útlánum nú nýlega. Þar er m.a. að um ræða að láta þessa almennu vexti fylgja að einhverju leyti innbyggðum vöxt- um, sem fylgja lánskjaravisitölu í lánum til íbúðarhúsa, lánum sjóða til atvinnulífcins o.fl. Sumum þingmönnum þótti nokkuð fram hjá stjórnvöldum gengið í þessum efnum. Og hvað skeður? Upp koma raddir um að breyta lögum landsins til þess að taka þetta vald af Seðlabankanum. Taki þannig einhver ákvörðun sem ráða- mönnum á Alþingi er ekki að geði, þá skal sýna hver valdið hefur og breyta lögum landsins sér í hag. Þetta hefur verið að gerast hjá pólskum ráðamönnum gagnvart verkalýðshreyfingunni Samstöðu. Ég veit ekki hvað á að kalla valda- hroka ef það orð nær ekki yfir þessa framkomu þingmanna. Og er óeðlilegt, þótt aimenningi hrjósi hugur við að fela slíkum mönnum sjálfdæmi í málum sín- um? Sannarlega ekki. Það þarf því að taka höndum saman til varnar einstaklingnum og lýðræði í land- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.