Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
FRÁ HELGU JÓNSDÓTTUR,
FRÉTTARITARA MBL.
í BURGOS, SPÁNI.
Ieð komu nýrrar árstíðar ryð-
ur ný tíska sér til rúms með
nýjan stíl, ný snið og aðra liti
en tískan árið á undan. Fyrir haustið
og veturinn 1982—1983 hafa tísku-
hönnuðir leitað hugmynda til náttúr-
unnar. Árangurinn er fágaðar og
snotrar flíkur; frjálslegar og sportleg-
ar. Á sama tíma eru einnig notuö
íburðarmikil og skrautleg efni. Hér er
þaö eftirtektarverðasta sem tísku-
hönnuðir á Spáni bjóða upp á:
Helstu nýjungar í kventískunni eru
stuttir jakkar, slár (ponchos), víö pils
og eins buxnapils, buxur strekktar í
mittið (styttri en venjulega; ná niður
á kálfa) og blússur með stórum
blúndukraga. Vesti eru mikið notuö
sem aukaflíkur til skrauts yfir eða þá
innan undir jökkum. Kven-smoking,
þykkir jakkar og samfestingar eru
mjög vinsælir.
Efnin eru mjög mismunandi; létt
tweed-efni eða þá sterkari eins og
rifflað flauel og leðurefni. Einnig
venjulegt flauel og þunn silkiefni. I ár
er skraut eins og slaufur, stór sjöl og
breið belti úr náttúrulegu leöri í
tísku. Ullarsokkabuxur í sterkum og
líflegum litum, skór með slaufu og
lágum hælum, svo ekki sé minnst á
baskahúfur (alpahúfur), húfur eins og
flugmenn notuðu áður fyrr og flóka-
hattar eru það sem nota skal þannig
að ekkert ósamræmi verði í klæða-
burðinum í haust og vetur.
Glæsileiki og íburður
„viðreisnarstefnu“
Elena Benarroch og Josetta Nahmias
hefur tekist að ná fram miklum glæsileik í
flíkum sínum meö því að blanda saman
gömlum og nýjum hugmyndum. Benarr-
och og Nahmias nefna haust- og vetrar-
tísku sína „endurreisnarstefnu".
Flikurnar koma hver yfir aöra (fjölmarg-
ar!) og ná fullkomnu jafnvægi og sam-
ræmi. Þær eru fínlegar, glæsilegar, lífleg-
Herratískan í haust
Hvað karlmannatískuna varðar hafa
tískufrömuðir einnig leitað til náttúrunnar,
því efnin eru sveitalegl! Fallegir „haustlit-
ir“ eins og gulur, brúnn, rauöur og grænn
eru alls ráöandi og bláir tónar njóta sín
einnig. Hugmyndir um snið koma aöallega
frá Bretlandi að þessu sinni. El Corte Ingl-
és hefur kynnt sína herra-, haust- og vetr-
artísku 1982—1983.
Jakkafötin eru létt og litadýrö mikil.
Þau hafa sígilt snið; breitt bak, og eins og
áður segir eru litirnir mismunandi. Jakk-
arnir eru sportlegir. Það eru brot í þeim
og þeir eru yfirleitt hnepptir.
Buxurnar úr flónel, ýmis snið, eru hafð-
ar sem þægilegastar. Sportfatnaður er
fjölbreyttur; víðar flíkur. Flugmannastíllinn
frá 4. áratugnum ræður ríkjum: úlpurnar
fóðraðar með ull, mjög þægilegar og
notalegar.
Skyrtur eru í rjómalit, gráleitar og
grænar, með litlum krögum og broti í
baki. Frakkarnir eru klassískir, bæöi hvaö
varðar snið og efni.
Ullartreflar og húfur í sama stíl og llt eru
nýjung í haust, svo og kuldastígvél sem
eru dæmigerö fallhlífarmannastígvél.
Tískan næsta vor
Tiskufrömuöir sitja ekki auðum hönd-
um þessar vikurnar þótt tískufötin fyrir
þennan vetur sé komin í verslanir. Það er
ekki seinna vænna að hugsa fyrir næstu
vor- og sumartísku. Fyrstu vikuna í októ-
ber var haldín í Madrid II „Vika tískunnar".
48.000 gestir, allt atvinnufólk úr tísku-
heiminum; hönnuðir, klæðskerar, sýning-
arfólk, kaupmenn innlendir og erlendir og
tískuljósmyndarar heimsóttu þessa glæsi-
legu tískukaupstefnu. Vel á minnst; tísku-
litirnir næsta vor verða hvítur, blár, rauður
og Ijósfjólublár.
Falleg og lát-
laus tíska fyrir
herra. Laus við
allan íburð.
Á II „Viku tískunnar“ í Madrid >' þsssum mánuði kynntu spænskir tískuhönnuðir og fataframleiöendur vor- og sumartískuna ’83.
iimHaust-og
vetrartískaná
Spáni
Kjólar með síðum púffermum og stórri
slaufu í hálsmálinu eða „smoking"; hvort
tveggja glæsilegur kvöldklasðnaður.
Haust- og vetrartískan gegn kuldanum;
þykkir hlýir jakkar og víð pils í stíl við
sjaliö, hattinn, hanskana, stígvélin ...
tískufrömuðir gleyma engu.
Josetta Nahmias mælir með að klæð-
ast hverri flíkinni yfir aðra (til þess að
verjst kuldanum?). Ekki slæm hug-
myndl