Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 F.v.: Gísli Kjartansson, oddviti Borgarneshrepps, Georg Hermannsson, Borgarnesi, Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri, Borgarnesi, Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra. Framlög til vegamála í fjárlagafrumvarpi 1983: 20% lægri en langtímaáætlun í vegagerð gerir ráð fyrir Segir Birgir Guðmundsson umdæmisverkfræðingur VR á Vesturlandi „ÉG HYGG að árið 1994, í lok þess 12 ára tímabils sem langtímaáætlun í vegagerð nær yfir, verði stofnbraut- ir á Vesturlandi orðnar mjög þokka- lega upp byggðar, aðalleiðir komnar með bundið slitlag og megi þá vel við una, það er að segja ef áætlunin kemst í gegn og við hana verður staðið,“ sagði Birgir Guðmundsson umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi í samtali við Mbl. að loknum aðalfundi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. A aðal- fundinum flutti Birgir framsöguer- indi um langtímaáætlun í vegagerð en hún liggur nú fyrir Alþingi til afgreiðslu. — Hverjar verða helstu vega- framkvæmdir á Vesturlandi sam- kvæmt þessari áætlun? „Langtímaáætlunin nær til 12 ára og er skipt í þrjú fjögurra ára tímabil. Á fyrsta tímabilinu 1983—1986 verður bundið slitlag að mestu komið frá Reykjavík til Akraness og Borgarness en Hval- fjarðarbotn verður þó eftir. Lokið verður við brúargerð í ofanverðum Norðurárdal, endurbyggður verð- ur kaflinn frá Fornahvammi til Hæðasteinsbrekku og lagt bundið slitlag á þann kafla og norður fyrir Miklagil. Þá ættu verstu kaflarnir á Holtavörðuheiði að verða komnir upp fyrir snjóa. Áætlað er að ljúka við Ólafsvíkur- enni og verður þá komið bundið slitlag á milli Hellissands og Ólafsvíkur, ennfremur um 7 km kafli með bundnu slitlagi við Grundarfjörð og Stykkishólms- vegur frá Stykkishólmi að Snæ- fellsnesvegi verður einnig kominn með bundið slitlag. Lokið verður við að byggja veginn yfir Svínadal yfir snjóa. Á þessu fyrsta tímabili á að leggja í allt 72 km með bundnu slitlagi, sem er um 18 km á ári. Á öðru tímabili, 1987—1990, verður lagt bundið slitlag á 93 km, sem er um 23 km á ári. Þá verður höfuðáherslan lögð á að byggja veginn í Norðurárdal og verður þeim framkvæmdum að mestu lokið á tímabilinu og verður hann lagður bundnu slitlagi. Ólafsvík- urvegur vestur Mýrar verður endurbyggður og lagður bundnu slitlagi vestur að Heydalsvega- mótum. Kaflinn frá Olafsvík að Snæfellsnesvegi verður endur- byggður og lagður bundnu slitlagi. Haldið verður áfram framkvæmd- um frá Grundarfirði í átt til Stykkishólms og vegurinn endur- byggður inní Kolgrafarfjörð og iagður bundnu slitlagi. Fyrir norð- an Búðardal verður vegurinn endurbyggður norður að Fáskrúð. Á þriðja tímabilinu 1991—1994 verður lagt bundið slitlag á 108 km, sem er um 27 km á ári. Þá verða allir aðalvegir á Vesturlandi komnir með bundið slitlag frá Reykjavík til Akraness og Borg- arness og norður yfir Holtavörðu- heiði, einnig vestur Mýrar að Vegamótum. Frá Hellissandi og allt norðanvert Snæfellsnesið að Stykkishólmi verður vegurinn kominn með bundið slitlag. Þá verður byrjað á endurbyggingu vegar yfir Bröttubrekku og má bú- ast við að sú framkvæmd verði langt komin við lok tímabilsins en það á að leggja á þann veg bundið slitlag. Má búast við því að 1994 verði komið bundið slitlag frá Gröf í Miðdölum gegnum Búðar- dal og í Gilsfjörð. Vegir í Stað- arsveit, á Heydal og á Skógar- strönd verða einnig endurbyggðir á þessu tímabili þótt með malar- slitlagi verði. Það sem ég hef talið upp eru aðeins stofnbrautir. Langtíma- áætlunin nær einnig til þjóð- brauta og hún gerir ráð fyrir að veruleg framkvæmdaaukning verði í þjóðbrautum miðað við það sem er í dag. Nú er verið að vinna að gerð samskonar áætlunar fyrir þjóðbrautir og lögð hefur verið fram um stofnbrautir. I frum- drögum þeirrar áætlunar er gert ráð fyrir að a.m.k. 160 km af þjóð- brautum á Vesturlandi verði lagð- ir bundnu slitlagi á áætlunartíma- bilinu." — Nú er þetta aðeins óafgreidd tillaga, en framkvæmdir sam- kvæmt henni eiga að hefjast 1. janúar 1983, veldur það ekki erfið- leikum að frumvarpið hefur enn ekki verið afgreitt? „Við vegagerðarmenn lítum svo á að í ljósi þess hvað tillagan fékk mikla umfjöllun hjá þingmönnum, bæði hjá þingflokkunum og hjá kjördæmaþingmönnunum, mun- um við líta á hana sem mjög mik- ilvæga stefnumörkun og viðmiðun jafnvel þó hún hljóti ekki þinglega afgreiðslu." — I samgöngumálaályktun að- alfundar SSVK er mótmælt þeim niðurskurði framkvæmda sem óhjákvæmilega verður ef fjár- magn verður ekki aukið til vega- mála frá því sem fjárlagafrum- varpið fyrir næsta ár gerir ráð fyrir, er strax farið að svíkja þau fyrirheit sem gefin eru með gerð langtímaáætlunarinnar? „Miðað við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár bendir flest til þess að það ár, sem er fyrsta ár lang- tímaáætlunarinnar, vanti allt uppundir 20% til að fullnægja því sem gert er ráð fyrir i langtíma- áætluninni. Þá er miðað við að því fjármagni, sem ætlað er til fram- kvæmda samkvæmt langtíma- áætluninni, sé skipt jafnt á hin 4 ár fyrsta tímabilsins. Fjárlaga- frumvarpið gerir ekki einu sinni ráð fyrir framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í langtímaáætlun- inni,“ sagði Birgir Guðmundsson. HBj. Þegar lífskjörin batna minnkar fylgi kommúnista — eftir Bjarna Júlíusson Síðan Ólafar Thors, Jónasar frá Hriflu og Bjarna Benediktssonar naut ekki lengur við hafa and- stæðingar kommúnista látið undir höfuð leggjast að kunngera þjóð- inni raunverulegt eðli þeirra og fletta sauðagærunni af þeim. Það virðist svo, að andstæð- ingar kommúnista séu hræddir við það, vegna þess að þeir vita sem er, að þegar þeir hafa náð alræð- isvaldi á íslandi munu þeir opna hina alræmdu úlfagryfju og verð- ur nóg rými fyrir andstæðingana. Ibúar þeirrar gryfju hafa þegar fengið nokkra saðningu. Uppistaða hreyfingar kommún- ista á Islandi skiptist aðallega í tvo hópa. Annars vegar eru ein- feldningar, sem trúa þeim áróðri, að atorkumenn þjóðarinnar, sem með framsýni og kjarki hafa hald- ið uppi öflugu atvinnulífi allt frá aldamótum, séu þjófar og ræn- ingjar og ættu að vera bak við lás og slá. Þessum áróðri hafa þeir haldið uppi i yfir 50 ár. Það er augljóst hvar Göbbels fékk sína fyrirmynd, því að kommúnistar á Islandi fundu upp áróðursvélina löngu á undan honum.. Hins vegar eru menn sem eru allt frá því að vera hámenntaðir og „gáfaðir", til þeirra sem hafa klórað sig upp valdastigann eftir baki verkamanna til að reyna að ná með tærnar þar sem hinir menntuðu hafa hælana. Gáfur þessara manna eru metnar á landsvísu eftir því hvort þeir kunna kafla úr Islendingasögum eða vísukorn eftir Einar Ben. Eitt hafa þessir hópar þó sameiginlegt þ.e. áróðurseiginleikar þeirra. Þarf að leita vel til að finna sann- leikskorn í þeirri iðju, enda ekki áhrifaríkt. Ekki í einu tilfelli hafa komm- únistar gert tilraun til að byggja upp arðvænlegan atvinnuveg til atvinnuaukningar þrátt fyrir að þeir hafa umráðarétt yffir stórum hluta fjármagns þjóðarinnar, sem þeir þykjast vera fulltrúar fyrir. Einhver kommúnist skrifaði fyrir alllöngu heilan Þjóðvilja og ærðist á þingi, svo að fáir skildu málið sem hann talaði. Sagðist maðurinn hafa komist að því að Hambrosbanki í London tæki vexti af lánum, sem hann lánði Is- lendingum. Hvílík okurstarfsemi! Sannfæringin á afbökuninni var slík að hálf þjóðin trúði. Takmark „Enginn veit til þess, að nokkurs staðar eða nokkru sinni hafi kommúnistar bætt hag þegna sinna. í löndum eins og Kússlandi og Kína hefur þeim mistek- ist hrapallega.“ þessarar valdasjúku klíku er að- eins eitt „alærði öreiganna á ís- landi“. Þessi setning er sennilega mesta blekkingarþvæla sem þeir hafa látið sér um munn fara, og er þá langt jafnað. Því að það hefir aldrei frá upphafi vakað fyrir þeim að færa valdið til öreiganna, heldur hafa þeir notað einfeldn- ingana til að þeir, þ.e. valdamenn- irnir, næðu völdum. Og slík er áfergjan að öllu skal fórnað til, heill, hamingja,' lífskjör og eign- arréttur skulu flakka ásamt sjálfstæði íslands. Allt þetta er góður eldiviður á valdabálið. Þeg- ar þessu marki er náð fá íslend- ingar í fyrsta sinn að finna fyrir alvöru arðræningja. Valdinu skal náð valdsins vegna og síðast en ekki síst fjármagnsins. í því hefur þeim þegar orðið ágengt. Lands- lýður skal þrautpíndur til að styrkja völdin og veikja viðnáms- þrótt þjóðarinnar, það sýna dæm- in erlendis frá. Komið skal upp varðsveitum, fyrirmyndina hafa þeir frá dögum Hitlers. Ráða skal fávísa einfeldninga til þeirra starfa. Reynslan sýnir, að þeir verða þeir ófyrirleitnustu um leið og einkennisbúningum er klæðst. „Sjá roðann í austri hann brýt- ur sér braut, fram bræður það dagar nú senn.“ Ég vil upplýsa kommúnista á íslandi um það, að sú roðasól, sem stígur úr austri verður ekki hnigin til viðar þegar mestu arðræningjar sögunnar koma, úr þeirri átt sem roðinn rís, til að hirða bráð sína. Þá verður úlfagryfjan opnuð Upp á gátt, því þeir munu ekki treysta þeim sem sviku þjóð sína og fósturland. Enginn veit til þess, að nokkurs staðar eða nokkru sinni hafi kommúnistar bætt hag þegna sinna. I löndum eins og Rússlandi og Kína hefur þeim mistekist hrapallega. Á valdatíma Stalíns í Rússlandi er talið, að hann hafi látið myrða milljónir manna, kemst sú tala líklega seint á hreint. Ekki dugði sú fækkun munna til að þeir sem undan sluppu fengju saðningu í hverju máli. Rússland og reyndar Kína eru meðal náttúruauðugustu svæða heims, þar hafa kommún- istar ríkt þann tíma sem fram- þróun í matvælaframleiðslu og öflun hefur verið mest í sögunni. Samt hefur þeim tekist að halda lífskjörum á því stigi sem miðast við algjörar nauðþurftir. I Kína er enn hungursneyð í sumum lands- hlutum. Nú hafa bæði þessi ríki, sér- staklega Kína, tekið þann kost að opna lönd sín meira fyrir utanað- komandi hugmyndum um bætt lífskjör, vegna þess að kerfi þeirra eru sprungin. Áður tókst Kínverj- um þó að fara að dæmi Stalíns, „föður alheimsins og friðar", svo notuð séu orð aðdáenda hans á ís- landi, og slátra tugum milljóna þegna sinna. Á Islandi má telja að hungurs- neyð hafi verið meira og minna allt til síðustu aldamóta, þegar fyrstnefndir atorkumenn fóru að láta til sín taka og skapa atvinnu fyrir fólkið. Allar götur síðan hafa þessir menn staðið uppúr og fremstir í flokki til styrktar þjóð- inni, í einu og öllu. Þessir menn urðu til þess að lífskjör bötnuðu jafnt og þétt til þessa dags. Það er tímabært að upplýsa ís- lendinga um það að í þeim flokki var aldrei einn einasti kommún- isti. Þeir voru í öðru, að sinna niðurrifsstarfseminni. Því meira sem þeim tókst að klekkja á at- vinnuvegunum því hærra húrruðu þeir. Kommúnistar vita sem er, að eftir því sem lífskjör batna minnkar fylgi þeirra og vald um leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.