Morgunblaðið - 17.11.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
r
Ketill Jónsson
Minningarorð
Fæddur 11. janúar 1904
Dáinn 9. nóvember 1982
Fraendi minn, Kétill Jónsson frá
Hausthúsum, Eyjahreppi, lést í
Landakotsspítala 9. nóvember eft-
ir skurðaðgerð og alllanga legu.
Þótt dauðinn sé okkur öllum vís,
kemur brotthvarf vina og ættingja
misjafnlega mikið á óvart. En við
ættum að vera viðbúin að eldri
kynslóðin gangi lokaveg kynslóð-
anna, svo er þó ekki alltaf. Til
dæmis á mér eftir að finnast
vanta í tilveruna að Kalli muni
ekki framar heimsækja okkur
svona einu sinni í viku, eins og
hann gerði oftast áður en hann
veiktist.
/Ketill var „samnefnari" foreldra
sinna í góðvild og öðrum góðum
kostum. Faðir Ketils var Jón
Þórðarson bóndi í Hausthúsum,
Einarssonar bónda í Mýrdal. Móð-
ir Jóns var Helga Hallbjörnsdóttir
frá Höfða, Eyjahreppi. Móðir Ket-
ils var Kristrún Ketilsdóttir, hús-
freyja í Hausthúsum, Jónssonar
frá Vörðufelli, Skógarströnd. Móð-
ir hennar var Ingibjörg Jónsdótt-
ir, Jónssonar hreppstjóra í Hlíð,
Hörðudal.
Jón í Hausthúsum fæddist 22.
desember 1878 og lést 23. mars
1962. Kristrún fæddist 20. mars
1869 og lést 7. janúar 1960.
Foreldrar Ketils tóku í fóstur og
ólu upp 3 börn, sem óneitanlega
sýnir að þau höfðu „hjartað á rétt-
um stað“, enda erfðu bcrnin þá
kosti, eins og líf þeirra vitnar um.
Uppeldissystkin Ketils voru: Alex-
ander Kristjánsson, f. 11. septem-
ber 1910, d. 30. janúar 1949, sonur
Kristjáns Lárussonar frá Gerðu-
bergi og konu hans, Þóru Björns-
t
Eiginmaöur minn,
KARL GUÐMUNDSSON
frá Valshamri,
Svalbarði 12, Hafnarfiröi,
andaöist í Borgarspítalanum 15. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingibjörg Sumarliðadóttir.
t
Otför mannsins míns, fööur okkar og tengdafööur,
JÓNASARTHORODDSEN
fyrrverandi borgarfógeta,
veröur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavik fimmtudaginn 18. nóv-
ember, kl. 15.
Björg M. Thoroddsen,
Magnús Thoroddsen, Sólveig Kristinsdóttir,
María Thoroddsen, örn Ingólfsson,
Soffía Thoroddsen, Sigurður Kristinsson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móöur okkar,
SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Ásbraut 7, Kópavogi,
fyrrum húsfreyju á Litla Ármóti.
Bjarni Ellert Bjarnason,
Guöbjörg Bjarnadóttír,
Sigríöur Bjarnadóttir,
og aörir aöstandendur.
t
Einlægar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu okkur sam-
úö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og mágs,
MAGNÚSAR ÖFJÖRÐ VALBERGSSONAR,
og heiöruðu minningu hans. Guö blessi ykkur öll.
Áshildur Öfjörö Magnúsdóttir,
Þórdís Eövaldsdóttir,
Bergur Ketilsson,
Rögnvaldur Valbergsson,
Aöalbjörg Valbergsdóttir,
Valdís Valbergsdóttir,
Hannes Valbergsson,
Snæbjörn Valbergsson.
Valberg Hannesson,
Ólafur Haraldsson,
Gunnur Gunnarsdóttír,
Hrönn Gunnarsdóttir,
Sveinn Steingrimsson,
Jóhannes Snorrason,
dóttur frá Þverfelli; Ingólfur
Kristjánsson rithöfundur, f. 12.
desember 1919, d. 27. mars 1974,
sonur Kristjáns Pálssonar og
konu hans, Dannfríðar Brynjólfs-
dóttur er lengi bjuggu í Hólslandi,
Eyjahreppi; Þóra Árnadóttir,
ekkja Eymundar Magnússonar
skipstjóra. Þóra er dóttir séra
Árna Þórarinssonar prófasts og
konu hans, Elísabetar Sigurðar-
dóttir frá Skógarnesi, en eins og
kunnugt er bjuggu þau að Stóra-
hrauni.
Óbeint má segja að Hausthúsa-
fjöiskyldan hafi alið upp langtum
fleiri börn. Þá á ég við hin mörgu
börn sem dvöldu í lengri eða
skemmri tíma í Hausthúsum flest
að sumri til. Dagar barnanna sem
þar dvöldu voru fljótir að líða t.d.
í leik í Klettakoti, auk þess sem
þau kynntust ýmsum sveitastörf-
um og sérstakri hjartahlýju Rúnu
í Hausthúsum, en það nafn var
meira en nafn, það var nokkurs-
konar heiðurstitill í huga þeirra,
sem þekktu hana.
Jón bóndi og Ketill höfðu alltaf
mikið að starfa, störf sem voru
langtum erfiðari en nú tíðkast.
Dvöl okkar barnanna í Haust-
húsum voru ævintýradagar. Það
var til að mynda ekki ónýtt að fá
að fara með Kalla, ríðandi á eld-
fjörugum hestum eftir hinum
stóru og rennsléttu fjörum út í
eyjar til að reka burt trippastóð,
sem stolist hafði út í eyjarnar.
Þegar foreldrar Ketils brugðu
búi 1947 vegna heilsubrests, fluttu
þau hingað til Reykjavíkur. Ketill
stundaði eftir það vinnu við höfn-
ina, og þá lengst af hjá Eimskip,
eða þar til hann hætti þar fyrir
aldurssakir, þá 75 ára.
I viðtali við Ketil í Tímanum 5.
mars 1975, sem Jónas Guðmunds-
son átti við hann, segir frá áhuga
Ketils á bóka- og málverkasöfnun
og ummælum erlends Iistamanns,
Rudolf Weissauer, þar sem hann
lýsir undrun sinni á að fyrsti mað-
urinn, sem keypti mynd af honum
hér á landi, var Ketill, „verkamað-
ur við höfnina". Weissauer segir
þar. „Verkamenn í Þýskalandi
kaupa ekki kúnst. Slíkt gerist
hvergi, — nema á íslandi."
Jónas minnist á myndlistarsafn
Ketils og segir. „í rauninni verður
maður orðlaus við að sjá svona
listasafn. Listasafn Alþýðu er
reyndar til á Laugaveginum (nú
Grensásvegi), prýðilegt safn.
Þetta er líka listasafn alþýðu ...“
(og á hann við safn Ketils). „Hver
einasta mynd keypt fyrir fé, sem
unnið var inn með því að bera
varning á sjálfum sér við að losa
togara og skip. I raun og veru er
það hneisa, að enginn skuli gang-
ast fyrir sýningu á þessu einstæða
listasafni." Jónas telur upp mál-
verk eftir þessa listamenn: Hösk-
uld Björnsson; Jóhannes Kjarval;
Jóhannes Geir; Guðmund frá
Miðdal; Valtý Pétursson; Nínu
Try£Evadóttur; Arboe Clausen;
Ólaf Tubals; Jón Engilberts; Egg-
ert Guðmundsson; Eyjólf Eyfells;
Weissauer; einhvern Rússa; Hall-
dór Pétursson; Freymóð og margir
fleiri.
Ekki veit ég hvað enn er til af
þessum myndum, því hann gaf oft
myndir í afmælisgjafir.
Þriðja safnið átti Ketill og það
var það stærsta og dýrmætasta,
en það var ómæld tryggð og góð-
vild, fyrir að njóta þessa vil ég og
vinir hans þakka. Að lokum votta
ég Þóru, uppeldissystur Ketils,
Ingveldi Jónsdóttur, frænku hans,
og hinum mörgu vinum hans
samúð mína.
Blessuð veri minning Ketils
Jónssonar og foreldra hans, hjón-
anna Kristrúnar Ketilsdóttur og
Jóns Þórðarsonar frá Hausthús-
um.
(Útför Ketils fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudag 17.
nóvember kl. 3 e.h.).
Sig. H. Ólafsson
Vel farið með
stríðsfangana
Genf, nóvember. AP.
YFIRVÖLD í íran og írak hafa lýst
yfir aö fariö veröi vel meö stríös-
fanga í yfirstandandi stríöi þjóð-
anna, stuðst þar vió ákvæði þar
um í Genfarsáttmólanum.
íranir segjast hafa í haldi 45.000
íraska striösfanga, en írakar segj-
ast hafa náö 5000 írönskum
stríösföngum. Sendinefndir Rauöa
krossins hafa feröast um fanga-
búöir i báöum löndum, en hættu
því í íran í ágúst þar sem fangarnir
neituöu viötölum, sögöu þau
ástæöulaus þar sem vel væri farið
meö þá. Samkvæmt reglugeröum
Rauða krossins mega fangar ekki
neita slíkum viötölum, en þau hafa
gengiö snuröulaust í írak og þar-
lend yfirvöld hafa undirstrikaö
samvinnuvilja sinn meö því aö
heimila Rauöa krossinum aö líta á
nýjustu stríösfangana og ræöa viö
þá.
sv A\ El
MITT eftir Billy Graham
Ur fjötrum sjálfshyggjunnar
Ég finn, að ég er eins og aðrir nútímamenn: Hugur minn
snýst ekki um annaö en skemmtanir, langanir, áhyggjur og
vandamál. Ég þrái að elska Guð og tilbiðja hann, en hvernig
get ég breytt til?
Vitur maður sagði einhverju sinni: „Minnsti bögg-
ull sem til er, er maður sem er vafinn inn í sjálfan
sig.“ Þetta virðist vera sú klemma, sem þér eruð
kominn í.
Eitt af því dásamlegasta, sem við njótum, er við
trúum á Jesúm, er það, að við erum leyst úr „vef“
sjálfshyggjunnar. Jesús sagði: „Vilji einhver fylgja
mér, þá afneiti hann sjálfum sér.“ Þeir, sem „týna“
sjálfum sér vegna hans, finna sig ævinlega. Þér eruð
skýrt dæmi um það, hvílíkt víti líf manna er, þegar
Guði er úthýst.
Eg heyrði einu sinni sagt um mann, sem hafði
heillandi framkomu: „Þegar hann kemur inn í her-
bergi, er engu líkara en nýtt ljós lýsi það upp.“ Hvað
gerði þessi maður? Hann hafði lag á að leiða hugi
fólks frá því sjálfu, láta það hvílast og hjálpa því að
vera eðlilegt.
Þegar Kristur kemur inn í mannshjartað, er eins
og lífið fái birtu. Hann veit, hvernig hann getur
fengið okkur til að gleyma okkur sjálfum, byrðum
okkar, áhyggjum og kvíða.
Helgið allt, sem þér eigið, Kristi og málefni hans.
Gefið yður honum á vald. Týnið yður sjálfum, og þér
finnið yður. „Sá, sem týnir lífi sínu mín vegna, mun
finna það,“ sagði Jesús.
t
Útför eiginmanns míns,
SIGURJÓNS BÖDVARSSONAR,
Vogatungu 4, Kópavogi,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 13.30
Fyrir hönd vandamanna,
Ólöf Helgadóttir.
t
Bróðir minn og mágur minn,
ÞORSTEINN MARINÓ SIGURÐSSON,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvem-
ber. kl. 15.
Fyrir hönd ættingja,
Steinunn Siguróardóttir,
Finnur Árnason.
t
veröur jarðsungin frá Isafjaröarkirkju laugardaginn 20. nóvember,
x HILDIGUNNUR JÓAKIMSDÓTTIR,
Hrannargötu 9, ísafirði,
veröur jarösungin frá Isafjaröarkirkju, laugardaginn 20. nóvember
kl. 2.
Halldór Kristjénsson,
Jón Halldórsson, Sóley Siguröardóttir,
Auóur Halldórsdóttir, Mikael Ragnarsson,
Ólína J. Halldórsdóttir, Arnaldur Arnason,
Sigrún Halldórsdóttir, Björn Björnsson,
og barnabörn.
^^skriftar-
síminn er 830 33