Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
45
Minning:
Jónína Guðjóns-
dóttir Framnesi
Sólbjartan vordaginn, hinn 9.
dag júnímánaðar síðastliðinn, var
borin til hinstu hvílu, frá Kefla-
víkurkirkju, heiðurskonan Jónína
Guðjónsdóttir á Framnesi.
Jónína andaðist í Sjúkrahúsi
Keflavíkurlæknishéraðs 2. júní sl.,
eftír langvarandi sjúkdómsstríð,
nær 87 ára að aldri.
Jónína fæddist á Stóru-
Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 11.
júlí 1895. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðjón Jónsson, skipa-
smiður, og Guðrún Torfadóttir, en
hún fluttist með foreldrum sínum
og systur, Guðlaugu Ingibjörgu, til
Keflavíkur laust eftir síðustu
aldamót, og hér átti hún heima
síðan.
Skömmu eftir að fjölskyldan
fluttist til Keflavíkur, byggði Guð-
jón faðir hennar íbúðarhús sitt á
Vatnsnesklettum sunnan við
byggð í Keflavík. Hús sitt nefndi
hann Framnes. Þar ólust þær
systurnar upp, og við það nafn
voru þær systur jafnan kenndar.
Þótt Jónína nyti ekki annarrar
skólamenntunar en barnaskóla,
sem þá var stundum af skornum
skammti, þá hafði hún aflað sér
þeirrar fræðslu og menntunar
með sjálfsnámi, að hún var full-
fær til starfa við uppfræðslu
barna. Hún hélt lengi smábarna-
skóla heima á Framnesi, en eftir
að skólaskyldan var færð niður, þá
hóf hún kennslu við barnaskólann
í Keflavík og fór það vel úr hendi.
Hún kenndi þar einnig um tíma
handavinnu stúlkna og var eftir
að hún hætti kennslu lengi próf-
dómari í þeirri grein.
Jónína var listhneigð og bera
því vitni margar svartkrítar- og
vatnslitamyndir, sem prýddu
veggi stofunnar á Framnesi.
Þegar Guðlaug systir hennar
var sjötug, skrifaði ég nokkrar lín-
ur í Faxa, og vegna þess að þær
voru að nokkru tileinkaðar þeim
systrum báðum, þá vil ég endur-
taka þær hér.
„Framnes, litli bærinn á klett-
unum norðan til á Vatnsnesinu, á
sína sögu í óskráðri byggðasögu
Keflavíkur. Inn á milli gróður-
snauöra klettanna varð til einhver
fyrsti vísir að skrúðgarði í Kefla-
vík. Systurnar á Framnesi skipu-
lögðu og ræktuðu reitinn um-
hverfis bæinn, sem girtur var
hlöðnu grágrýti, til, skjóls fyrir
svalri norðanáttinni. í reitnum
gróðursettu þær systurnar ís-
lenskar jurtir, er þær gátu fundið
hér nærlendis, einnig ræktuðu
þær margt af útlendum jurtum.
Trjágróður reyndu þær einnig að
rækta, en vegna sjávarseltu, er
berst yfir reitinn í norðanveðrum,
lánaðist sá gróður eigi.
Innan dyra á Framnesi var
einnig gróður að finna. Um langan
tíma mun óvíða í Keflavík hafa
verið jafnstórt og gott bókasafn og
þar. Þær systur lásu mikið og
fylgdust með öllu nýju á sviði
bókmenntanna.
Frá Framnesi sér vítt til allra
átta og víðast út á Víkina, til hafs.
Þar er fagurt á sólbjörtum sumar-
dögum. Hér hefur engin tilviljun
ráðið um bæjarstæðið. Frá þess-
um litla bæ, sem um langan tíma
var eins og vin á gráu brimsorfnu
Vatnsnesklettunum sunnan við
Keflavík, hefur æska þessa byggð-
arlags notið sterkra og hlýrra
strauma, hollra áhrifa síðustu
áratugina."
Á sama hátt og systurnar hlúðu
að blómum í 'garðinum sínum
heima á Framnesi, þá ræktuðu
þær annan reit tengdan uppeldi
barnanna. En þar á ég við störf
þeirra systra við barnastúkuna
Nýársstjörnuna í Keflavík, en þar
var Jónína gæslumaður ásamt
Guðlaugu systur sinni um 50 ára
skeið eða frá skírdegi 1919 til 1968.
Þessi barnastúka var um tíma
fjölmennasta barnastúka landsins
eða um 500 börn.
Þær systurnar urðu því að
skipta hópnum í tvær deildir,
yngri og eldri stúku. Þetta hefur
verið mikið starf, sem allir gera
sér ekki grein fyrir. Hér fóru ekki
aðeins fram fundarstörf, heldur
einnig leikstarfsemi, sem þær
systurnar lögðu mikla rækt við og
vinnu. Ekki aðeins við æfingarnar
heldur einnig við búningana, sem
þær saumuðu alla sjálfar.
Það er að sjálfsögðu engin til-
viljun, að við Keflvíkingar höfum
átt afburða leikara á fjölum Þjóð-
leikhússins og einnig hér heima
um árabil. Þeir hafa margir stigið
fyrstu sporin á leiksviði Nýárs-
stjörnunnar í Keflavík, undir
stjórn systranna á Framnesi.
En þáttur Jónínu í félagsmálum
er ekki hér með allur talinn. Hún
gekk snemma í Kvennadeild
Slysavarnafélags íslands í Kefla-
vík, og var síðar formaður félags-
ins í 28 ár eða frá 1943—1971, er
hún óskaði að hætta formanns-
störfum, en félagar voru þær syst-
urnar báðar meðan þær lifðu.
Heiðursfélagi var Jónína gerð í
Slysavarnafélaginu 1971.
Á nýársdag 1972 var þeim systr-
um báðum veitt viðurkenning
fyrir störf þeirra að félagsmálum
og voru þær þá sæmdar riddara-
krossi Hinnar íslensku fálkaorðu.
Þessi veiting var sannarlega
verðskulduð.
Hér er kvödd sérstæð kona, vel
gerð og dugmikil, sem beindi
störfum sínum að uppeldi æsk-
unnar og einnig, og ekki síður, að
slysavörnum sjómanna.
Minning:
Gísli Konráðsson
Hnífsdal — Minning
Þær FramnessyStur voru þeirr-
ar gerðar, að þær vildu sem
minnst láta á sér bera, voru hlé-
drægar. Þær sóttust ekki eftir
mannvirðingum eða völdum. Sá
hvati hefur því ekki verið ráðandi
er Jónína tók að sér formennsku í
Slysavarnadeildinni. En ég get
mér þess til, að hér hafi miklu
ráðið um afstöðu hennar, er hún
var kölluð til starfsins, atburður í
lífi þeirra systra, er hér skal
greina:
í byrjun árs 1932 var að þeim
systrum, meðal annarra, kveðinn
þungur harmur, þegar systurson-
ur þeirra og uppeldisbróðir, Magn-
ús Sigurðsson, drukknaði, er vél-
báturinn Hulda fórst með allri
áhöfn á leið frá Reykjavík til
Keflavíkur.
Um leið og við hjónin kveðjum
góðan vin með þökk fyrir samstarf
á mörgum liðnum árum, þá færum
við ættingjum og vinum samúð-
arkveðjur.
Ragnar Guðleifsson
Fæddur 27. september 1903
Dáinn 24. september 1982
Er svo vildi til að ég var í lok
sjötta áratugsins að vinna á ísa-
firði og Bolungarvík ásamt bróður
mínum, Birni Konráðs, og við
höfðum komið okkur fyrir á hóteli
til dvalar, að til okkar kom maður
er nefndi sig hinu landskunna
nafni og umtalaða í okkar ætt:
Gísli Konráðsson.
Kunnugt var honum um ættar-
tengsl okkar. Allir vorum við
komnir frá Konráði Konráðssyni í
Bjarnarhöfn og Margréti dóttur
séra Bjarna á Mælifelli í Skaga-
firði, en Konráð var Konráðsson
frá Völlum og því albróðir Gísla
sagnaritara, er endaði ævistörf
sín í Flatey með eftirminnilegum
sporum. r
Konráð sonur Konráðar í Bjarn-
arhöfn fæddist og ólst upp hjá afa
sínum að Mælifelli, en fórst á
fyrsta búskaparári sínu eftir að
hann kom vestur, drukknaði í
Miðá 22. júlí 1836. Konráð sonur
hans var kunnur maður í Stykk-
ishólmi, verzlunarmaður í Kon-
ráðsbæ, og þar virðist afi Gísla
vera fæddur 1870.
Gísli lét sér nú ekki nægja að
heilsa uppá okkur bræður, heldur
taldi sjálfsagt að leiða okkur heim
á heimili sitt í Hnífsdal sem vær-
um við bræður hans. Þar var
okkur tveim höndum tekið og ekki
lét Sigurborg kona hans sitt eftir
Edvald Friðjóns-
son — Kveðjuorð
Edvard Friðjónsson verzlunar-
stjóri á Akranesi lézt langt um
aldur fram. Hann var fæddur hér
á Akranesi, 15. september 1922,
sonur hjónanna Helgu Jónsdóttur
og Friðjóns Runólfssonar. Hann
lézt 15. september sl. þá staddur á
erlendri grund, þar sem hann ætl-
aði að halda upp á merkisafmæli,
og fá sér smáhvíld frá erilssömu
starfi.
Lífsstarf Edvards var allt tengt
verzlunarstörfum milli 35 og 40
ár. Samstarf okkar hófst 1945 hjá
Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga,
og hélst til 1962 er hann keypti
verzlunina Andvara hér í bæ, og
rak til ársins 1971 en þá gerðist
hann verzlunarstjóri hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands hér í bæ og gegndi
því starfi til hinstu stundar.
Edvard gerðist bifreiðarstjóri
hjá KSB 1945, en innan tveggja
ára varð hann afgreiðslumaður í
aðalbúð félagsins, og gerðist brátt
verzlunarstjóri, en þá og næstu ár
voru umsvif félagsins hér allmikil,
bæði í verzlun og á ýmsan annan
hátt, svo sem bygging og rekstur
mjólkurstöðvar, bygging slátur-
húss, olíusala og vöruflutningar,
bæði frá Reykjavík og til við-
skiptamanna hér upp í sveitunum.
Þá var verzlun mjög ólík því
sem nú er, vöruskortur var mikill,
sumar vörur svo sem ávextir sáust
vart nema einu sinni á á,ri, og þá
oftast rétt fyrir jól. Það var ekki
alltaf vinsælt starf að skipta slík-
um vörum á milli viðskiptamanna,
en allt gekk þetta með góðum vilja
starfsfólksins.
Árið 1955 fór Edvard tll Kaup-
mannahafnar á vegum kaupfé-
lagsins til þess að kynna sér rekst-
ur kjörbúða, var hann part úr
sumri hjá HB í Kaupmannahöfn
og kynnti sér starfsemi þeirra þar.
Það kom því af sjálfu sér að þegar
kaupfélagið setti á stofn kjörbúð
1967 í nýbyggðu húsi, þar sem nú
er veitingahúsið Stillholt, að hann
tók við stjórn hennar og mótaði í
upphafi, var það fyrsta kjörbúðin
sem stofnsett var í Vesturlands-
kjördæmi, og þriðja eða fjórða
kjörbúðin á landinu. Sýndi hann
þá, sem fyrr og síðar, að hann var
mjög fær og lipur verzlunarmaður
sem allir höfðu ánægju af að
skipta við, hann var ætíð léttur í
skapi og ræddi við viðskiptavini
sína í léttum og gamansömum tón.
Á þessum árum hafði kaupfé-
lagið árlega Húsmæðrakvöld, voru
þar veitingar og oftast einhver
fræðsla um samvinnumál svo og
kvikmyndir undir borðum, síðan
var jafnan stiginn dans, sá Edvard
þá alltaf um músíkina, en hann
var mikill harmonikkusnillingur
sem flestir vita, voru samkomur
þessar alltaf haldnar í félagsheim-
ilum hér í bænum eða nágranna-
hreppunum. Voru samkomur þess-
ar vel sóttar, oftast milli eitt og
tvö hundruð manns, stóð Ebbi þá
alltaf einn með nikkuna lVi—2
tíma. Þótti þetta góðar samkomur
og hvíldu þær mikið á hans herð-
um. Það var nefnilega sama hvað
þurfti að gera, Ebbi var alltaf til-
búinn til hvaða starfs sem var,
hans er því gott að minnast.
Edvard tók mikinn þátt i félags-
skap verzlunarmanna, og var um
tíma formaður Kaupmannafélags
Akraness, þá var hann og mjög
virkur félagi í Lionsklúbbi Akra-
ness, og vann þar mikið starf, þar
sem hann gegndi stjórnarstörfum
og var formaður hans um skeið.
21. júní 1947 kvæntist Edvard
eftirlifandi konu sinni, Laufeyju
Runólfsdóttur úr Borgarnesi,
eignuðust þau 5 mannvænleg
börn, en þau eru: Sigrún, gift Ein-
ari Þorgeirssyni, garðyrkjumanni,
Friðjón, verzlunarstjóri, giftur
Guðrúnu Kristjánsdóttur, sjúkra-
liða, Helga Björk, gift Guðjóni
Kristinssyni, véltæknifræðing,
Berglind, gift Þorgeiri Jóhanns-
syni, sjómanni og Ingi Þór, verzl-
unarmaður en unnusta hans er
Eybjörg Guðmundsdóttir nemi.
Já, Ebbi, eins og hann var oftast
kallaður af kunningjum sínum, er
horfinn langt um aldur fram.
Hann var mikill Akurnesingur,
hér var hann fæddur, hér voru
æsku- og unglingsárin og hér
starfaði hann allt sitt líf, hann var
hvers manns hugljúfi sem honum
kynntust. Akranes er fátækara
eftir fráfall hans, hann setti svip á
bæjarlífið um langt skeið, hann
var bæ sínum og stétt til sóma
hvar sem hann fór, stétt verzlun-
armanna á Akranesi er svipminni
en áður.
Um leið og ég sendi aldraðri
móður, eiginkonu, börnum og öðr-
um aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur, þakka ég Ebba
langt og gott samstarf, sem gott er
að minnast, og aldrei bar skugga
á. Blessuð veri minning hans.
Sveinn Kr. Guðmundsson
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö vlð andlát og útför
KRISTJÁNS GUDLAUGSSONAR
hœstaréttarlögmanns.
Bergþóra Brynjúlfsdóttir,
Anna Kristjánsdóttir, Haukur Steinsson,
Grétar Br. Kristjónsson,
og barnabörn.
liggja að taka við okkur á heimilið
og ekki síður af bræðralagshug en
maður hennar. Nokuð oft bar mig
á sömu slóðir næstu árin og ávallt
voru þar sömu viðtökurnar.
Gísli gladdi okkur hjónin líka
með heimsókn til okkar í Reykja-
vík, færandi hreint íslenskt sæl-
gæti, harðmeti fiskjar, sem hann
kunni svo listilega með að fara frá
blautum sjó og njóta þess að gefa
og gleðja.
Raunar hafði ég frá barnæsku
heyrt Gísla getið, bæðr vegna
nafnsins, sem ef til vill hefur stutt
að því, að Brynjólfur föðurbróðir
minn tók hann ungan í fóstur, eins
og Hjörtur Sturlaugsson segir svo
prýðilega vel frá í grein sinni í
Morgunbl. núna 2. nóvember.
Ætla ég ekki að endurtaka neitt af
því, heldur þakka þann sonarlega
hug og þakkarvirðingu sem Gísli
bar svo höfðinglega til fósturfor-
eldra sinna, er hann kallaði svo,
Guðrúnar og Brynjólfs, er sjálf
eignuðust ekki barn. Gísli heiðraði
minningu Brynjólfs með því að
gefa fyrsta barni sínu nafn hans
og gladdist yfir því að drengurinn
væri „myndarstrákur". Vissi ég
vel hvað hann meinti, því að
Brynjólfur Björnsson, fóstrinn,
var með allra stærstu mönnum og
dró ekki framburður máls hans
þar úr, heldur fylgdi óvenjulega
vel eftir. Einn bræðra minna kom
líka í fóstur til Brynjólfs á síðustu
búskaparárum hans og var þar
samtíma Gísla.
Þótt við kynnum að hafa notið
þeirra frændkynna hjá Gísla, held
ég að eðli hans hafi þó ráðið þar
mestu, meðfæddur eiginleiki að
vilja vera hverjum manni sem
best, og vel tek ég undir með Hirti
(sem ég vísa enn til) að aldrei
heyrði ég Gísla hallmæla neinum.
Nafns og föðurnafns held ég að
hann hafi líka heldur notið en
goidið. Bæði var gamli Gísli Kon-
ráðsson í Flatey mjög vinsæll þar
samkvæmt ævisögu Snæbjarnar í
Hergilsey og Konráð í Bjarnar-
höfn líka samkvæmt kirkjubókum
sinnar sveitar, þar sem hann virð-
ist hafa verið vel liðtækur til
„ljósmóðurstarfa" og því oft talinn
sjálfsagður við skírn barna „sem
guðfaðir". Svo virðist mér, að Gísli
í Hnífsdal hafi með nafnburði sín-
um, þar engum góðminningum
spillt, því að engan heyrði ég hall-
mæla honum.
Ég leit svo til, að þeir sem erfitt
áttu hefðu ekki síst notið og þakk-
að Gísla samfylgdina og hefðu
húsdýrin hans mátt mæla, hefði
þaðan ekki andað köldu til hans.
Og að lokum, hvíl þú rótt minn
gamli og góðtryggi frændi, vitandi
fleiri en mig hugsa vitnisburð
þinn þannig:
Mér var Ijúfur maðurinn
minning gvvmi kæra.
Kftir langan lífsdaginn
lofud sé hans æra.
Ingþór Sigurbjörnsson