Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Góður árangur
á Spáni
ÍSLENSKA kvennalandsliöið í
handknattleik tók þátt í tjögurra
landa móti á Spáni um helgina og
stóó liðið sig mjög vel. Eftir því
sem við komumst næst lentu
stúlkurnar í öðru sæti á mótinu.
Sigruðu þær ítalíu og Vestur-
Þýskaland örugglega en töpuðu
síöan úrslitaleiknum fyrir Spán-
verjum.
Mjög illa hefur gengið að fá upp-
lýsingar um mótið þar sem HSÍ
hafði ekki símanúmer á þeim staö
er liðið bjó, og hafa forráðamenn
handknattleikssambandsins ekki
heyrt neitt um úrslitin. Nánari frá-
sögn af mótinu verður því að bíða
þar til liðiö kemur heim.
Átta liö í tveimur
flokkum kepptu í
Borgarfjarðarmótinu
SVOKALLAO Borgarfjaröarmót í
knattspyrnu var haldiö á sunnu-
dag og mánudag. Keppt var á
íþróttavellinum í Borgarnesi og
kepptu fjögur lið í hvorum flokki
frá öllum framhaldsskólunum í
Borgarfiröi að Hússtjórnarskólan-
um á Varmalandi undanskildum.
Fóru leikar þannig að Hvanneyr-
ingar fóru með sigur af hólmi í
piltaflokki en stúlkurnar úr Borg-
arnesi í sínum flokki. Hlutu þessi
líð í verölaun farandbikara sem
KB og Mjólkursamlag Borgfirð-
inga gáfu til keppninnar. Var
drengilega keppt og var keppnin
mjög skemmtíleg í alla staöi.
• Lið Hvanneyringa sem sigraði í Borgarfjaröarmótinu.
• Stúlknalið frá Borgarnesi sigurvegari í kvennaflokki.
Arsþing siglingasambandsins:
Skotland vann í Sviss
Eftir því sem Mbl. hefur fregnaö
gæti svo farið að Bjarni Sigurðs-
son, markvörður Skagamanna
skipti um félag á næstunni og
hefur hann verið orðaður við lið
Njarðvíkur.
Bjarni hefur leikið meö ÍA í nokkur
ár en hann er af Suðurnesjunum
og lék áður með Keflavík. Eins og
Lens vann
á útivelli
Lið Teits Þóröarsonar, Lens,
sigraði St. Etienne 1:0 á útivelli í
gærkvöldi í frönsku 1. deildinni í
knattspyrnu og er Lens nú í 3.
sæti. Karl Þórðarson og félagar
hans í Laval geru jafntefli viö
Lyon (1:1) á heimavelli sínum.
Urslit leikja í gær uröu þessi:
Tours — Nantes 0:4
Sochaux — Bordeaux 0:2
St. Etienne — Lens 0:1
Lille — Paris S.G. 1:0
Toulouse — Brest 2:2
Rouen — Nancy 1:0
Auxerre — Monaco 1:0
Laval — Lyon 1:1
Strasbourg — Bastia 2:1
Metz — Mulhouse 3:0
Nantes er nú í efsta sæti, Borde-
aux í öðru og Lens í þriðja. Laval
er í 9. sæti.
fram hefur komiö verður Kristján
Olgeirsson ekki með Skaga-
mönnum næsta sumar þar sem
hann veröur líklega þjálfari og leik-
Skipta Bjarni
og Friörik?
TVEIR landsleikir líða undir 21
árs fóru fram í gær. Englendingar
og Grikkir léku í Aþenu og sigr-
uðu Grikkir með einu marki gegn
engu. Sigurmarkiö var skorað á
86. mínútu og var Lysander
Georgamlis þar að verki. 10.000
horfðu á leikinn og þar af voru 30
ungir Englendingar. Það var sér-
staklega tekið fram í frétta-
skeytum aö ekki hafi verið um
neinar óspektir aö ræöa á vellin-
um.
Þá léku Svisslendingar og Skot-
ar í Sviss og sigruöu Skotarnir
meö fjórum mörkum gegn þremur.
Þeir voru komnir í 3—0 eftir 73
mínútur, en þá skoruðu Svisslend-
ingar þrjú mörk á níu mínútum og
jöfnuöu leikinn. Skotar tryggöu sér
síöan sigur í leiknum er þeir skor-
uðu sitt fjóröa mark.
maður með Völsungi á Húsavík
ásamt Helga Helgasyni, sem áöur
lék með Víkingi, en þeir eru báðir
gamlir Völsungar.
Þá hefur okkur einnig borist til
eyrna sá orðrómur að Friðrik Frið-
riksson, hinn stórefnilegi mark-
vörður Fram sé að hugsa um að
færa sig um set, og tjáöi heimildar-
maðurinn okkur að Akurnesingar
væru á eftir honum í stað Bjarna.
Önnur félög munu einnig hafa
áhuga á Friðriki.
Leiðrétting:
Lokatölur
104—101
j FRÁSÖGN Morgunblaðsins í
gærdag af leik KR og Fram,
slæddist sú leiða villa inn, aö
leikurinn heföi endað 104—102,
en það er ekki rétt. Leiknum lauk
með sigri KR 104—101. Eru les-
endur, svo og leikmenn liðanna,
beðnir velvirðingar á þessu.
Það er rétt aö geta þess, aö
leikinn dæmdu þeir Gunnar Val-
geirsson og Kristinn Albertsson og
dæmdu þeir mjög vel. Höfðu allan
tímann góð tök á leiknum og
dæmdu af festu.
— ÞR
Duk Koo Kim úrskurð-
aður svo gott sem látinn
eftir keppni við Mancini
Hnefaleikameistarinn í léttvigt,
Bandaríkjamaðurinn Ray
„Boom-Boom" Mancini, varöi
heimsmeistaratitil sinn á laug-
ardaginn í Las Vegas er hann
sigraði Suöur-Kóreubúann Duk
Koo Kim. Sigraöi „Boom-Boom“
Kóreubúann í 14. lotu með geysi-
föstu vinstrihandarhöggi og lá
hann meðvitundarlaus eftir.
Áhorfendur réðu sér ekki fyrir
kæti en stuttu síðar kárnaöi gam-
anið heldur því Kim var úrskurö-
aöur svo gott sem látinn.
„Heilinn starfar ekki. Við finnum
engin viðbrögð hjá Kim, enga
hreyfingu, alls ekkert," sagöi einn
læknanna sem reyndu aö halda líf-
inu í hnefaleikamanninum eftir
þriggja klukkustunda langan upp-
skurð. Mikiö blæddi inn á heila
Kim — hvort sem um er að kenna
öllum þeim höggum sem hann fékk
í keppninni eöa síöasta högginu
sem hann var rotaöur með. Það
skiptir heldur ekki máli núna þegar
svona er komiö.
Framkvæmdastjóri sigurvegar-
ans, Mancinis, sagöi eftir keppnina
að meistarinn biöi á hótelherbergi
sínu ásamt fjölskyldu sinni og
presti einum, og vonaöi allt hið
besta í sambandi viö Kóreubúann.
„Hann tekur þetta mjög nærri sér
og getur ómögulega talað við
fréttamenn núna,“ sagði fram-
kvæmdastjórinn.
Þetta var í annað skiptiö sem
Mancini varði heimsmeistaratitilinn
í léttvigt, áöur haföi hann sigraö
Bandaríkjamanninn Art Frias meö
rothöggi í fyrstu lotu í viöureign
þeirra í mai.
í fyrstu virkaði Mancini óöruggur
í keþþninni við Kóreubúann á laug-
ardaginn, og kom það honum
greinilega á óvart hvernig hann
hagaði sér. Duk Koo Kim var
óhræddur aö berjast í návígi, en
honum tókst þó ekki að skaða
Bandaríkjamanninn — sem hafði
örugga forystu á stigum.
í uþþhafi 13. lotu sló Mancini
Kim 40 sinnum án þess aö hann
næði aö svara fyrir sig og rothögg-
ið lá í loftinu. i byrjun 14. lotunnar
kom Mancini svo askvaöandi úr
sínu horni og byrjaöi á því að
senda vinstri hnefann tvisvar af
krafti í andlit Kims. Suöur-Kóreu-
búinn féll í gólfið, stóö uþþ til hálfs,
en féll síðan niður aftur. Hann var
meövitundarlaus er dómarinn
stöövaði leikinn er aöeins 19 sek-
úndur voru liönar af næstsíðustu
lotu. Kim var færður í snatri í
sjúkrahús en læknar töldu nær
enga von um að bjarga honum.
6.500 áhorfendur voru mættir í
hina nýju Caesars Palace-íþrótta-
höll í Las Vegas til aö fylgjast meö
þessari viðureign. Mancini fókk
250.000 dollara fyrir sinn snúö
(það eru rúmar fjórar milljónir ís-
lenskra króna), en hann hefur sigr-
að í síðustu 25 keþþnum sinum, og
þar af í 20 með rothöggi. Kim átti
að fá 20.000 dollara (um 325.000
ísl. kr.) fyrir að berjast við meistar-
ann. Hann hafði sigraö í 17 viöur-
eignum og þar af einni með rot-
höggi. Þetta var í annaö skiþti sem
hann var rotaður — og einnig þaö
síöasta.
Evrópumót haldið hér
á landi næsta sumar
ÁRSÞING Siglingasambands ís-
lands var haldið að Hótel Esju í
Reykjavík laugardaginn 13. nóv-
ember. Þingið sátu 25 fulltrúar frá
4 héraðssamböndum ásamt
fjölda gesta. Umræður voru aö
venju mjög líflegar. í skýrslu frá-
farandi formanns kom fram að
starf Sambandsins á síðasta ári
var blómlegt og fjárhagur traust-
ur. Einnig kom fram að á næsta
ári sem er 10. afmælisár Sam-
bandsins er ákveöið að Evrópu-
mót á Topper-bátum fari fram
hér á landi 16. og 23. júlí nk. og
mun keppnisleiðin veröa á
Skerjafirði. Búist er viö þátttöku
80 til 100 báta.
Eftirtaldir stjórnarmenn gáfu
ekki kost á sér til endurkjörs:
Bjarni Hannesson formaöur, Stein-
ar Gunnarsson gjaldkeri og Ingi
Ásmundsson erl.ritari. Voru þeim
þökkuö vel unnin störf á liönum
árum.
Nýr formaöur var einróma kjör-
inn Jóhann Gunnarsson, aörir í
stjórn eru Ari Bergmann Einars-
son, Erling Ásgeirsson, Símon
Kjærnested og Páll Hreinsson.
Varamenn Baldvin Einarsson,
Stefán Stefensen og Sævar Örn
Sigurðsson.
• Fólkið fagnar, en stuttu síðar kárnaði gamanið heldur betur. Hnefaleikakappinn sem liggur í hringnum,
Suöur-Kóreubúinn Duk Koo Kim, var úrskurðaöur svo gott sem látinn. Keppnin var í beinni útsendingu í
bandaríska sjónvarpinu og er talið aö um 20 milljónir manna hafi fylgst meö henni.
i