Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 48
^^skriftar-
síminn er 830 33
□5
juglýsinga-
síminn er 2 24 80
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Fárvidrid sem dundi yfir landiA { gær setti víða strik í reikninginn. Á
Norðurlandi bar það við að menn þurftu að róa á bátum milli húsa, en
þótt ekki flæddi á Suðurlandi, gekk erfiðlega fyrir fólk að komast um
götur eins og sjá má á myndinni sem Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari
Mbl. tók í Reykjavík i gær.
Olíuverðshækkunin kostar útgerðina 180—200 milljónir króna:
Ástandið verra en
nokkru sinni fyrr
_ OArfiA rfiiot l?inoi*DDAn ItorrfaxnAínmiv ¥ ¥FT
segir Agúst Einarsson, hagfræðingur LÍU
„ÁHRIF hækkunarinnar á útgerðina eru gífurleg, en kostnaðaraukinn á ári
vegna hennar er á bilinu 180—200 milljónir króna. I>að er því alveg Ijóst, að
staðan í árslok verður mjög slæm. Reyndar man ég ekki eftir verri stöðu
útgerðarinnar," sagði Ágúst Einarsson, hagfræðingur Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna, LIÚ, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir
áhrifum 19,2% hækkunar á gasolíu og 16,7% hækkun svartolíu fyrir útgerð-
ina.
„Við lögðum mikla áherzlu á
það, þegar umræður fóru fram um
vanda útgerðarinnar í haust, að
olíuverð myndi ekki hækka fyrir 1.
desember, þegar nýtt fiskverð tek-
ur gildi, en það hefur reyndar ver-
ið ákvarðað með lögum,“ sagði Ág-
úst Einarsson ennfremur.
„Það er því Ijóst, að staða út-
gerðarinnar er mjög slæm nú í lok
ársins. Aflabrögð voru mun lakari
í októbermánuði en þau voru á
sama tíma í fyrra, auk þess sem
stór hluti flotans liggur nú í karfa.
Reyndar er þessi árstími sá erfið-
asti fyrir útgerðina í venjulegu ár-
ferði, hvað þá nú þegar aflabrögð
eru minnkandi og svo þessi mikla
olíuverðshækkun. Óneitanlega
hrýs manni hugur við ástandinu,"
sagði Ágúst.
„Auk olíuverðshækkunarinnar
hækkuðu vextir á dögunum, sem
kom auðvitað illa við útgerðina,
sérstaklega í sambandi við van-
skil. Því til viðbótar hefur gengis-
þróunin gert okkur erfitt fyrir, því
hún hefur áhrif á fleira en olíu-
verð. Allur erlendur tilkostnaður
útgerðarinnar hækkar stöðugt.
Þessu til viðbótar hefur afli verið
mun minni í ár, en hann var í
fyrra. Síðan er búið að lögbinda
fiskverðshækkunina 1. desember
nk. og hún er því aðeins eins og
dropi í hafið á móti þessum aukna
tilkostnaði," sagði Ágúst Einars-
son, hagfræðingur LÍU að síðustu.
Milljónatjón í flóðum
víða á Norðurlandi
MIKLAR skemmdir urðu af völdum
sjávargangs í bæjum á Norðurlandi i
gær í fárviðrinu sem gekk yfir jafn-
hliða stærsta straumi. Á llúsavík, í
Siglufirði, á Sauðárkróki, Hofsósi og í
Hrísey, flæddi sjór yfir mannvirki og
olli stórskemmdum og sums staðar
voru götur undir allt að 60 sm
djúpum sjó. Hafnarmannvirki urðu
fyrir skemmdum á öllum þessum stöð-
um, nokkrar trillur sukku, skemmdir á
húsmunum og íbúðum urðu i tugum
húsa og einnig flæddi sjór inn í fisk-
verkunarhús þannig að skemmdir urðu
á fiski og mannvirkjun.
Talið er, að mest tjón hafi orðið í
Hrísey, en þar urðu miklar skemmd-
ir á hafnargarðinum og öðrum
mannvirkjum við höfnina, m.a. í
fiskvefkunarhúsi og trésmiðju. Er
talið, að tjónið í Hrísey nemi millj-
ónum króna, en þegar verst lét í
gærmorgun reru menn á árabátum
milli þeirra húsa sem neðst standa í
þorpinu.
Þorskárgangurinn frá
árinu 1976 finnst ekki
Hafrannsóknarstofnun leggur til 350.000 lesta hámarksafla þorsks í stað
450.000 lesta 1982 — 350.000 lesta veiði þýðir 2% samdrátt þjóðartekna
HAFRANNSÓKNASTOFNUN legg-
ur nú til að hámarks þorskafli næsta
árs verði 350.000 lestir i stað 450.000
lesta á þessu ári. Ekki er reiknað
með að nema 380.000 til 390.000
lestir veiðist á þessu ári. Stafar þetta
aðallega af því, að árgangurinn frá
1976, sem álitinn var mjög sterkur,
finnst ekki nema að litlu leyti nú.
Verði aðeins leyfður 350.000 lesta
hámarksafli þýðir það um 2% sam-
drátt þjóðartekna.
„Þetta er ákaflega alvarlegur
boðskapur og ennþá verra en ég
átti von á. Það veldur náttúrlega
miklum vonbrigðum, að áætlanir
þeirra um 1976-árganginn virðast
ekki hafa staðizt. Það hefur nú
verið svo mikið um hann talað og
styrkleika hans. Þarna er náttúr-
lega ýmsum spurningum ósvarað.
Þeir telja að hann hafi komið
fram i veiðinni í fyrra og að sjálf-
sögðu í athugun á þriggja ára
fiski, en af einhverjum ástæðum
finnst hann ekki nú. Mér finnst
Banaslys á Blönduósi
Bldnduósi, 16. nóvember.
BANASLYS varð við grunn nýju
sjúkrahússbyggingarinnar á Blöndu-
ósi um klukkan 11 í morgun.
Slysið varð með þeim hætti að
vörubíll, sem var að flytja steypu-
styrktarjárn í grunninn, festist í
snjó og hálku. Bílstjórinn hugðist
losa kerru, sem járnið hvíldi á og
gerð er til' þessháttar flutninga,
aftan úr bílnum og létta þannig á
honum. Þegar hann hafði losað
beisli kerrunnar, reistist hún upp
að aftan og klemmdist maðurinn á
milli vörubílspallsins og beislisins.
Hann lést á sjúkrahúsinu á
Blönduósi skömmu síðar. Ekki er
unnt að birta nafn hins látna að
svo stöddu.
Menn, sem unnu við byggingar-
framkvæmdir, sáu þegar slysið
varð og var bílstjórinn samstundis
fluttur á sjúkrahúsið, en lést þar
skömmu síðar, eins og áður sagði.
- B.V.
þetta þurfi nú nánari rannsóknar
við, en þetta eru engu að síður
mjög alvarleg tíðindi fyrir þjóðar-
búið. Þjóðhagsstofnun reiknaði
með 400.000 lestum í útreikning-
um sínum fyrir næsta ár og ef það
fer niður í 350.000 lestir þýðir það
allt að 2% minni þjóðartekjur. Ég
mun síðan ræða við fiskifræðinga
og hagsmunaaðila sjávarútvegsins
áður en ég geri mínar tillögur til
ríkisstjórnarinnar," sagði Stein-
grímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra, er Morgunblaðið
innti hann álits á tillögum
Hafrannsóknastofnunar.
„Hafrannsóknastofnun hefur
ekki hirt um að senda LÍÚ þessar
niðurstöður sínar, þannig að ég
get ekki tjáð mig nema hafa til
þess einhver gögn. Eftir fréttum
sýnist mér þetta mest getgátur
um það, hvað hafi skeð og hvað
hafi ekki skeð. 1976-árgangurinn
átti að vera sá sterkasti, sem fram
hefur komið, en nú finnst hann
ekki. Þetta skapar nú ekki traust á
þessum vísindum, minnugir þess,
að við höfum alltaf veitt meira en
þeir hafa mælt með og þá hafa
þeir alltaf hækkað sig. Nú veiðum
við minna og þá lækka þeir sig,“
sagði Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍÚ.
Sjá nánar á miðopnu blaðsins í
dag Sjá nánar á miðsíðu
Mikfar skemmdir urðu í Siglufirði,
en samkvæmt upplýsingum frétta-
ritara Morgunblaðsins þar fór að
flæða inn í bæinn milli kl. 7 og 8 í
gærmorgun. Ekki leið á löngu þar til
Aðalgatan, Grundargata, Norður-
gata, Lækjargata, Vetrarbraut og
fleiri götur voru umflotnar vatni og
dóluðu þar um á reki drumbar neðan
frá höfn og m.a. sigldi um göturnar
10 tonna vatnsgeymir sem lenti í
reiðileysi í óveðrinu. Miklar
skemmdir urðu á saltfiski í Siglu-
firði og sama er að segja um Hrísey
þar sem fiskur fyrir hundruð þús-
unda króna var umflotinn vatni. í
Siglufirði flaut vatn inn í nær 20
íbúðarhús og var þar um að ræða
allt að 50 sm djúpan sjó. Urðu víða
skemmdir á teppum, húsmunum og
heimilistækjum og eitt gamalt hús í
eigu Shell skemmdist nokkuð. Brim-
ið var slíkt að það gekk óbrotið yfir
flóðavarnargarðinn, en þar sem sjór-
inn gekk nú óhindraður inn í bæinn
austur af Eyrinni, voru áður bryggj-
ur sem tóku af höggið við slíkar að-
stæður. Þessar trébryggjur voru
fjarlægðar fyrir skömmu.
Víða varð að taka rafmagn af hús-
um vegna sjávargangsins og jók það
á vandræði fólks. Innanlandsflug lá
niðri í gær og engin umferð var um
Keflavíkurflugvöll fyrr en síðdegis.
Sjá nánar á miðopnu og bls. 2.
Flöt þök í Árbæjarhverfi:
Krafist bóta vegna
skipulagsskilmála
BORGARYFIRVÖLDIIM og Hús-
næðismála.stjórn og fleiri aðilum
hefur verið stefnt til greiðslu bóta
vcgna skipulagsskilmála í hluta Ár-
bæjarhverfis, en í skilmálunum var
áskiiið að þök húsa yrðu flöt. Stefn-
endur telja fyrrgreinda aðila hafa
þvingað sig til að hafa flöt þök á
húsunum, með þeim afleiðingum að
setja hefði þurft ný þök þar ofan á,
en nauðsyn þess hafi ekki verið við-
urkennd fyrr en árið 1979.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Magnúsi Öskars-
syni, borgarlögmanni, fer einn
húseigandi í Árbæjarhverfi í mál-
ið, en jafnframt er tilkynnt að á
málið sé litið sem prófmál fyrir
öll húsin sem um ræðir, en þau
skipta tugum. Bótakröfur í mál-
inu nema um 155 þúsunir krón-
um fyrir hús það sem um ræðir.
Málið verður þingfest 23. nóv-
ember nk. Lögfræðingur stefn-
anda er Gunnlaugur Þórðarson
hrl.