Morgunblaðið - 26.11.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 26.11.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Nú verða kaupmenn að moka fyrir utan verzlanirnar: V erzlunareigandinn ábyrgur fyrir hálku- slysi utan búðarinnar VERZLUNAREIGANDI í Grundarfirði hefur verið dæmdur til þess að greiða konu skaðabætur vegna meiðsla er hún hlaut er hún hrasaði á hálku framan við verzlun hans, en gangstéttin hafði ekki verið hreinsuð af snjó. Dómurinn var kveðinn upp í Bæjar- þingi Reykjavíkur, sem var umsamið varnarþing. Dóminn kvað upp Auður Uorbergsdóttir. Hér mun vera um tímamark- andi dóm að ræða, þar sem ekki hefur verið dæmt í slíku máli sem þessu áður hér á landi. Málavextir voru þeir, að í desember 1979 varð áðurnefnt hálkuslys og hlaut kon- an við slysið 20% varanlega ör- orku. Höfðaði hún mál á hendur verzlunareigandanum, en hann krafðist sýknu, þar sem hann taldi engar reglur gera sig skaðabóta- skyldan. Dómurinn var kveðinn upp 15. nóvember. Var verzlunareigand- inn dæmdur til þess að greiða kon- unni 90 þúsund krónur ásamt vöxtum frá þeim tíma, er slysið varð. I dómnum segir að verzlun- areigandinn sé dæmdur til þess að bera % hluta ábyrgðar, en konan, sem fyrir slysinu varð dæmd til þess að bera 'A hluta, þar sem hún er ekki talin hafa sýnt nægilega aðgæzlu, er slysið varð. Lögfræðingur sækjanda máls- ins, þ.e.a.s. konunnar var Viðar Matthíasson, en lögfræðingur verjanda, þ.e.a.s. verzlunareigand- ans var Guðmundur Ingvi Sig- urðsson. Talið er að málinu verði áfrýjað, þar sem hér er um fyrsta dóm sinnar tegundar, sem kveðinn er upp hérlendis. Vísbending um veiðar Færeyinga á íslenskum laxi?: Tveir laxar með línuöngla veiddust hérlendis í sumar TVEIR laxar veiddust í sumar með svokallaða línuöngla í kjaftinum, að því er veiðimenn telja, en það eru önglar sem líklegt þykir að hafi ver- ið tengdir línu sem notuð er við veið- ar á laxi í sjó. Annar laxinn veiddist í Langá á Mýrum þann 7. ágúst, en hinn veiddist í Selá í Vopnafirði sið- ustu vikuna í september. Laxana veiddu Skúli Johnsen borgarlæknir og Þengill Oddsson læknir í Mos- fellssveit. Skúli sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að öngullinn hefði verið mun stærri en þeir sem tíðk- ast við laxveiðar hér á landi, ca. 6/o—7/o að stærð. í önglinum var taumur, mjög svert girni, og taldi Skúli að það væri 0,6-0,7 milli- metra svert, en spottinn var um 80 cm. langur og af enda haus mátti ráða að þar hafði raknað upp hnútur. Öngulinn var talsvert far- inn að tærast og í kringum hann var stórt sár, um 1,5 cm í þvermál, og sagði Skúli að af því mætti ráða að öngullinn hafi verið talsvert lengi í fiskinum. En þess má geta að fiskurinn var tiltölulega ný- genginn í ána. Röng dagsetning Lesendur eru beðnir að athuga að vegna mistaka er röng dagsetning á allmörgum síðum blaðsins í dag, föstudagur 27. nóv. í stað þess að vera föstudagur 26. nóv. Þengill Oddsson læknir sagði í gær, að öngullinn sem í laxi hans var, væri af lýsingum svipaður og sá sem að framan greinir og líkur handfæraöngli og nokkuð tærður. í honum var 50-70 cm girnisspotti og mjög sver, líklega um 50 pund að styrkleika, en slíka línu notaði enginn laxveiðimaður. Á myndinni eru meðal annars þeir Örn Sveinasoa kvikmyndatökumaður (t.h.) og Valdimar Leifsson upptöku- stjóri (lengst t.v.), skömmu eftir að þeim tókst að komast út úr þyrluflakinu. i.jósmyndir rax. Heyrði að þeir töluðu báðir og braust þá út úr vélinni — segir Bogi Agnarsson, flugmaður þyrlunnar „ÉG NÁÐI vélinni ekki út úr hægri beygju og halla, þannig að hún lenti á öðru skíðinu og með nefið niður. Vélin skall til hliðar og það bjargaði okkur að ég náði að minnka fall vélarinnar það mikið að hún lenti ekki af miklu afli á jörðinni, en skemmdir á vélinni eru miklar vegna þess að að hún valt síðan á hliðina," sagði Bogi Agnarsson, flugmaður þyrlunnar sem brotlenti í gær, i samtali við Morgunblaðið. „Vírinn fór í spaðann sem snýst fyrir ofan stýrishúsið, vafðist þar um og skemmdi þar tæki og missti ég þar af leiðandi að nokkru vald á vélinni. Ég fann högg og nauðbeitti vélinni til að lenda henni strax, en hafði ekki fulla stjórn á henni vegna skemmda á stjórntækjum. Mót- orinn gekk eftir að við vorum lentir og ég gat drepið á honum og aftengt rafmagnið. Ég heyrði að þeir sjónvarpsmenn töluðu báðir og sögðu að það væri allt í lagi með þá og þá braust ég út úr vélinni að framan. Sjónvarps- mennirnir stóðu sig báðir mjög vel, og ég man eftir því að kvikmyndatökumanninum varð ekki meira um þetta en svo, að hann hafði mestar áhyggjur af Flugmaður þyrlunnar, Bogi Agn- arsson og eigandinn, Albína Thordarson, á slysstað í gær. kvikmyndatökuvélinni," sagði Bogi. „Við vorum í kvikmyndatöku- flugi þegar slysið varð. Áður en við fórum í loftið flaug ég yfir svæðið og reyndi að gera mér grein fyrir þeim hindrunum sem væntanlega myndu verða á vegi okkar og taldi mig hafa gengið úr skugga um það. Síðan fórum við upp fyrir Elliðaár og aftur til baka, en þetta var mynd sem átti að enda við Sjónvarpshúsið," sagði Bogi. „Það var sól og leiðinleg birtu- skilyrði, en ég taldi mig vera bú- inn að horfa á milli húsanna bæði áður en við fórum af stað og einnig allt aðflugið. En þarna var vír, sem vélin lenti í og þvi fór sem fór. Þessar þyrlur eru örugg far- artæki og ekkert við þær að sak- ast, en það liggur í augum uppi að vegna þeirrar hreyfigetu sem þær búa yfir, þurfa þær að fljúga lágt og lenda við önnur skilyrði en flugvélar," sagði Bogi Agnarsson. Geir Hallgrímsson um aukið jafnvægi atkvæða: Forsenda þess að takist að leysa vanda þjóðarinnar „FYRSTA krafan er auðvitað að þing- mannatala flokka eftir kosningar sé i samræmi við kjörfylgi þeirra," sagði Geir Hallgrímsson í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi, er hann var spurður hvaða atriði Sjálfstæðisflokk- urinn legði mesta áherslu á í þeim viðræðum sem nú fara fram milli formanna stjórnmálafiokkanna og þingfiokkanna og innan stjórnarskrár- nefndar um kjördæmamálið. „Önnur krafa hlýtur að vera að sérhver kjós- andi skuli hafa sama atkvæðisrétt, sama hvar á landinu hann býr,“ sagði Geir ennfremur. Við vitum það hins vegar, að um þetta markmið eru mismunandi skoðanir, og við höfum aldrei náð því. Ef við eigum að ná árangri til leiðréttingar verðum við að gera samkomulag milli þeirra sjónar- miða sem annars vegar segja: Hver kjósandi, eitt atkvæði, og hins vegar þess sjónarmiðs að áhrif íbúa ' strjálbýlis verði að vega þyngra, í kosningum en íbúa þéttbýlis. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé vaxandi skilningur meðal strjálbýlisbúa á því að jafna verði vægi atkvæða og það er það veganesti er við höfum við vanda þjoðarbúsins, ef það endurspeglar ekki með viðunandi hætti vilja þjóðarinnar. Reynslan eftir 1959 hefur sýnt að kjördæma- breytingin þá hefur síður en svo reynst óhagstæð íbúum dreifbýlis. Aukið jafnvægi atkvæða mun áfram verða íbúum landsbyggðarinnar í hag.“ Skráning til þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna: Stefndi í að um 2.000 manns hefðu skráð sig í gærkveldi „HÉR hefur verið mikil örtröð í allan dag, og nú eru um 1.500 manns búnir að láta skrá sig á kjörskrá prófkjörs,“ sagði Kjart- an Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í sam- tali við blaðamann Morgun- blaðsins um klukkan 20 í gær- kveldi. „Hér er ennþá mikið að gera í skráningunni,“ sagði Kjartan, „og mér virðist stefna í að um 2.000 manns láti skrá sig áður en skráningu lýkur nú á miðnætti,“ sagði Kjartan. Sem kunnugt er, þá er prófk^ör sjálfstæðismanna opið öllum flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum, þeim sem vilja ganga í flokkinn, og þeim stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem láta skrá sig til þátttöku. Að sögn Kjartans hafa mörg hundruð manns gengið í flokkinn í Reykja- vík síðustu daga, og fólk getur gengið í flokkinn um leið og það óskar eftir að fá að kjósa í próf- kjörinu, allt þar til kjörstöðum verður lokað á mánudaginn. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. frá samþykkt síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins. En með engu móti getum við leyst þetta mál með því að sundra þjóðinni í tvær and- stæðar fylkingar strjálbýlis og þéttbýlis, þegar okkur er sérstakur vandi á höndum. Hitt er svo alveg ljóst, að ef við eigum að verða fær um að leysa vanda okkar þá er meiri jöfnuður á vægi atkvæða forsenda þess. Við verðum að skapa skilyrði til þess að við getum brotist út úr efna- hagsvanda þjóðarinnar með svipuð- um hætti og gerðist eftir kjördæma- breytinguna 1959 með Viðreisninni. Alþingi er ekki fært um að takast á Messutil- kynningar MORGUNBLAÐIÐ tekur upp í dag (á bls. 25) þá nýbreytni að birta messutilkynningar frá sóknarprestum á landsbyggð- inni. Messutilkynningar, sem birtast í blaðinu á laugardögum, koma lesendum blaðsins tæpast að gagni víða út um land. Prestar, sem telja þessa þjónustu blaðsins geta orðið sér að liði eru vinsamlegast beðnir að hringja í ritstjórn Mbl. (10100) á miðvikudögum fyrir hádegi eða eftir kl. 15 og munu þá messutilkynningar þeirra birtast í næsta föstu- dagsblaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.