Morgunblaðið - 26.11.1982, Page 3

Morgunblaðið - 26.11.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 3 Á röskum mánuði hefur fimm sinnum verið ráðist á konur í Reykjavík og þær rændar handtöskum sínum. í flestum tilvikum hefur verið um rosknar konur að ræða. Fyrsta árásin var í Skipholti upp úr miðjum október og nokkrum dögum seinna var ráðist á konur á Klapparstíg og Ægisgötu. Fyrir 10 dögum var ráðist á konu á Ásvallagötu og í fyrrakvöld var ráðist á þá fimmtu á Skólavörðustíg. Morgunblaðið ræddi í gær við tvær af þessum konum og fara samtölin hér á eftir: Höggið mikið og ég gat hvorki hreyft mig né komist á fætur — segir Stefanía Sigurðardóttir sem er enn á sjúkra- húsi en réttur mánuður er frá því ráðist var á hana „ÞETTA gerðist allt svo snögglega að ég áttaði mig ekki alveg hvað var á seiði. Varð þó svolítið hrædd er ég gat ekki reist mig upp og þetta var heldur óskemmtileg reynsla. Það hafði aldrei hvarflað að mér að svona lagað ætti eftir að koma fyrir mig, og það við Nýlendugötuna þar sem ég hef búið í rúm 40 ár, en þar hefur alltaf verið mikil rósemd," sagði Stefanía Sigurðardóttir, 73 ára gömul kona, sem varð fyrir árás tveggja unglingspilta skammt frá heimili sinu í októberlok. Var hún rænd veski sínu og henni hrint í götuna með þeim afleiðingum að fGrímuklædd- ur maður réð- ist á konu log rændi (ti.Tr fjrir klukkan níu í gærkvöldi ^réðwt grímukl«ddur maður á 66 ára^ gamla konu á SkólavörAustíg. Árán- armaóurinn felldi konuna í götuna. Þrjár full- orðnar kon- ur rændar IINDANFARNA da|[a hefur rer » rádist á ^rjár fullorAnar konur •* hún slasaðist og hefur síðan verið á sjúkrahúsi. „Ég var að koma ofan af Landakotsspítala, úr heimsókn til svilkonu minnar, sem átti að fara heim daginn eftir. Veðrið var gott og ég hraðaði mér því ekkert, enda stutt heim niður á Nýlendugötu. Þegar ég svo var komin rétt niður fyrir Vesturgötu heyri ég einhver hlaup á eftir mér. Svo er veskinu allt í einu kippt af mér og mér ýtt aftur á bak og skall ég í götuna. Piltarn- ir, sem mér er sagt að séu 17 og 20 ára, hurfu jafn skjótt út í myrkr- ið. Ég sá bara fjóra fætur hlaupa og áttaði mig ekki á því hvernig þeir litu út, en það er víst búið að hafa hendur í hári þeirra. Höggið var mikið og ég gat hvorki hreyft mig né komist á fætur. Ég var með viðgerða mjöðm á þeirri hlið sem kom fyrst niður og sársaijkinn því mikill. Það var ekki nokkur máð- ur þarna nálægt og gat ég enga björg mér veitt. Þó veifaði ég stafnum þegar bílar óku fram hjá, en náði ekki athygli þeirra sem í fyrstu bílunum voru, og það var ekki fyrr en þriðji bíilinn kom, sem hjálp barst. Tveir menn voru í bílnum og fóru með mig niður á lögreglustöðina í Mið- bænum, en þar var strax hringt á sjúkrabíl og mér ekið á Slysa- varðstofu. í ljós kom að nokkrir hryggj- arliðir höfðu sprungið í högginu, og segja iæknarnir að sumar sprungurnar hafi verið ljótar. Ég var ekki nógu sterk í bakinu fyrir og er þetta því ekki upplífgandi. Ég hef verið í endurhæfingu hér á Grensásdeildinni í þrjár vikur og veit ekki hvenær ég verð útskrif- uð, verð hér áreiðanlega út næstu viku. Vonandi næ ég mér sæmi- lega eftir þetta, en það tekur tíma, ég get til dæmis ekki gengið nema lítið í einu ennþá og verð þá að styðjast við stafinn. Ég er að- eins byrjuð að ganga upp stiga, en þetta gengur hægt og hreyf- ingunum fylgja enn miklir verkir." Stefanía Sigurðardóttir styðst við stafinn á göngum Grensásdeildar þar sem hún er í endurhæfingu. Leiðinlegt að svona lagað skuli eiga sér stað í landinu okkar vinnunni. Veðrið var gott og ég því ekki að flýta mér sérstaklega. Ég veitti honum enga sérstaka athygli, að vísu var hann með trefil upp að nefi, enda átti ég mér einskis ills von. Svo þegar hann kom á móts við mig þá hrinti hann mér og um leið og ég datt greip hann töskuna. sallaróleg en fékk svo einhver óþægilegheit þegar ég kom heim. — segir Þóra Björnsdóttir, sem ráðist var á í fyrrakvöld „ÉG VAR ákaflega heppin að því leyti að ég meiddi mig ekkert sem heitið getur, en maðurinn hreinlega henti mér í götuna. Þetta er nátt- úrulega ekki skemmtileg né þægi- leg reynsla,“ sagði I>óra Björnsdótt- ir í samtali við Mbl. Hún varð fyrir árás á Skólavörðustígnum í fyrra- kvöld og handtösku hennar rænt. Þóra er 66 ára. Ég hafði ekki ráðrúm til að verða hrædd þegar ráðizt var á mig, var í raun og veru alveg „Þessi maður kom á móti mér þar sem ég var að labba heim úr Leið mér ekki sérstaklega vel í gærkvöldi, en er búin að ná mér vel eftir þetta, blessaður vertu, eins og ekkert hafi í skorizt. Það kom maður þarna að stuttu seinna og veitti hann árás- armanninum eftirför, en hann hvarf niður Óðinsgötuna og hefur ekki fundist. Hins vegar fannst taskan og allt sem í henni var nema veskið, á bak við hús númer 13 við Bergstaðastræti. Ég vil brýna það sérstaklega fyrir fólki að hafa ekki nein verð- mæti meðferðis og ég mun hér eftir ekki hafa tösku meðferðis að kvöldlagi. Ég hef aldrei orðið fyrir lífsreynslu af þessu tagi og hef aldrei ætlað meðborgurunum annað en allt það bezta. Mér finnst leiðinlegt að svona lagað skuli yfirleitt eiga sér stað á landinu okkar,“ sagði Þóra. Gott tilboö MUNAR UM MINNA V4 og 1/1 ný svínslaeri Okkar verö 98,70 Leyft verö 115,70 Útbeinuö ný svínslaeri 139,00 204,00 Útbeinaöir nýir svínabógar 110,00 148,00 Útbeinuö hamborgarasvínslæri 175,00 265,00 Útbeinaöir svínahamborgarabógar 135,00 164,00 Sínalundir 288,00 316,00 Svínakótilettur 187,00 248,00 1/1 svínahryggur nýr 170,00 225,00 Svinahamborgarahryggir 198,00 252,00 Svínakambur nýr útbeinaöur 138,00 170,25 Svínahnakki hamborgarareyktur útbeinaöur 169,00 190,25 Svínahakk 96,00 133,00 Svínahamborgaralæri V6 og 1/1 129,00 160,25 Svínahamborgarabógar m. beini 109,70 124,70 Bacon á hálfviröi í sneiöum 119,00 242,00 Bacon i stykkjum 115,00 190,00 Ennþá nautahakk 96,00 133,00 I 10 kg pakka 79,00 133,00 Kindahakk 38,50 82,00 Folaldasnitchel Folaldagullasch 158,00 145,00 Opiö til kl. 7 í kvöld og til hádegis á morgun KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk l.s.86511

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.