Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIGURÐ SVERRISSON Kínverski herinn i viðbragösstöðu, sem fyrr. Brottvikning Huang Hua úr embætti: Engin breyting á utan- ríkisstefnu Kínverja MIKLA athygli vakti í síöustu viku er það fréttist, aö Huang Ifua, utanríkisráöherra Kínverja, heföi verið vikið úr embætti, aðeins einum degi eftir að hann kom frá Sovétríkjunum. Huang Hua fór til Moskvu til þess að vera viðstaddur útför Leonid I. Brezhnevs eins og fjöldi annarra háttsettra embættismanna viöa að úr heiminum. nefndar kínverska þjóðþingsins að víkja Huang Hua úr embætti. Sumir þeirra eru þeirrar skoð- unar, að embættissviptingin hafi ekki verið neinn ærumissir Hu- ang Hua. Hún þurfi alls ekki að tákna, að óánægja hafi verið með störf hans og enn síður að breyting verði á utanríkisstefnu ( Kínverja. Þeir hinir sömu eru þeirrar skoðunar, að ákvörðunin um að víkja Huang Hua hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart. Hann hefði sjálfur um nokkurt skeið óskað þess að verða leystur frá jafn ábyrgðarmikilli stöðu vegna heilsubrests þannig að þarna hafi aðeins verið um nokkurra vikna spursmál að ræða. Huang Hua sneri heimleiðis á fimmtudag í síðustu viku. Degi síðar hafði hann misst embætti sitt og hafði verið gerður að rík- isstjóra, jafngildi þess að vera aðstoðarforsætisráðherra. Við embætti utanríkisráðherra tók hinn sextugi Wu Xuerian. Áður en hann hélt til Sovét- ríkjanna fór hann mjög lofsam- legum orðum um Sovétmenn. Höfðu jafn vingjarnleg orð ekki heyrst úr þeim herbúðum í garð Sovétmanna um langt skeið. Nefndi hann Brezhnev m.a. „framúrskarandi fulltrúa ríkis- Aberandi þótti hversu vel honum var tekið í Moskvu. Er hann hitti Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, var sem þar hittust alda- gamlir vinir, en ekki fulltrúar fjandmanna sem lítt eða ekki hafa ræðst við í meira en áratug. Eftir útförina átti Huang Hua 90 mínútna viðræðufund við Gromyko. Þrettán ár eru síðan svo háttsettir embættismenn þessara stórvelda hafa átt sam- an fund. Eftir viðæðurnar sagðist Hu- ang Hua vera „bjartsýnn" á batnandi sambúð ríkjanna, sem hafa átt í síendurteknum landa- mæraskærum á undanförnum árum, auk þess sem málefna- legur ágreiningur hefur orðið átylla til „hárbeittra skeyta" á milli stjórnanna. Svo wirtist, sem fundur þessi markaði tíma- mót í tveggja áratuga erjum. Með hverjum deginum, sem liðið hefur frá honum hafa efa- semdir vestrænna fréttaskýr- enda fengið aukinn meðbyr og margir eru nú þeirrar skoðunar, að fundur þeirra Gromykos og Huang Hua hafi verið orðagjálf- ur eitt og hin raunverulegu ágreiningsefni þjóðanna ekki verið tekin til umfjöllunar. Af- staða Kínverja til Sovétmanna hafi ekki breyst hót. Fréttaskýrendur eru ennfrem- ur þeirrar skoðunar margir hverjir, að þau ummæli Huang Hua, að hann væri „bjartsýnn" segðu í raun ekki alla söguna. Hann hefði einungis valið heppi- legt órð til að lýsa skoðun sinni eftir fundinn. Með þessum um- mælum sínum hefði hann verið að reyna að hvetja Sovétmenn til að sýna viðbrögð af einhverju tagi. Þrátt fyrir að hann notaði orðið „bjartsýni" virðist það hafa gleymst, að hann tönnlaðist þess á milli í sífellu á þeim „hindrunum", sem væru í vegin- um fyrir bættri sambúð. Vestrænum fréttaskýrendum hefur reynst erfitt að geta sér til um hinar raunverulegar ástæður fyrir þeirri ákvörðun fasta- Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kínverja. ins“ og annað í þeim dúr. Hvatti hann hina nýju forystu í Sovét- ríkjunum eindregið til að vinna að bættri sambúð á milli þjóð- anna. Forsætisráðherra Kína, Zhao Ziyang, varð tíðrætt um „hindr- anir“ í bættri sambúð Sovét- manna og Kínverja í viðræðum sínum við forsætisráðherra Thailands, Tinsulanonda, á föstudag. Minntist hann ítrekað á öflugan herafla Sovétmanna meðfram landamærum ríkjanna og kvað hann valda kínverskum ráðamönnum þungum áhyggj- um. Ástandið í Afganistan og stuðningur Sovétmanna við íhlutun Víetnama í Kampútseu ykju enn frekar á áhyggjur kín- verskra ráðamanna. Sumir fréttaskýrendur hafa túlkað þessi ummæli Ziyang á þann veg, að þarna komi i raun hin sanna afstaða Kínverja fram. Þeir noti einfaldlega önn- ur áhersluatriði í viðræðum sín- um við aðrar þjóðir en Sovét- menn. Allt þjóni þetta þeim til- gangi einum, að styggja ekki „stóra bróður" eins og Sovét- menn hafa oft verið nefndir í Kína. Vitað er, að Thailending- um stendur ekki á sama um íhlutun Víetnama í Kampútseu. Haft er eftir Ziyang, að hann hafi hughreyst Tinsulanonda með þeim orðum, að Kinverjar veittu nærveru Sovétmanna þar engu síður athygli en við eigin landamæri. Afstaða þeirra hafi ekkert breyst. (Heímíid ap.) I kvöld og næstkomandi kvöld, bjóðum við Villt kvöld í Torfunni Innbökuð dýrakæfa chasseur Terrine de Gibier en croute chasseur ★ ★ ★ Dýrakjötseyði Diana Consomme de gibier Diana ★ ★ ★ Hreindýrabuffsteik Baden-Baden Noisette de renne Baden-Baden ★ ★ ★ Kjúpur aö hætti hússins Perdrix blanche maison ★ ★ ★ Steikt villigæs Au Jus Oie Sauvage Rotie Au Jus ★ ★ ★ Súkkulaðiskál með bláberjafyllingu Timbale de chocolat aux mirtilles OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verðfrá 8.560 kr. (gengi 1.11. ’82). SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.