Morgunblaðið - 26.11.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.11.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 17 Frá fyrstu tónleikum íslensku hljómsveitarinnar þann 29. október síóastlið- inn. íslenzka hljómsveitin: Haydn-tónleikar LAUGARDAGINN 27. nóvember verða 2. tónleikar íslensku hljómsveit- arinnar. Verða þessir tónleikar haldnir í Gamla Biói klukkan 14.00. Að þessu sinni eru tónleikar hljómsveitarinnar tileinkaðir tónskáldinu Franz Joseph llaydn, en nú í ár eru tvöhundruð ár liðin frá fa'ðingu hans. Hefjast þessir tónleikar á því að frumflutt verða tilbrigði um stef úr 94. sinfóníu Haydns, „Surprise"- sinfóníunni. Þessi tilbrigði eru sam- in af sex tónskáldum að beiðni ís- lensku hljómsveitarinnar, þeim Herberti H. Ágústssyni, John Speight, Leifi Þórarinssyni, Hauki Tómassyni, Atla Heimi Sveinssyni og Þorkeli Sigurbjörnssyni. Því næst flytur Jón Þórarinsson tónskáld ávarp í minningu Haydns. Síðan verður fluttur óbókonsert í C-dúr, en einleikari með hljómsveit- inni verður Kristján Þ. Stephensen óbóleikari. Að lokum flytur hljómsveitin eitt af öndvegisverkum Haydns, sin- fóníu í D-dúr nr. 104, „Lundúna- sinfóníuna“. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Emilsson. Þá má geta þess að unnt er að fá miða á þessa tónleika í miðasölu Gamla Bíós. Gunnar Hauksson formaður GUNNAR Hauksson var einróma kjörinn formaður landsmálafé- lagsins Varðar á aðalfundi félags- ins í fyrrakvöld. Gunnar var ritari Varðar síðustu tvö árin og hefur lengi starfað innan félagsins. Varðar Við stjórnarkjör komu fram uppástungur til viðbótar þeim lista sem kjörnefnd stillti upp og féll fyrrverandi stjórnarmaður, Júlíus Hafstein, í kosningunum. I stjórn félagsins voru kosin Elín Pálmadóttir, Gísli Jóhannsson, Guðmundur Jónsson, Gústaf B. Einarsson, Kristinn Jónsson og Helgi Árnason. Uppstillingarnefnd lagði til að fimm fyrstu auk Júlíusar yrðu kosin, en stungið var upp á Helga á fundinum og varð því að ganga til kosninga. Hlaut Helgi einu at- kvæði meira en Júlíus, 46 á móti 45. Aðrir stjórnarmenn hlutu 73—76 atkvæði hver af 77 mögu- legum. I varastjórn Varðar voru kosin Svava Lárusdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Ragnheiður Egg- ertsdóttir. Stefna Alþýðubandalagsins: Eining um íslenska neyð eftir Jónínu Michaelsdóttur Niðurstaða nýafstaðins flokksráðsfundar Alþýðubanda- lagsins var í raun „Eining um íslenska neyð“. I samræmi við það var kynnt fjögurra ára neyð- aráætlun. Álþýðubandalags- menn eru þarna lítið eitt skammsýnni en skoðanabræður þeirra fyrir austan tjald, þar sem fimm ára áætlanir eru þekkt fyrirbrigði. Vegna ferils síðustu ára, sem er varðaður kjaraskerðingum og sviknum kosningaloforðum, treysta alþýðubandalagsmenn ekki á að þeim muni takast að koma sér upp trúverðugu andliti fyrir komandi kosningar. Þess- vegna samþykkti flokksráðs- fundurinn þeirra að senda út neyðarkall til nytsamra sakleys- ingja. Flokkurinn býður fram þjónustu sína á alþingi sem um- boðsaðili hverskyns þrýstihópa og verður ekki annað sagt, en að það viðskiptasiðferði sem þarna er klætt í pólitískan samstarfs- viljabúning, varpi nokkru ljósi á gildismat Alþýðubandalagsins á pólitískum hugsjónum. ★ Stjórnmálaumræðan í landinu hefur síðustu misseri verið að taka á sig hinar einkennilegustu myndir. Eftir sjónvarpsumræð- urnar um vantraust á ríkis- stjórnina, er enginn lengur í vafa um það sem marga var lengi búið að gruna; ráðherrar núverandi ríkisstjórnar mis- skilja alfarið bæði eigið hlutverk og annarra og greina ekki lengur mismun á hlutverki stjórnar og stjórnarandstöðu. Þeir gagnrýna aðgerðir ríkisstjórnarinnar, rétt eins og þeir skilji ekki samheng- ið milli eigin ákvarðana og ríkj- andi ástands. Þeir gagnrýna hver annan, eins og þeir séu and- stæðingar en ekki samstarfs- menn og sýnu harðast gagnrýna þeir stjórnarandstöðuna fyrir að hafa ekki komið með úrræði til að leysa fyrir þá vandann. Það verður að teljast eðlilegt, að almenningur eigi erfitt með „En ef alþýðubanda- lagsmönnum er alvara með því, að ætlast til að þjóðin velji, að fenginni reynslu, þeirra leið, má öllum vera Ijóst, að inn- an þess flokks ríkir í raun eining um íslenska neyð.“ að átta sig á hvað er í raun og veru að gerast í stjórnmálum, þegar ráðherrar í starfandi rík- isstjórn vita ekki lengur hvar þeir eru staddir á hinu pólitíska landakorti, og skilja ekki hvað það felur í sér að hafa ekki starfhæfan meirihluta á þingi. Það þarf annaðhvort pólitískt meðvitundarleysi eða mikið póli- tískt siðleysi til að sitja í stjórn við slíkar aðstæður. ★ Núverandi ríkisstjórn stefnir efnahagslegu sjálfstæði landsins í voða. Hún hefur dregið máttinn úr atvinnulífinu, setið á orku- nýtingu og skert þannig lífskjör hérlendis til margra ára. Hún hefur aukið lántökur erlendis, þyngt skattabyrðina og undir hennar stjórn stefnir verðbólgan hraðbyri í þriggja stafa tölu. Það er rétt, að hér er ennþá full atvinna, en þeirri atvinnu er haldið uppi með stórfelldum er- lendum lántökum. Það er líka rétt, að það er atvinnuleysi og kreppa úti í heimi sem hefur áhrif hérlendis, en að megin- hluta er vandinn heimatilbúinn en ekki innfluttur. Ráðherrarnir okkar eru auð- vitað ekki skemmdarverkamenn. Þeir bara ráða ekki við það sem þeir hafa tekið að sér og afleið- ingarnar af því lenda á okkur öllum. ★ Það er mat manna að Alþýðu- bandalagið hafi ráðið ferðinni í núverandi ríkisstjórn. Sérkenni- legt viðhorf þessa flokks til póli- tískrar ábyrgðar endurspeglað- ist í vantraustsumræðunum. Fjármálaráðherra kvartaði með réttu í ræðu sinni undan þungri erlendri skuldabyrði. Alvarleg- ast þótti honum að þurfa hvað eftir annað að taka erlend lán til að halda verksmiðjunni á Grundartanga gangandi. Á sama tíma beitir flokksbróðir hans og samráðherra sér af ofurkappi fyrir því, að íslendingar eigi meirihluta í fyrirtækjum af þessu tagi, hvað sem efnahag og markaðshorfum líður. Þar sem það er fremur regla en undan- tekning að orð og athafnir al- þýðubandalagsmanna haldist ekki í hendur, kemur þetta eng- um á óvart. En menn geta leikið sér með hugmyndir um hvað það tæki þá langan tíma að koma þjóðinni, endanlega á vonarvöl, ef þeir fengju til þess áhrif. Formaður Alþýðubandalags- ins var í miklum kosningastell- ingum í vantraustsumræðunum. Hann skoraði á kjósendur að velja leið Alþýðubandalagsins í komandi kosningum, „einingu um íslenska leið". Það er hætt við að landsmönn- um muni ganga erfiðlega að koma auga á samasemmerki milli hagsmuna Islands og leið- sagnar Álþýðubandalagsins. En ef alþýðubandalagsmönnum er alvara með því að ætlast til að þjóðin velji, að fenginni reynslu, þeirra leið, má öllum vera ljóst að innan þess flokks ríkir í raun eining um íslenska neyð. Nýstárlegir píanótónleikar: Myndræn, leikræn og frumleg blanda úr rúmlega 30 verkum POLSKUR píanóleikari og tónskáld, Zigmunt Krauze, heldur tónleika á KjarvalsstöAum í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.30. Krauze er 45 ára gamall og hálærður bæði frá Tónlistarskólanum í Varsjá og síðar í París þar sem hann er búsettur. Hann hefur haldið tónleika um alla Kvrópu og í Bandaríkjunum, ýmist einn eða með kammerhópnum Musical VVorkshop sem hann stofnaði sjálfur í Varsjá árið 1976. Krauze hefur tvívegis áður heimsótt fsland, fyrst árið 1973 er hann flutti verk sitt Folkmusic ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Páls P. Pálssonar. 1978 var hann síðan aftur á ferðinni og lék þá píanókonsert eftir sjálfan sig undir stjórn Paul Zukofski. En að þessu sinni verður Krauze með gerólíkt tónverk, nýstárlegt og forvitnilegt. „Ég sameina verk nútímahöf- unda og rómantískra og klassískra höfunda og reyni að gera það mjög frumlega og myndrænt. Inn í þetta flétta ég svo verk eftir sjálf- an mig. Auk þessa reyni ég að gera flutninginn leikrænan með því að leika með sérstökum hætti og ýmsum hreyfingum. Þegar ég segi að leika með sérstökum hætti á ég til dæmis við verk mitt „Stone Music", en þá leik ég á píanó- strengina sjálfa með steinum. Þá reyni ég að auka áhrifin með því að sýna tvær kvikmyndir þar sem ég flyt ákveðin verk, en síðan leik ég sömu verk með öðrum hætti strax í kjölfarið. Segulband nota ég einnig og á því eru brot úr verk- um margra þekktra tónskálda. Ég hef klippt brotin og splæst saman þannig að hvert brotið rekur ann- að og úr verður heild. Alls koma fyrir stærri eða smærri brot úr verkum meira en 30 höfunda í dagskrá minni sem stendur yfir í um það bil klukkustund. Flutning- urinn er á þá leið að allt saman verður að einni heiid," sagði Krauze í samtali við Morgunblaðið í gær. Mbl. spurði Krauze hvernig slíkum verkum væri tekið: „Það hefur verið misjafnt, til dæmis var frábært að leika fyrir Bandaríkjamenn, enda hafa þeir góða kímnigáfu og eru opnir fyrir nýjungum. Ég legg áherslu á að verkið sem ég flyt á að vera fyndið öðrum þræði og ég vona að íslend- ingar reynist ekki of alvörugefnir áheyrendur. Ég hef lent í slíku, til dæmis var afar erfitt að leika í Hollandi, þeir eru svo lokaðir. Annars hefur mér oftar verið vel tekið en illa,“ svaraði Krauze. En nær það einhverri átt að hrúga saman tónverkum með þessum hætti? „Mér finnst það ná einhverri átt, tónlist á að vera til skemmt- unar og þess vegna er ég að þessu, ég hef gaman af því og fæ auk þess með þessum hætti tækifæri til að þróa eigin hugmyndir og gera frumlega hluti.“ Héðan fer Krauze til Yale- háskólans í Bandaríkjunum, en þar kennir hann um þessar mund- ir. Síðan fer hann í tónleikaferðir ásamt „Musical Workshop" til Hollands, Frakklands og víðar uns leiðin liggur til Ástralíu þar sem hann verður í 3 mánuði við kennslu og tónleikahald. Að því loknu heldur hann siðan til París- ar þar sem hann býr eins og fram hefur komið. Þar starfar hann við Pompidou-tónlistarmiðstöðina sem leiðbeinandi og hefur gert síð- an árið 1981. Sem fyrr segir koma fyrir atriði úr verkum rúmlega 30 höfunda í • Pólski píanóleikarinn Zygmunt Krauze. l.josm. ói.k.m. klukkustundar langri dagskrá Pólverjans. Lengri verkin eru eftir Karl Heinz Stockhausen, Olivier Messian, Henry Cowell, Anton Webern, John Cage, Witold Lut- oslawski og Giörgi Ligeti auk Krauze sjálfs. Smærri brotin eru meðal annars úr verkum Bach, Haydn, Brahms, Mozart, Beet- hoven, Chopin og fleiri frægra tónskálda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.