Morgunblaðið - 26.11.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.11.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Þar eru velgjörðir góðar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jón Thorarensen: Litla skinnið — eða blöndukúturinn. Útg. Nesjaútgáfan 1982. Jón Thorarensen er löngu kunn- ur fyrir ritstörf sín, auk þess að gegna stórri kirkjusókn í Reykja- vík í áratugi. Hann hefur sent frá sér fjölmargar bækur gegnum tíð- ina en líklega hefur hann fyrir al- vöru náð til lesenda með bókinni Útnesjamönnum, sem kom út í 1. útgáfu 1949 og seldist upp snar- lega og hefur verið endurútgefin a.m.k. tvisvar síðan og auk þess lesin í Ríkisútvarpið. I Litla skinninu eða blöndu- kútnum segir sr. Jón Thorarensen einkum frá uppruna sínum og rek- ur líf og störf forfeðra sinna, gerir grein fyrir verkum á íslenzkum sjómanna- og bændaheimilum fyrrum og minnist alveg sérstak- lega fósturforeldra sinna, Ketils Ketilssonar i Kotvogi og Hildar konu hans. Hann segir einnig frá því þegar Ketill Jónsson eldri lét fyrir eigið fé reisa Hvalsneskirkju og endurnýja hana síðan nokkrum áratugum síðar, það hefur ekki Jón Thorarensen skort á stórhug og dugnað hjá þeim manni og væntanlega hafa efni þurft að vera allrífleg til að ráðizt væri í slíkar framkvæmdir. En séra Jón segir ekki aðeins frá „höfðingjunum" frá þessum tíma, minnist einnig formanna og vinnuhjúa sem voru hjá Katli í Kotvogi og er fengur að þeim frá- sögnum öllum, enda sr. Jóni tamt að skrifa létt og vandað mál, svo að ánægja er að lesa frásagnir hans. Einnig hefur hann í bókinni áður óbirtan kafla eftir sagnaþul- inn Kristleif heitinn Þorsteinsson á Stóra-Kroppi og er mér ekki kunnugt um að hann hafi birzt áð- ur á prenti. Kristleifur skrifaði þennan kafla að beiðni sr. Jóns ár- ið 1938 og fjallar hann einkum um sjómennsku og sjósókn í gömlum stíl. Ef skipta ætti bók sr. Jóns í kafla myndi sá þriðji sem veru- legur veigur er í vera Þjóðsögur og óskiljanleg dulmögnun og er þar margt hnýsilegt undrið, sem ekki verður skýrt með tölfræðilegum rökum. Enda hefur hvers kyns dulræna og draumsýnir jafnan fylgt alveg sérstaklega þeim sem sjósókn hafa stundað og er svo lík- lega enn, þótt kannski séu menn tregari að gangast við slíku en áð- ur og fyrrum. Það er óhætt að segja að bók sr. Jóns er náma af góðum og gagnlegum fróðleik og er aukin heldur óvenjulega vel vandað til útgáfunnar. Ragnar Lindén Myndlíst Valtýr Pétursson Sænskur listamaður sýnir ör- fáar myndir í anddyri Norræna hússins eins og stendur. Hann er grafíker og málar og sýnir aðal- lega litlar grafískar myndir, dúkristur, ætingar, ennfremur fáeinar olíumyndir, sem flokkast undir „miniatúra" að stærð. Þetta er því í heild ekki sérlega viðamikil sýning, en hún gefur samt til kynna, að hér er kunn- áttumaður á ferð, sem kann sína tækni, en skemmtilegra hefði verið að fá að sjá til að mynda meira af olíumálverkum Ragn- ars Lindén. Ragnar Lindén er engin viðvaningur á sviði myndlistar. Hann stundaði nám í Stokk- hólmi og gerðist síðan teikni- kennari í Vestmannalandi. Síðan 1970 hefur hann helgað sig myndlist eihgöngu og náð um- talsverðum árangri. Auk þess að stunda málaralist hefur hann gert minnismerki, myndskreytt bækur og unnið grafík, sem virð- ist snar þáttur í listsköpun hans. Af þessari upptalningu má gera sér þær hugmyndir, að Ragnar Lindén hafi verið athafnasamur og komið list sinni víðs vegar á framfæri. Sú sýning, sem hér er rætt um, gefur til kynna, að hann sé nokkuð markverður málari; ef satt skal segja, fannst mér þessar örfáu olíumyndir hans þarna á sýningunni vera vel þess virði, að þeim sé veitt eftirtekt. Grafík Ragnars Lindén fannst mér aftur á móti afar hefðbundin, en vissulega gerð af kunnáttumanni, eins og áður segir. Þetta er í heild heldur rytjuleg sýning, og ég harma, að hún skuli ekki hafa sýnt meira sannfærandi mynd af þessum listamanni. Það hefur verið mikil runa af sýningum í anddyri Norræna hússins að undanförnu, og er það sannarlega gleðilegt. Það er mjög áríðandi fyrir okkur hér í einangraðri Reykjavík að sjá sem mest af myndlist frá um- heiminum. Norðurlöndin eiga hauk í horni, þar sem Norræna húsið er, og við getum verið eilíf- lega þakklát fyrir að hafa fengið slíka stofnun í Vatnsmýrina. Það hefur verið aðeins einn hængur á þessum sýningum: Þær hafa staðið of stutt. Við hér á íslandi erum nokkuð seintekin eins og frændur okkar á Norður- löndum kvarta stundum yfir, og margir okkar geyma fram á seinustu stund að sækja sýning- ar. Því vill svo fara, að fólk missi af sýningum, sem stutt standa, vegna eigin seinlætis. Þessi sýn- ing stendur fram til 2. desember. Sýning Jóns M. Baldvinssonar Þegar það gekk ekki nægilega fljótt fyrir sig, að Jón M. Bald- vinsson fengi inni með málverk sín á - Kjarvalsstöðum, gerði hann sér lítið fyrir og byggði sitt eigið Gallerí. Það er nú komið í gagnið að Heiðarási 8 (Árbæj- arhverfi), og nú hefur Jón opnað sína fyrstu sýningu á heiðum uppi, ef svo mætti að orði kveða. Það er nokkuð vandfundið fyrir vesturbæinga, eins og þann er þetta ritar, en samt komst mað- ur nú þangað. Jón hefur gefið þessu nýja galleríi nafn og kallar það GaJlerí Heiðarás. Þarna er nýbygging, eins og áður er nefnt, og vinnustofa rúmgóð á efri hæð, en Gallerí á þeirri neðri. Sýning Jóns er bæði á efri og neðri hæð hússins, og því er hér um nokkuð umfangsmikla sýn- ingu að ræða. Jón hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sín- um á undanförnum árum, og einnig mun hann hafa komið fram með verk sín í Danmörku. Þeir sem muna þessar sýningar, kannast ef tl vill við þann stíl, er Jón hefur tileinkað sér, einkum og sér í lagi í landslagsmálverki. Þar er farið nokkuð nálægt meistara Kjarval, og það er eins og hann svífi þar yfir vötnum. En Jón hefur tileinkað sér sér- lega þægilega og um margt merkilega litameðferð í þessum myndum sínum. Þegar best læt- ur, verður að draga hann í dilk með ágætum litameðferðar- mönnum, en því verður heldur ekki neitað, að hann á það til að gera myndir sínar nokkuð of háðar fyrirmyndum, og verður þá minna um persónulega túlkun í verkum hans. Það sem mér fannst bera af á þessari sýningu Jóns, eru litlar fantasíumyndir, byggðar margar hverjar á fugl- um og fígúrum. Þar finnst mér Jón vera í essinu sínu og komast nokkuð vel frá hlutunum. Sem sagt þessi sýning Jóns er nokkuð misjöfn og skal engan furða, þar sem sýndar eru 55 myndir, flest- ar ef ekki allar málaðar í olíulit- um. Jón sagði sjálfur hér í blað- inu, að hann væri dulrænn mál- ari. Ekki tókst mér að finna það á þessum verkum, en hann er skáldlegur í fantasíum sínum og þótt Kjarval stingi þar upp höfði, er Jón of persónulegur til að vera kallaður epigon, en skyldleikinn leynir sér ekki. Þetta nýja hús mun vera það þriðja, sem Jón reisir. Hann hef- ur lagt gjörva hönd á margt um ævina og vonast nú til að eiga sinn tíma við málverkið í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum. Megi honum verða að ósk sinni. Vonandi gengur betur fyrir öðr- um en mér að finna þetta heiða- gallerí á ásum uppi. Páll P. Pálsson Guðrún Kristinsdóttir Karlakór Reykjavíkur Tónlist Jón Ásgeirsson Samsöngur Karlakórs Reykja- víkur í Háskólabíói núna í síð- ustu viku nóvember, voru í heild mjög ánægjulegir, þar sem sam- an fór góður söngur, góður fram- burður og hljómblíð efnisskrá. Tónleikarnir hófust á þremur lögum eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, en því miður hefur svo slysalega til tekist að síðasta lagið, Á Sprengisandi, er rang- lega eignað Sveinbirni. Lagið er eftir Sigfús Einarsson. Undirrit- aður hefur ekki fyrr heyrt fyrsta lagið, sem heitir Móðurmálið, en aftur á móti er Lýsti sól gamall kunningi. Það er merkilegt við þessi lög hversu vel þau eru rituð fyrir karlakór og var söngur kórsins á þeim einkar vel út- færður. Næstu tvö lög eru eftir Sigvalda Kaldalóns. Það fyrra við kvæði eftir Bólu-Hjálmar, Sjá nú, hvað ég er beinaber. Þær tvær vísur sem Sigvaldi semur lag sitt við eru úr þjóðfundar- söngnum 1851, Aldin móðir eð- alborna. Þetta fallega lag hefur trúlega ekki verið mikið flutt og því nokkurt nýnæmi í að heyra það. Seinna lag Sigvalda var Stormar. Það lag er aftur á móti vel þekkt og ekki rétt að breyta hljómskipan þess, því eins og flest lög Sigvalda, eru laggerð og hljómskipan svo sérkennilega vel saman felld, að mjög áber- andi frávik geta verið truflandi fyrir þá er þekkja lagið vel. Þrjú næstu lög voru erlend, það fyrsta gamall ítalskur söngur er Hilm- ar N. Þorleifsson söng með að- stoð kórsins. Hilmar hefur fal- lega tenórrödd og sem einsöngv- ari er hann gott efni. Tvö síðustu lögin eru eftir Sibelíus, falleg lög, en það seinna, Sigling, er sérkennilega ómstrítt og stöllótt í hljómskipan. Eftir hlé voru fyrst sungin tvö lög eftir Sigfús Halldórsson, falleg lög í radd- setningu Páls P. Pálssonar. Stjórnandinn í þessum tveimur lögum var Guðmundur Gilsson sem aðstoðað hefur við raddæf- ingar kórsins, ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur og Þorsteini Hannessyni söngvara, fyrir þessa tónleika. Kórinn söng lögin mjög fal- lega undir öruggri stjórn Guð- mundar. Lög Sigfúsar voru Ég vildi að ung ég væri rós, við texta eftir Þorstein ö. Stephen- sen og Mig langar svo sárt, eftir Laufeyju Valdimarsdóttur. Hjálmar Kjartansson söng næsta lag, Porter lied eftir Flot- ow, með glæsibrag. Best sungna lagið á tónleikunum var Gullnu vængir, eins og það er nefnt í efnisskrá, einhver frægasti kórkafli eftir Verdi úr óperunni Nabucco. Hermannakórinn úr II Trovatore eftir Verdi, var og vel fluttur og söng Snorri Þórðarson tónlesþáttinn einkar hressilega. Hreiðar Pálsson söng Stenka Rasin í þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð, er var eins konar ást- mögur ógæfunnar, listamaður. Hreiðar söng lagið mjög vel. Síð- ast á efnisskránni voru svo fimm þýsk þjóðlög, er Páll raddsetti fyrir nokkrum árum og flutti með undirleik blásara. Nú voru lögin flutt með píanóundirleik og njóta þau sín betur á þann veg- inn, þ.e. söngur kórsins. Þessi lög eru vel útsett og ekta hljóm- plötuefni. Það má vel vera að söngur kórsins hafi notið þess hve efnisskráin er létt, en samt sem áður verður ekki framhjá þvi gengið að söngur kórsins er mjög góður og gott jafnvægi milli raddanna, að frádregnum smá ósamtaka taktbrotum hér og þar. Einnig var framburður textans á köflum mjög góður. Þetta voru sem sagt góðir tón- leikar undir líflegri stjórn Páls P. Pálssonar, er naut öruggrar aðstoðar Guðrúnar Kristinsdótt- ur píanóleikara. Omagar og utangarðsfólk Bók um fátækramál í Reykjavík 1786 til 1907 eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson ÓMAGAR og utangarðsfólk — fá- tækramál Reykjavíkur 1786 til 1907 nefnist nýútkomin bók frá Sögufé- laginu eftir Gisla Ágúst Gunnlaugs- son cand. mag. Bókin er á þriðja hundrað blaðsíður að stærð, með mörgum myndsíðum, uppdráttum, töflum og skrám til skýringar efn- inu. Ritið fjallar um félagsleg vandamál í Reykjavík, málefni hinna fátæku frá stofnun kaup- staðar árið 1786 tl upphafs 20. ald- ar. Höfundur tengir efnið vaxtar- sögu Reykjavíkur, sögu atvinnu- veganna og félagslegra breytinga. Hann birtir fjölmarga kafla úr styrkbeiðnum þurfandi manna og öðrum heimildum, sem lýsa vel kjörum hinna fátækustu í Reykja- vík. Fátækramálin voru lengi vel umfangsmest og útgjaldasömust allra mála bæjarfélagsins. Rit þetta, sem er 5. bindi í rit- röðinni Safn til sögu Reykjavíkur, gefur Sögufélagið út í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gísli Ágúst Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.