Morgunblaðið - 26.11.1982, Síða 24

Morgunblaðið - 26.11.1982, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Tvær nýjar barnabækur BÓKAÚTGÁFAN Salt sendir í ár frá sér tvær nýjar íslenskar barnabæk- ur, Tröllin í tilverunni eftir Hreiðar Stefánsson og Áfram Fjörulalli eftir Jón Viðar Guðlaugsson. Fyrsta bókin um Fjörulalla og ævintýri hans kom út árið 1980 og í þessari nýju bók heldur Jón Við- ar Guðlaugsson áfram að segja frá Fjörulalla og vinum hans og spaugilegum uppátækjum þeirra. Sögusvið Fjörulalla er „innbær- inn“ á Akureyri, enda er höfund- urinn frá Akureyri og tekst hon- um ekki síður að skemmta mönnum með þessari nýju bók um Fjörulalla og í hinni fyrri. Sem fyrr eru fjölmargar myndir í bók- inni og hefur Búi Kristjánsson teiknað þær. Bókin er 111 blaðsíð- ur. Tröllin í tilverunni er ný bók eftir verðlaunarithöfundinn Hreiðar Stefánsson. Er hann löngu kunnur fyrir fjölmargar barna- og unglingabækur sem hann hefur samið einn eða ásamt konu sinni Jennu Jensdóttur. í þessari bók leiðir Hreiðar lesend- ur í afmælisveislu þar sem allt endar með slagsmálum, við kynn- umst strák sem er hræddur við dularfullan brúarstólpa og segir Hreiðar frá mörgum atburðum í bók sinni. Ragnar Lár myndlistar- maður hefur teiknað fjölmargar myndir í bókina, svo og kápu- mynd. Tröllin í tilverunni er 84 bls. Báðar þessar bækur eru unnar að öllu leyti hjá Prentverki Akra- ness hf. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 28. og 29. nóv. 1982 Skrifstofa stuðningsmanna Jónasar Elíassonar, prófessors Suöurlandsbraut 12, 3. hæð. Símar 84003 og 84367. Bílaþjónusta á kjördag. Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Ásbergsson Páll Dagbjartsson Jón ísberg Ólafur B. Óskarsson Pálmi Jónsson Sjálfstæðismenn í Norðurlandi vestra: Sex frambjóðendur í prófkjörinu sem hefst á morgun, laugardag Utankjörstaðakosning á Akureyri og í Reykjavík SEX frambjóðendur eru í prófkjöri Sjálfstæöisflokk.sins i Norður- landskjördæmi vestra, sem fram fer nú um helgina vegna vals á fram- bjóðendum flokksins fyrir næstu al- þingiskosningar. Frambjóðendur eru: Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaöur, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri, Jón ísberg, sýslumaður, Ólafur B. Oskarsson, bóndi, Páll Dagbjarts- son, skólastjóri, Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra. Prófkjörið fer fram dagana 27. til 30. nóvember. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sjálfstæðisfé- laga í kjördæminu, sem þar eiga lögheimili og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Auk þeirra hafa atkvæðisrétt þeir, sem eiga kosn- ingarétt í kjördæmi og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfé- lag í kjördæminu fyrir lok kjör- fundar, eða hafa skráð sig á próf- kjörsskrá fyrir lok 2. kjördags (þ.e. 28. nóvember). Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna prófkjörsins er í gangi og geta þeir, sem þess óska, greitt at- kvæði utan kjörstaðar hjá eftir- töldum aðilum á venjulegum skrifstofutíma: í Siglufirði hjá Óla J. Blöndal, á Sauðárkróki í Sæborg, á Blönduósi hjá Steindóri Jónssyni í Blöndugrilli, á Skaga- strönd hjá Adolf H. Berndsen, á Hvammstanga hjá Karli Sigur- geirssyni og í Staðarskála hjá Ei- ríki Gíslasyni. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörstaðar á Akureyri hjá Birni Jósef Arnvið- arsyni (sími 25919) og á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjálfa prófkjörsdagana verða opnir kjörstaðir í öllum kauptún- um og kaupstöðum í kjördæminu, og jafnframt í Varmahlíð, á Húnavöllum, í Flóðvangi, Víðihlíð, Vesturhópsskóla og á Lauga- bakka. Laugardaginn 27. nóvem- ber og sunnudaginn 28. nóvember verða allu- kjörstaðirnir opnir frá kl. 14 til 19, en tvo síðari kjördag- ana verða kjörstaðirnir á Siglu- firði, Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga opnir frá kl. 15 til kl. 20, en aðrir kjörstaðir opnir að kvöldi kl. 20 til kl. 22. Sveitahreppunum hefur verið skipt niður í kjörstaði þannig: Kjósendur í Hofs- og Haganes- hreppi, Fellahreppi, Hofshreppi, Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og á Hofsósi eiga kjörstað á Hófsósi. íbúar Akrahrepps, Lýtingsstaða- hrepps og Seyluhrepps eiga að kjósa í Varmahlíð, en íbúar Ríp- urhrepps, Skefilsstaðahrepps, Skarðshrepps og Staðarhrepps eiga kjörstað á Sauðárkróki. í A-Húnavatnssýslu kjósa íbúar í Skagahreppi á Skagaströnd, en Engihlíðarhreppur og Vindhæl- VINDURINN og ég, nefnist bók sem bókaútgáfan Salt hefur nýlega sent frá sér. Segir þar frá ævi banda- rísks indíána, Crying Wind Stafford. Höfundur lýsir lífi sínu í æsku, upp- vexti hjá ömmu sinni meðal indíána, en síðar flyst hún til stórborgar og fjallar meginhluti bókarinnar um baráttu hennar við sjálfa sig og hið nýja framandi umhverfi i borginni. Crying Wind Stafford hefur sjálf myndskreytt bók sína, en hún hefur eftirfarandi að segja um sjálfa sig: „Eg er ólánsafkvæmi tveggja einstaklinga sem hötuðu hvort annað. Ég hef aldrei séð föður ishreppur tilheyra kjördeildinni á Blönduósi. Torfalækjar-, Svína- vatns- og Bólstaðarhlíðarhreppar eiga kjörstað á Húnavöllum, en kjörstaður fyrir Áshrepp og Sveinsstaðahrepp er í Flóðvangi. í V-Húnavatnssýslu á Þorkels- hólshreppur kjörstað í Víðihlíð, Þverárhreppur í Vesturhópsskóla, Torfustaðahreppar og Staða- hreppur eiga kjörstað á Lauga- bakka, en Kirkjuhvammshreppur tilheyrir kjördeildinni á Hvammstanga. Samkvæmt ákvörðun kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra fer próf- kjörið þannig fram, að kjósendur setja tölustafi fyrir framan nöfn manna á prófkjörsseðlinum í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Merkja þarf við minnst fjögur nöfn til að prófkjörsseðill verði gildur. minn, því hann yfirgaf móður mína áður en ég fæddist og hún hataði hann vegna þess. Móðir mín var ung og vildi ekki vera fjötruð af barni, sem hún hafði engan áhuga á að eiga, og skildi mig því eftir hjá ömmu minni á friðlandinu. Ég er einskis verður kynblendingur, tvær mannverur sem reyna að lifa í sama líkama. — Þetta er það sem Crying Wind er — ekkert." Þýðendur eru Gunnar J. Gunn- arsson og Sigrún Harðardóttir. Bókin er 189 bls. og er unnin að öllu leyti hjá Prentverki Akra- ness. Vindurinn og ég Bók um ævi bandarísks indíána

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.