Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 27 Valdimar Elíasson — Minningarorð Þann 15. október sl. lést Valdi- mar Elíasson, garðyrkjumaður, síðast til heimilis í Hafnarfirði. Ekki verður sagt að það kæmi með öllu á óvart, því ljóst var að heilsa hans var fyrir nokkru biluð. Samt vonuðumst við vinir hans til þess enn um nokkur ár að fá að njóta samvistar við hann. Valdimar var fæddur að Saur- bæ í Holtum, þann 20. júlí 1911, sonur Elíasar Þórðarsonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Páls- dóttur. Hann ólst þar upp með for- eldrum sínum, stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni 1930—1931 og við Samvinnuskól- ann 1935, en frá þeim skóla lauk hann prófi eftir aðeins eins árs nám. I Svíþjóð dvaldi hann 1938 og 1939 sem nemandi við lýðhá- skólann á Toarna og síðan við garðyrkjunám. Skömmu áður en heimsstyrjöldin síðari skall á fluttist Valdimar aftur heim og 1942 stofnaði hann nýbýlið Jaðar í landi Bæjar í Borgarfirði og gerð- ist garðyrkjubóndi. Þann 1. des- ember 1951 gekk hann að eiga Eddu Geirdal Steinólfsdóttur kennara í Grímsey hina ágætustu konu og lifir hún mann sinn. Eftir að þau Valdimar fluttu frá Jaðri starfaði hann um árabil við gróðrastöðina í Laugardal í Reykjavík uns hann af heilsufars- ástæðum hlaut að hætta störfum. Meðan Valdimar bjó að Jaðri gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum, var sýslunefndarmaður, stóð að stofnun samtaka garð- yrkjubænda og vann mikið fyrir þau samtök. Ekki er mér mikið kunnugt um störf Valdimars að félagsmálum, en svo vel þekkti ég hann að ég er þess fullviss að þeim málum var vel farið þar sem hann fékk einhverju um ráðið, svo reyndi ég hann að því að vera raunsæjan og tillögugóðan. Fundum okkar Valdimars bar fyrst saman 1938 þegar hann stundaði nám við lýðháskólann á Toarna í Svíþjóð, en þar hafði ég áður dvalið. Sumarið 1939, ferðuð- umst víð nokkuð saman um Sví- þjóð. Farartækin voru reiðhjól, gist í tjaldi og litlu eytt enda ekki af miklu að taka. Margar skemmtilegar myndir geymi ég enn frá þessum ferðum okkar. Þegar skugga síðari heims- styrjaldar dró yfir Evrópu hvarf Valdimar heim, en ég sat eftir. Allt frá þessum árum höfum við Valdimar haft samband þar til að leiðir nú skiljast að fullu og öllu. Mörg bréf fóru okkar á milli með- an við vorum sinn hvorum megin Atlantshafsins og all vænan bunka af bréfum frá Valdimar geymi ég enn. Bréflega ræddum við ýms sameiginleg áhugamál og ég minnist þess vel að hefði ég einhverjar spurningar til Valdi- mars var þar sjaldan komið að tómum kofunum. Valdimar var vísindalega hugsandi. Hann leit- aði staðreynda og gekk út frá þeim í rökréttu samhengi. Hann villtist ekki á því sem er staðreynd, hinu, sem aðeins var trúblandin sann- færing, sem staðið getur á lausum grunni. Eftir að ég hóf störf hér heima gisti ég oft að Jaðri hjá þeim mætu hjónum. Þar var gott að gista og margt bar á góma þær kvöldstundir, sem við Valdimar þá ræddumst við. Hann hafði ágæta frásagnarhæfileika og vantaði ekki skopskyn. Kvöldið gerðist okkur því jafnan nokkuð langt en nóttin að sama skapi stutt, því fyrir kom að lýsa tók af degi áður en gengið var til hvílu. Heimili Valdimars og Eddu var kyrrlátt og snoturt menningarheimili, þar sem regla og smekkvísi ríkti í öllu. Valdimar var bókamaður, smekk- vís og vandlátur í bókavali. Enda þótt hugur hans stæði fyrst og fremst til náttúruvísinda og um- fram allt til þess þáttar er að gróðurfari og ræktun lýtur þá fer því fjarri að hann væri einskorð- aður við það. Hann bar gott skyn á listir og skáldskap. Fyrir tveim árum sendi hann mér á afmælis- degi mínum bók Snorra Hjartar- sonar „Hauströkkrið yfir mér“ en sú bók varð mér að verulegu leyti nýr heimur, því þar til hafði ég átt erfitt með að fella mig við hálf- rímuð og órímuð ljóð. Eftir að Valdimar fluttist til Hafnarfjarð- ar hittumst við alloft og nokkrum sinnum gafst okkur tóm til nátt- úruskoðunar hér í nágrenninu, en færri urðu þær ferðir en báðir hefðu óskað. Við höfðum ráðgert ýmsar skoðunarferðir saman. Að- eins ein af þeim komst í fram- kvæmd og var það á sl. sumri. Jafnframt varð það síðasta ferð vinar míns, Valdimars á æskust- öðvarnar. Þar sýndi hann mér þá ævafornar bæjarrústir, gamla götutroðninga, sem nú eru löngu vallgrónir og það sýndi sig að hann gjörþekkti þetta svæði, sögu þess náttúrufar og fornar slóðir. Skoðanir hans á breytingum gróð- urfars og byggðar frá elstu tíð til dagsins í dag voru mótaðar af heilbrigðu raunsæi og rökréttri hugsun. Ég er ekki 1 vafa um að Valdimar réði yfir víðtækum fróð- leik og þekkingu á heimabyggð sinni. Lítið ef nokkuð af þeim hug- leiðingum mun honum hafa auðn- ast að festa á blað. „Oss fylgir svo margt í moldu". Hér var punktur settur. Skoðanaferðir okkar Valdi- mars verða ekki fleiri. Hann er horfinn yfir á annað svið, en hjá mér lifir eftir flekklaus minning um góða viðkynningu, sem varði meira en fjóra áratugi. Minningin um heilsteyptan mann og góðan dreng. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Valdimar Elíasson að vini. Hinni ágætu konu hans, Eddu, bræðrunum og systurinni ásamt öðrum nánum skyldmenn- um vottum við hjónin okkar inni- legustu hluttekningu. Jón Jónsson jardfræðingur. flösku af bjór, að hann hafi drukk- ið hálfa flöskuna fyrir mat og hinn helminginn að málsverði loknum — og þó naut hann þess út í æsar. Þetta sýndi lítillæti hans og hófsemi. Ég álít að Jóhannes hafi verið geðríkur maður þrátt fyrir rósem- ina en hann leyndi á sér og aldrei sá ég hann skipta skapi þótt þung væri undiraldan. Mér þótti áberandi hve hann eltist mikið fyrst eftir að kona hans dó og varð snöggtum færra um komur hans upp til mín lengi vel og stóðu þær styttra yfir. En hann mun hafa tekið við sér síð- asta misserið og var vel á sig kom- inn á áttræðisafmæli sínu nýlega. Það lýsir Jóhannesi vel, að hann lét engan í húsinu vita af afmæli sínu og fór það t.d. algjörlega fram hjá mér, enda var hann sve vel á sig kominn að ég hélt hann miklu yngri. Hefði ég þó gjarnan viljað heiðra hann. Jóhannes tal- aði aldrei um veikindi konu sinnar — ekki minnsta par, en hafði beð- ið mig um að rissa upp af henni mynd nú í haust og má það hafa verið í sambandi við þessi tíma- mót í lífi hans. Hafði ég heitið honum að gera það strax eftir sýn- ingu mína. Ég þekkti Jóhannes Gíslason aldrei nema húsvörð enda var hann fámáll um eigin hagi og lát- leysið var aðalsmerki hans fram á síðasta dag. Ég held þó, að lýsing min á honum, þótt af vanefnum sé, sýni að nokkru hvern mann hann hafði að geyma. Hann var sannur íslendingur og vísast einn af þessum harðjöxlum er æðruð- ust aldrei hvernig sem á stóð í ald- anna rás og núverandi kynslóð á tilveru sína að þakka. Hann gerði víðreist um land sitt á árum áður en hélt aldrei utan til að skoða hinn stóra heim. Jóhannes Gíslason var næstum því jafngamall öldinni, fæddur hinn 8. september 1902 að Reykj- um í Hrútafirði. Voru foreldrar hans hjónin Halldóra Steinunn Pétursdóttir og Gísli Guðmunds- son. Hann var elstur sjö systkina og fellur fyrstur frá. Heilsu hans var þannig farið, að honum varð aldrei misdægurt, fékk naumast kvef allt sitt líf. Hann lést ei held- ur á sóttarsæng en varð eitt af mörgum fórnardýrum árvissrar slysaöldu að haustnóttum. Lifði miklu lengur eftir slysið en nokk- ur læknir bjóst við, sem sýnir hve seigt var í þessum múrarameist- ara og aldamótajaxli. Jóhannes hafði verið einn af fyrstu mönnum á sýningu mína að Kjarvalsstöðum í haust og sam- gladdist mér innilega með vel- gengni hennar. Mikið dapraðist flug gleði minnar, er ég frétti um hið sviplega slys nokkrum dögum seinna og dapurlegt hefur verið að koma á Austurbrúnina undanfarið og vita ekki hvernig honum myndi reiða af. Dimmir skuggar haust- og veturnótta hafa leikið þar um, sem í þöglum náhljómi, reiðubúnir að taka undir þeim er klukkan glymur. En lífið heldur áfram og í norðri hafa Esjan, Skarðsheiðin og Akra- fjall skartað sínum fegursta bún- ingi undanfarið, en í austri Langa-hlíð, Bláfjöll og Hengillinn. Að ógleymdum jöklinum fagra er við dáðumst svo oft að. Fegursta haust i mörg ár hefur kvatt og undursamlega fallegir vetrardagar tekið við, er blasa við sjónum manna frá toppi háhýsis- ins að Austurbrún 4. Þó á annan hátt hefði mátt verða eru það góðum manni og ástsælum húsverði verðug örlög að kveðja jarðvistina á slíkum dögum, samsamast ættjörðinni og fegurð heiðríkjunnar. Bragi Asgeirsson Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Elín Jóhannes- dóttir Svínavatni Fædd 24. janúar 1897 Dáin 6. september 1982 Elín Jóhannesdóttir, Svínavatni, andaðist 6. september síðastliðinn á 86 aldursári. Hún var næstelsta barn foreldra sinna, Jóhannesar Helgasonar og Ingibjargar Ólafsdóttur konu hans, sem bjuggu á Svínavatni í rúm fimm- tíu ár. Ingibjörg og Jóhannes eign- uðust átta börn, sem öll komust til fullorðinsára, nema eitt, sem and- aðist í bernsku. Strax á barnsaldri komu í ljós þeir eiginleikar Elínar, sem ein- kenndu hana alla ævi, þ.e. dugnað- ur og hjálpfýsi. Hún var ekki göm- ul þegar hún fór að annast yngri systkini sín og reyna þannig að létta undir með móður sinni. Milli fermingar og tvítugs var hún tvo vetur við nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi, og nokkru síðar var hún einn vetur við nám á Akureyri að læra fatasaum. Þessi menntun ásamt góðri fræðslu hjá móður sinni, sem hafði lært í Kvennaskólanum á Ytri-Ey, var Elinu góður undirbúningur undir ævistarf hennar, húsmóðurstarfið. Elín giftist ekki og eignaðist ekki börn, en húsmóðir var hún á Svínavatnsheimilinu um áratuga skeið og gegndi því með mikilli prýði til hinstu stundar. Heimili Jóhannesar og Ingi- bjargar var mannmargt, því fyrir utan þau hjónin og börnin var alltaf fleira fólk á heimilinu. Þar var mikið um gestakomur og þau hjónin mjög gestrisin. Svínavatn var þingstaður sveit- arinnar og þar haldnir flestir meiri háttar mannfundir. Svína- vatn er kirkjustaður, og skyldi þar messað annan hvorn sunnudag ár- ið um kring, svo og á hátíðum. Öll- um þessum gestum, hvort heldur það voru mannfunda- eða kirkju- gestir eða aðrir heimilisgestir var veitt kaffi með margs konar kaffi- brauði. Þessu fylgdi auðvitað mik- il vinna fyrir húsmóðurina, að vera alltaf undirbúin gestamót- töku og vita þó aldrei fyrir víst hvað margir kæmu, t.d. til kirkju, og ekki voru þá til þau hjálpar- tæki, sem nú þykja nauðsynleg á hverju heimili. Við þetta, svo og önnur heimil- isstörf, var Elín stoð og stytta móður sinnar og eftir því sem ald- ur færðist yfir móður hennar, lögðust húsmóðurstörfin meira og meira á herðar Elínu. Eftir lát foreldra sinna var Elín áfram hús- móðir heimilisins, þar sem hún og þrjú systkini hennar héldu áfram búskap á jörðinni. Elín var lág vexti, en fallega vaxin, hafði mikið dökkt hár og bjartan andlitssvip. Hún var glað- lynd, kvikk í heyfingum og létt á fæti. Svo var áhugi hennar mikill á störfunum að fremur virtist hún hlaupa en ganga, þar sem hún fór um. „Húsmóðir" er fallegt orð. Þetta orð lýsir Elínu vel. Sem besta móðir var hún öllu sínu heimilis- fólki og vildi að öllum liði vel. Hún lagði sig fram um að mat- reiða hollan og næringarríkan mat og fylgdist vel með á því sviði. Börn og unglingar, sem á heimil- inu dvöldu um lengri eða skemmri tíma, elskuðu hana öll, enda vel um þau séð í hennar umsjá. Allt, smátt sem stórt, er var heimilinu til heilla, lét hún sig varða og ef vantaði hjálpandi hönd, hvort heldur var úti eða inni, var hún þar komin með sitt liðsinni og dró ekki af sér. Fyrst á fætur á morgnana og síðust í háttinn á kvöldin. Hver dagur langur vinnu- dagur um langa ævi. En aldrei vorkenndi hún sjálfri sér, svo var umhyggja hennar fyrir öðrum allsráðandi. Elín unni heimili sínu, það var hennar heimur. Hún unni jörðinni sinni, unni fallega vatninu við túnfótinn, þar sem fjöll og hálsar spegluðu sig í lognværunni á góð- viðrisdögum og gerðu útsýnið ynd- islegt. Gamalt máltæki segir: „Bóndi er bústólpi — bú er landstólpi". Góð húsmóðir í sveit er líka bú- stólpi og þegar hún fellur frá hriktir í heimilinu. Varla finnur þjóðfélagið þann titring, en það hefyr þó líka misst traustan þegn sinn. Útför Elínar fór fram frá Svína- vatnskirkju 14. september síðast- liðinn. í sólskini og haustblíðu tók jörðin hana í faðm sinn, jörðin hennar, sem nú geymir öll hennar ævispor. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svo góða og elskulega systur. Líf hennar var fagurt. Olafía F. Jóhannesdóttir JAMES FLEMING BOND 007 >• i ROYALE SPILAVÍTIÐ James Bond í nýrri útgáfu BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur nú gefið út að nýju „Royale spilavítið", fyrstu bókina um James Bond, 007, en fyrir nokkrum árum gaf Hildur út bækur lan Flemmings um þenn- an margfræga njósnara. í frétt frá útgáfunni segir m.a.: „James Bond, 007. James Bond hefir undanfarna ára- tugi orðið táknmynd hetju- njósnarans og hafa sem kunn- ugt er verið gerðar nokkrar kvikmyndir um hetjuna. Vin- sældir Bonds voru slíkar, að eftir að Ian Flemming dó, gerðu margir höfundar til- raunir, að eigin frumkvæði eða útgefenda, til að endur- skapa Bond. Engum slíkum „eftiröpunum“ hefur þó tekist að ná neinutn vinsældum.“ Bókin er 192 bls. að stærð. Skúli Jensson íslenskaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.