Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR 267. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Cheltenham: Dauði starfs- manns vekur grunsemdir Lundúnum, 27. nóvember. AP. BRESKA lögregalan rannsakar nú dauða starfsmanns við fjarskipta- stöðina í Cheltenham. Maðurinn, Ern- t est Brockway, fannst hengdur á heimili sínu, skammt frá Cheltenham, á mið- vikudag. Athygli beinist að dauða hans vegna þess, að Geoffrey Prime, starfsmaður við sömu fjarskiptastöð allt fram til ársins 1977, var hand- tekinn í vor og dæmdur til 38 ára fangelsisvistar fyrir skemmstu fyrir njósnir í þágu Sovétmanna og kyn- ferðisafbrot. Þá hefur það vakið athygli, að Brockway er annar starfsmaður Cheltenham-stöðvarinnar, sem deyr með óeðlilegum hætti á þessu ári. Hinn er Peter Wolfenden, sem lést í svifdrekaslysi í júlí. Bandaríska leyniþjónustan hafði hann grunaðan um upplýsingaleka til Sovétmanna. Að sögn lögreglufulltrúa í Clou- cestershire beinist rannsókn lögregl- unnar á dauða Brockway ekki að neinu óvenjulegu og Scotland Yard kemur að hans sögn ekki nærri rannsókninni. Eiginkona Brockway hefur lýst því yfir, að hann hafi ver- ið heilsuveill. Nýtt dvalar- met í geimnum Moskva, 27.nóvembcr. Al*. SOVÉSKB geimfararnir Anatoly Berezovdi og Valentin Lebedev munu enn um sinn verða um kyrrt i geimstöðinni Salyut 7, að því er Tass fréttastofan skýrði frá í gær. Þeir hafa þegar verið 197 daga í geimnum. Það er nýtt tímalengd- armet, en gamla metið áttu landar þeirra, Leonid Popov og Valery Ry- umin, en þeir voru 185 daga í geimnum árið 1980. „Þeir eru í góðu líkamlegu og andlegu ásigkomulagi og það ger- ir þeim kleift að vera lengur í geimnum," sagði í tilkynning- unni frá Tass. Þeir Berezovdi og Lebedev hafa tvívegis fengið heimsóknir í Salyut meðan á dvöl þeirra þar hefur staðið. Fyrst kom sovésk geimflaug og meðal áhafnarmanna var franskur geimfari, fyrsti og eini vestur- landabúinn sem hefur farið í geimferð ef Bandaríkjamenn eru undan skildir. I síðari heimsókn- inni var kona í áhöfninni, sov- éska stúlkan Svetlana Savitska- ya, og hún varð þar með önnur konan sem í ferð fer. Fegurðardís í kókainsmygli l/ondon 27. nóvember (Al*) LÓGREGLAN í Lundúnum handtók í gær hina 22 ára gömlu Heather Ross , en hún var fulltrúi Bermuda í hinni nýafstöðnu fegurðasamkeppni, „Ungfrú Alheimur". Hún var gripin með eitt kilógramm af Kókaini í fór- um sínum, en fyrir það hefði hún getað fengið 150.000 sterlingspund. Hún hefur verið sett í gæsluvarðhald ásamt fylgdarmanni, ónefndum mið- aldra landa sínum. Ungfrú Ross var ekki í verð- launasæti í keppninni, en vakti þó athygli fyrir að vera hávaxnasti keppandinn. Hún er 1,80 m. á hæð. Vel gefin stúlka að sögn, til dæmis talar hún reiprennandi fjögur tungumál. Merkisfundur Kólumbíu: Víðáttumiklir dalir og árfar- vegir undir eyðimörkinni Wa.shington, 27. nóvember. AP. RATSJAR um borð í bandarísku geimskutlunni Kólumbíu fundu gífurlega árfarvegi og stórkostlega dali, allt að 15 kílómetra breiða, undir heitum eyðimerkursandinum í suðvesturhluta Egyptalands er hún var i síðustu geimferð sinni fyrr í þessum mánuði. Áhafnarmeðlimir Kólumbíu rit- uðu grein um ferðina í vísinda- tímarit í Bandaríkjunum og greindu þar frá fundinum, fornum dölum og ám frá forsögulegum tímum. Þjóðsagnir eru til í Egyptalandi um þetta fyrrum gósenland, sem er ekki minna í sniðum en sjálf Níl og Nílardalur. „Þetta virðast hafa verið sjálfstæð vatnakerfi og í engum tengslum við Níl. Það var hreint ótrúlegt að horfa upp á þetta, ratsjáin hrein- lega horfði í gegnum sandinn og ekki er útilokað að við getum fljótlega séð heilu vegakerfin sem forsögulegir ættflokkar kunna að hafa notað fyrir allt að 200.000 ár- um síðan," sagði Vance Haynes, einn af áhafnarmeðlimum Kól- umbíu. Þjóðsögurnar um Bahr-Bela- Ma, eða vatnslausu stórfljótin í miðri Sahara-eyðimörkinni hafa gengið öld fram af öld í Egypta- landi, en ekki fyrr en nú hafa menn gert sér grein fyrir því að fyrirbærið eigi sér stoð í raun- veruleikanum. Það rignir nú orðið aðeins einu sinni að meðaltali á 30—50 ára tímabili á þessum slóðum og um mannabústaði er ekki að ræða. En svo var ekki í eina tíð. Þangað til fyrir 3 milljónum ára var þarna að því að talið er gróskumikið gróð- urlendi og stórár, ekki vatnslausar eins og í þjóðsögunum, heldur full- ar af vatni. En loftslagsbreyting olli því að svæðið breyttist smám saman í eyðimörk. Vísindamenn hafa þó fundið út að þrívegis síðan hefur veðurfar og loftslag breyst þannig að byggilegt varð þarna á ný. Það gerðist fyrst fyrir 200.000 árum, síðan fyrir 60.000 árum og loks síðast fyrir 10.000 árum. Mannabyggð þarna kann því að hafa verið fyrir allt að 200.000 ár- um. Áfengisleysið skapar blómatíð í Stromstad Siromstad, Svíþjóð, 27. nóvember. AP. VERKFALL STARFSMANNA við norska „ríkið“ er nú farið að teygja anga sína illþyrmilega inn fyrir landamæri Svíþjóðar. Verkfallið hefur staðið frá því í ágústlok og áfengisþurrð Norðmanna er nú orðin slik, að þeir flykkjast i hópum yfír sænsku landamærin til vinkaupa. Ibúar sænska landamærabæj- arins Stromstad, sem er aðeins 5.000 manna samfélag, hafa ekki farið varhluta af afleiðingum vínskortsins í Nöregi. Slík er ásókn Norðmanna í guðaveig- arnar, að heimamenn i Strom- stad segja það nú orðið ógjörlegt að verða sér úti um áfengi með venjulegum hætti. Hafa þeir sagt, að fljótlegra sé að aka 110 kílómetra leið til Uddevalla og til baka og kaupa vínið þar, en að bíða i biðröðinni með Norð- mönnum, sem iðulega eru mætt- ir fyrir allar aldir á morgnana. „Suma dagana er hreint úti- lokað að verða sér úti um flösku," sagði Folke Carlgren í viðtali við fréttamann AP. Áf- engisverslunin í Stromstad, sem er einungis gerð með það fyrir augum að þjóna íbúm bæjarins, hefur orðið að fjölga starfsliði sínu úr 6 manns í 20 að undan- förnu. Sagði verslunarstjórinn, að salan hefði aukist um 800% miðað við við sama tímabil í fyrra. Hefur meira að segja komið til tals að setja upp sér- staka áfengisverslun fyrir Norð- menn í bænum. En það eru fleiri en áfengis- verslunin, sem hagnast á þessum verslunarferðum Norðmann- anna sárþyrstu. Verslanir í bæn- um hafa skýrt frá gifurlegri söluaukning, sér í lagi matvöru- markaðir. Hefur gengisfelling sænsku krónunnar um miðjan síðasta mánuð þar sitt að segja. „Norðmennirnir kaupa allt, sem hönd á festir," sagði einn versl- unarmaður í bænum. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.