Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 Til 1919 var bókabúð Sigfúsar Eymundssonar á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar 110 ára: BÓKAVERSLUN Sigfúsar Ey- mundssonar, elsta bókaverslun landsins, er 110 ára um þessar mund- ir. Sigfús Eymundsson stofnaði verslunina í iok nóvember 1872 og birtist auglýsing þess efnis í blaðinu Göngu-Hrólfi þá fyrir jólin, þar sem getið er um ýmsar bækur sem væru á boðstólum og verð þeirra. I*á segir í auglýsingunni að verslunin selji einnig ýmiss konar pappír og önnur ritfong og taki að sér að útvega mönnum bækur á erlendum tungumálum. l*að má því segja að allir aðalþættirnir í starfsemi verslunarinnar í dag hafi verið fyrir hendi frá upphafi. Eymundsenhorn Verslunin opnaði á horni Lækj- argötu og Austurstrætis, í því húsi sem þar stendur ennþá. Tók hornið nafn af versiuninni og var lengi nefnt Eymundsenhorn. Þar er verslunin til 1919, en þá flytst hún í steinhús við Austurstræti 18, sem sfoð þar sem núverandi húsnæði verslunarinnar er í dag. Árið 1886 hóf Sigfús einnig bóka- útgáfu og eru enn þann dag í dag gefnar út bækur undir merki Bóka- versiunar Sigfúsar Eymundssonar, BSE. Prentsmiðju átti hann um skeið, en seldi og varð hún upphaf- ið að Félagsprentsmiðjunni. Gaf Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar út ýmsar merkar bækur í tíð Sigfúsar. Árið 1907 snýr Pétur Halldórs- son, síðar borgarstjóri í Reykjavík, heim frá námi í Danmörku. Hann kaupir Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, búð og forlag, og rek- ur til 1935, að hann gerist borgar- stjóri í Reykjavík. Þá tekur sonur hans Björn Pétursson við rekstri búðar og forlags. Árið 1951 var fyrirtækið gert að hlutafélagi, með Björn sem framkvæmdastjóra. Úr búðinni. Næst elsta verslunar- fyrirtæki borgarinnar Það gerist síðan árið 1959 að Al- menna bókafélagið kaupir Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og um skeið er bókaverslunin staðsett í Aðalstræti 6, á meðan það hús sem verslunin var til húsa í, er rifið og annað byggt, þar sem verslunin Elsta bókaverslun landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.