Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 31 Tónleikar í Háteigskirkju NÚ Á 1. sunnudag í aðventu, 28. nóvember, kl. 20.30, verða tónleikar í Háteigskirkju, sem tengjast að- ventu og jólatímanum. Þetta eru fvrstu aðventutónleikarnir í kirkj- unni og verða síðan tónleikar hvert sunnudagskvöld allt til jóla og enda með „Jólasöngvum við kertaljós" hinn 19. desember svo sem venja hefur verið að halda mörg undanfar- in ár, en þessi dagur er vígsludagur Háteigskirkju. Tónleikarnir í kvöld eru orgel- tónleikar. Þá leikur organisti kirkjunnar, dr. Orthulf Prunner orgelverk fyrir aðventu- og jólat- ímann eftir J.S. Bach. Verða þá leikin meðal annarra tvö tónverk, sem ekki hafa verið flutt hérlendis áður. A 2. sunnudag í aðventu verður flutt kór- og orgeltónlist. Þá syng- ur kór Háteigskirkju aðventu- og jólasálma úr „Litlu orgelbókinni" (Orgelbúchlein) eftir J.S. Bach, en organistinn leikur sálmaforleik- ina, sem Bach samdi við þessa sálma. Langflestir þessara að- ventu- og jólasálma hafa verið sungnir á íslandi áður fyrr og all- margir allt til þessa dags, þótt þeir séu nú sumir tengdir öðrum tímum og athöfnum. Á 3. sunnudag í aðventu eru svo aftur orgeltónleikar. Leikur Organisti Háteigskirkju aðventu- og jólatónlist eftir fjölmarga höf- unda: D. Buxtehude, J.S. Bach, W.A. Mozart, J.G. Albrechtsberg- er, J. Brahms, J. Alain o.fl. Þetta er mjög fjölbreytt dagskrá tónlist- ar frá ýmsum tímum og margt af þessari tónlist er flutt í fyrsta sinn hérlendis. Á 4. sunnudag í aðventu, 19. des- ember, á vígsludegi Háteigskirkju, verður flutt Kantata nr 61, „Nú kemur heiðinna hálparráð", eftir J.S. Bach ásamt annarri orgel- og kórtónlist. Almennur söngur verð- ur þá einnig svo sem venja hefur verið. Þessir aðventutónleikar eru hugsaðir sem góður undirbúning- ur kyrrðar, íhugunar og eftir- væntingar áður en jólahátíðn gengur í garð. Óskandi er að sem flestir fái notið helgihaldsins með þessum tónlistarflutningi í Háteigskirkju. (Krá llátcigskirkju) PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 28. og 29. nóv. 1982 Skrifstofa stuöningsmanna Jónasar Elíassonar, prófessors Suðurlandsbraut 12, 3. hæð. Símar 84003 og 84367. Bílaþjónusta á kjördag. Metsölubladá hverjum degi! Ég býð mig fram til prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins 28.-29. nóvember af einlægum áhuga fyrir málefnum flokks og þjóðar. 1. Nýja stjórnarskrá. , 2. Jöfn atkvæöi án tillits til búsetu. 3. Krefst ákvöröunartöku og ábyrgöar stjórnmála- manna. 4. Valdiö úr höndum nefnda og þrýstihópa inn á Al- þingi. 5. Frelsi til athafna án skatt- píningar. Guðmundur Hansson, Hæðargarói 2. Sími 85570. / Nýir tímar — Nýir menn í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins kjósum við þingmenn fram til ársins 1987. Geir H. Haarde er 31 árs hagfræðingur. Hann er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og nýtur trausts. Stuðningsmenn Hugsum fyrir framtíðinni. Veljum ungan dugandi mann. Kjósum Geir H. Haarde. Veljum þingmenn framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.