Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 35 Skíðabók AB komin út ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér handbók fyrir skíðamenn og nefn- ir hana Skíðabók AB. Höfundarnir, fjórir að tölu, eru allir kunnir skíða- menn og skíðakennarar og hafa allir ritað mikið um skíðaíþróttir. Þýðand- inn, Ingvar Einarsson, er og skíða- kennari. Bókinni er skipt í 7 kafla auk heimilda og atriðisorðaskrár. Þeir eru þessir: Frumatriði (Jan Karls- son), Útbúnaðurinn (Hermann Schultes), Skiðatækni fyrir byrjend- ur (Rúdiger Jahn), Færnin eykst (Rúdiger Jahn), Flóknari skíða- tækni (Rúdiger Jahn), Keppnisskíð- un (Rúdiger Jahn) og Vetrar- íþróttastaðir (Doug Pfeiffer). „Skíðabók AB er handbók fyrir skíðamenn, jafnt byrjendur sem af- burðamenn í íþróttinni og alla þar í milli. Hún lýsir. glögglega hvernig skíðamaðurinn skuli fara að' við hvað eina allt frá því hann spennir á sig skíðin í fyrsta sinn og þar til hann er orðinn þátttakandi í Olympíuleikum. Skíðabókin er með fjölda skýringarmynda og auðveld í notkun," segir í bókarkynningu. Skíðabók AB er 160 bls. að stærð i allstóru broti. fllgyjfrimfrXafeift Góáandagirm! Nýja strengjasveitin held- ur tónleika í Bústaðakirkju NÝJA strengjasveitin heldur tón- leika í Bústaðakirkju mánudaginn 29. nóvember kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir J.C. Bach, Förster, Nielsen og frumflutningur á verki eftir Snorra Sigfús Birgisson, sem hann samdi sérstaklega fyrir sveit- ina. Einleikarar eru Helga Þórar- insdóttir, víóluleikari, og Joseph Ognibene, hornleikari. Nýja strengjasveitin var stofn- uð haustið 1980 og fyrstu tónleik- arnir voru haldnir í desember sama ár undir stjórn Guðmundar Emilssonar. í ágúst 1981 fékk sveitin til liðs við sig Josef Vlach fiðluleikara og stjórnanda frá Tékkóslóvakíu og hélt tvenna tón- leika undir leiðsögn hans. Að þessu sinni leikur sveitin án stjórnanda, en konsertmeistari er Michael Schelton. Hárgreiðslustofan Hrund hefur opnað á nýjum stað að Hjallabrekku 2 í Kópavogi, efri hæð. Eigandi stofunnar er Bjarnveig A. Guðmundsdóttir. VELKOMINN aftur í baráttuna Fyrir síöustu alþingis- kosningar vék E[lert B. Schram úröruggu sæti. Það gerði hann til að sameina sjálfstæðismenn og koma í • veg fyrir sundraðan flokk í Reykjavík. Með þessu móti sýndi Ellert drengskap og þor sem fátítt er meðal stjórnmálamanna STUÐNINGSMENN Ellert hefur nú aftur boðið fram liðveislu sína og sækist eftir þingsæti. Við stuðn- ingsmenn hans hvetjum alla sjálfstæðismenn til að greiða honum atkvæði í prófkjörinu og bjóða hann þannig velkominn aftur. Kjósum bcirá 11 uirieinn á þincj Jón Magnússon PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 28.-29. NÓVEMBER KOSNING ASKRIFSTOFA SÍMAR 14542 — 14946__ Stuöningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.