Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 45 Þessar stöllur efndu til hhiUveltu til ágóöa fyrir Sjálfsbjörg, Fél. fatlaöra í Reykjavík og nágrenni. Þer söfnuöu ner 160 krónum. Telpurnar heita Guðrún Lind Halldórsdóttir, Guóný Gísladóttir og Lovísa Leifsdóttir. — Á myndina vantar fjóröu telpuna úr híuUveltukompaniinu, en hún beitir Þuríö- ur Anna Pálsdóttir. Þau heita Hrólfur HreiÖarsson, Alda Þórunn Jónsdóttir og María KrisU Hreiöarsdóttir. — Þau efndu til hluU- veltu á Langeyrar- vegi 12 í Hafnarfiröi til ágóöa fyrir „Þjóö- arátak gegn krabba- meini“. Krakkarnir söfnuöu alls rúm- lega 1.600 krónum. Þessar ungu dömur efndu til hluUveltu til ágóöa fyrir aldr- aöa og afhentu í Kirkjuhúsinu ágóö- ann sem var rúm- lega 1.100 krónur. — Þer heita Steinunn, Sædís, Gunnur, Vilborg og Oddný. Jólakort Barnahjálpar SÞ komin á markaðinn '’;,%SS6aéi ÞESSA daga eru jólakort Barnahjálpar Sameinuöu þjóðanna (UNICEF) að koma á markaðinn. Eins og fyrr hafa listamenn frá mörgum löndum gefið verk sín til Barnahjálparinnar. Kortin í ár eru mjög jólaleg og með mikilli litadýrð. Ágóðinn af sölu kortanna fer í að skapa mann- sæmandi uppvaxtarskilyrði fyrir börnin í þróunarlöndunum. Verk- efni sem bæta möguleika barnanna á að fá betri fæðu, heilsugæslu, menntun og betra drykkjarvatn eru fjármögnuð á þennan hátt. Þeir fara líka til að hjálpa stríðshrjáð- um börnum eins og t.d. í Líbanon og börnum, sem verða fyrir barð- inu á náttúruhamförum eins og t.d. miklum þurrkum í Austur-Afríku. Núna á síðustu mánuðum hefur UNICEF unnið mikið starf meðal barna í Líbanon eftir bardagana þar, einnig í Chad eftir borgara- styrjöldina þar. Það er m.a. álitið að Chad-búar geti ekki brauðfætt sig að fullu fyrr en með haustinu 1983, þannig að þangað til munu hjálparstofnanir eins og UNICEF hlaupa undir bagga með hinni hungruðu þjóð. Núna nýverið veitti UNICEF um 700.000 krónur í endurbyggingu eftir að hvirfilvindurinn Ólivía gerði mikinn usla í Guatemala. Þeir peningar fara til kaupa á þak- efni og varahlutum til að hægt sé að gera við vatnsveitur, sem skemmdust. Auk þessa er UNICEF með langtímaverkefni í þágu barna í Guatemala. Jólakortin eru til sölu í helstu bókaverslunum landsins en auk þess eru þau seld á skrifstofu Kvenstúdentafélags íslands að Hallveigarstöðum. Á skrifstofunni eru einnig til sölu gjafakort, heilsárskort, dagbók, púsluspil og bréfsefni. (Kréiuiilkynning) Páfi boðar heilagt ár 1983 YatikaniA. AP. PÁLL páfi II tilkynnti í gær, aö árið 1983 yrði sérstakt „heilagt ár“, til minningar um að 1950 ár eru þá liðin frá þvi að Jesús Kristur lét lífið á krossinum. Slík heilög ár fela i sér enn meiri guðrækni og bænahald en gengur og gerist og pílagrímar fjöl- menna til Rómar í leit að lyrirgefn- ingu synda sinna. Heilög ár hafa verið öðru hvoru síðan á 14. öld, en þó aðeins 25 tals- ins. Síðast var heilagt ár árið 1975 og venjulega eru þau haldin á 25 ára fresti. Samkvæmt því hefði næsta ár af þessu tagi ekki átt að verða fyrr en árið 2000. Páll páfi hefur tjáð kardinálum sínum að heilaga árið 1983 verði notað til undirbúnings fyrir heilaga árið 2000. MetsöluNad á hverjum degi! , Nú er rétti tíminn Fátt mun falla vinum og viöskiptamönnum erlendis betur en gjafaáskrift aö lceland Review 1983. Þú losnar við allt umstangiö. Útgáfan sendir fyrir þig jólakveðjuna (gjafakort) og hvert nýtt hefti á næsta ári veröur sem kveðja frá þér (auk þess aö flytja heilmikinn fróðleik um land og þjóð). Fyrirhafnarlítiö, hagkvæmt — og vel þegiö af vinum í fjarlægö. Láttu nú veröa af því. Þeim fjölgar stöðugt, sem láta lceland Review flytja kveöju sína til vina um víöa veröld. ★ Nýrri áskrift 1983 fylgir árgangur 1982 í kaup- bæti, ef óskaö er. Gef- andi greiðir aðeins sendingarkostnað. ★ Útgáfan sendir viðtak- anda jólakveöju í nafni gefanda, honum að kostnaðarlausu. □ Urdirritaöur kaupir ... gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1983 og greiöir áskriftargjald kr. 335 pr. áskrift aö viöbættum send- ingarkostnaöi kr. 60 pr. áskrift. Samt. kr. 395. □ Árgangur 1982 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 100 pr. áskrift. Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1983. Áskrift öölast gildi þegar greiösla berst. Nafn áskrifanda Simi Heimilisfang Nafn mottakanda ★ Hvert nýtt hefti af lce- land Review styrkir tengslin við vini í fjar- lægö. Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja meö é öóru blaöi. Sendiö til lceland Review PóethóM 93, 121 Reykjevé, eöa hringiö í síma 27622.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.