Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 47 Mál og menn- ing gefur út „Veröld Busters“ HJÁ Máli og Menningu er komin út ný bók fyrir börn og unglinga sem nefnist Veröld Busters og er hún eft- ir danska barnabókahöfundinn Bjarne Reuter. Ólafur Haukur Sím- onarson þýddi bókina. í bókarkynningu segir m.a.: „Veröld Busters er fyrsta bókin um drenginn Buster Oregon Mort- ensen, sem er töframaður og hol- ræsajóðlari og kominn af fjöllista- mönnum í beinan karllegg. Pabbi hans er atvinnulaus sjónhverf- ingamaður og afi hans var fall- byssukóngur. Sjálfur kann Buster eitt og annað fyrir sér. Veröld Busters segir frá daglegu lífi hans og Ingeborgar systur hans heima við og í skólanum, baráttu Busters við ófyrirleitin hrekkjusvín — þá er hann sjálfur ekki barnanna bestur." Veröld Busters er 135 bls. að stærð, prentuð í Prentrúnu hf. og bundin í Bókfelli hf. Mette Svarre gerði káputeikninguna. Sjón Reiðhjól blinda mannsins — eftir Sjón við mynd- skreytingar Flóka Súrrealistahópurinn „MEDÚSA" hefur gefið út bókina „Reiðhjól blinda mannsins", eftir Sjón en þetta er hans fimrata bók. Fyrri bækur eru t.d. „Hvernig elskar maó- ur hendur" (í samvinnu við Matthías Magnússon) og „Birgitta". „Reiðhjól blinda mannsins" hefur 29 Ijóð á „bögglaberanum'* og þrjár myndir eftir enska súrrealistann Tony Pusey. Inngangsljóð bókarinn- ar er eftir Matthías Magnússon en kápumynd gerði Alfreð Flóki. Bókin er 40 síður, prentuð með rauðu og svörtu á gráan pappír í Letri. rs _____iglýsinga- síminn er22480 Málverkasýn- ing á Álftanesi Guðbjartur Gunnarsson hefur opnað málverkasýningu í Álftanesskóla og sýnir þar rúmlega 40 myndir, sem ýmist eru unnar með akryl á striga eða með sérstöku lakki á harðplast og steinflísar. Guðbjartur hélt sína fyrstu einkasýningu í FÍM-salnum 1979 og hefur síðan m.a. tekið þátt í samsýningu FÍM. Á myndinni sést Guðbjartur við verk á sýningunni sem opin er klukkan 14—22 og ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöld og svo aftur næstu helgi. Viðburður á sviði sagnagerðar Fallegt kver og minnisverður mannlegur vitnisburður ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI, Ijóðabók Guð- rúnar Svövu Svavarsdóttur, fjallar um skilnað hennar og eiginmanns hennar eft- ir sextán ára hjónaband. Þetta eru ein- lceg 'og látlaus Ijóð sem verða býsna áhrifarík í einfaldleika sínum. í þessari litlu bók eru myndir eftir höfundinn, afar vel ög smekkvíslega gerðar, en Guðrún Svava er kunnur myndlistarmaður. ÞEG- AR ÞÚ ERT EKKI, fallegt kver og minnis- verður mannlegur vitnisburður. GEFIÐ HVORT ÖÐRU... er bók- menntaviðburður ársins á sviði sagna- gerðar. Bókin hefur að geyma ntu smá- sögur eftir Svövu Jakobsdóttur, flestar áður óbirtar. Enn á ný sýnir hún hvert vald hún hefur á hinu viðkvæma smá- sagnaformi. Sögumar íþessari bók miðla flestar reynslu og skynjun kvenna. Allar eru þœr sagðar af mikilli kunnáttu og yfir þeim sá heiði og svali blœr sem les- endur Svövu þekkja svo vel. Hún er meist- ari íþeirri list að rjúfa skilvegg raunveru og fjarstœðu: til vitnis um það er fyrsta saga bókarinnar sem hún dregur nafn af. Aðrar eru með hreinu raunsœismóti, en jafnan er þó veruleikinn stílfcerður að mörkum fáránleikans. Hér má sjá bvemig böfundurinn afhjúþar tómleika hversdagstilveru okkar, stundum líkt og með snöggu hnífsbragði. GEFIÐ HVORT ÖÐRU... er bók hinna vandlátu bók- menntalesara. Ferskur og lifandi skáldskapur LJÓÐ VEGA GERÐ er þriðja Ijóðabók Sigurðar Pálssonar, eins fremsta Ijóðskálds sem fram befur komið í seinni tíð. Fersk- ur og lifandi skáldskaþur, fjölbreytt yrkisefni og skírskotanir margvíslegar, bvort sem ort er um sveit eða beimsborg, alltaf vakir hugsun skáldsins um tíma og rými og ferðalag í margs konar skilningi. Tungumálið er krafið sagna um sjálft sig og okkur hin og vegferð okkar á Ijóðvegum. _______Spjótalög á spegil Kjörbók vandlátra ljóðaunnenda SPJÓTALÖG Á SPEGIL, ný Ijóðabók Þorstcins frá Hamri, er enn einn vottur þess bversu djúþum rótum skáldskaþur bans stendur. Málfar Þorsteins, auðugt, hnitmiðað og blcebrigðarikt, scekir styrk sinn t gamlar menntir sem skáldinu tekst til ce meiri fullnustu að hagnýta t eigin þágu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.