Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 ^^mmmmm^mmm^mm^^^^mm^m^^^^mm^Kmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^mmmmmm^mm^^^^mmm^ Þœttir úr íslenskri afbrotasögu: Hordauður ómagi með kolbrandskaun Saga íslenskrar ómagaframfærslu er ófögur og mörkuð miskunnarleysi og grimmd, eins og litli sveitarlimurinn 1 Skaftárdal mátti reyna. TEXTI: SVEINN GUÐJÓNSSON Laugardaginn fyrstan í einmánuði, árið 1903, bárust þau boð frá hreppstjóranum á Síðu til sýslumannsins á Kirkjubæjarklaustri, að tíu ára drengur, sem var niður- setningur á bæ einum í sveitinni, hefði orðið bráð- kvaddur hinn 26. marz. Fylgdi það orðsendingu hrepp- stjóra, að eitthvað óhreint mundi um dauða piltsins, og sá sýslumaður ástæðu til að rannsaka málið. Lík drengsins var flutt heim til sýslumanns ásamt bóndan- um á bænum og voru tveir héraðslæknar kvaddir til að skoða líkið. Áverkar fundust á líkinu og sannaðist við yfirheyrslu, að þeir voru eftir misþyrmingar hjónanna á bænum, aðallega bóndans, sem játaði að hafa misþyrmt drengnum nokkrum dögum áður en hann dó. Læknarn- ir gáfu einnig vottorð um það, að drengurinn hefði þjáðst af miklum næringarskorti og verið svo magur, að telja hefði mátt beinin í síðum hans á löngu færi. Drep var inn í bein á báðum stórutám og bjúgbólga á fótum. Afbrotasaga íslendinga er um mai-gt æði for- vitnileg og lýsir betur en margt annað lífs- baráttu fátækrar þjóðar í harð- býlu landi. Sauðaþjófnaður og hórdómur voru þau afbrot sem oftast komu fyrir í íslenskum dómsskjölum frá fyrri tíð og oft varð neyðin og umkomuleysið sá hvati, sem rak menn út í afbrot, sem framin voru til þess eins að bjarga lífinu. í öðrum tilvikum var vanrækslu og þekkingarleysi um að kenna og ef til vill hjálpaði tíðarandinn þar upp á sakirnar, svo og daglegar venjur manna í frumstæðu bændasamfélagi dreifbýlisins. Hér er ekki verið að afsaka þær gjörðir, sem leiddu til dauða litla sveitarómagans, sögu- hetjunnar okkar, í þeirri harm- sögu sem hér fer á eftir. Hins veg- ar skulu menn varast að dæma of hart heldur reyna að skoða máls- atvik í ljósi tíðarandans. íslenskir sagnamenn hafa á liðnum öldum verið iðnir við að skrá sögur af einstaklingum, hetj- um og hreystimönnum, kenni- mönnum, skólameisturum og sýslumönnum og öðrum hefur ekki verið ætlað rúm á spjöldum sög- unnar en mönnum mikilla emb- ætta eða mikilla örlaga. Enginn hefur séð ástæðu til að skrá sögu íslenskra ómaga, sveitarlimanna, sem þó eru einhver elsta stétt ís- lensks þjóðfélags. Þeir áttu sér heldur ekki embætti né heldur ör- lög sem í frásögur er færandi enda er stéttin ekki greind í einstakl- inga heldur er hún aðeins almenn- ur útgjaldaliður í reikningum sveitarfélaganna og tilvera henn- ar metin í fiskveiðum. Þó ber það við, að útgjaldaliður þessi stígur í gervi hins óbreytta mannsbarns upp úr þöglum djúpum ómaga- framfærslunnar og fær nafn sitt birt í skjölum yfirvalda, eins og sveitarlimurinn í Skaftárdal, Páll Júlíus Pálsson, sem varð að gjalda fyrir alla þessa frægð með lífi sínu. Ómaginn sleginn lægstbjóðanda Ein af ófrávíkjanlegum reglum hins íslenska bændasamfélags voru vistaskipti vinnufólks á hjúa- skildaga, 14. maí, og síðan komu fardagar, er menn brugðu búi og tóku jarðir í ábúð. Þá voru haldin hreppaskilaþing og sveitarhöfð- ingjar ræddu sveitamálefni og gáfu skýrslur og þá voru einnig sveitarómagar settir niður. Þeir, eins og aðrir, fóru ekki varhluta af upplyftingu fardaganna þótt með nokkuð öðrum hætti væri en hinna frj-' sbornu hjúa. Það var vissule^a tilbreyting að vera sett- ur á nýjan bæ, kannski varð vistin þar betri en á gamla staðnum? Það sakaði alla vega ekki að láta sig hlakka til. Ekki er ólíklegt að þannig hafi Páli Júlíusi Pálssyni verið innanbrjósts á fardögum ár- ið 1902, er hinir vísu sveitarfeður sátu á rökstólum um hvar honum skyldi niður komið næsta árið. Um krossmessuleytið árinu áð- ur hafði Páli Júlíusi verið ráðstaf- að að Hörgsdal með einföldu ómagaeftirlagi, sem var 54 krón- ur. Það var raunar almenn regla að hreppaskilaþing væru eins kon- ar uppboðsþing ómaga, þar sem sveitarlimurinn var jafnan sleg- inn þeim, Sem lægst bauð og var Páll Júlíus auðvitað að lúta þeim hagfræðilögmálum sem ríktu í ís- lenskri ómagaframfærslu. Það birti því yfir andlitum hrepps- nefndarmanna þegar ungur bóndi, nýfluttur í sveitina, bauðst til að taka að sér drenginn fyrir 20 krónur og var því tilboði tekið feg- ins hendi. Páll Júlíus Pálsson var sleginn Oddi bónda Stígssyni í Skaftárdal og fór með honum þangað að loknu uppboðinu. I frásögn Sverris Kristjánsson- ar, „Köld eru ómagans kjör“ í bók- inni „Horfin tíð“ er fjallað nánar um atburði þessa og þar segir m.a.: Þegar Páll Júlíus Pálsson fór vistum að Skaftárdal, er honum svo lýst, að hann hafi verið búldu- leitur og rjóður í kinnum, en frem- ur grannholda á líkamanum. Bóndinn í Hörgsdal, þar sem hann hafði verið áður, bar piltinum þá sögu, að hann hefði í fyrstu verið nokkuð óhlýðinn eða ógegninn og stífur í sér, en unnist betur með góðu eða lempni en hörðu. Hann var fjörmikill, glaðlyndur og nokkuð gáskafenginn stundum, en ekki svikull. Aldrei varð varð við það, að hann væri ófrómur ... hann var jafnan hraustur og þurfti fullkomlega í meðallagi mat. Hann var viðkunnanlegur í sambúð og hafði góða greind. Páll Júlíus Pálsson hefður með öðrum orðum verið heilbrigður piltur til líkama og sálar er hann fór vistum að Skaftárdal. Vottord sóknar- prestsins Faðir drengsins hét Páll Hann- esson, sem grunur lék á að væri sonur Árna Gíslasonar sýslu- manns í Skaftafellssýslu og hafi það verið rétt, hefur Bjarni Thor- arensen amtmaður verið lang- ömmubróðir Páls Júlíusar, sveit- arómaga í Skaftárdal. Páll Hann- esson virðist lengst af hafa verið upp á kant við sveitaryfirvöld og hreppsnefndarmenn og illa gekk honum að sjá sér og sínum far- borða. Snemma vors árið 1900 sagði hann sig til sveitar í Kleif- arhreppi, með konu og fjögur börn. Árið eftir skrifar hann Magnúsi Bjarnasyni oddvita bréf og fer m.a. fram á að sér verði veittur styrkur úr hreppssjóði til þess að geta tekið börn sín af sveitinni og séð fyrir þeim eftirleiðis. Var hon- um synjað styrksins en inn í sam- skipti Páls og yfirvalda fléttuðust fleiri mál, sem ekki verða rakin hér. Páll Hannesson skrifaði amt- manni bréf, þar sem hann kvart- aði yfir svívirðilegri meðferð á sér og sínum af hálfu sveitarstjórnar Kleifarhrepps og gekk á með bréfaskriftum á báða bóga. í bréfi oddvita Kleifarhrepps segir m.a.: „Ég er með öllu mótfallinn að styrkja hann (Pál Hannesson) til að fara með Pál litla frá Skapt- árdal, þar sem ég hef fengið áreið- anlegt vottorð um að fari mjög vel um hann þar og einlægur vilji drengsins að fá að vera kyrr ..." Á meðan þessu fór fram var fremur hljótt um hagi sveitar- limsins í Skaftárdal og sennilega hefði ekki meira af honum heyrst fram að næsta uppboðsþingi, ef sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu hefði ekki fengið tilkynningu um dauða piltsins í bréfi dagsettu 27. marz 1903. „Enginn virðist því hafa þekkt píslarsögu litla sveit- arómagans, Páls Júlíusar Pálsson- ar, sem dó, áður en auðið var í næstu fardögum að slá hann aftur lægstbjóðanda", — eins og Sverrir Kristjánsson segir í frásögn sinni. Páll Hannesson, faðir drengs- ins, sá sem staðið hafði í illindum við yfirvöld og hreppsnefndar- menn hafði þó þegar í lok nóvem- ber kvartað yfir aðbúð drengsins, en honum var gefið ótvírætt í skyn að lítið mark væri takandi á orð- um hans, og var vitnað til fyrri reynslu yfirvalda af málum Páls Hannessonar. Eftir mikið stapp féllst þó hreppsoddvitinn í Kirkju- bæ á að biðja séra Svein Eiríksson í Ásum að rannsaka líðan drengs- ins og aðbúð í Skaftárdal. Sókn- arpresturinn fór ásamt bróður sínum að Skaftárdal í byrjun des- ember 1902 og skrifar i vottorði eftirfarandi: „Ég hefi yfirheyrt ungmennið Pál Júlíus Pálsson í Skaptárdal og reyndist hann sér- lega vel að sér eftir því, er hann var báglega undirbúinn í vor ... héraðauki segir drengurinn að sér líði ágætlega og vilji ómögulega héðan fara, ef húsbændur hans vilja lofa sér að vera. Ennfremur athugaði ég útlit og hold drengs- ins og er það í ágætu lagi og sér- stætt gleðibragð á honum. Enda virðist mér nú, að drengurinn sé hér mjög vel kominn og jafnvel betur en mjög víða annarsstaðar ... Þetta votta ég í embættisnafni. S. Eiríksson prestur." Oddvitinn í Kirkjubæ, Helgi Þórarinsson, bar það síðar fyrir rétti, að hann hefði ekki getað ve- fengt slíkt vottorð og því ekki séð neina ástæðu til að sinna frekar kröfum Páls Hannessonar og taka drenginn úr þessum stað. Með hjartslátt af hræðslu Það er ekki reisulegt um að lit- ast í Skaftárdal þegar Páll Júlíus Pálsson kemur þangað, sleginn sveitarlimur, í júní 1902. Skaft- árdalur var bændaeign, sex hundraða jörð í tvíbýli. Oddur Stígsson bjó í vesturbænum ásamt Margréti Eyjólfsdóttur, konu sinni. Bóndinn í austurbænum hét Bergur Einarsson. Vesturbærinn var illa húsaður, fjósbaðstofa og gengið af baðstofupalli til kúnna, sem voru tvær. Bústofninn var rýr og innanstokksmunir fáir. En í allri fátæktinni var þó eitthvað fyrir andann, sæmilegur bóka- kostur, sem Páll Júlíus virðist hafa litið í, því að í desember það sama ár getur hann lesið viðstöðu- laust, en hafði rétt kunnað stafina um sumarið. En við skulum nú fylgjast örlít- ið með Páli Júlíusi frá því hann kemur að Skaftárdal í byrjun sumars 1902, þótt heimildir séu að vísu gloppóttar. íslenska sumar- sólin fer ekki í manngreinarálit og vermir lítinn sveitarlim eins og aðra menn og málleysingja. Páll litli stundar almenn sveitastörf um sumarið, rekur kýr í haga og gengur að heyskap ásamt heimil- isfólkinu á Skaftárdal. Um haust- ið gengur hann til verka í kartöflugarðinum og hjálpar til í sláturtíðinni og þegar vetur geng- ur í garð, er hann látinn gefa kún- um og moka undan þeim, ber mykjuna stuttan spöl út fyrir garðinn, sækir vatn í fjós og rekur hesta til vatns. Verkin voru svipuð og títt var að leggja á krakka á hans aldri í byrjun aldarinnar. Oddur bóndi sótti sjálfur vatn í fjós og brynnti hestunum þegar veður var vont, að því er hann sjálfur og kona hans vottuðu, og vinnukona ein, Margrét Þorleifs- dóttir, sem var um tíma í Skaftár- dal þennan vetur, vottar það einn- ig í framburði sínum. Hins vegar segir Bergur Einarsson, bóndi í austurbænum, að hann hafi oft séð Pál litla sækja vatn og brynna hestum í frosti. Fyrir réttinum sagði hann einnig, að hann hafi orðið þess var, að Oddur bóndi hafi verið nokkuð harður við pilt inn og skipað honum með hörðum orðum, verið heldur „garralegur" við hann í orði. Einnig sagðist hann hafa séð Odd berja piltinn fyrir utan bæjardyrnar og hafi pilturinn þá hljóðað lítið eitt. Foreldrar drengsins, Páll Hann- esson og Pálína Pálsdóttir, komu að Skaftárdal rétt fyrir jólaföstu og dvöldu þar í tvær nætur. Seinna bar Páll Hannesson það fyrir rétti, að sonur sinn hafi sagt sér, að Oddur bóndi skipaði sér allt með hörðu og berði sig oft. „Hann væri því svo hræddur oft, að hann fengi svo mikinn hjart- slátt, að hann gæti varla afborið hann.“ Sagði Páll Hannesson, að drengurinn hefði verið ólíkur því sem hann ætti að sér að vera, eins og yfirkominn af ótta. Hefði hann aldrei kvartað undan slíku fyrr. Pálína, móðir hans, bar það, að drengurinn hefði sagt sér að Oddur væri vondur við sig, en kona hans heldur betri. Pálína kvaðst hafa tekið eftir því, að drengurinn var öðruvísi í fram- komu og hátterni en hann átti að sér, daufur og uppburðalítill, eins og hann gæti ekki, eða þyrði ekki að tala við þau. Önnur vitni stað- festu framburð hjónanna í þessum efnum. Orðlaus ákæra Eftir þessa heimsókn fór Páll Hannesson að berjast fyrir því að fá drenginn fluttan og var það fyrst og fremst vegna þess að hon- um fannst hrottalega með hann farið, en ekki vegna þess að hann væri sveltur. Viðleitni föðurins til að setja drenginn niður annars staðar bar ekki árangur eins og áður segir, en hinn 11. desember kom Páll Hannesson í annað sinn að Skaftárdal til að líta á son sinn og hafði þá jafnvel í huga að hafa hann á brott með sér, þótt hann ætti ekki. handa honum neinn vís- an samastað. Drengurinn mun þá hafa sagt föður sínum að Oddur væri nú ekki eins Vondur við sig og áður. Mun Oddur hafa hlerað, að kvisast hefði út um sveitina slæm meðferð hans á drengnum, en auk þess hafði Runólfur Jónsson hreppstjóri i Holti sent honum bréf og tilkynnt, að séra Sveinn Eiríksson í Ásum mundi koma og skoða piltinn, eins og áður hefur verið greint frá. Svo virðist sem ekkert hafi ver- ið athugavert við líkamlegt útlit og líðan Páls Júlíusar í desember 1902 og faðir hans telur sig ekki sjá þess merki, að drengurinn hafi liðið sult. Sóknarpresturinn álítur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.