Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
Enn frekari samdráttur
í starfsemi Cargolux
Allt að 150 starfsmönnum sagt upp
Cárgoluxflugfélagið í Luxemborg
hefur átt við gríðarlega rekstrar-
erfiðleika að stríða undanfarna mán-
uði, sem m.a. hefur leitt til þess, að
hátt á annaö hundrað starfsmönnum
Sverrir Leósson
fer í prófkjör
SVERRIR Leósson, útgerðar-
stjóri á Akureyri, hefur ákveðið
að gefa kost á sér 1 prófkjöri
sjálfstæðismanna í Norður-
landskjördæmi eystra vegna
næstu kosninga til Alþingis.
„Ég fer í þetta prófkjör með
góðu hugarfari, og ákvörðunin
er mín eigin. Hver sem niður-
staðan kann að verða, mun ég
leggja mitt litla lóð á vogar-
skálar velgengni Sjálfstæðis-
flokksins í næstu alþingis-
kosningum," sagði Sverrir í
samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær.
Sverrir hefur um árabil
starfað innan Sjálfstæðis-
flokksins, var formaður Varð-
ar FUS á Akureyri, formaður
Sjálfstæðisfélags Akureyrar
og á sæti í stjórn Kjördæmis-
ráðs flokksins í Norðurlandi
eystra.
hefur verið sagt upp störfum. Stjórn
félagsins mun á næstu dögum taka
ákvöröun um enn frekari samdrátt í
starfseminni, sem mun leiða til frek-
ari uppsagna starfsmanna.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
vinna fulltrúar félagsins nú að því
að ná samkomulagi við banka og
aðra lánardrottna um framleng-
inu lána og annarra fjárskuld-
bindinga félagsins, auk þess sem
farið hefur verið fram á aðstoð
ríkisstjórnarinnar í Luxemborg.
Stjórn félagsins hefur undan-
farið rætt frekari samdrátt í
starfseminni vegna almenns sam-
dráttar í flutningum og aukinnar
samkeppni, en gert er ráð fyrir, að
annarri Boeing 747-Júmbóþotu fé-
lagsins, verði annað hvort lagt,
eða henni fundin verkefni annars
staðar. Síðan er gert ráð fyrir, að
félagið verði með í rekstri hinnar
Boeing 747-vélarinnar, auk
tveggja véla af DC 8-gerð.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. hefur aflað sér, mun
þessi samdráttur þýða uppsagnir
100—150 starfsmanna á næstu
mánuðum. Þegar hagur félagsins
var í blóma á síðasta áratug unnu
liðlega 600 starfsmenn hjá því, en
ef til þessar uppsagna kemur,
munu starfsmenn verða á bilinu
250-300.
Krabbameinsfélag Islands:
Dr. Kristján Sigurðsson
yfirlæknir Leitarstöðvar
Þessi mynd var tekin á þriðjudagskvöldið, en þá léku Stuðmenn til kl.
þrju um nóttina. MorgunblaAiA/ RAX
Maraþontónleikarnir í Tónabæ:
Hljómsveitin Gift lék
samfleytt 1 24 tíma
NÚ SÍGUR á seinni hluta mara-
þontónleikanna í Tónabæ. Tón-
íeikarnir hófust þann 4. desember
sl. og er áætlað aö þeim Ijúki á
sunnudaginn. Það er spilað allan
sólarhringinn, en opið fyrir áheyr-
endur frá kl. niu á morgnana til kl.
tólf á kvöldin.
SATT, samtök alþýðutón-
skálda og tónlistarmanna, og
Tónabær standa sameiginlega að
þessum tónleikum og er mark-
mið þeirra tvíþætt: annars vegar
að slá lengdarmet í tónleikahaldi
og komast þannig inn í Guinn-
ess-metabókina, og hins vegar að
sýna fram á hina miklu breidd
sem er í íslenskri rokktónlist.
Þegar hafa 31 hljómsveit leik-
ið, en hver hljómsveit verður að
leika í minnst 6 tíma. Nokkrar
hljómsveitir hafa haldið út leng-
ur, t.d. Pass, sem stóð á sviðinu
samfleytt í 20 tíma þann 9. des-
ember, og hljómsveitin Gift, sem
hélt út í 24 tíma, eða frá kl. 11.00
að morgni þriðjudagsins til kl.
11.00 daginn eftir! Og 10 aðrar
hljómsveitir hafa leikið í 12
tíma.
Hljómsveitin Gas hefur verið
að spila í nótt og verður að til kl.
11.00 a.m.k. Eins og fyrr sagði
lýkur tónleikunum á sunnudag-
inn en þá verður einnig fjöl-
skylduhátíð í Tónabæ með jóla-
sveinum og öllu tilheyrandi.
„Björgun úr
sjávarháska“
sett upp á
hafnarsvæðinu
HAFNARSTJÓRN samþykkti á fundi
sínum fimmtudaginn 9. þessa mánað-
ar, aö í fjárlögum nefndarinnar skyldi
gert ráð fyrir ákveðinni upphæð til að
reisa afsteypu af verki Ásmundar
Sveinssonar, myndhöggvara; Björgun
úr sjávarháska.
Að sögn formanns hafnarstjórn-
ar, Ingibjargar Rafnar, eru uppi
hugmyndir um að verkið verði reist
í samvinnu við fleiri aðila, meðal
annars Óttar Ellingsen, sem á af-
steypurétt verksins. Ekki er ljóst
hvenær eða hvort endanlega verður
af þessari hugmynd, en Ingibjörg
sagði, að með þessu væri möguleik-
inn þó fyrir hendi.
Gunnar B. Guðmundsson, hafnar-
stjóri, sagði að þessi hugmynd hefði
legið nokkuð lengi fyrir, en hefði
ekki komizt á skrið fyrr en nú.
Sagði hann, að ekki væri ljóst hvar
verkinu yrði valinn staður, yrði það
sett upp, en talað hefði verið um
Selsvör.
Fjárlagafrumvarpið:
Framlag til for-
seta FIDE lækk-
að um 640 þús.
FRAMLAG sem ætlað var forseta
FIDE í fjárlagafrumvarpinu fyrir ár-
ið 1983 upp á kr. 800 þúsund var
lækkað í meðforum fjárveitinga-
nefndar um 640 þúsund kr.
Þeim 160 þúsund krónum sem
eftir standa er ætlað að renna til
uppgjörs á kostnaði við kosn-
ingabaráttu Friðriks Ólafssonar,
en eins og kunnugt er tapaði Frið-
rik kosningunni.
Einar Birnir, formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna:
Mjög erfiðlega gengur
að innheimta skuldir
og erfiðleikar steðja að mörgum fyrirtækjum
DR. KRISTJÁN Sigurðsson hefur
verið ráðinn yfirlæknir Leitarstöðvar
Krabbameinsfélags íslands frá og
með 10. desember 1982. Kristján var
eini umsækjandinn um stöðuna.
Eftir að Guðmundur Jóhannes-
son yfirlæknir lést af slysförum í
desember 1981 hefur Gunnlaugur
B. Geirsson yfirlæknir Frumu-
rannsóknastofu Krabbameinsfé-
lagsins jafnframt gegnt yfirlækn-
isstörfum við Leitarstöðina, þar
til dr. Kristján var settur yfir-
læknir í september sl.
Kristján Sigurðsson er 39 ára.
Hann lauk læknaprófi frá Háskóla
íslands 1972 og hlaut lækninga-
leyfi 1974. Hann stundaði fram-
haldsnám í kvensjúkdómum í
Stokkhólmi 1974—1978, en á því
ári var hann viðurkenndur sér-
fræðingur í þeirri grein í Svíþjóð.
í Stokkhólmi og Lundi stundaði
hann sérfræðinám í kven-krabba-
meinslækningum (gynecologisk
oncologi) til ársins 1981. Er hann
fyrsti íslenski sérfræðingurinn á
því sviði.
í byrjun september 1982 varði
Kristján doktorsritgerð við há-
skólann í Lundi. Fjallaði ritgerð
hans um forspárþætti og meðferð
krabbameins í eggjakerfi (A study
of Prognostic Factors and the Eff-
ects of Combined Treatments).
Dr. Kristján Sigurðsson er
kvæntur Sigrúnu Ingadóttur og
eiga þau eina dóttur.
Dr. med. Kristján Sigurðsson.
„ÞAÐ liggur alveg Ijóst fyrir, að erf-
iðleikar steöja að mörgum fyrirtækj-
um í innflutningsverzlun. Á sama
tíma og allur tilkostnaður fyrirtækj-
anna hækkaði stöðugt á sl. ári, stóð
álagning fyrst í stað, en síöan var
hún lækkuð, þrátt fyrir þá stað-
reynd, að hún var verulega of lág í
flestum tilfellum," sagði Einar Birn-
ir, formaður Félags íslenzkra stór-
kaupmanna, í samtali við Mbl., er
hann var inntur eftir stöðu innflutn-
ingsverzlunarinnar um þessar
mundir.
„Menn náðu því alls ekki upp
þeim tekjum, sem nauðsynlegar
voru, þrátt fyrir að veltan hafi
verið mikil í mörgum tilfellum. í
lok þessa árs blasir því við betur
en oftast áður, að mikil velta þýðir
alls ekki í öllum tilfellum miklar
nettótekjur," sagði Einar Birnir.
„Allt tal um gríðarlegan hagnað
innflutningsverzlunarinnar, vegna
mikils innflutnings, er því alger-
lega á misskilningi byggt. Þessi
mikla innflutningsaukning hefur
hreinlega skapað vanda hjá mörg-
um,“ sagði Einar Birnir.
Aðspurður um fjármagnsskort
innflutningsfyrirtækja sagði Ein-
ar Birnir, að hann væri auðvitað
mikill, eins og hjá öðrum atvinnu-
fyrirtækjum í landinu. „Við eigum
auðvitað erfitt með að endurnýja
okkar lager á eðlilegan hátt í 60%
verðbólgu, þegar fjármagns-
fyrirgreiðsla er skert eins og raun
ber vitni. Þessi vandræði eru ein-
faldlega afleiðing þeirrar stefnu,
sem fylgt hefur verið, að svelta
innflutningsverzlunina," sagði
Einar Birnir ennfremur.
Einar Birnir sagði augljóst, að
erfiðleikatímabil færi í hönd. „Ég
hef heyrt á starfsfélögum mínum,
sérstaklega þó þeim sem eiga
viðskipti við útgerðarfyrirtæki og
ríkið, að mjög erfiðlega gengur að
innheimta skuldir um þessar
mundir," sagði Einar Birnir að
síðustu.
Grímsstaðir á Fjöllum:
Skálað í kampa-
víni fyrir nýjum
leirbrennsluofni
(irímsstöóum á Fjöllum, 15. dcscmber.
f MORGUN var flest fólk hér á
Grímsstöðum samankomið í Leirmuna-
verkstæði Ólafar Bjarnadóttur, sem er
staðsett í nýbyggðri vélageymslu hér á
staðnum. Tilefnið var að Ölöf var að
brenna fyrstu leirmunina í þar til gerð-
um leirbrennsluofni.
Heppnaðist það vel og fengu menn
sér kampavín og laufabrauð til há-
tíðabrigða.
Jólaundirbúningur er hér í fullum
gangi eins og annars staðar, og erum
við að vonast til að fá skólafólk og
gesti hingað heim um næstu helgi.
Hér er sæmileg færð núna, en venju-
lega flýgur fólk á Aðaldalsflugvöll
og fer þaðan upp í Mývatnssveit.
— Hcnedikt
Könnun Borgarlæknisembættisins í Reykjavík:
Mikið hefur dregið úr reykingum nemenda
Stúlkur reykja enn meira en piltar
ÞAÐ virðist heyra til undantekn-
inga aö 12 ára börn og yngri séu
farin að reykja. Þessar upplýsingar
koma fram í Takmarki, riti
Krabbameinsfélags Reykjavíkur,
en þar er byggt á könnun, sem
borgarlæknir lét gera í apríl síð-
astliðnum. Könnunin náði til
grunnskólanema 10 ára og eldri og
í flestum skólum einnig til 9 ára
nemenda. Þeim sem reykja hefur
hlutfallslega fækkað í öllum ald-
ursflokkum frá því að samsvarandi
könnun var gerð vorið 1978 og enn
frekar ef miðað er við könnun frá
árinu 1974.
Mest hefur breytingin orðið
meðal 12 ára barna. í vor sagðist
eitt af hverjum fimmtíu reykja,
en fyrir átta árum eitt af hverj-
um níu. Minnst hafa reykingar
minnkað meðal 14 og 15 ára
nemenda, en þó talsvert. í elzta
aldursflokki, 16 ára, reykir rúm-
lega þriðjungur nú, en meira en
helmingur 1974.
I ölium aldursflokkum frá og
með 13 ára reykja mun fleiri
stúlkur en piltar. Þetta er ekki
nýtt fyrirbæri, því sömu sögu
var að segja 1978 og 1974 var
munurinn enn meiri. Samkvæmt
nýjustu könnuninni er þessi
munur mestur hjá 16 ára nem-.
endum. í þeim hópi reykja þrjár
stúlkur á móti tveimur piltum.
Samanburður á reykingum 12—16 ára grunnskólanemenda í Reykjavík
samkvæmt könnunum Borgarlæknisembættisins 1974, 1978 og 1982.