Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 16. DESEMBER 1982
FLJÚGANDI
DISKAR
Ungur Keflvíkingur, Karvel Granz, hefur
teiknað og útskýrt lögmál þeirra
Cayce í bókinni Upphaf og örlög
mannsins, um það hvernig Atl-
antisbúar flutu í loftinu með því
að upphefja andþyngdarkraft-
inn. Það tók mig síðan þrjú ár að
hugsa, teikna og útskýra það
hvernig hægt væri að virkja
andþyngdarkraftinn.
Eg reyni að stikla á stóru um
það hvernig flugfarið virkar og
til að auðvelda útskýringar mun
ég í sumum tilfellum nefna
dæmi úr umhverfi okkar. Ágætt
er einnig að ímynda sér flugfarið
í vatni, þar er viðnámið miklu
meira og hraðinn minni, en
sama lögmálið í gildi.
Til að virkja andþyngdar-
kraftinn þarf flugfarið að vera
hannað eins og straumlínulagað-
ur fljúgandi diskur. Gæti hann
verið eitt til þrjú þrep. Vélarsal-
urinn er mjór gangur allan
hringinn á fyrsta þrepi. Utan um
flugdiskinn er sleði sem leikur
um, einna líkastur ytri helmingi
á legu. Hreifanlegir spaðar eru á
sleðanum. Þegar sleðinn snýst á
áætluðum hraða og spaðarnir
eru láréttir, þá eru þeir hlutlaus-
ir, en með því að skera loftið,
með því að halla þeim í aðra
Keflavík, 10. deMember.
Nýlega lauk í Keflavík sýningu
Karvels Gránz, en þar sýndi hann
30 olíumálverk ásamt teikningum
og útskýringum á lögmálum fljúg-
andi disks. Karvel, sem er 28 ára
Keflvíkingur, er svo að segja alinn
upp með pensilinn í höndunum,
þar sem faðir hans er málari og
starfar Karvel einnig sem húsa-
málari. En listmálun hefur hann
aldrei lært og undrast menn það
því að verk hans runnu út á sýn-
ingunni og þegar henni lauk voru
allflest verkin seld. Stíll Karvels er
óvenjulegur. Bæði í senn sígildur
og frumlegur. Hann notar sérstaka
spaða til að skapa skugga og birtu
í myndirnar og er sú aðferð
óþekkt. En ætlunin er ekki að fjöl-
yrða um málverkin, heldur að
kynnast lögmálum fljúgandi disks
Karvels en þau vöktu mikla at-
hygli þeirra sem sýninguna sóttu.
Eg bað Karvel um nánari útskýr-
ingar á þeim.
„Ástæður þess að ég lagði í
það að rannsaka hvort að fljúg-
andi diskar væru eitthvað yfir-
náttúrulegt eða samræmdust
lögmálum náttúrunnar voru
helst þær, að frá því að ég var
drengur fannst mér ég kannast
við þá,“ sagði Karvel. „Kunningi
minn fullyrðir að hann hafi séð
þá og kveikjan að því að ég lagði
á mig þetta erfiða verkefni varð
þegar ég las lýsingar Edgars
Karvel Gránz.
Þverskurðarmynd. Þar sem engar raunhæfar niðurstöður eru til um
stærð flugdisksins er ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn.
a. Stjórnklefi séður frá hlið. Þar sem báðir endar geta verið framhlið
þarf að haga stjórntækjum eftir þvi.
b. Þessi salur gæti verið 1. flokks farrými.
c. Gæti verið fyrir vatns- eða eldsneytisbirgðir flugfarsins.
d. Farþegasalur.
e. Sbr. c-lið.
f. T.d. væri hægt að nota neðsta þrepið sem vörusal.
g. Vélasalur.
hvora áttina, allt eftir því hvort
flugdiskurinn væri á þyrlu eða
þrýstisiglingu, þá spinna þeir
loftið upp eða niður eftir því
hvað við á. Þegar ég tala um
þyrlusiglingu á ég við að spað-
arnir þrýsti loftinu niður og
disknum á lofti með svipaðri að-
ferð og þyrla. Þegar ég hinsveg-
ar tala um þrýstisiglingu, á ég
við að spaðarnir þrýsti loftinu
upp sem veldur því að flugfarið
þrýstist niður og flýtur á botnin-
um sem er eitt kringlótt væng-
haf.
Dæmi um það hvað andþyngd-
arkraftur er: Ef við þrýstum
ofan á venjulegan disk í vatni,
þannig að hann sökkvi jafnt og
þétt, þá leitar hann til hliðanna.
Ekki ósvipað þessu er það sem
gerist þegar flugdiskurinn er á
þrýstisiglingu. Sleðinn skapar
þann aukaþunga sem til þarf.
Kraftur til að knýja diskinn fæst
með því, að þar sem sleðinn
myndar þríhyrnda afstöðu á
móti botni flugdisksins, myndast
fleytikraftur er knýr hann
áfram. Þungi disksins ásamt
þrýstikrafti sleðans virkar á
móti loftþrýstingi á botn sleð-
ans, en hraðinn takmarkast af
loftmótstöðunni á framhliðinni.
Dæmi: Mætti einna helst líkja
þessu við að þú takir blauta
sápu, með sama gráðuhalla og
sleðinn hefur á móti botni flug-
JUlirþuifa
kiydú
itilvema
Krydd í tilveruna“ er
einstætt safn af glensi
og gríni úr öllum lands-
hlutum. í bókinni eru
íslenskar skopsögur í
hundruðatali, frásagnir
af spaugilegum atvikum,
uppátækjum og hnittn-
um tilsvörum.
Sérstakan
bókarauka skrifar
Vilhjálmur Hjálmarsson
ogÁrni Elvar
skreytir bókina
með fjölda teikninga.
BRAGÐBÆTTU HVERS-
DAGSLEIKANN MEÐ
KRYDDI.
iSÍÐUMÚLA 29 Simar 32800 32302
Jafnréttisnefnd Akureyrar:
Fólk sé vel á verði
gagnvart brotum
á jafnréttislögum
Jafnréttisnefnd Akureyrar var
stofnuð á síðastliónu sumri og er
hún skipuð fimm fulltrúum, auk
áheyrnarfulltrúa frá jafnréttishreyf-
ingunni. Formaður er Karólína Stef-
ánsdóttir og ritari Bergljót Rafnar,
en auk þeirra eiga sæti í nefndinni
Katrín Jónsdóttir, Gísli Jónsson og
Ólafur Birgir Árnason. Áheyrnar-
fulltrúi jafnréttishreyfingarinnar er
nú Guðrún Gísladóttir, en hún situr
þar með málfrelsi og tillögurétt en
hefur ekki atkvæðisrétt.
Nefndin hefur þegar haldið sex
fundi, þar sem rætt hefur verið
um stöðu jafnréttismála almennt
og nauðsyn þess að kanna stöðu
þeirra mála hér á Akureyri. Slíkar
kannanir hafa verið gerðar víða
annars staðar, s.s. í Reykjavík,
Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ
og Neskaupstað. Ekki er ástæða
til að ætla, að niðurstöður jafn-
réttiskönnunar á Akureyri verði í
mörgu frábrugðnar, en þó er að
áliti nefndarmanna rétt, að slík
könnun fari einnig fram hér,
þannig að nefndin geti betur áttað
sig á, hvar sé helst þörf úrbóta í
þessu bæjarfélagi. Hefur nefndin í
því skyni farið fram á fjárveitingu
frá Akureyrarbæ á næsta ári.
En nefndin situr ekki auðum
höndum á meðan. Fyrsta verk
nefndarinnar var að senda öllum
grunnskólum bæjarins bréf með
fyrirspurn um, hvernig lögum um
jafnrétti sé framfylgt í skólunum.
Ekki hafa enn borist svör frá öll-
um skóiunum og mun því síðar
verða fjallað um þær niðurstöður.
Varðandi hlutverk jafnréttis-
nefndar, var á fundi nefndarinnar
20. október sl. samþykkt eftirfar-
andi bókun:
„Nefndarmenn eru sammála um
mikilvægi samhjálpar kynjanna
innan heimilis og utan. Nefndin
álítur það vera hlutverk sitt að
vekja almenna umræðu um þau
viðhorf, sem viðhalda misrétti
kynjanna. Nefndin bendir á nauð-
syn þess að sníða af þá vankanta í
þjóðfélagsgerðinni, sem torvelda
framkvæmd jafnréttislaga.
Annað hlutverk jafnréttis-
nefndar er að vekja athygli á mis-
rétti og brotum á lögum um jafn-
rétti kynjanna og sinna ábending-
um og kvörtunum þar að lútandi.
Hefur nefndin þegar haft til um-
fjöllunar slíkt erindi, þar sem vak-
in er athygli á mismunandi álagn-
ingu á karlmanna- og kvenfatnaði,
en álagning á kvenfatnaði er sam-
kvæmt lögum leyfileg 3,2% hærri
en á karlmanna-, barna- og ungl-
ingafatnaði.
Nefndin hefur sent jafnréttis-
ráði þetta erindi, en jafnréttisráð
er sá aðili, sem sker úr um slík
mál. Mun niðurstaða jafnréttis-
ráðs verða birt þegar þar að kem-
ur.
Jafnréttisnefnd Akureyrar vill
hvetja fólk til að vera vel á verði
gagnvart brotum á jafnréttislög-
um og öllu misrétti sem orsakast
af kynferði, og senda þá ábend-
ingar eða önnur erindi skriflega
til jafnréttienefndar, Geislagötu 9.
(Kréllatilkynning)
jrVskriftar-
síminn er 830 33