Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 19 Frægt lokaorð? Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Supertramp famous last words ... “ A & M 63732 Hljómsveitin Supertramp var stofnuð seint á sjötta áratugnum og fyrstu árin voru miklar mannabreytingar innan hennar. Fyrstu plötuna gaf hún út 1970 og síðan hafa komið út sjö plötur og áttundu plötunni bættu þeir við fyrir stuttu. Mikill gæða- stimpill hefur ætíð verið á tón- list þeirra stráka og nægir að nefna plötur eins og „Crime of the century" og „Even in the qui- etest moments", sem taldar eru til „super“-platna poppsins. Þrátt fyrir vandaða tónlist og slíkt, hefur verið nokkuð for- | múlulegt bragð af lögunum sem þeir hafa gert vinsæl í gegnum árin. Þetta kemur vel í ljós þegar hlustað er á „... famous last words ... “ . Af henni varð lagið „It’s raining again" strax vin- sælt og þar kemur ekkert í ljós sem ekki hefur heyrst áður í tónlist Supertramp. Þannig er platan reyndar öll. Einföld, vönduð en nákvæmlega eins og síðustu plötur þeirra. Um þetta má nefna ótal dæmi. Til dæmis er ekkert nýtt að heyra í saxa- fónsólóum John Helliwells. Þau eru mikið til alveg eins út alla plötuna og hann gerir ekki til- raun til að breyta til eða reyna eitthvað nýtt. Hver hefur ekki heyrt byrjunina á fyrsta lagi plötunnar, „Crasy", áður. Hún er svo notuð að í spurningaþætti mundi það vefjast fyrir kunnug- um af hvaða plötu hún væri. Fyrstu þrjú lögin á hlið eitt eru góð en gölluð á fyrrgreindan hátt. Hin tvö lögin eru ekki eins skemmtileg og lítið spennandi. Seinni hliðin er ekki eins auð- meltanleg en bíður heldur ekki upp á neitt spennandi, að einu undanskildu, þ.e.a.s. píanóút- setningunni í „Waiting so long“. Hún er hreint afbragð og sýnir hversu vel tæknimennirnir í kringum hljómsveitina kunna vel til verka. Þetta afbragðs handverk kemur ekki bara í ljós í þessu lagi, heldur er öll platan jafn vel unnin. En allt kemur fyrir ekki. Geld tónlistarsköpun kemur í veg fyrir að platan standi jafnfætis fyrri plötum. Mér datt í hug þegar ég hlust- aði á síðasta lagið á hlið tvö hvort það væri yfirlýsing til heimsins um að hljómsveitin væri að hætta. Platan heitir „Fræg lokaorð", síðasta lagið „Ekki yfirgefa mig núna“ og með smáhugmyndaflugi mætti túlka fyrri hluta texta „Ekki yfirgefa mig núna“ sem bónorð um að yf- irgefa ekki hljómsveitina þrátt fyrir erfiðleika í tónlistarsköpun hennar. Að lokum er síðasta setning textans þessi: „When I’m old and cold and grey and time is gone ..." Svo er bara að bíða og sjá. AM/FM s Áskriftarsíminn er 83033 ■-- u»aT8,::v VilttWáöasúpaaö 'T&Z**"* Jr NautasteiK * Monica Abendroth leikur á hörpu og Pétur Sigurösson á selló. gf'' ★ Haukur Morthens syngur viö und- I irleik Árna Elvars. f/ ★ Magnús Kjartansson leikur dinn- j I/ ertónlist. ★ Frumsýning "S Dansstúdíó Sóleyjar Jóhannsdótt- ur frumflytur dansinn THE STRIPPER. ★ Dolli og Doddi leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Randver Þor láksson flytja Ijúfan skemmtiþátt. ★ Helga Möller syngur nokkur lög af nýútkominni plötu Þú og Ég. ★ Björgvin Halldórsson syngur meö hljómsveit sinni fram eftir nóttu. ★ Veislustjóri veröur hinn sívinsæli Haukur Morthens. Allir gestir fá hatta og knöll. 114 \i ýársfagnaður Broadway verður nú haldinn með miklum glæsibrag 2. I janúar nk. og þá aðeins fyrir matar- gesti. Kl. 19.00 tekur lúðrasveit á móti mat- argestum utan dyra. Gestir fá nýársblóm í barminn og fordrykkur verður fram borinn. Hér er eins og sjá má á ferðinni meiriháttar hátíð aðeins fyrir spariklædda matargesti. Allar frekari upplýsingar og miðapantanir eru í síma 77500 kl. 9—5 daglega. IMÝJA ÍSLENSKA SPILIÐ SEM... VEKUR UMW. O&AmY6<J í SAMSnSÐA SurturSTRESS Móðir JÖRÐ Ljós LIFANDI Surtur STRESS er settur saman úr 18 þrí- hyrningum, sem allir eru eins í laginu. Móðir JÖRÐ er sett saman úr 16 ferningum, og Ljós LIFANDI úr 9 ferningum. Myndirnar eru allar í stærðinni 30x30 sm - saman settar. Nú er bara að meðhöndla hvern hlut fyrir sig og finna honum réttan stað í heildarmyndinni. öll lifum við og hrærumst í andstæðum lífsins. Um þessar andstæður - sjáanlegar og ósjáanlegar - og gróandan á jörðinni fjallar SAMSTÆÐA. rmui/'b-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.