Morgunblaðið - 16.12.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
Norska ríkið veitir
stórstyrk til álvers
Hondúras:
Dóttir for-
setans rænt
Cuatemalahorg, 15. desember. AP.
STJÓKNVÖLD í Guatemala til-
kynntu í gærkvöldi aö 33ja ára
gamalli dóttur Roberto Suazo
Cordoba, forseta Hondúras, hafi
veriö rænt af vinstrisinnuðum
skæruliðum þar í landi.
Innanríkisráðherra Guatemala
sagði í morgun, að dótturinni, Xia-
mora Suazo Estrada, hafi verið
rænt af ónefndum vinstrisinnuð-
um skæruliðum, sem færu fram á
að koma „pólitískum mótmælum"
á framfæri í fjölmiðlum í Mið-
Ameríku og Mexíkó í skiptum
fyrir lausn hennar.
Skæruliðarnir sögðu að ef ekki
yrði gengið að kröfum þeirra fyrir
föstudag yrði dóttir forsetans „í
hættu“.
Hvalveiðum Norð-
manna mótmælt
Osló, 15. desember. Krá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mor^unblaAsins í Osló.
VAXANDI mótstaða í Evrópu og Bandaríkjunum gegn hvalveiðum
Norðmanna veldur Thor Listau, sjávarútvegsráðherra Norðmanna,
miklum áhyggjum. Að undanlornu hafa birzt margar auglýsingar í
bandarískum og evrópskum blöðum, þar sem hvalveiðum Norð-
manna er mótmælt og fólk hvatt til þess að kaupa ekki norskar
sjávarafurðir.
Bandaríska dýraverndunarsam-
bandið hefur lýst Norðmönnum
sem löglausri þjóð. Hvetur sam-
bandið alla til þess að líta ekki við
norskum fiski en skrifa í þess stað
mótmælabréf til forsætisráðherra
Noregs. Þá er Japönum einnig lýst
sem löglausri þjóð í sams konar
auglýsingum, en þeir eru mesta
selveiðiþjóð heimsins. Er fólk
hvatt til sams konar mótmælaað-
gerða gegn Japan og gegn Noregi.
Þessi mikla auglýsingaherferð
þykir sýna, að það eru voldug öfl,
sem standa að baki aðgerðunum
gegn hvalveiðunum. Listau sjávar-
útvegsráðherra Noregs hefur hins
vegar lýst því yfir, að Norðmenn
muni efna til auglýsingaherferðar
til þess að kynna málstað sinn í
sömu blöðum og birt hafa mót-
mælaauglýsingarnar. Þá verður
sendiherrum Noregs út um heim
falið að útbreiða sjónarmið Norð-
manna á þessum vettvangi í enn
ríkari mæli en áður.
Hjartaþeg-
inn þungt
haldinn
Salt Ijike ('ity, 15. desember. AP.
BARNEY Clark, gervihjartaþeg-
inn, var þungt haldinn í dag eftir
uppskurð í gær, þar sem skipt
var um hluta hjartans. Hann er
kominn með lungnabólgu og er
við slæma líðan, að því að haft
er eftir læknum hans.
„Hann var þungt haldinn áður
en hann gekkst undir þennan upp-
skurð og hann er enn veikari eftir
hann,“ sagði læknir hans í dag, en
Clark kom til fullrar meðvitundar
tveimur klukkustundum eftir að-
gerðina og gat svarað spurningum
lækna sinna.
Gervihjarta
grætt í kálf
Moskvu, 15. desember. AP.
MOSKVUÚTVARPIÐ tilkynnti í
dag að gervihjarta hefði í fyrsta
skipti verið grætt í kálf þar í landi.
Ekki kom fram í fréttinni hvort að-
geröin hefði tekist.
Gervihjartanu mun hafa verið
komið fyrir í þriggja mánaða
gömlum kálfi og mun prófessor
nokkur í vísindastöðinni í Moskvu
hafa framkvæmt aðgerðina.
Lögreglan gefur
engar upplýsingar
hafa ekki viljað tjá sig um málið,
en Ijóst þykir að ræningjarnir
hafa þekkt til að einhverju leyti
innan húss og athygli hefur vakið
hversu auðvelt þeim hefur reynst
þetta.
Segist vera dóttir Paul McCartneys
Bettina Hiibers (20 ára) heldur hér á mynd af Bítlinum Paul McCartney, en
hún heldur því fram, að hún sé óskilgetin dóttir hans og hefur höfðað mál til
viðurkenningar á því. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Vestur-Berlín í
febrúar.
Celenk kveðst ekki
þekkja Ali Agca
Vín, 15. deHember. AP.
TYRKINN, sem eftirlýstur er af ítölsku lögreglunni vegna
skotárásarinnar á Jóhannes Pál páfa II, hefur þvertekið fyrir
að þekkja Mehmet Ali Agca, sem er tyrkneskur ríkisborgari
ákærður fyrir tilræðið, samkvæmt fregnum frá búlgörsku
fréttastofunni.
„Bekir Celenk kveðst ekki þekkja Mehmet Ali Agca, hann
hafi aldrei hitt hann og segir það uppspuna að hann hafi tekið
þátt í tilræðinu,“ segir í fregnum búlgörsku fréttastofunnar.
New Yorlt, 15. desember. AP.
BANDARÍSKA alríkislög-
reglan kveðst hafa „trausta
þræði“ til að fylgja í rann-
sókn á hinu mikla peninga-
ráni í gær, þegar 9,8 milljón-
um dollara var stolið úr
flutningafyrirtæki nokkru
sem tekur að sér að flytja
verðmæti með brynvörðum
vörubílum. Tveir menn munu
hafa staðið að ráninu, sem er
hið mesta í sögu Bandaríkj-
anna.
í fyrstu var álitið að upphæðin,
sem þeir höfðu á brott með sér
hafi verið 5,3 milljónir dollara, en
í dag var tilkynnt að saknað væri
um 9,8 milljóna dollara.
Þeir sem að rannsókninni
standa fyrir hönd lögreglunnar
Hitler
ítölsk stjórnvöld hafa sem
kunnugt er farið fram á framsal
á Celenk, sem tilkynnt hefur ver-
ið að hafi verið handtekinn fyrir
viku síðan í Búlgaríu. Samkvæmt
fregnum frá Ítalíu mun Celenk
hafa boðið Agca 1,2 milljónir
dollara fyrir að myrða páfa og
kynnt hann fyrir búlgörskum
njósnurum sem voru í tengslum
við málið.
Einn búlgarskur yfirmaður
hefur verið handtekinn á Ítalíu
og gefnar hafa verið út þar í
landi handtökuskipanir á tvo
aðra Búlgari og fimm Tyrki,
þ.á m. Celenk.
Agca afplánar nú lífstíðardóm
vegna tilræðisins.
Búlgararnir hafa neitað öllum
tengslum við málið. Búlgarska
fréttastofan segir að á föstudag
verði haldinn blaðamannafundur
í Sofia, þar sem bæði Celenk og
hinir Búlgararnir, sem ítalska
lögreglan hefur farið fram á að
fá framselda, verði viðstaddir
Einnig birtust í dag fregnir um
það að utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, George P. Shultz, hefði
sagt að fregnir þess eðlis að Jó-
hannes Páll páfi II hafi tjáð hon-
um að hann væri viss um að það
hefði verið sovéska leyniþjónust-
an KGB, sem hafi staðið að baki
tilræðinu við sig, væru „algjör-
lega rangar" og ekki væri í þeim
sannleiksvottur.
sviptur
heidri
Trier, V-I*ýzkalandi, 15. deoember. AP.
TIL ÞESS að minnast þess, að senn
eru 50 ár liðin frá þvi að Adolf Hitler
komst til valda í Þýzkalandi, þá hef-
ur verið borin fram tillaga i borginni
Trier þess efnis, að Hitler verði
sviptur rétti sinum sem heiðursborg-
ari þar. Ilitlcr var veittur þessi heió-
ur 18. april 1933, aðeins nokkrum
mánuðum eftir að hann komst til
valda í Þýzkalandi.
Það eru jafnaðarmenn í stjórn
borgarinnar, sem lagt hafa tillög-
una fram og óska þeir eftir sér-
stökum fundi borgarstjórnarinnar
til þess að ræða tillöguna og til
þess að fá kristilega demókrata,
sem hafa meirihluta í stjórn borg-
arinnar, til þess að samþykkja hana.
Veöur
víöa um heim
Akureyri 44 skýjaö
Amsterdam 9 rigning
Aþena 18 heiðskfrt
Barcelona 10 skýjað
Berlín 4 rigning
BrUssel 11 rigning
Buenos Airea 28 heiðskfrt
Chicago 4 rigning
Dyftinni 10 heiðakírt
Feneyiar 7 skýjað
Franklurt 3 skýjað
Færeyiar — vantar
Genl 6 skýjað
Helsinki 0 skýjað
Hong Kong 18 skýjað
Jerúsalem 13 heiðskfrt
Jóhannesarborg 29 heiðskírt
Kairó 21 akýjað
Kaupmannahófn 2 rigning
Laa Palmaa 6 skýjað
Liaaabon 14 skýjað
Lontfon 13 skýjað
Loa Angelea 20 heiðskírt
Madrid 10 skýjað
Malaga 15 heiðskfrt
Mallorca 15 hálfskýjað
Mexíkóborg 18 heiðskfrt
Miami 23 skýjað
Montreal 44 snjókoma
Moakva 2 skýjað
Nýja Delhí 25 hefðskfrt
New York 4 heiðskfrt
Ósló 1 heiðskfrt
París 13 alskýjað
Reykjavík 44 skýjað
Rio de Janeiro 36 rigning
Róm 15 skýjað
San Francisco 9 skýjað
Stokkhólmur 41 skýjað
Tókýó 12 heiðskirt
Vancouver 9 skýjsð
Vín 3 skýjað
íþrótt eða ekki íþrótt?
Ilnefaleikar hafa verið bannaðir á íslandi um langa hríð, en eru með
vinsælustu íþróttagreinum um heim allan. Menn greinir mjög á um ágæti
þessarar íþróttar og þeir eru ófáir, sem segja hana lífshættulega i mótsögr.
við íþróttaandann. Tíð dauðsfóll kappa í hringnum styðja þá skoðun. Ivssi
mynd er tekin í bardaga þungavigtarkappanna Dokes og Weavers í l.as
Vegas um sl. helgi. Dæmi hver fyrir sig.
NOR.SKA ríkið hefur ákveðið að
hlaupa undir bagga með álverinu
Árdal Sunndal Verk, sem er i ríkis-
eign og veita því 94 milljón dollara
styrk eða 1.550 milljónir ísl. króna
með auknu hlutafé. Fjármagnið
verður nýtt til að mæta halla á fyrir-
tækinu á þessu ári og frekari styrk-
veiting er í athugun miðað við af-
komuna á næsta ári.
Erfið staða á álmarkaðinum
hefur haft mjög slæm áhrif á
Ardal Sunndal Verk og talið er, að
tveir þriðju hlutafjár félagsins
hafi gengið til þurrðar í lok þessa
árs. Alverið tapaði 9 milljónum
dollara, tæplega 150 milljónum ísl.
króna á síðasta ári og reiknað er
með stórtapi í ár og á næsta ári.
Að sögn norska iðnaðarráðuneyt-
isins er það sett sem skilyrði fyrir
hlutafjáraukningunni, að hið nýja
fjármagn stuðli ekki að launa-
skriði hjá starfsmönnum álvers-
ins.