Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö.
Heilbrigðir
lifnaðarhættir
Landlæknir kynnti ný-
lega niðurstöður rann-
sókna á neyzlu áfengis, tób-
aks, fíkni- og ávanaefna hér
á landi. Niðurstöðurnar
hljóta að vekja hvert
mannsbarn til íhugunar.
Milli 10 og 20 af hundraði
allra innlagna á almenn
sjúkrahús eiga rætur að
rekja til áfengisneyzlu, en
magasár, magabólgur,
skorpulifur og heílarýrnun
eru meðal sjúkdóma sem
óhófleg áfengisneyzla orsak-
ar. Þegar þess er gætt að
tíunda hver útgjaldakróna
hjá ríkissjóði rennur til
heilbrigðismála má ljóst
vera, hvern toll þjóðin greið-
ir á altari vínneyzlu. Þó er
ótalinn kostnaður af lög-
gæzlu, fangelsum óg verð-
mætatjóni, sem í kjölfar
fylgir, að ekki sé talað um
einstaklingsbundna harm-
leiki, sem flestar fjölskyldur
þekkja til.
Það kom og fram í kynn-
ingu landlæknis að milli 20
og 30% allra dauðsfalla af
völdum krabbameins hér á
landi stafi af tóbaksreyk-
ingum, en tóbaksneyzla er
og meðvirkandi í öðrum al-
gengum kvillum, s.s. hjarta-
og æðasjúkdómum.
Þá kemur fram að notkun
kannabis- og ávanaefna hef-
ur stóraukizt hér á landi hin
síðari árin, einkum hjá ungu
fólki. Ofbeldi og rán, sem
farið hafa vaxandi á höfuð-
borgarsvæðinu liðin misseri,
tengjast í flestum tilfellum
fíkniefnaneyslu og fjár-
mögnun hennar.
Það er meira en tímabært
að staldra við og huga að
vörnum. Meginmáli skiptir
að koma fræðslu á framfæri
svo almenningur eigi þess
kost að byggja viðhorf sín,
sjónarmið og lífsstíl, ef svo
má að orði komast, á raun-
hæfri þekkingu. Þar hvílir
fræðsluhlutverkið fyrst og
fremst á uppalendum, því
næst á skólakerfi en síðast
en ekki sízt á heilbrigðis-
stéttum og fjölmiðlum,
þ.á m. hljóðvarpi og sjón-
varpi, sem eru í daglegum
tengslum við hverja fjöl-
skyldu í landinu. Verulega
skortir á að þessu hlutverki
sé nægilega gegnt.
Mir.na má á
sem nú liggur fyrir Alþingi,
flutt af Sigurlaugu Bjarna-
dóttur og fleirum, þess efn-
frumvarp,
is, að bundin séu í grunn-
skólalög ákvæði varðandi
I fræðslu um áhrif af neyzlu
áfengis og fíkniefna. Slík
lagaákvæði væru verðug
jólagjöf frá Alþingi til þjóð-
arinnar.
Heilbrigðir lifnaðarhætt-
ir, hollt viðurværi, nauð-
synleg hreyfing, háttvísi í
samskiptum við náungann
og létt lund skipta engu síð-
ur máli fyrir hamingju ein-
staklinga og þjóðar en þau
hin umtöluðu „efnahags-
vandamál", þó ekki skuli hér
gert lítið úr skaðsemi
stjórnmálalegrar sjálfheldu
þjóðfélagsins.
Hafi þeir heilar þakkir
sem að framangreindri
kynningu stóðu.
Listamaður
kvaddur
Asmundur Sveinsson,
einn af mikilhæfustu
listamönrium þjóðarinnar,
er allur. Útför hans verður
gerð frá Dómkirkjunni í
dag. Starfsævi hans var lit-
ríkur kafli í listasögu þjóð-
ar. Verk hans hafa um lang-
an aldur sett svip sinn á
höfuðborgina — og hann
eftirlét henni safn verka
sinna og vinnustofur, sem
lengi hafa verið eitt af
dýrmætustu „sérkennum"
borgarinnar. Það fer vel á
því að Reykjavíkurborg
heiðri minningu lista-
mannsins með því að kosta
útför hans.
Það var einhverju sinni
sagt að sá væri beztur mæli-
kvarði á menningu þjóðar,
hvern veg hún byggi að
hinni öldruðu sveit, sem líð-
andi ár hefur verið helgað.
Vel má svo vera. En sá
mælikvarði er a.m.k. einnig
marktækur, hver starfsskil-
yrði bjóðast listamönnum
til að auðga mannlífið í um-
hverfi sínu. Asmundur
Sveinsson, sem lézt nær ní-
ræður, færði samtíð sinni
sanninn um, að roskinn
maður getur gefið þjóð sinni
af sjálfum sér með þeim
hætti, að lifa mun með
henni til langrar framtíðar.
Hafi hann þjóðarþökk
fyrir feril sinn og framlag
til íslenzkrar menningar.
Áróðursstríðið um álmálið á stjórnarheimilinu
Hinn 6. desember síöastliöinn flutti Guömundur G. Þórar-
insson, alþingismaöur og fulltrúi Framsóknarflokksins í álviö-
ræöunefnd eftirfarandi tillögu í nefndinni og lagöi til aö iönaöar-
ráöherra legði hana fyrir samninganefnd Alusuisse:
1. Fyrsta skref. 20% hækkun raforkuverðs frá og meö 1.
febrúar.
2. Aöilar eru samþykkir lið 1. a—c í símskeyti Alusuisse frá
10. nóv. meö breytingum.
3. Aöilar samþykkja tafarlaust viöræöur um raforkusamning
samkvæmt lið 2. a í sama símskeyti meö veröhækkunarform-
úlu.
4. Aöilar samþykkja tafarlausar viöræöur um endurskoöun
aöalsamnings varöandi ákvöröun framleiöslugjaldsins sam-
kvæmt liö 2. b í sama símskeyti.
5. Ríkisstjórnin samþykkir sem meginatriöi (í þrinsiþþinu): a)
Stækkun álbræöslunnar, enda náist samkomulag meö frekari
samningaviöræöum um m.a. 3. og 4. lið hér aö ofan; b) þátttöku
nýs hluthafa í ÍSAL.
6. Alusuisse samþykkir sem meginatriöi (í prinsippinu) aö
gefa ríkisstjórn íslands kost á aö gerast hluthafi í ÍSAL.
7. Samningaviöræðum skal vera lokið fyrir 1. apríl 1983.
Tillagan er birt hér eins og hún birtist í Tímanum 14. desem-
ber. Þar stóö einnig: „Tillagan er tilraun til aö hefja samninga-
viðræður án allra skuldbindinga af hálfu íslendinga." lönaöar-
ráöherra, Hjörleifur Guttormsson, neitaöi aö flytja þessa tillögu
á fundi með dr. Paul Múller, aöalsamningamanni Alusuisse,
hinn 7. desember. Hinn 8. desember tilkynnti Guömundur G.
Þórarinsson þaö í fréttatíma sjónvarpsins, aö hann heföi sagt
sig úr álviðræöunefnd. Þar meö hófst áróöursstríö milli Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknarflokksins, sem stendur enn. Helstu
þáttunum í því stríöi er lýst í þeirri samantekt sem hér birtist.
Enn hafa samningaviöræður milli ríkisstjórnar íslands og Alu-
suisse ekki slitnað, aöilar hafa skipst á símskeytum eins og frá
hefur verið skýrt í Morgunblaöinu undanfarna daga. Þótt iönaö-
arráöherra og málgagn hans hafi lýst því yfir í hita áróöurs-
stríösins í síöustu viku, aö nú í þessari viku ætti aö grípa til
einhliða aögeröa gegn Alusuisse bólar ekki á þeim, enda nýtur
ráðherrann ekki stuönings til þess utan eigin flokks. Hins vegar
ákvaö iönaöarráöherra einhliöa á þriöjudag aö leggja álviö-
ræðunefndina niöur og sagöi, aö Framsóknarflokkurinn heföi
„eyöilagt" hana. í þingræöu sagöi Guðmundur G. Þórarinsson
hins vegar: „Ég ætla ekki aö sitja í einhverri nefnd sem
iönaðarráðherra ætlar aö reka eins og eitthvert rússneskt
hænsnabú. Þaö er ábyrgðarhluti aö bera lengur ábyrgö á því
hvernig iönaðarráöherra heldur á þessu máli.“
Alþýðubandalagið um framsókn og Guðmund G. Þórarinsson:
Hið „dæmalausa framferðiu
hefur eyðilagt samningsstöðuna
„I>að alvarlegasta i málinu er svo
það, að með framferði sínu er fulltrúi
Kramsóknarflokksins að flytja víglín-
una í þessu máli frá átökunum við Alu-
suisse og yfir í innanlandsátök. Hann
gerir tilraun til að kljúfa þjóðina á
örlagaríku augnabliki, og gengur í
þeim efnum Ivírnalalaust lengra en
stjórnarandstaðan hefur gert til þessa
hvað álmálið varðar," sagði Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra, á for-
siðu l'jóðviljans 9. desember, daginn
eftir að Guðmundur G. Þórarinsson
hafði tilkynnt úrsögn sína úr álviðræðu-
nefnd.
Hjörleifur sagðist telja, að Fram-
sóknarflokkurinn væri að „fara á
taugum í þessu örlagaríka máli“ og
hann bætti við: „Með þessu dæma-
lausa framferði er Guðmundur að
eyðileggja, a.m.k. í bili, samnings-
stöðu okkar íslendinga. Hér virðist
sem undarlegar flokkspólitískar og
persónulegar ástæður ráði ferðinni
og að þær séu settar skör hærra en
þjóðarhagsmunir í þessu máli.“
Sama dag og Guðmundur tilkynnti
afsögn sína úr álviðræðunefnd ritaði
Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, bréf til Framsóknar-
flokksins þar sem hann spurðist
fyrir um það, hvort flokkurinn
standi að baki „gerðum fulltrúa sítis"
eins og það er orðað á forsíðu Þjóð-
viljans 9. desember.
„Framsóknarflokkurinn á eftir að
heyra frá fólkinu sem hefur treyst
honum í álmálinu," sagði Hjörleifur
Guttormsson á forsíðu Þjóðviljans
10. desember og Svavar Gestsson
sagði einnig á forsíðunni: „Þettar er
enginn leikur sem hér á sér stað. Hér
er spurningin um það hvort Alu-
suisse tekst að reka fleyg í samstöðu
þjóðarinnar, eða hvort þjóðinni tekst
að sækja rétt sinn gagnvart Alu-
suisse. Þess vegna er hér tvímæla-
laust um að ræða eitt alvarlegasta
mál sem upp hefur komið í tíð núver-
andi ríkisstjórnar. Vonandi spillir
tveggjaaura tillaga Guðmundar G.
Þórarinssonar ekki meira en orðið er
fyrir samningsstöðu Islands."
Forystugrein Þjóðviljans 10. des-
ember heitir: „Dýrt frumhlaup". Þar
sagði meðal annars: „Og Framsókn-
arflokkurinn hefur tekið ábyrgð á
framgöngu þessa fulltrúa síns. Það
er þokkaleg flokksstefna, a tarna.
Við trúum því ekki, að stuðnings-
menn Framsóknarflokksins séu al-
mennt svo hörmulega á vegi staddir
... Þjóðarsamstaða hefur verið rof-
in. Sá verknaður er á ábyrgð forystu-
manna Framsóknarflokksins
Samningsstaðan hefur verið eyði-
lögð. Þess vegna verður að reyna á
einhliða aðgerðir."
Á baksíðu Þjóðviljans 10. desem-
ber segir, að í svari við bréfi Svavars
Gestssonar komi fram, að Fram-
sóknarflokkurinn taki formlega
ábyrgð á „frumhlaupi" Guðmundar
og af því tilefni er haft eftir Svavari:
„Eg tel það augljóst mál að svona
vinnubrögð bæta ekki vinnuaðstöðu
ríkisstjórnarinnar og var þó þörf á
öðru þegar vandamálin eru jafnal-
varleg og hvarvetna sést.“ Jafnframt
er frá því skyrt, að á fundi Alþýðu-
bandalagsfélags Reykjavíkur 9. des-
ember hafi verið lýst einróma stuðn-
ingi við Hjörleif Guttormsson.
Forystugrein Þjóðviljans 11. des-
ember heitir: „Túskildingur fram-
sóknar". Þar sagði meðal annars: „Ef
tillaga Guðmundar hefði verið lögð
fram þá hefði bilið í deilu aðila um
orkuverðið verið orðið stutt, og snú-
ist um 2 aura á kílówattstund. Ekki
er ólíklegt að Alusuisse hefði þá boð-
ist til að mæta okkur á miðri leið og
hækka orkuverðið um 1 eyri ... Það
er snjall samningamaður Guðmund-
ur G. Þórarinsson, eða finnst ykkur
það ekki? ... Margt misjafnt hefur
yfir Framsóknarflokkinn gengið á
langri leið, en er þetta ekki dýpsta
fallið?"
Forystugrein Þjóðviljans 14. des-
ember heitir: „Stöndum á réttinum!"
Þar sagði meðal annars: „Ekki fer á
milli mála, að fulltrúar Alusuisse
hafa jafnan þóst geta treyst á góða
vini hér innanlands, og atburðir síð-
ustu daga sanna með átakanlegum
hætti að ekki var til einskis beðið af
þeirra hálfu ... Og menn ættu að
taka vel eftir því, að svo lítilþæg og
smátæk sem tveggja aura tillaga
Guðmundar G. Þórarinssonar var,
•- \ v'\
/ r- ia \a c*-0
6. 12. 1982
2o%
Propoeal ,
rlrBt etep.1*3r"increeo« ln energy prlce ee from the 1 et. of l^/d-
2. Fartlee agree teleI of l0th °f "OV-
1 p^'tlea agree on lmnedlate dlecueelone on power contract according
3- tS I :!d«rt.ler.
according to 2 b. |n same telex.
5. The Goverrunent agreee in principle on:
.) Expanelon of the emelter. eubj.ct to furtb.r n.gotlatlone
inéer alia on pointe 3 and 4 above.
6)
Alueuleee agre.e In prlnclpl. on an optlon for th. Goe.rnm.nt of
Iceland to become a ehareholder in Ieai,
b) Partlcipation of a new ohare holder ln leal
:iple on an op
iholder in Iee
sWjlí
“V
r
/(Jr o C i <-< K
d J <?CJ
/. 3.
c!Uc[
Tvíeyringstillaga Guðniundar
Hér að ofan er Ijósmynd af tillögu Guðmundar G. Þórarinssonar alþm.
sem hann lagði fram í álviðræðunefnd á dögunum, og hann byggði úrsögn
sína úr nefndinni á. Tillagan er á ensku, vélrituð með handskrifuðum
breytingum, og er lauslega þýdd og útskýrð á baksíðu.
Með þessum hætti skýrði Þjóðviljinn frá tillögu Guðmundar G. Þórarinssonar
10. desembcr sl.
MOÐVHMN
Fulltrúi Framsóknar
þjónaði Alusuisse
nda c „örarln>>o—
„TIUttUN TIL AÐ KOMA MAUNU
UT UR ÓÞOLflNDI SJÁLFHELDU
þá fór því fjarri, að hann vildi setja
hana fram sem úrslitakosti til Alu-
suisse, heldur átti að bjóða þetta, að-
eins til þess að koma af stað viðræð-
um!! — Og svo þá væntanlega að
mætast á miðri leið? ... Hvert barn
ætti að geta sagt sér til hvers vinnu-
brögð af þessu tagi hlytu að leiða. En
þingflokkur Framsóknarflokksins
lætur sig hafa það, að lýsa eindregn-
um stuðningi við gerðir Guðmundar!
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar-
ráðherra, hefur reynt flest sem í
mannlegu valdi stendur til að ná
frambærilegum samningum við Alu-
suisse, — en hann hefur ekki viljað
selja auðhringnum sjálfdæmi."
Hinn 14. desember skýrir Þjóðvilj-
inn frá því, að á miðstjórnarfundi
Alþýðubandalagsins 11. desember
hafi verið lýst yfir stuðningi við iðn-
aðarráðherra en fordæmingu á full-
trúa Framsóknarflokksins.
Forystugrein Þjóðviljans 15. des-
ember heitir: „Hvaða viðmiðun?" og
þar sagði meðal annars: „Dagblaðið
Tíminn, málgagn Framsóknarflokks-
ins rembist við það þessa dagana að
bera í bætifláka fyrir Guðmund G.
Þórarinsson og afsaka frumhlaup
hans. En hver átti þá að vera
grundvöllurinn að áframhaldandi
viðræðum við Alusuisse samkvæmt
tillögu Guðmundar? — Þar kemur
nú fyrst að alvöru málsins ... Við
skulum enn vona að hjá Guðmundi
sé ekki annað verra á ferð en sú
glópska sem mörgum kemur í koll.“
Hinn 15. desember sendir Ingi R.
Helgason, fulltrúi Alþýðubandalags-
ins í álviðræðunefnd, Guðmundi G.
Þórarinssyni opið bréf í Morgunblað-
inu. Þar sagði meðal annars: „Hitt er
annað mál, að þú þykist styðja nú-
verandi ríkisstjórn. Rökrétt fram-
hald þessara stóru orða er auðvitað
að þú sem alþingismaður standir við
þau og flytjir á formlegan hátt van-
traust á þennan iðnaðarráðherra á
Alþingi. Þá myndu kannski línur
skýrast í íslenskri pólitík nú í svart-
asta skammdeginu." — En þennan
sama dag sagði Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsóknar-
flokksins í samtali við Tímann: „Ég
tel að það komi ekki til greina af
okkar hálfu að flytja vantrauststil-
lögu á iðnaðarráðherra. Ég vil mót-
mæla því, að við höfum verið með
eitthvað samsæri gegn Hjörleifi ...“
Framsóknarmenn um álmálið og iðnaðarráðherra:
„Þjóðarsamstaðan um núllið“
hefur verið rofin af Guðmundi
„Ég hef sagt mig úr álvidræðunefnd-
inni vegna þess að iðnaðarráðherra
hundsaði vilja meirihluta nefndarinnar
í samningaviðræðunum við Alusuisse,"
sagði Guðmundur G. Þórarinsson á for-
síðu Tímans fimmtudaginn 9. desem-
ber og endurtók þar með það sem hann
hafði fyrst sagt í sjónvarpsfréttum
kvöldiö áður.
„Þegar ég kynnti tillögur mínar í
álviðræðunefnd var vel tekið í þær og
voru lagðar þar til breytingartillögur
af nefndarmönnum. M.a. gerði Ingi
R. Helgason fulltrúi Alþýðubanda-
Iagsins nokkrar breytingartillögur.
Meðal þeirra var að í stað 20%, sem
iðnaðarráðherra telur óalandi, og
rangtúlkar á allan hátt, komi 25%.
Það var meirihluti fyrir því í álvið-
ræðunefnd að leggja fram slíkar
hugmyndir, sem ráðherra legði síðan
fram í viðræðum við Alusuisse, án
þess að binda hendur hans á nokkurn
hátt.
En tillögurnar voru ekki lagðar
fram og hér stendur iðnaðarráðherra
og getur nánast ekki greint rétt eða
sagt frá í neinu aðalatriði. Ég hlýt
enn að spyrja hvort það skyldi allt
vera satt sem hann segir okkur frá
viðræðum sínum við Alusuisse eftir
að verða vitni að hvernig hann túlk-
ar mínar tillögur," sagði Guðmundur
G. Þórarinsson á alþingi 9. desember
samkvæmt frásögn Tímans hinn 10.
desember. Frásögn blaðsins af ræðu
Guðmundar lauk með þessari tilvitn-
un í orð hans: „Það þarf þjóðar-
samstöðu um hagsmuni íslendinga
en ekki þjóðarsamstöðu um Hjörleif
Guttormsson."
í forystugrein Tímans 10. desem-
ber sagði: „Hinu er hins vegar ekki
hægt að neita, að vinnuaðferðir
Hjörleifs Guttormssonar hafa oft
verið hinar ákjósanlegustu fyrir ál-
hringinn og auðveldað honum að
sýna þrjósku í viðræðunum við ís-
lensk stjórnvöld. Það hefur lengi ver-
ið opinbert leyndarmál, að fram-
sóknarmenn hafa verið gagnrýnir á
vinnubrögð Hjörleifs, þótt opinber-
lega hafi verið látið kyrrt liggja,
bæði vegna stjórnarsamstarfsins og
hins að rétt þótti að reyna til þraut-
ar, hvort Hjörleifur fengist til að
taka upp skynsamlegri vinnubrögð."
í Tímanum birtist 11. desember
viðtal við Steingrím Hermannsson,
formann Framsóknarflokksins, sem
þá var á Jamaica. Hann taldi tillögu
Guðmundar G. Þórarinssonar „til-
raun til að koma málinu út úr óþol-
andi sjálfheldu" og sagði einnig: „Ég
hef alltaf talið það óskynsamlegt að
ætla að pína Alusuisse til samninga
með hótunum, og talið að það leiddi
ekki til neins árangurs."
Hinn 11. desember birtir Tíminn
einnig svarbréf Halldórs Ásgríms-
sonar, varaformanns Framsóknar-
flokksins, til Svavars Gestssonar,
formanns Alþýðubandalagsins, en
Svavar hafði bréflega spurst fyrir
um það, hvort Framsóknarflokkur-
inn stæði að baki Guðmundi G. Þór-
arinssyni. Bréfi Halldórs lýkur með
þessari samþykkt: „1. Þingflokkur
Framsóknarflokksins lýsir yfir full-
um stuðningi við störf Guðmundar
G. Þórarinssonar í álviðræðunefnd.
2. Þingflokkurinn mun ekki tilnefna
annan mann í álviðræðunefnd að
óbreyttum aðstæðum."
Hinn 11. desember heitir forystu-
grein Tímans: „Hjörleifur er ekki
þjóðin“.
í Helgar-Tíma sem út kom 11. des-
ember heitir forystugreinin: „Ótrú-
legar rangfærslur" og hefst hún á
þessum orðum: „Það er með algjör-
um ólíkindum til hversu mikilla
rangfærslna talsmenn Alþýðubanda-
lagsins telja sig knúða til að grípa
um tillögugerð Guðmundar G. Þór-
arinssonar í álviðræðunefndinni sál-
ugu. Fátt er skýrara dæmi um slæma
samvisku en slíkar rangfærslur. Ef
málstaður iðnaðarráðherra er jafn
góður og hann og nánustu fylgis-
menn hans telja, hvers vegna þá ekki
að halda sig við sannleikann?" Og
enn segir: „Sumir alþýðubandalags-
menn hafa jafnvel lotið svo lágt að
fullyrða að Guðmundur hafi aðeins
ætlað að semja við álverið um
tveggja aura hækkun á raforkuverði
og veita þeim þar að auki margskon-
ar fríðindi. Málflutningur iðnaðar-
ráðherra á þingi var mjög í þessum
anda.“ Tíminn ber þetta til baka með
því að vitna 5 þessi orð Guðmundar:
mbci Iwn2
þriójiiJagur
4' argangu:
2$l. lolublaó
Orkuverð til álversins og almenningsveitna
Munurlnn áfram flmmfaldur
samkvæml tillögu Guðmundar
LANDSVIRK JUN 36,4 mill
meöalheildsöluverð á raforku
6,5
mill
"T* i i i i i i r— r r...i i i i
69 1970 71 72 73 74 75 76 77 78 79 1980 81 82 83
Um þetta línurit sagði í forystugrein Tímans 15. desember: „Forsíðumyndin í
Þjóðviljanum í gær er hámark óþverrans í íslenskri blaðamennsku...“ Og
einnig: „IJnuritið, sem Þjóðviljinn birtir á forsíðu í gær og átti að vera Guð-
mundi G. Þórarinssyni til svívirðingar, sýnir best hversu illa Hjörleifi Gutt-
ormssyni hefur gengið að halda á orkumálunum."
EC LVSI ALLRI ðBVRGÐ Á ,
A vttvangl datcsins
DYRMUNDI HJQR-
LEIFUR ALLUR®
„Þessi hækkun sem ég stakk upp á er
eingöngu á orkuverði strax til þess
að Alusuisse sýndi það, að þeir vildu
ganga til samninga um hækkun raf-
orkuverðs með góðum vilja. Þetta
veit iðnaðarráðherra vel.“
Hinn 14. desember birtir Tíminn
ályktun framkvæmdastjórnar Sam-
bands ungra framsóknarmanna, þar
sem lýst er fullum stuðningi við Guð-
mund og fordæmingu á iðnaðarráð-
herra og sagt, að hann beri alla
ábyrgð á því tekjutapi sem orðið hef-
ur vegna dráttar á endurskoðun
samningsins við Alusuisse.
Hinn 14. desember heitir forystu-
grein Tímans: „Utúrsnúningar og
rangfærslur". Þar er snúist gegn „út-
úrsnúningum" Þjóðviljans og sagt
meðal annars: „Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra kallaði til-
lögu Guðmundar „sveitamennsku
eða eitthvað þaðan af verra", í sjón-
varpi sl. föstudagskvöld. Líkast til er
enginn sveitamennskubragur á þeim
fundum er þeir hittast heimsborgar-
arnir Hjörleifur Guttormsson og dr.
Múller og þrasa um guð má vita
hvað. í tvö ár hafa þeir karpað og
eftir hvern fund er niðurstaðan sú
sama. Enginn árangur."
Hinn 14. desember birtir Tíminn
stutt yfirlit yfir helstu þættina í
deilunni við Hjörleif Guttormsson
undir fyrirsögninni: „Dýr mundi
Hjörleifur allur". Þar segir meðal
annars:
„Árangur iðnaðarráðherra er eng-
inn í tvö ár. Iðnaðarráðherra hefur
sjálfur lýst málinu svo í sjónvarpi að
enginn árangur hafi náðst. Þjóðin
hefur stórtapað á þessari tveggja ára
sjálfheldu. Frammistaða iðnaðarráð-
herra þýðir að enn er raforka til
ÍSAL á útsöluverði. Ef miðað er við
tvöföldun raforkuverðs hafa tapast á
þessum tveim árum 16 milljónir doll-
ara. Ef miðað er við þreföldun hafa
tapast 32 milljónir dollara eða rúmir
50 milljarðar gkróna. Telja menn að
þjóðin hafi efni á að halda svona
áfram? ... Áframhaldandi aðgerðir í
hans (Hjörleifs, innsk. Mbl.) dúr
þýða núll í hækkun orkuverðs til ís-
lendinga. Engin leið er að standa
lengur að þjóðarsamstöðu um núllið.
Málið verður að fara í nýjan farveg."
Hinn 15. desember heitir fyrri for-
ystugrein Tímans: „Sök Hjörleifs".
Þar segir: „Klaufaskapur og óhygg-
indi Hjörleifs Guttormssonar hafa
verið fólgin í því, að hann hefur fest
sig eins og kræklingur við stein við
deiluna um reikninga og skattamál
fyrirtækisins. Hann hefur ekki séð
neitt annað ... Forsíðumyndin í
Þjóðviljanum í gær er hámark
óþverrans í íslenskri blaðamennsku,
en með henni er gefið í skyn, að til-
laga Guðmundar hafi fjallað um, að
orkuverðið hækkaði ekki nema um
20%, þó að þar væri aðeins um að
ræða byrjunarhækkun, en síðan yrði
samið um aðalhækkunina. Svona
gersamlega hefur sök Hjörleifs
blindað þá Þjóðviljamenn.“