Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
UTSOLUSTAÐIR: ,
TORGIÐ HERRARIKI
RAMMAGERÐIN
VÖRUHÚS KEA akureyri
IÐNADARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 P HÓLF 606 602 AKUREYRI SlMI (96)21900
Hamineiusöm
í hlýrri og mjúkri
MOE
• • r
Onnur umferð Olympíumótsins:
Asíuþjóðirnar
komu enn á óvart
Skák
Margeir Pétursson
í fyrstu umferð var fátt um
óvænt úrslit, því þá burstuðu stór-
þjóðirnar þær veikari á flestum
borðum. En strax daginn eftir var
bætt úr þessu, að vísu ekki af
Kínverjum aldrei þessu vant, því
þeir steinlágu, Vi—3Vi, fyrir Eng-
lendingum, heldur af frændum
þeirra frá Indónesíu og Singapore.
Indónesíumenn gerðu sér lítið
fyrir og sigruðu finnsku sveitina
með stórmeistarana Westerinen
og Rantanen í fararbroddi, með
3Vi vinningi gegn Vi. Að vísu hafa
Finnar aldrei verið taldir á meðal
fremstu skákþjóða, en samt bjugg-
ust fáir við öðru en að þeir færu
með sigur af hólmi úr þessari við-
ureign.
Það var síðan með aðeins
heppni og hörku sem Rúmenar
náðu naumum sigri gegn lítt
þekktri sveit borgríkisins Singa-
pore. Úrslitin þar urðu 2Vi—\Vi
og á fyrsta borði vann Lesley
Leow hinn kunna stórmeistara
Florin Gheorghiu, sem sat súr á
svip lengi kvölds við að reyna að
bjarga gertöpuðu endatafli.
Leow þessi er ekki einu sinni á
meðal þeirra 3500 skákmanna
sem eru á hinum alþjóðlega
skákstigalista FIDE, þannig að
þessi úrslit sýna að flest getur
gerst á Ólympíumótum.
I toppnum voru það einungis
Bandaríkjamenn sem unnu 4—0.
Þeir áttu í höggi við frönsku
sveitina sem er skipuð mörgum
öflugum skákmönnum, en stíll
þeirra ber þess þó óneitanlega
vitni að Frakkar eru mesta
kaffihúsaþjóð veraldar. Rússar
unnu Chile 3Vfe — 'h, Beljavsky
rambaði lengi á barmi glötunar,
en tókst um síðir að bjarga sér í
jafntefli. Það kom nú þegar í ljós
að Ungverjarnir voru ekki í jafn-
góðu formi og á Ólympíumótun-
um 1978 og 1980. Þeir mörðu
Austurríkismenn aðeins 2'A —
1 'h eftir hroðalegan afleik Sax í
miðtafli gegn skákrithöfundin-
um og lögfræðingnum Witt-
mann.
Islenska sveitin átti nú í höggi
við skákmenn frá því merkilega
landi Albaníu. Þá sjaldan þeir
keppa á alþjóðlegum vettvangi,
ná þeir sómasamlegum árangri,
en þar sem Albanía er harðlokað
land eru tækifærin ákaflega fá.
Fyrstaborðsmaður þeirra, Muco,
hefur t.d. styrkleika alþjóðlegs
meistara, en er þó áratugum á
eftir flestum slíkum hvað varðar
byrjanaþekkingu og annað sem
að fræðunum lýtur.
ísland — Albanía 2—2
Jón — Muco i/2 —1/2
Helgi — Quendro Vt — Vfe
Margeir — Sula 1—0
Jóhann — Karkanaqe 0—1
Muco tefldi eins og hann á
vanda til með svörtu. Hann
byggði upp trausta varnarstöðu,
skipti upp á drottningum og
varðist síðan öllum atlögum
Jóns af hugkvæmni. Skák Helga
varð snemma jafnteflisleg og
þrátt fyrir mikið tímahrak urðu
úrslitin í samræmi við það. And-
stæðingur minn einfaldaði taflið
sér í óhag í byrjuninni og varð
að gjalda fyrir það. Hinn smá-
vaxni Karkanaqe náði langbezt-
um árangri Albana á mótinu og
þetta var ekki í síðasta sinn sem
hann kom á óvart. Jóhanni voru
mjög mislagðar hendur og eftir
að honum láðist að koma kóngi
sínum í skjól með hrókun voru
úrslitin ráðin. Ósigur sem kom
sér mjög illa fyrir hann, því
hann stefndi að því að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli á
mótinu.
Það voru fleiri sveitir en við
sem voru óánægðar með upp-
skeru dagsins. Tékkar sem
stilltu upp fjórum stórmeistur-
um urðu þannig að sætta sig við
2—2 gegn Skotum, sem þó höfðu
ekki einum einasta titilbera á að
skipa. Á fyrsta borði var jafnvel
Vlastimil Hort, einn traustasti
skákmaður heims, kafsigldur
með glæsilegri fórn af lítt þekkt-
um andstæðingi sínum.
Hvítt: McKay (Skotlandi)
Svart: Hort (Tékkóslóvakíu)
Pirc-vörn
I. e4 — d6, 2. d4 — g6, 3. Rc3 —
Bg7, 4. Rf3 — Rf6, 5. h3 — a6, 6.
Be3 — 0-0, 7. Bd3 — b5, 8. a4!?
I kjölfar þessa leiks eyðir hvít-
ur tveimur leikjum í að koma
drottningarriddara sínum frá c3
til g3. Óvenjulegt, en Hort reyn-
ist ekki vel með á nótunum.
8. — b4, 9. Re2 — Bb7, 10. Rg3 —
d5?!
Hort ræðst til atlögu gegn
hvíta miðborðinu, en nú minnk-
ar áhrifavald svörtu biskupanna
tilfinnanlega. 10. — Rbd7 var því
vænlegri leikur.
II. e5 — Re4, 12. 0-0 — c5, 13. c3
— Rxg3?!
13. - bxc3, 14. bxc3 - Rxc3?
gekk auðvitað ekki vegna 15.
Db3, en nú fær hvítur frjálsar
hendur á miðborðinu. Það er
furðulegt að jafn reyndur skák-
maður og Hort skuli ekki hafa
skynjað hætturnar sem vofa yfir
svörtum í framhaldinu.
14. fxg3 — Rc6, 15. Rg5 — e6, 16.
Dg4 — Dc7?
Ef Hort hefði komið auga á
hið öfluga svar hvits, hefði hann
vafalaust reynt að styrkja varnir
sínar með 16. — Re7. Nú kemur
þruma úr heiðskíru lofti:
Víst kann Lotta að hjóla
Bókmenntir
Siguröur Haukur Guðjónsson
VÍST KANN LOTTA AÐ HJÓLA.
Ilöfundur: Astrid Lindgren.
Þýðing: Ásthildur Egilson.
Myndir: Ilon Wikland.
Setning og filmuvinna: Oddi hf.
Prentun: Aarhuus Stiftsbogtrykk-
erie.
Útgefandi: Mál og menning.
Það getur verið dæmalaust erf-
itt að vera aðeins fjögurra ára og
eiga tvö systkin, sem sjálf, — og
allir aðrir, halda að allt geti. Nú
svo verður þolandinn fullorðinn,
— fimm ára, og er tími til að láta
ekki sitja við orðin tóm: „Þegar
enginn sér mig get ég það sko al-
veg!“, sanna heimi öllum, hvers
maður er megnugur.
Lotta er elskuleg telpa, sem
Lindgren lýsir af listrænni snilli,
þar til hún hættir að vera stelpa
úti í löndum, verður afastelpa hér