Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 39 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF ~___Umsjón Sighvatur Blöndahl_ Lítil hreyfing nema á dollurum Afhentu trúnadarbréf sín DOLLAKAVERÐ hækkaði um tæplega 1% í liöinni viku, eóa úr 16,288 krónum í upphafi hennar í 16,447 vió lok viku. Frá áramót- um hefur dollaraveró því hækkað um liólega 101%, en í ársbyrjun var sölugengi dollars skráó 8,185 krónur. nokkurn veginn í stað í síðustu viku, eða lækkaði um 0,02%, úr 1,9053 krónum við upphaf viku í 1,9050 við lok vikunnar. Frá áramótum hefur danska krónan hækkað um liðlega 70%, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,1189 krónur. Pundið Pundið lækkaði örlítið í verði í liðinni viku, eða úr 26,655 krónum á mánudag í 26,595 krónur á föstudag. Lækkunin er um 0,22%. Frá áramótum hefur pundið hins vegar hækkað um tæplega 70%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 15,652 krónur. Danska krónan Gengi dönsku krónunnar stóð Vestur-þýzka markið Smálækkun varð á vestur- þýzka markinu í liðinni viku, en sölugengi þess breyttizt úr 6,7209 krónum í 6,7103 krónur. Lækkunin er um 0,15%. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hins vegar hækkað um liðlega 84%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 3,6418 krónur. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 29.NÓV.-3.DES. 0G 6.-10. DES. 1982 Símakostnaður hrjáir útflutningsfyrirtæki: Fyrirtæki telja ódýrara að senda menn til SÍMTÖL til útlanda eru verulegur kostnaóur hjá íslenzkum fyrir- tækjum, sem eiga mikil viðskipti við útlönd. Kr nú svo langt gengió, aó í einu stóru útflutningsfyrir- tæki borgar sig jafnvel á ákveðn- um álagstimum, aó senda sölu- mann til Bandaríkjanna í 2—4 daga og hringja þaóan, heldur en aó láta hann sitja hér heima vió tólió. I»essar upplýsingar koma fram í nýjasta fréttabréfi Verzlun- arráós íslands. Sem dæmi má nefna, að ferðakostnaður til New York með uppihaldi í 2—4 daga er um 16.000 krónur, en fyrir þá fjár- útlanda hæð má nota símann hér heima í um 8 klukkustundir miðað við umframskref. Þá hafa fyrirtæki brugðið á það ráð, að fá erlenda viðskipta- vini til að hringja hingað „col- lect" og spara þar með stórar fjárhæðir, því í sumum löndum kostar það aðeins þriðjung þess að hringja til íslands, sem það kostar að hringja frá íslandi til þeirra. Þessi óheyrilegi síma- kostnaður er sízt til þess fallinn að stuðla að hagkvæmum við- skiptum við útlönd, segir að síð- ustu í fréttabréfi Verzlunarráðs íslands. Nýskipaður sendiherra Grænhöfðaeyja (Cabo Verde), hr. Bettencourt Santos og nýskipaður sendiherra N-Kóreu, hr. Shin Sang Ku, hafa afhent forseta Islands trúnaðarbréf sín að viðstöddum Ólafi Johannessyni utanríkisráðherra. Sendiherrarnir þáðu boð forseta tslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Grænhöfðaeyja hefur aðsetur í Haag, en sendiherra N-Kóreu í Stokkhólmi. Toffarinnog bóndinn Róbert Maitsland Afelliærum kynviHtum hænum i Flóanum og öðrum óvenjulegum fyrirbærum Vondi strákurinn og sveitarskelfirinn Róbert Maitsland HÖGGORMUR í PARADÍS er sagan af œvintýralegum ferli Róberts Maitslands. Hann er ástandsbam, fcer snemma á sigþað orð að vera vondur strákur og sveitarskelfir í Flóanum. Hann fœst við margt en flest endarþað með ósköþum. Hann lifirfyrir líðandi stund, á í mörgum ástarœvintýrum og lendir oft í útistöðum, tekst raunar stundum að skjóta löggceslunni ref fyrir rass. Róbert Maitsland dregur ekkert undan... ,,Eftir allt, sem á undan er gengið, undrar mig mest að vandrceðaunglingurinn skyldi ná þroska til að skrifa svona bók. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.