Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 36

Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 36
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 AIWA- ferðatæki Segulband frá AIWA hafa allsstaöar fengiö frábæra dóma. AIWA-ferðatækin eru engin undantekning. Útlit, gædi, end- ing. Allt eins og best verdur á kos- iö. AIWA-ferðatæki jóla- gjöfin í ár. Altt tJI hljómflutnings fyrir: HEIM/UD - BILiNN OG DISKOTEKIÐ ■J& APMUIA38 Selmula meljin 105REYKJAVIK ^imap 11133 8.31/7 POSTHOLF 1366 ÁFRAM FJÖRULALLI eftir JónViðarGuölaugsson Ný sprenghlægileg bók um Fjörulalla. I þessari bók heldur hann áfram hvers kyns ærsl- um og uppátækjum með dyggri aðstoð bróður síns og félaga þeirra. ÁFRAM FJÖRULALLI er saga um saklaust grín og gaman sem öll fjölskyldan skemmtir sér yfir. Teikn: Búi Kristjánsson Kr. 197,60 TRÖLLIN í TILVERUNNI eftir Hreiðar Stefánsson Jennu og Hreiðar Stefánsson þarf ekki að kynna. TRÖLLIN í TILVERUNNI er ný bók eftir Hreiðar. Hér segir hann börn- unum sögur sem honum ein- um er lagið. Frásögnin er svo lifandi og skemmtileg að börn- in verða sjálf þátttakendur í atburðunum. Bók fyrir unga sem aldna. Teikn: Ragnar Lár Kr. 197,60 Freyjugötu 27, s. 18188 GEFIÐ BÖRNUNUM GÓÐAR ÍSLENSKAR BÆKUR VIÐ GEFUM ÚT GÓÐAR ÍSLENSKAR BARNABÆKUR Kvikmynd, sem sýnir hvernig læknar sanna að líf sé að þessu loknu - eftir Ævar R. Kvaran Framfarir í læknavísindum í sambandi við þróun nýrra og betri aðferða við endurlífgun, bjarga með ári hverju æ fleiri mannslíf- um. En þessar nýjungar í lækna- vísindum gera fleira mannkyninu til blessunar. Þær hafa fært lækn- um, vísindamönnum og heimspek- ingum nýjar upplýsingar um þá reynslu sem það er að deyja. Dauðinn hefur lengst af verið eins konar feimnismál í íslenskri opinberri umræðu. Sá sem þetta hripar hefur því séð ástæðu til þess að skrifa ritgerð um dauðann, sem birt verður í þrennu lagi í Lesbók Morgunblaðsins í janú- armánuði eftir hátíðar. Ástæðan til þess að farið er að vekja máls á þessu nú þegar er sú, að höfundur þessarar greinar átti þess nýlega kost, að sjá kvikmynd, sem Bíóbær hyggst sýna sem jólamynd, sem lýsir raunverulegum atburðum, sem gerðust í Bandaríkjunum um það hvernig fólk deyr, en er aftur vakið upp frá dauðum með nýj- ustu tækni læknavísindanna til endurlífgunar. Ymsir Islendingar hafa reyndar þegar kynnst slíkum málum með því að lesa bókina Lífið eftir lífið eftir lækninn Moody, sem vakti gífurlega athygli um allan heim, þegar hún kom fyrst út á ensku 1975. Kvikmynd sú sem hér er gerð að umtalsefni er þó ekki byggð á þessari bók, heldur á bók eftir hjartasérfræðinginn dr. Maurice Rawlings, sem er einn af frægustu sérfræðingum á þessu sviði læknisfræðinnar. Bók sína kallar hann Beyond death’s door (Að baki dauðans dyra). í bók sinni skýrir læknirinn frá dauða og endurlífgun fólks, sem hann sjálfur annaðist. Allar þessar persónur voru dæmdar látnar af þeim læknum sem önnuðust þær, svo það er þýðingarlaust að bera því við, að þetta fóik hafi í raun- inni ekki dáið. Öll einkenni lífs voru horfin, andardráttur og hjartsláttur. En nú kann einhver að segja: Þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur margoft verið gert. Það er rétt. En hvað er þá svona athyglisvert við þessi dæmi? Það er það, sem þessar manneskjur hafa að segja frá í sambandi við dauðann og það sem henti þær eft- ir hann. Spurningarnar í sambandi við dauðann hafa frá alda öðli verið margvíslegar. Táknar dauðinn endi alls lífs? Er hann útþurrkun persónuleikans? Eða táknar dauð- inn endi eins lífs og upphaf ann- ars? Veit nokkur hvað gerist eftir dauðann? Hefur nokkur verið til frásagnar um það? Hefur nokkur reynt það? Hvernig er það? Er til dæmis nokkuð sem styður eða staðfestir lýsingu Biblíunnar á víti? Og þannig mætti spyrja endalaust. Dr. Maurice Rawlings segir okkur meðal annars þetta: „Sjúklingar, sem hafa snúið aft- ' ur til lífsins eftir að hafa dáið segja okkur, að dauðinn, sem venjulegu fólki þykir heldur öm- urlegt umhugsunarefni, tákni ekki endalok eða útþurrkun, heldur sé hann þvert á móti aðeins hlið að öðru lífi. Þar sé að ræða um til- veru, sem sé sumum mjög eftir- sóknarverð en öðrum skelfileg." Og dr. Rawlings, sem er viður- kenndur sérfræðingur í hjarta- sjúkdómum við Diagnostic Center og sjúkrahúsið í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum, heldur áfram: „Þegar dauða- reynslan er þægileg, þá fullvissa sjúklingarnir okkur um það, að sjálfur dauðinn sé án nokkurs sársauka, líkt og maður sofni." Margir þeirra sem þannig hafa verið lífgaðir við skýra frá því, að þeim hafi fundist þeir yfirgefa lík- ama sinn og stundum hitt fyrir vini og vandamenn, sem áður voru látnir. Og hér fer á eftir lýsing dr. Rawlings á dæmigerðri sálför: „Manneskja sem er að deyja missir blátt áfram meðvitund án nokkurs sársauka, þegar hún deyr, og þrátt fyrir það getur viðkom- andi heyrt lækni sinn lýsa því að hann sé látinn. Þá uppgötvar hann að hann er kominn úr líkama sín- um, en er þó enn í sömu stofu, þar vantar þi3 gódan bíl? notaöur - en i algjörum sérf lokki Nýbýlavegi2 - Kópavogi - Simi 42600 Til sölu þessi gullfallegi Subaru 4 WD station árg.‘80. Hann er á nýjum vetrardekkjum meö útvarpi og hörku góöur í snjó. JÖFUR hr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.