Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 41 Ævar R. Kvaran „Frá sjónarhóli þess, sem þetta hripar, er þessi kvikmynd stór- merkileg sökum þess efnis, sem hún fjallar um. Á tímum þegar ofbeldis- og óhugnað- arkvikmyndir eru í al- gleymingi er gott að eiga þess kost að sjá kvikmynd, sem hlýtur að vekja hvern hugsandi mann til umhugsunar um líf sitt og framtíð.“ sem hann fylgist eins og áhorfandi með því sem fram fer. Hann á erf- itt með að trúa því að hann sé dáinn og að þessi líflausi líkami, sem læknar og hjúkrunarkonur eru að vinna við, hafi tilheyrt hon- um. Honum líður prýðilega! Lík- aminn sem hann hefur farið úr er honum einungis undarlegur hlut- ur.“ Þegar hann hefur smám saman vanist þessu einkennilega ástandi, þá verður honum ljóst að hann er í nýjum líkama, sem virðist full- komlega eðlilegur og hefur enn betri skilningarvit en sá gamli. Þá kann hann að heyra sérkennilegan hávaða og að svo búnu finnast hann berast gegnum löng dimm göng með veggjum. Þegar hann kemur útúr göngunum, kann hon- um að birtast ljómandi bjart um- hverfi undursamlega fagurt, þar sem hann hittir og talar við vini og vandamenn, sem hafa dáið áð- ur. Þegar hann gengur með þeim kemur hann venjulega að mörk- um, sem hann getur ekki farið yfir og komið aftur til baka. Þegar hér er komið er honum venjulega snú- ið til baka. Og skyndilega finnur hann, að hann er aftur kominn í líkama sinn, þar sem hann kann að finna lostið sem fylgir raf- straumi sem á hann hefur verið hleypt eða þyngsla fyrir hjarta af því að einhver er að þrýsta á brjóst hans.“ Sumir þeirra sem með þessum hætti hafa verið endurlífgaðir segja frá því, að þeir hafi komið til einhvers konar dásamlega fagurs staðar, líkt og himnaríki; aðrir minnast hræðilegs og ógnandi vít- is. En þessi upplifun hefur þá áhrif á langflesta, að þeir gjör- breyta lífi sínu, að sögn dr. Rawl- ings. Um það sem hér hefur verið greint segir hann eftirfarandi: „Þessi reynsla hefur venjulega mjög djúp og varanleg áhrif á líf þeirra sem fyrir henni verða. Sé reynslan óþægileg og feli í sér al- varlega ákæru um líf viðkomandi manneskju, kann hún að kjósa fremur að segja ekki frá henni. Sé reynslan hins vegar þægileg, þá mun sá sem í hlut á ekki óttast dauðann framar." í þessari kvikmynd er eftirtekt- arvert að sjá með hve misjöfnum hætti fólkið sem þar á í hlut vakn- ar aftur til lífsins. Sumir eru guðsfegnir og biðja læknana um- fram allt að láta sig ekki hverfa aftur til sviðsins sem viðkomandi telur sig nýkominn frá, en aðrir jafnvel ásaka læknana fyrir að hafa endurlífgað sig, í stað þess að leyfa þeim að vera áfram í þeim unaði sem þeir upplifðu. Það fer því eftir því hvaðan hver kom. Ymsir vísindamenn læknisfræð- innar hafa brugðist illa við þess- um rannsóknum á deyjandi fólki. Það er ekki óeðlilegt sökum þess, að þessar rannsóknir, (sem hafa verið í höndum lækna) hafa stöð- ugt aukið líkurnar fyrir því, að líf hljóti að vera að þessu loknu. En slíkt er ekki kennt í fræðum læknavísinda, sem aldrei hafa viljað fallast á að mannssálin væri til. Margir þessara lærðu manna eiga mjög erfitt með að sætta sig við að sannaðir séu eða líkur séu færðar fyrir sannreyndum, sem þeim hefur verið kennt að ekki ættu sér stað. Þetta er vitanlega ekki mjög viturlegt, því að allar framfarir byggjast á því að átta sig á þeirri staðreynd, að maður- inn er ekki fullkominn og á því margt ólært. Raunar er engu lík- ara en sumir lærðir menn telji að ekkert geti verið til, sem þeir vita ekki til fullnustu. Það ætlar að taka sinn tíma að fá það viður- kennt, að maðurinn er andleg vera ekki síður en líkamleg. Og raunar miklu fremur hið fyrrnefnda, því hann heldur áfram tilveru sinni löngu eftir að jarðlíkaminn er gagnslaus orðinn. Fyrir mann sem jafnmikið hef- ur hugsað um líf og dauða og þann sem þetta hripar, var það því mik- ill fengur að fá að sjá fyrstu kvikmyndina hér á landi um þá sem látist hafa, en verið lífgaðir við, og þannig verið færir um að segja okkur frá því hvað við tekur fyrst eftir dauðann. Þessi kvikmynd er byggð á fyrr- greindri bók eftir dr. Maurice Rawlings, sem byggð er að öllu leyti á því sem hann þar vitnar um úr lífi sínu sem læknir og viður- kenndur vísindamaður. Þótt kvikmyndin sé leikin af lærðum leikurum og nöfnum þeirra sem hún greinir frá breytt, þá er þar engu haggað um staðreyndir. Frá sjónarhóli þess, sem þetta hripar, er þessi kvikmynd stór- merkileg sökum þess efnis, sem hún fjallar um. A tímum þegar ofbeldis- og óhugnaðarkvikmyndir eru í algleymingi er gott að eiga þess kost að sjá kvikmynd, sem hlýtur að vekja hvern hugsandi mann til umhugsunar um líf sitt og framtíð. Því það sem þessi kvikmynd fyrst og fremst minnir á, en margir vilja gleyma, er sú sannreynd, að hver er sinnar gæfu smiður og að orð Páls postula: „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og upp skera," eru ekki ein- ungis spakmæli, heldur lögmál, sem enginn kemst undan. Kvikmynd sem sýnir okkur framá það er því vel valin til hug- leiðingar fyrir okkur öll um jólin. Eg hvet hvern hugsandi mann til þess að sjá þessa kvikmynd hjá Bíóbæ um jólin. EE BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Metabo RAFMAGNS VERKFÆRI sem jólagiöf í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.