Morgunblaðið - 31.12.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 31.12.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 43 rnar um árið Vogin 23. september — 23. október Vogin er í bvrjun ársins uppfull af hvers kyns hugmyndum og hug- sjónum, nú á sannarlega að koma öllu i framkvæmd, sem hefur setið á hakanum um hrið. Hátt er stefnt og þvi er kannski ekki við því að búast, að allt gangi eftir. Þó er óhætt að segja, að í ýmsum málum sem varða starf/hugðarefni nái vogin næsta ótrúlegum árangri. Vogarfólkið er sagt vera blýðlynt og elskulegt og það er töluverður sannleikur i því. En vegna þess hve þetta fólk er viðkvæmt að upplagi verður það einnig fyrir sárari vonbrigðum en flestir aðrir, ef þeim finnst vera rangt að farið. Þá er vogin hvorki blið né sveigjanleg, umburðar- lyndi hennar eru þá verulegar skorður settar. Útlit er fyrir að annar ársfjóröungur verði einkar hagstæður i ástamálum, mun þá upphefjast ævintýri, sem hvorki vogin né mótaðilinn höfðu reiknað með og getur brugðið til beggja vona, hvernig til tekst. Þegar liður að sumri verður annríki á vinnustað yfirsterkara öllum ástarævintýrum og hlýjum sam- böndum og sennilegt að það gæti haft afleiðingar, sem vogin harmaði síðar. Ferðalög og töluverður þeytingur út og suður setja svip sinn á síðari hluta árs, þau ferðalög standa bæði í sambandi við forfrömun i starfl og einkamál og hefur vogin af því hina mestu ánægju. Þegar á heildina er litið verður árið 1983 hagstætt ár flestu vogarfólki, en allir verða þó að hafa i huga að hver er sinnar gæfu smiður og það á býsna mikið við hvað snertir þetta merki. Nokkrir borgarar fæddir í voginni: Albert Guömundsson alþm., Ellert B. Schram ritstjóri, Sonja Diego fréttamaður, Jón Haraldsson arkitekt, Friðrik Sófusson alþm., Jón Ásgeirsson tónskáld, Ingvar Jónasson flðlu- leikari, Silja Aðalsteinsdóttir kennari. Sporðdrekinn 23. október—21. nóvember Sporðdrekinn er eitt flóknasta merki stjörnuhringsins, um það þarf varla að fjölyrða. Sporðdrekinn er kappsamur, framgjarn og vílar stund- um ekki fyrir sér að hafa í frammi aöferðir til að ná markmiðum sinum, sem mætti telja lítt viðfelldnar. En gáfur fólks í þessu merki eru yflrleitt svo skarpar, að það stendur fyrir sinu og getur oftast gengið hreint til verks. Sporðdrekafólki er annt um að gæta þess að láta ekki tilflnn- ingar sínar í Ijósi nema það treysti viðkomandi fram í flngurgóma. Sporðdrekinn er ásamt vatnsbera beztur vina, en hann er óæskilegur andstæðingur. Ef sporðdrekinn telur sig órétti beittan ellegar hann nái ekki þeim árangri, sem hann álitur sjálfsagðan og eðlilegan, dregur hann sig í hlé og sleikir sár sin í einrúmi — og hugsar þá sitt og það ekki beint fagurt. Þetta ár verður sporðdrekanum ánægjulegt og dægi- legt að mörgu leyti, því að hann er í góðu formi og væntir hins bezta, er jákvæðari nú en við mörg undanfarin áramót. Á liðnu ári hefur honum gengið margt i haginn — þótt erflðleikar fyrri hluta 1982 hafl sett sitt mark. En nú er hann albúinn að takast á við lifið af meiri krafti en áður. Og þá er ekki að sökum að spyrja. Þar sem sporðdrekinn er metnaðar- gjarn í meira lagi er það honum mikils virði að í starfl mun honum vegna sérstaklega vel. Nokkrir borgarar fæddir í sporðdrekamerki: Þorsteinn Pálsson framkvstj. Vinnuveitendasambandsins, Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona, Björn Bjarnason blm., Guðjón Einarsson fréttam., Garðar Gisla- son borgardómari, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra, Eiður Guðnason alþm. Bogmaðurinn 22. nóvember—21. desember Júpiter er ráðandi i merkinu allt árið og því gefur það fyrirheit um að þetta verði í meira lagi lánlegt ár. Bogmaðurinn er i essinu sinu og vakandi fyrir nýjum hugmyndum og honum tekst meira að segja að framkvæma þær margar, lætur ekki þar við sitja að láta bara gamminn geisa eins og bogmönnum er svo tamt. Orka þeirra vill á stundum dreifast í allar áttir, vegna þess hve mörg og fjölbreytileg áhugasvið þeirra eru, en nú virðist sem honum takist að safna þessum krafti meira saman á einn stað en oft áður. Og hann er einkar dús við það. Þó er ekki hægt að segja að árið allt sé eintómur dans á rósum, febrúar gæti oröið nokkuð erflður og i þeim ham sem bogmaðurinn er gæti hann átt til að verða argur og snúa sér að öðrum málum, sem hann er sannfærð- ur um að sér gangi betur við. Þegar kemur fram á vorið fara linur aö skýrast og um sumarmái hefur margt verið leyst á farsælan máta, sem lengi hefur leitað á hug hans. Fjölskyldumál/einkamál almennt verða ekki fyrirferðarmikil i lífl margra i þessu merki fyrr en kemur fram á sumarið, enda færist bogmaðurinn gjarnan undan því að taka ákvarðan- ir sem hann er ekki viss um aö hann vilji standa við. Síðari hluti ársins er ekki eins viöburðaríkur og sá fyrri, en áhrif Júpiters láta þó ekki að sér hæöa. Þvi verður þetta ár býsna sérstakt i lífl margra i þessu merki — og í flestu tilliti er það jákvætt. Nokkrir borgarar fæddir í þessu merki: Kjartan Jóhannsson alþm., Geir Hallgrímsson form. Sjálfstæðisflokksins, Egill Friðleifsson söng- stjóri, Þórarinn Ragnarsson blm., Þorsteinn Gunnarsson leikari, Sverrir Runólfsson vegagerðarfrömuður. 22. desember—19. janúar Síðari hluta ársins færir Plútó sig inn í Ellefta hús sólar og þó svo að það hafl ekki áhrif á merkið allt árið, gæti verið að hefjast þróun á þessu ári, sem yrði hagstæð mörgum i þessu merki. Einhverjar breyt- ingar eru í vændum og steingeitin ætti að athuga málið vel, áður en hún hafnar þeim, þó svo þær virðist nokkuð fráleitlegar í fyrstu. Steingeitur eru ötular, oft alvörugefnar en með ágætlega skemmtilega kimnigáfu og þeim er ótrúleg seigla í blóð borin. Fólk í þessu merki stofnar ekki til skyndivináttu, en er hollt vinum sem það tekur tryggð við. Trúlegt er að steingeitur verði ýmsar að sinna vinum sinum/fjölskyldu meira á þessu ári en áður, m.a. vegna hugsanlegra veikinda. Steingeitin verður þó býsna mikið í sviðsljósinu, og þrátt fyrir eðlislæga hlédrægni er henni ekki jafn leitt og hún lætur að koma fram, enda á hún auðvelt með að tjá sig, þegar ísinn hefur á annað borð verið brotinn. Vonbrigði í starfl stands likast til í samhandi við þá breytingu, sem minnzt er á í upphafi, að muni hefjast. Steingeitur eru sem betur fer öðrum hæfari til að sætta sig við vonbrigðin. Árið verður þrungið spennu, einkurn þegar kemur fram á sumarið. Sú spenna kemur að mestu utan frá og steingeitinni flnnst sér ekki alltaf sanngirni sýnd. I árslok virðast einhverjir gamlir vinir eða félagar ganga til liðs við steingeitina í baráttu hennar og skyldi ekki slegið á þær hendur, þó svo að þeir hinir sömu kunni að hafa valdið steingeitinni sárindum fyrr á árinu. Nokkrir borgarar í steingeitarmerki: Ólafur B. Thors frkvstj., Davið Oddsson borgarstjóri, Ólafur Skúlason dómprófastur, Björn Vignir blm., Þorbjörn Guðmundsson fulltrúi ritstjóra, Adda Bára Sigfúsd. borgarfulltrúi, Hannibal Valdimarsson fyrrv. alþm., Anders Hansen blm. Vatnsberinn 20. janúar—18. febrúar Þetta gæti orðið óvenjulegt ár fyrir ýmsa vatnsbera og koma þar til afstöður Júpers og l'ranusar. Á árinu gætu ýmsum vatnsberum boðizt girnileg tækifæri, sem vert er að skoða vandlega. Þessi tækifæri gætu komið til annaö tveggja fyrir einskæra tilviljun, ellegar vegna þess að vatnsberinn hefur unnið af kappi að þvi að bæta stöðu sina. Fyrstu mánuðirnir gefa strax fyrirheit, en aftur á móti lítur út fyrir einhverjar erjur á heimavigstöðvum þegar kemur fram á vorið og væri þá ráð að greiða úr þeim. Ástalíflð blómstrar hjá mörgum vatnsberum þetta áriö og nær hámarki með haustinu. Mælt er með nóvember til ferðalaga. Meginstyrkur vatnsberans á árinu sem í hönd fer liggur í hans miklu heppni og mun sumum flnnast nóg um. Vatnsberinn hefur án efa lagt inn fyrir töluveröu af þessu láni og skyldi því taka því tveimur höndum, og láta ekki sektarkennd vegna annarra þjaka sig eins og honum hættir svo til. Á næstu árum verða breytingar á heimilishögum margra vatns- bera, það er ekki trúlegt að nein afgerandi breyting verði á árinu 1983, en aðdragandi hennar er haflnn. Vatnsberar eru þekktir að vináttu og mannúð. þeir eru skarpir og skeleggir og bera ekki tilflnningar sínar á torg. En þó svo að þeir séu vinum sínum trúir, má samt ekki ganga á hlut þeirra. Þá er hætt við að vatnsberinn taki hatt sinn og fari. Og þar með hefur glatazt góður vinur. Samskipti vatnsbera við annað fólk verða óvenjulega skemmtileg og fjölþætt og þó svo að mælt sé með nóvember til ferðalaga væri ráð að huga að slíku einnig á öðrum árstímum. Nokkrir borgarar fæddir i vatnsmerki: Þóra Kristjánsdóttir listráðu- nautur, Sveinn Sigurðsson blm., Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, Friðrik Ólafsson skákmaður, Guðni Guömundsson rektor, Jóhanna Kristjónsdóttir blm., Ágúst I. Jónsson blm. Fiskarnir 19. febrúar—20. mars Hafi einhver spenna og ókyrrð verið ríkjandi hjá ýmsum, sem eru fæddir í þessu merki, er nú margt sem bendir til að betri tíð með blóm í haga sé í vændum. Sambönd sem hafa verið laus í reipunum styrkjast, flskunum flestum til óblandinnar kæti. Bjartsýnin sem þessum breyt- ingum fylgir er fjarska góð flskum og ekki síður þeim, sem umgangast þá. Sennilegt er að einhver vandamál komi upp i febrúar-marz, sem þarf að leysa. Það getur vaflzt fyrir þessum sveiflukenndu og tilflnningaríku verum, sem margir flskar eru, en væntanlega finnst þó ráð við því eins og öðru. Til kynna er stofnað, sem mun hafa áhrif, ekki hvað sízt á starf/frama ýmissa flska. Fjölskyldumálin verða í brennidepli þegar fram á sumarið kemur og una flskar þvi vel. Einhverjir kvillar gætu hrjáð flskana seinni hluta árs, en í fæsturn tilvikum myndi það verða alvarlegt. Þær breytingar sem var minnzt á að kynnu að vera i vændum hjá vatnsbera ná einnig til þeirra sem eru fæddir snemma í flskamerki. iH-ssar breytingar munu verða skýrari hjá flskum og væntanlega tekin eindregnari afstaða til þeirra. Skipti fiska við aðra verða svona upp og ofan, það er ekki á allra færi að skilja og umbera sálarlíf þessa fólks, en flskar skyldu meta umburðarlyndi og þolinmæði, sem þeim er sýnd meira nú en oft áður. Nokkrir borgarar fæddir í flskamerki: Ólafur K. Magnússon Ijósm., Hjalti Rögnvaldsson leikari, Siguröur Sverrisson blm., Björn Thors blm., Markús Á. Einarsson veðurfræðingur, Sigrún Stefánsdóttir frétta- maður, Hannes Gissurarson, Ingólfur Guðbrandsson forstjóri, Árni Johnsen blm„ llreinn Halldórsson kúluvarpari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.